Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Page 2
Ekki á Heytorgi
- heldur heima
að er svali í loftinu ekki ósvipaður og á íslensku
sumri. Haustið er í nánd og fuglamir eru á
förum, síðbúnustu svölurnar nappa seinustu
skordýrin í loftinu á leið sinni til suðrænnar
álfu. En ég sit heima og ekki á mér fararsnið
Ýmsar hræringar í
Svíþjóð eru að koma upp
á yfírborðið.
Bofors-vopnasölumálið,
hleranir
öryggisþjónustunnar
sænsku á rússneskum
sendiráðsstarfsmanni.
Og fleira. Hefur hið
margumtalaða hlutleysi
leitt Svía af leið?
Eftir HAFLIÐA
VILHELMSSON
nema hvað mig langaði að bregða mér í
Berwaldhallen á Strandveginum og hlýða á
kvennakór búlgarska útvarpsins. Yfirskrift
eða heiti kórsins vekur duldar þrár: Le
Mystére des voix Bulgares, stendur í auglýs-
ingunni. Þótt ég hafí aldrei heyrt söng þessa
kórs veit ég samt að konumar hafa slegið
í gegn og í Bandaríkjunum jöfnuðust vin-
sældir þeirra á við bestu rokkhljómsveitir.
Því miður varð aldrei úr að ég hlýddi á
sönginn. Og sagt er að það eitt sé iðrunar
vert sem aldrei var gert. Ef til vill mun ég
að hálfri öld liðinni vakna upp úr Alzheim-
er-minnisdvala og fara að bijóta heilann
um þessar dularfullu búlgörsku raddir;
hveijar voru þær og hvað sungu þær?
í stað þess að hlýða á kvennasöng tefldi
ég skák við íslenskan vin minn, byggingar-
verkamann sem nýkominn er til Stokkhólms
og ætlar sér að reisa ijáfur á sænsk hús.
Og mér varð hugsað til þess á meðan við
tefldum undir kassettutónlist gerska vísna-
söngvarans Vládimír Vissoskí sem lést fyrir
nokkrum árum úr fylleríi og hafði aldrei
fengið útgefna plötu en varð samt þjóð-
skáld, að nú myndi afrakstur vinnu vinar
míns reiknast inn í brúttóþjóðarframleiðslu
Svíþjóðar í næstu skýrslu frá OECD. Að
vísu varla sjáanlegt pínuprómill af heildar-
framleiðslu konungdæmisins en þessi bý-
baggi kæmi út sem mínus fyrir BNP Islands.
Manntafl er þögull leikur. Og það er hljótt
í Svíþjóð um þessar mundir. Ingvar Carls-
son, forsætisráðherra, þegir þunnu hljóði
yfir meintri hlerun sænsku öryggisþjón-
ustunnar á rússneskum sendiráðsmanni. Og
Ingvar ætlar sér ekki að ijúfa þögnina.
Hleranir er nokkuð sem á að fara hljóðlega
og alls ekki að hafa hátt um. Enda ekki
sæmandi að viðurkenna nokkuð sem alger-
lega er ólöglegt og þverbrot á þjóðréttarregl-
um. Og hver veit nema þessi meinta hlerun
gæti orðið til að kasta rýrð á hlutleysis-
stefnu Svíþjóðar, þá heilögu kú?
Svíum er annt um hlutleysi sitt og ræða
það ótt og títt. Tæpast til það umræðuefni
að það fari ekki út í hlutleysissálmana.
Svíar horfa með kvíða fram til ársins 1992.
Hvemig fer fyrir iðnaðinum, Volvo, Ericson
og öllum hinum risunum ef Svíþjóð nær
ekki vildarsamningum við hinn opna markað
Efnahagsbandalagins? Aðild kemur að sjálf-
sögðu ekki til mála; Svíar eru hlutlaus þjóð.
En írar? spyija þá borgaralegu meinhornin.
Þeir eru hlutlausir en samt innan bandalags-
ins. Þá verður fátt um svör enda írland
ekki Svíþjóð.
„Blessað stríðið sem gerði syni mína
ríka,“ sagði Gísli Rúnar skopleikari á plötu
sem hann lét frá sér fyrir einhveijum árum
og allof hljótt varð um. Þar var Gísli að
viðra alþýðuvisku misviturra manna sem
töldu að íslandi hefði verið borgið með
stríðinu, að minnsta kosti flæddu peningarn-
ir inn í landið. En er ekki sálin meira verð
en öll ríki heims? Flestir hefðu eflaust kosið
að komast hjá því að dragast inn í stríðsátök-
in sem hófust fyrir fimmtíu árum með inn-
rásinni í Pólland. ísland var hlutlaust en
það dugði ekki til.
