Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1989, Síða 15
Gular brautir: 20% Grænar brautir: 30% Svartar brautir: 50% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Lyftuijöldi: 8 Sex daga skíðapassi: 11.904 kr. Fjarlægð á flugvöll: 45 mínútur Upplýsingar: 801 742 2222 Squaw Valley, Kalifornía Snjóþykkt: 8 Stórt, veðurbarið, fremur nota- iegt en erfitt skíðasvæði. Gott fyr- ir sterka skíðamenn og harða af sér. Varkárir skíðamenn gætu lent í sömu vandræðum og konan, sem tindarnir voru skírðir eftir „KT 22“, en hún komst aðeins niður í 22 eríiðum áföngum! Stórkostlegt útsýni yfir Tahoe-vatn, sem er ta- lið eitt fallegasta fjallavatn í heimi. Svæðinu er vel þjónað með lyftum, en er í raun aðeins íjallakofaþyrp- ing, sem skortir andrúmsloft smá- staðar. Þjónusta er til fýrirmyndar. Hæð skíðastaðar: 9.050 fet Mesta hæð: 8.700 fet Tengist ekki við önnur svæði Skíðasvæðið: 8.300 ekrur Gular brautir: 25% Grænar brautir: 45% Svartar brautir: 30% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Nýjungar: 5 lyftur, snjóbretti velkomin, nýtt svæði „Squaw Creek“ tekið í notkun 1990 Lyftufjöldi: 32 Séx daga skíðapassi: 10.788 kr. Fjarlægð á flugvöll: Reno 45 mínútur Upplýsingar: 916 583 6985 Steamboat Springs, Colorado Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Ekki mjög krefj- andi fyrir skíðamanninn, en dýrt svæði. Mikið af stórum, breiðum svigbrautum, en ekki nægilega mikið af brunbrautum. Bærinn skiptist í tvennt. Nýrri hlutinn nær lyftunum, en gamli bærinn í tveggja mílna fjarlægð, Kúreka- land! Hæð skíðastaðar: 6.900 fet Mesta hæð: 10.500 fet Tengist ekki öðrum svæðum Skíðasvæðið: 2.500 ekrur Gular brautir: 15% Grænar brautir: 54% Svartar brautir: 31% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Lyftufjöldi: 21 Sex daga skíðapassi: 11.532 kr. Fjarlægð á flugvöll: Denver rúmlega 4 klst. r Upplýsingar: 303 879 6111 Stowe, Vermont Snjóþykkt: 4 Bærinn er ótrúlega snyrtilegur, eins og myndabók af Nýja Eng- landi — gamla Ameríka í augum Ameríkana. Ferðamenn koma ekki síður til að skoða bæinn en að skíða á Mount Mandfield, sem er í 6 mílna fjarlægð. í nægum snjó er gott að skíða þarna, einkum fyrir byijendur og miðlungs skíða- fólk. Hæð bæjarins: 1.300 fet Mesta hæð: 3.660 fet Tengist ekki öðru svæði Skíðasvæðið: 370 ekrur Gular brautir: 17% Grænar brautir: 48% Svartar brautir: 35% Skilyrði utan brauta: Takmörk- uð Nýjungar: Svört braut og fleiri snjóþeytarar Lyftufjöldi: 10 Sex daga skíðapassi: 10.230 kr. Fjarlægð á flugvöll: Burlington 45 mínútur Upplýsingar: 802-253 7311 Sun Valley, Idaho Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Einn af bestu skíðastöðum í Bandaríkjunum, með fjölmörgum löngum, bröttum brunbrautum. Virðist ekki sérstakt úr fjarlægð, en þegar farið er að skíða er fallhæðin miklu meiri en þú áttir von á. Bærinn var byggð- ur um 1930, í stíl við austurrísk alpaþorp. Hann lítur út eins og kvikmyndabær, en er vel skipu- lagður. Hæð skíðastaðar: 5.700 fet Mesta hæð: 9.140 fet Tengist ekki öðrum svæðum Skíðasvæðið: 1.300 ekrur Gular brautir: 38% Grænar brautir: 45% Svartar brautir: 17% Skilyrði utan brauta: Góð Nýjungar: Fleiri snjóþeytarar, breikkaðar brautir, beint flug til staðarins með America West Airli- nes Lyftufjöldi:16 Sex daga skíðapassi: 11.160 kr. Fjarlægð á flugvöll: Salt Lake City 5 klst. Twin Falls 2 klst. Upplýsingar: 208 622 4111 Taos, Nýja