Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Qupperneq 11
Horft yfír Berlínarmúrinn til Austur-Berlínar. Neðanjarðarbyrgi Hitlers var þar sem hóllinn á bersvæðinu er. legu hugdettu og finn taumana renna niður hrygginn í þessum alltof mikla hita. Brosi að sjálfum mér í huganum fyrir þessa indí- anadjóns-viðbrögð, samt vissara að hunsk- ast burt — en þá ... „Þeir ætla að fá þig í spjaldskrána hjá sér,“ er sagt á bak við mig á þýsku. Afaleg- ur eldri maður brosir vinalega. „Þeir taka þig þá í spjaldskrána í leið- inni,“ svara ég. Hann brosir breiðar. Síðan sagði hann mér sögu sína. Hann fæddist þarna á hinum bakkanum 1928, stofnaði fjölskyldu og eignaðist son. „Ég bjó þarna til 1953. Þá var ástandið orðið óþolandi og andóf af einhveiju tagi óumflýjanlegt. Ég tók þátt í 17,-júní-upp- þotinu og sat í fangelsi í nokkur ár fyrir vikið. Síðan var ég rekinn hingað yfir.“ Hann sneri sér ögn og benti yfir ána. Hann sagðist þekkja svæðið á hinum bakk- anum eins og lófann á sér. Þarna fæddist hann, sunnan við skipasmíðahverfið. Skammt frá var leikhús sem nú er búið að rífa. Faðir hans var sviðsstjóri þar. Nokkru norðar var annað leikhús, mikið menning- arlíf þá í Berlín. „Sonur minn býr í Austur-Berlín, 35 ára gamall. Ég sá hann seinast tveggja ára gamlan, þannig man ég hann. Stundum fæ ég bréf frá honum og hann frá mér, en póstur berst illa á milli. Stöku sinnum höfum við talast við í síma.“ — Má hann ekki heimsækja þig? „Nei. Aðeins ellilífeyrisþegar mega koma í heimsókn austanað. Og ég má ekki heim- sækja hann af tveimur ástæðum: I fyrra lagi var mér sparkað út úr Austur-Þýska- landi og í seinna lagi er ég flokksbundinn í Repúblikanaflokknum og enginn sem starf- ar þar fær ferðaleyfi til Austur-Þýskalands." — Erþá engin von til að þú sjáir soninn? „Við bindum vonir við 1995. Þá gengur samningur sigui-vegaranna um skiptingu Berlínar úr gildi. Þá hlýtur að losna um. Verra getur þetta ekki orðið.“ Síðan lýsti sá gamli innilegri vanþóknun sinni á nýja borgarstjóranum í Vestur- Berlín, Momper. Hann sagði óþol hústöku- fólks í hverfinu Kreuzberg aldrei hafa verið meira en á seinustu misserum eftir að sósíal- demókratar tóku við stjórnartaumunum. Ég leyfði mér að spyija hvort séð væri að Vestur-Berlín yrði byggilegri bústaður með Schönhuber, formanni Repúblikana, sem húsbónda. Það var eins og stigið hefði verið á bensíngjöf. Sá gamli spenntist upp og svaraði umsvifalaust ,já“ enda væri það hættulegasta í samskiptum austurs og vest- urs að gerast hér í Vestur-Berlín: eilífur undansláttur og málamiðlanir við stjórnina austanmegin. „Við verðum að standa fastir á okkar rétti og okkar sannfæringu hér vestan- megin. Frelsið kostar fórnir." Hann sló af og til handarbaki vinstri handar í hægri lófann orðum sínum til stað- festingar. Mig langaði að spyija nánar um frelsið en andrúmsloftið var orðið óþægilega spennt svo ég reyndi að leiða talið að öðru, erlendum hermönnum í borginni og útlend- um áhrifum yfirleitt. Hvort ekki væri til ama að hafa slíkan ijölda af útlendingum og sterkum alþjóðlegum áhrifum kringum sig — hvort Berlínarbúar fyndust þeir ekki vera hemumið fólk. „Nei, hví skyldi það vera? Þeir eru vinir okkar.