Svíar hafa alltaf þakkað það hlutleysi
sínu að þeir sluppu að mestu undan ógnum
stríðsins. Og til eru þeir sem halda því fram
að velfarnaður Svíþjóðar byggist á því að
Svíar komust hjá gjöreyðingu stríðsins. Á
meðan allir aðrir brenndu niður, byggðu
þeir upp þann grunn sem enn stendur.
Þegar Svíar rifja upp stríðið minnast
þeir helst á samheldni fólksins, skömmtun-
arseðlana og rússneskar bombur. Og það
er ekki laust við angurværan rómantískan
glampa í augunum. Þeir vilja helst hafa
hljótt um stjórnmálalega hlið stríðsins og
þótt þeir séu iðnir við að krefjast þess af
Þjóðveijum og Austurríkismönnum að þeir
horfist í augu við fortíð sína, virðast þeir
ekki þurfa á neinu slíku að halda sjálfir.
Per Albin Hansson, þáverandi forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, var mikilsvirtur og elsk-
aður leiðtogi. Hans mun ætíð minnst fyrir
þau orð sín í útvarpinu að Svíþjóð væri vel
undir stríð búin. Auðvitað vissu allir að það
var ekki satt en þessi staðhæfing þjappaði
fólkinu saman og herti upp hug þess.
Per Albin Hansson hafði það að leiðar-
ljósi að halda Svíþjóð utan við stríð, sama
hvað það kostaði. Sú stefna var fólgin í því
að halda fast í hlutleysið og taka á vanda-
málunum, les: kröfum Þjóðveija, eftir því
sem þau kæmu og reyna að elta þau og
draga eins lengi og kostur var og ekki taka
neina ákvörðun fyrr en í fulla hnefana. Og
loks þegar ekki varð undan komist var látið
undan Þjóðveijum.
Þess vegna fengu Þjóðveijar að flytja
hermenn sína í gegnum landið, allt í allt
rúmlega tvær milljónir milli 1941 og 1943
þegar flutningunum var hætt. Þess vegna
var Þjóðveijum gefin heimild til að hafa
birgðastöð í Luleá og þess vegna voru dag-
lega flutt 45 þúsund tonn af málmgrýti
yfir Eystrasalt.
En hefðu Þjóðveijar hemumið landið ef
þeim hefði verið bannað að sigla skipum
sínum í skjóli skeijagarðsins? Hefðu Þjóð-
veijar gert innrás ef Svíar hefðu skotið nið-
ur flugvélar þeirra sem flugu frítt eins og
svölur um lofthelgi þeirra? Svona má lengi
spyija og er spurt. Hvers virði er hlutleysi
sem er teygt og togað á alla vegu? Er það
hlutleysi? Nei, samkvæmt gildandi sáttmála
sem kenndur var (er?) við Haag var hlut-
leysi ríkis túlkað svo að það skyldi varið
ef reynt væri að þrengja að því og Svíar
gengu í berhögg við allar greinar þess sátt-
mála. Per Albin Hansson viðurkenndi það
fyrir sjálfum sér, fyrir ríkisstjórninni og
þinginu að Svíar hefðu svikið hlutleysis-
stefnu sína. Og það gerðu þeir af hræðslu
við hernám Þjóðveija.
Og það fór ekki hátt um viðbrögð eða
mótmæli Svía við þessum brotum á hlut-
leysi þeirra. Fyrst og fremst var séð til
þess með ritskoðun að hljótt færi um öll
andmæli og andófsraddir voru kveðnar nið-
ur af ríkisstjórninni. En þar að auki hvíldi
góður skilningur á milli nágrannanna og
Svíar voru margir góðir vinir Þjóðverja og
víluðu ekki fyrir sér að hrópa húrra fyrir
þýsku hersveitunum þegar þær fóru hrað-
fari yfir landið og sjálfur konungurinn,
Gústav V lét ekki hjá líða að þakka Hitler
fyrir að leggja til atlögu við bolsévika, þá
miklu heimsógn, og sagðist vona að ríkis-
stjórn sín gæti bráðlega bannlýst sænska
kommúnistaflokkinn.