Mexíkó Snjóþykkt: 7 Sérfræðiálit: Eitt besta skíða- svæði í heimi. Á engan sinn líka. Lítið, notalegt og gerir endalausar kröfurtil skíðamannsins. Krefjandi svæði, þó að næturlífinu sé haldið utan við! Vonandi á það eftir að halda sínu einstæða svipmóti, sem Ernie Blake var höfundur að, þó að hann hafi dáið síðastliðinn vet- ur. Hæð skíðastaðar: 9.200 fet. Mesta hæð: 11.816 fet Tengist ekki öðru svæði Skíðasvæðið: 1.054 ekrur Gular brautir: 25% Grænar brautir: 25% Svartar brautir: 50% Skilyrði utan brauta: Einstak- lega góð Nýjungar: Fjögurra stóla lyfta, skíðamiðstöð Lyftuijöldi: 9 Sex daga skíðapassi: 10.788 kr. Fjarlægð á flugvöll: Albuquer- que 3 klst. Denver 6 klst. Upplýsingar: 505 776 2291 Telluride, Colorado Snjóþykkt: 7 Sérfræðiálit: Fagurt landslag. Gamall, mjög snyrtilegur námu- bær. Brekkur fyrir byijendur upp í þjálfaða. Grænar brautir í meiri hluta. Hæð skíðastaðar: 8.725 fet Mesta hæð: 11.890 fet Tengist ekki öðru svæði Skíðasvæðið: 761 ekra Gular brautir: 24% Grænar brautir: 50% Svartar brautir: 26% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Lyftufjöldi: 10 Sex daga skíðapassi: 10.788 kr. Fjarlægð á flugvöll: Telluride 10 mínútur Upplýsingar: 303 728 3856 Vail/Beaver Creek, Colorado Snjóþykkt: 8 Sérfræðiálit: Fjölbreyttasta val brauta í Colorado. Mjög gott lyftu- kerfi. Skíðað á milli tijáa og í opn- um, breiðum brekkum. Bærinn er mjög evrópskur. I Ameríku, þar sem allt miðast við stærð, er stærsta staka skíðasvæðið — Vail — aðeins!4 hluti af því stærsta í Evrópu — Trois Vallées. Skíða- brautir í Vail gefa miðlungs- skíðamanni ógleymanlega tilfinn- ingu. Hæð skíðastaðar: 8.200/8.000 fet Mesta hæð: 11.450/11.440 fet Tengist við: Tvö önnur svæði með tíðum áætlunarferðum Skíðasvæðið: 3.787/800 ekrur Gular brautir: 32/23% Grænar brautir: 36/43% Svartar brautir: 32/64/34% Skilyrði utan brauta: Mjög góð Nýjungar: Fleiri snjóþeytarar, stólalyfta Lyftufjöldi: 20/10 Sex daga skíðapassi: 12.276 kr. Fjarlægð á flugvöll: Eagle County 30 mínútur, Denver 2 klst. Upplýsingar: 303 476 5601 * Landsnúmer fyrir Bandaríkin og Kanada er 0101. * í Norður-Ameríku eru auðveldar brautir merktar „gular", miðlungs „grænar“ og erfiðar „svartar". Svörtu brautirnar eru aðgreindar með einni eða tveimur stjörnum. Tveggja stjörnu braut er hættu- lega erfið fyrir viðvaninga. * Sérfræðingarnir sem gáfu álit sitt, eru bæði áhuga-, keppnis- og fjölmiðlafólk, eða þeir sem hafa fylgst með skíðaþróun í Ameríku og þekkja svæðin inn og út. Heimild: The Times Fyrir framan Brautarholt. Gistiheimilið Braut- arholt í Orlando Sniðið fyrir foreldra o g börn í ævin- týraleit,“ segir Signrveig- Lúðvíks- dóttir í viðtali við Ferðablaðið íslendingar kunna vel að meta íslenska ferðaþjónustu á erlendri grund. í Orlando í Bandaríkjunum tekur íslensk kona, Ragnheiður Jones, á móti ferðamönnum. Hún leigir út tvær íbúðir í einbýlishúsahverfi miðsvæðis í borginni. Stærri íbúðin er með tveimur svefn- herbergjum og hentar vel fyrir 1-2 fjölskyldur eða fjóra full- orðna og börn. Sú minni er sniðin fyrir hjón eða einstakl- inga. Ragnheiður Jones er búin að búa í Bandaríkjunum yfir 20 ár. Kom til þangað sem „au pair“- stúlka, en er nú gift kona með ljölskyldu. Þau hjónin keyptu ein- býlishúsið við hliðina á sínu húsi og innréttuðu í því tvær íbúðir, sem þau leigja ferðamönnum. Ragnheiður gaf gistiheimilinu nafnið Brautarholt. Aðstaða er