“ Á eftir fylgdi stutt þögn sem einhvern veginn staðfesti að íslendingur gæti semt fengið botn í þetta óskiljanlega ástand. Ég játaði fyrir manninum að það væri einkenni- leg tilfinning fyrir eyjarskeggja frá Norður- Atlantshafi að standa hérna og sjá hvernig tvö hugmyndakerfi slíta sundur eina þjóð. íslendingar hefðu einmitt átt á hættu hug- myndalegan klofning þjóðarinnar fyrir tæp- um 1000 árum en sem betur fer fékk sagan þá farsælli endj en hér. „Svo þú ert íslendingur! Það er athyglis- vert.“ Svo fylgdu nokkrar skynsamlegar spurningar manns sem vissi töluvert um land og þjóð en vildi vita meira. „Kannski fer ég einhvern tíma til ís- lands. Núna er ég kominn á eftirlaun — hef unnið sem kvikmyndatökumaður hjá þýska sjónvarpinu — og get þess vegna leyft mér ýmislegt." Ég hvatti hann eindregið til þess og bjó mig til að kveðja. Austur-þýskur kola- prammi puðaði upp ána, örfáa metra frá okkur. Ofan á bingnum stóð verkamaður í samfestingi og leit ekki einu sinni í áttina til okkar. Skrýtið til þess að hugsa að ein- mitt nú, í dag, þarna handan við ána, er fólk að yfirgefa allt sitt — heimkynni, ætt- ingja og vini — og leggur á sig óralangt ferðalag, gegnum Tékkóslóvakíu og Ung- veijaland, til að ná sama takmarki og blas- ir við fáeinum metra frá þessum manni. Og hann horfir ekki einu sinni í áttina til okkar. Landamæraverðirnir á hinum bakkanum voru horfnir, kannski til að framkalla mynd- ir í spjaldskrána sína. „Vonandi gleymirðu ekki spjalli okkar,“ sagði sá gamli. „Þetta er ekki bara saga mín heldur allra Berlínarbúa og ég er al- vöru-Berlínarbúi. „Ich bin ein echter Berliner!““ Berlín, 18. ágúst 1989 Höfundur er lektor í fslensku við háskólann í Kiel. MERKlSMENríf ÖR GRINDAVÍK Maren Jónsdóttir og Jón Jónsson. GÍSLI í VÍK Eftir ÓLAF EINARSSON Iaðeins tvö hundruð metra fjar- lægð súnnan við Garðhús í Grindavík stendur bærinn Vík. Þar bjuggu á mínum barnsárum Gísli Jónsson og kona hans, Kri- stólína Jónsdóttir frá Hópi. Víkurheimilið var stórt og mann- margt: níu börn þeirra Kristólínu og Gísla, eitthvað af þjónustufólki, sem vann við búskap og heimilisstörf, og auk þess hópur sjóróðramanna á vetrarvertíðum. Glaðværð og ærsl ríktu því oft á þessu stóra heimili, ekki síst í landlegum. En á þeim tímum voru það oft æði margir dagar á vetrarvertíðum sem ekki gaf á sjó, sökum þess hve fleyturnar voru smáar. Mér er Víkurheimilið mjög minnisstætt. Fyrstu ferðir mínar út frá heimili foreldra minna, er ég var barn að aldri, lágu þang- að. Ég umgekkst frændsystkini mín mikið í Vík á barns- og unglingsárum mínum, og þá að sjálfsögðu mest þau sem voru á svip- uðum aldri og ég. Man ég glöggt ýmis skemmtileg atvik frá þeim árum. Gísli í Vík fæddist 31. október 1875, son- ur hjónanna Jóns Jónssonar og Maríu Jóns- dóttur, er bjuggu í Rafnshúsum í Grindavík. Ólst Gísli upp hjá foreldrum sínum allt að fullorðinsárum, en fór úr því að sjá um sig sjálfur og gerðist ungur að árum dug- andi formaður. Þau Kristólína og Gísli reistu fyrst bú að Hæðarenda í Grindavík og bjuggu þar nokkur ár. En það mun hafa verið um 1910 að þau festu kaup á jörðinni Vík, reistu á henni stórt og myndarlegt hús og-bjuggu þar