Það má ekki gleyma að Svíar voru um-
kringdir af Þjóðveijum mestöll stríðsárin
og þeir urðu að eiga við þá verslun. Sam-
gönguleiðirnar vestur voru ekki það opnar
og auðvitað hefur sænsku ríkisstjóminni
þótt affarasælast að styggja ekki sína vold-
ugu vini því eiginlega var búist við því að
Hitler færi með sigur af hólmi og að Þjóð-
veijar myndu ráða stjórnmálum og verslun
að leik loknum.
En Hitler tapaði stríðinu og Svíar héldu
hlutleysisstefnunni. Og sú heilaga kýr er
orðin ansi þung í taumi og nú fimmtíu árum
eftir stríð eru Prússar enn á ný orðnir valda-
mestir í Evrópu þótt á friðsamlegri hátt sé
og á borði eru Þjóðveijar í forystu Efnahags-
bandalagsríkjanna tólf þótt ekki sé það svo
í orði. Og Svía langar að verða ein af stjörn-
unum í fána EB en þeir telja sig ekki geta
orðið það, allt vegna sinnar heilögu kýr sem
heitir hlutleysi.
Og nú, þegar ég er að missa stöðuna í
tafli mínu við byggingarverkamanninn, vin
minn, sem ætlar að leggja sitt af mörkum
til að auka hagvöxtinn í Svíþjóð, eru að
hefjast réttarhöld í Stokkhólmi í svokölluðu
Bofors-máli. Á ákærendabekknum sitja
fyrrverandi stjórar í vopnaverksmiðjunni
Bofors og liggja undir þeirri sök að hafa
brotið lög um vopnaútflutning. Það er nefni-
lega bannað að selja vopn til stríðandi þjóða
því slíkt athæfi brýtur í bága við hlutleysis-
stefnu Svíþjóðar.
Þessir herrar eru sakaðir um aö hafa
með bestu vitund selt vopn til landa við
Persaflóa í gegnum Singapore og jafnvel
Ítalíu og England. Skýrt brot á útflutnings-
lögunum en samt finnst flestum að það sé
óþarfi að hafa hátt um þetta, svona hafi
alltaf viðgengist og lögin upprunalega sett
að undirlagi Bandaríkjanna til að koma í
veg fyrir vopnasölu til Austur-Evrópu. Þeir
ákærðu hafa það sér til varnar að þeim
hafi fyrst og fremst verið umhugað um ör-
yggi Svíþjóðar, hlutleysisins vegna verða
Svíar að eiga sjálfstæðan vopnaiðnað og til
þess að iðnaðurinn beri sig verður að selja
framleiðsluna til útlanda. Auk þess er þeim
annt um að halda uppi fullri atvinnu í Karl-
skoga þar sem vopnaverksmiðjur Böfors
standa.
En réttarhöldin verða víst að fara fram.
Vopnasalan er meint lögbrot sem kært var
til lögreglunnar árið 1984 og hefur verið
til rannsóknar síðan. Það voru sænsk friðar-
samtök sem gerðu ríkisstjórninni þennan
óleik að vera að kæra og á sunnudaginn
var (3. sept.) vildu þessi samtök fá leyfi
lögreglunnar til að mótmæla pínlegri þögn
ríkisstjórnarinnar í öllu þessu máli en lög-
reglan synjaði samtökunum leyfis að mót-
mæla fyrir utan hús utanríkisráðuneytisins.
Alveg óþarfi að vera með hávaða í sam-
bandi við þessi réttarhöld sem enginn eigin-
lega vill að fari fram. Það er alveg augljóst
að Svíar verða að eiga vopn til að geta
varið hlutleysi sitt.
En friðarsamtökin létu ekki deigan síga
þrátt fyrir synjun lögregluyfirvalda. í stað
mótmælafundar fyrir framan utanríkisráðu-
neytið var efnt til sunnudagsgöngu og ekki
gat lögreglan meinað borgarbúum að taka
sér smá prómenað í svalri haustsólinni.
Skák og mát, sagði vinur minn, bygging-
arverkamaðurinn. Alltaf sárt að bíða lægri
hlut í skák. En taflið gefur engin grið, þar
er annaðhvort að vinna eða tapa og ekki
boðið upp á neitt hálfkák, enga millivegu.
Og svo kvaddi vinur minn. Hann kvaðst
ætla að ganga til hvílu því það var um að
gera að vera vel sofinn fyrir vinnuna ef
„maður hefur einhveijar ambisjónir að
meika það“ eins og hann komst svo vel að
orði á sinni nútíma reykvísku.
Höfundur er rithöfundur.
2