öll mjög góð í Brautarholti. Stór bak- garður með heitum nuddpotti, kaldri smálaug, leiktækjum fyrir börn og góðri sólbaðsaðstöðu. Ferðablaðið ræddi við Sigurlaugu Lúðvíksdóttur, sem gisti hjá Ragnheiði um síðustu páska. „Við hjónin gistum þarna ásamt þremur stálpuðum börnum okkar og foreldrupi mínum. Það fór eins vel um okkur og við vær- um inni á heimili. Leigan á íbúð- inni er sambærileg við ódýrt tveggja manna hótelherbergi. Það munar líka heilmiklu að geta keypt í matinn og eldað sjálfur, þegar svona margir ferðast sam- an. Ódýrt að kaupa í matinn og mikið um tilbúna rétti (matvöru- verslun rétt hjá opin allan sólar- hringinn, alla daga)! Við leyfðum krökkunum einu sinni að kaupa sér hamborgara. Það kostaði jafn- mikið og að kaupa vel í matinn fyrir okkur öll, með vínföngum! Ferðin hefði orðið umtalsvert dýr- ari, ef við hefðum átt að borga fyrir hótelherbergi og fara út að borða á hverjum degi. Það er líka mjög þægilegt að geta stungið í þvottavél. í næsta nágrenni eru hinir vin- sælu skemmtigarðar, sem börn og fullorðnir eru jafnhrifin af. í Disney World eru frábærar ljósa- sýningár um páskana. Öll ævin- týrin renna framhjá þér á upplýst- um vögnum, með ótal pínulitlum perum. Ævintýri, eins og Lísa í Undralandi, Mjallhvít og Þyrnirós öðlast lifandi mynd. Hver gleymir til dæmis flugeldasýningu yfir höll Öskubusku — eða sæskrímsl- unum, sem birtast í bátnum? Auð- vitað er þetta dýrt. Þriggja daga kort fyrir okkur öll kostaði um 20.000 kr. En það er svo sannar- lega þess virði — alltaf eitthvað nýtt að sjá. Núna er komið kvik- myndaver Disneys og „Epcot í góðum félagsskap í Disneyl- andi. Centre“ og kortið er hægt að nota jafnhliða í garðana þijá. Við gátum leyft okkur að heimsækja fleiri garða og oftar, þar sem gist- ing og matur voru svona ódýr. — Ferðalagið hafði verið lengi á dagskrá. Við hjónin fórum til Orlando fyrir 9 árum og urðum þá svo hrifin af ævintýragörðun- um, að við hétum því að fara aðra ferð með börnunum okkar. Mér finnst að allir foreldrar ættu að reyna að fara með börnin sín til Disney World. Það er stórkost- legt að geta orðið barn aftur, í ævintýraheimi með börnunum sínum. Rétt hjá Brautarholti er buslgarðurinn „Wet and Wild“, en þar er hægt að gera allt sem hægt er að hugsa sér í vatni! Pabbi og mamma höfðu sérstak- lega gaman a£. að skoða líkön af öllum geimförunum á Kennedy- höfða. Það kemur manni á óvart hvað þau eru lítil. — Á ferð með börnunum mínum, áttaði ég mig á hvað umgengni j Bandaríkjunum er mjög til fyrirmyndar. Enginn traðkar á gróðri. Hvergi er drasl. Alls staðar er hægt að stoppa og setjast niður. Þó að tugþúsundir gangi um garða og á milli geim- fara á Kennedy-höfða, er hvergi pappírssnifsi eða plastpoka að sjá — allt þrifið jafnóðum. Þetta hafði mikil áhrif á börnin mín. Þau hafa áður verið með okkur á Kanaríeyjum, þar sem ekið er í gegnum sorphauga strax á flug- vellinum. Þar er ekki einu sinni sorpeyðingarstöð og Spánveijar eru mestu sóðar í umgengni. Krakkarnir veittu þessu mikla eftirtekt og núna henda þau ekki drasli á víðavangi!" O.SV.B. Heimilisfang Ragnheiðar er: 5865 Tomoka Drive, Orlando, Flórída 32809. Sími: 407-859- 6827. Gistiverð í eina viku 37.200 kr. Tvær vikur 71.300 kr. Það er gaman að skoða eld flaugarnai' á Kennedy-höfða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. NÓVEMBER 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.