til æviloka. Sá sorglegi atburður gerðist 1. desember 1924 að Gísli í Vík, sem þá var á leið með bíl frá Grindavík til Reykjavíkur, varð bráð- kvaddur, aðeins 49 ára að aldri. Fáum dög- um áður, eða 21. nóvember, hafði faðir hans andast á heimili hans í hárri elli, 84 ára. Mun Gísli hafa verið í einhveijum er- indagjörðum til Reykjavíkur vegna fráfalls föður síns. Fráfall Jóns Jónssonar bar að á ósköp venjulegan hátt. Þar var lögmál tilve- runnar að verki á eðlilegum tíma. Fjörgam- all maður var kallaður burt héðan að loknu löngu og vafalaust oft á tíðum erfiðu ævi- starfi. Um soninn Gísla var öðru máli að gegna. Menn velta því eðlilega oft fyrir sér hver sé tilgangur skaparans með því að kalla menn héðan í blóma lífsins, frá heimili og þýðingarmiklum störfum. í þessu tilfelli voru feðgarnir báðir bornir til hinstu hvíldar á sömu stundu, faðirinn eftir langt og gæfu- ríkt ævistarf en sonurinn svo að segja á miðjum starfsdegi. Þegar Gísli í Vík andaðist var ég barn að aldri, en man þó furðuvel eftir honum. Hann var hár, grannur og fríður maður, átti það til að vera nokkuð fáskiptinn á stundum, næstum eins og stoltur, skapstór og án vafa vel greindur. Hann var hávær þegar aflabrögð og umsvif voru mikil og því eins gott fyrir hásetana að hlýða skipun- um hans möglunarlaust. Hann var afburða aflasæll formaður og mikill sjósóknari. Oft hef ég á liðnum árum hitt menn sem verið höfðu hásetar hjá honum og bera þeir honum undantekningarlaust þá sögu, að hann hafi verið með afbrigðum stjórnsamur og góður formaður. Hafa þeir ennfremur sagt mér, að þrátt fyrir stórt skap og næst- um því hryssingslegar fyrirskipanir, þegar mikið lá við og stundum á hættunnar stund, hafi þeir einnig notið hjálpsemi hans og vináttu. Sagt er að þá hafi hann verið nær- gætinn, næstum því viðkvæmur, svo sem oft kemur fram hjá skapstórum mönnum. Enda þótt Gísli ræki tiltölulega mikinn - búskap miðað við aðstæður, þá var hann þó þekktari fyrir formennsku sina og afla- brögð, enda var sjómennska honum í blóð borin. Sagt er að hann hafi ekki verið meira en átta ára, þegar hann byijaði að fylgja föður sínum í sjóróðrum um sumartímann, og þá sennilegast upp á hálfdrætti, eins og þá _mun liafa tíðkast. Á gleðinnar stund kvað Gísli hafa verið kátur og skemmtilegur og hrókur alls fagn- aðar. Jón Jónsson faðir Gísla fæddist 1840 í Kjarnholtum í Biskupstungum og voru for- eldrar hans Jón Þórarinsson og Guðrún Jonsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs, en missti þá föð- ur sinn. Var hann síðan hjá móður sinni til 17 ára aldurs, en gerðist þá vinnumaður að Tungufelli og Steinsholti í Gnúpveija- hreppi. Réðst hann þá ungur að árum til Einars Jónssonar á Húsatóftum, síðar hreppstjóra í Garðhúsum, og var'vertíðar- maður hjá honum í fimmtán ár, en giftist þá árið 1873 Marínu Jónsdóttur frá Húsa- tóftum, systur Einars. Fluttist hann þá al- farið til Grindavíkur. Reistu þau hjónin bú sitt að Rafnhúsum og bjuggu þar samfleytt í 47 ár, en fluttust þá í hárri elli til sonar síns að Vík. Hjónaband þeirra var farsælt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. NÓVEMBER 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.