Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Side 13
LESBOK M O R GUNBLAÐSI N S 11. NÓVEMBER 1989 FERIHBI.tn LESBÓKAR Skíðasvæði Klettafjalla heilla Evrópubúa Breiðar brekkur, breið hattbörð og breið bros. Skíðafreyjur í einkennisbúningi bjóða gesti velkomna til kúrekabæjarins Ste- amboat Springs. Það er spennandi og “öðruvísi" að skíða í Bandaríkjun um. Kynnist því hvernig sérfræð- ingar stjörnum- erkja svæðin og segja í hreinskilni frá kostum þeirra og göllum. /J4 Það eralltaf vin- sælt að nota íslenska ferðaþjón- ustu á erlendri grund. Sigurveig Lúðvíksdóttir segir okkur hvernig er að gista á gistiheimil- inu Brautarholti í Orlando./75 Spáð er að bresku skíðafólki muni Qölga um helming á amerískum skíðasvæðum í vet- ur. Lélegur skíðasnjór í Olpun- um, sem kom þar að auki seint, varð til þess að fleiri Bretar panta skíðaferðir til Banda- ríkjanna. Skíðasérfræðingar breska dagblaðsins The Times gefa amerískum skíðasvæðum mjög háa einkunn. En þeir gagnrýna miskunnarlaust síbyljutónlist, sem er of mikið spiluð þar og veitingahús í íjöll- unum, sem þeir segja að minni á hlöður. Skíðasvæði Kletta- Qallanna eru greinilega mjög frábrugðin skíðasvæðum Alpa- íjalla. Hvað flnna ferðamenn á skíðasvæðum Klettaíjalla? Þegar Bandaríkjamenn tala um að fara vestur á skíði, eiga þeir ekki við vesturströndina heldur villta vestrið, Colorado, Wyoming og Utah. Þar standa áður yfir- gefnir námubæir eins og Aspen, Breckenridge og Park City, sem hafa öðlast nýtt líf með tilkomu skíðafólksins. Einnig kúrekabæ- irnir Jackson Hole og Steamboat Springs. Þar fást hin einu sönnu kúrekastígvél! í hlíðum Kletta- ijalla, sem snúa að vesturströnd- inni, eru skíðastaðir við Tahoe- vatn, Heavenly Valley og Squaw Valley, á fylkjamörkum Kaliforníu og Nevada. Utsýni frá „Himneska dalnurn", eins og íbúarnir nefna hann, er talið guðdómlegt. í Nýja Englandi, eins og í gamla bænum Stowe og hinum nýtískulega bæ Killington, eru bestu skilyrði til að stunda skíði seinni hluta vetr- ar, þegar fer að draga úr frost- hörkum. Hvernig Bandaríkjamenn fram- kvæma hlutina, ætti að tryggja flestum gott skíðafrí! Hið mikla ríkidæmi Bandaríkjanna er aug- ljóst í uppbyggingu skíðastað- anna. Risastórir bjálkar eru not- aðir í þjónustumiðstöðvar og veit- ingahús í íjöllunum, sem gera húsin mjög hlýleg (en þau minna óneitanlega stundum á hlöður). Snyrtingar og setustofur eru geysistórar. Til að sýna hvað Bandaríkjamenn hugsa í stærri hlutföllum en Evrópubúar, má nefna hótelið Raquet Club í Jack- son Hole, sem býður upp á tvö aðskilin svefnherbergi í „tveggja manna gistingu"! Ef miðað væri við lúxusgistingu í Val d’Isére, væri sama gistirými ætlað fyrir sex manns! En fæstir fara á skíði til Bandaríkjanna, aðeins til að sofa í konunglegum „hótelsvít- um“! Það er fleira sem heillar. Biðraðir eru sjaldgæfar á bandarískum skíðastöðum. Þjón- usta er frábær. Lyftuvörður óskar öllum góðrar ferðar upp í fjallið og á lyftubrún standa brosandi skíðaverðir til að leiðbeina þér á þær brautir sem þú óskar — gul- ar, grænar eða svartar. Allt er mjög vel merkt — yfirleitt kort yfir skíðasvæðið efst á fjallinu og næstum útilokað að villast. Braut- irnar bera skemmtileg nöfn, sem gera skíðasögurnar litríkari við . arineldinn á kvöldin. Girðingar eru á mörkum skíðasvæðanna og svartar brautir mjög vel merktar. Allt er gert til að viðskiptavinur- inn njóti þess að skíða. Þeim, sem renna sér í veg fyrir aðra, troða sér fram fyrir í lyftum eða hegða sér ekki eins og lög gera ráð fyr- ir, er tafarlaust vísað af svæðinu og skíðapassi tekinn af þeim. Bandaríkjamenn eru fljótir að kæra þann sem.ekki hagar sér vel og fara fram á skaðabætur, sem skipta oft hundruðum þús- unda! Eins gott að gæta sín. Öryggisatriði, sem okkur finnst kannski benda til hins gagnstæða, er að hafa enga hvíldarstöðu fyrir fætur eða belti í stólalyftum. - Þetta gera þeir til að fólk flækist ekki í eða gleymi að losa sig og telja að það dragi úr slysum. Arin- eldur er ómissandi á bandarískum skíðastöðum. Einnig ísskápar, sem hægt er að ganga í. Auðveld- ur aðgangur að þvottavélum og þurrkurum, sem standa oft á hverri hæð á hótelum. Ef við bætum við litlu íkornunum, sem hoppa allt í kring, elgsdýrunum, ódýrum bílaleigubílum og góðu vegakerfi, þar sem snjórinn er hreinsaður burt á því augnabliki sem hann fellur — þá er augljóst að skíðafrí í Bandaríkjunum er „öðruvísi"!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.