Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 4
Magnús A. Arnason: Nafnlaus mynd frá því um 1930. táknrænu verkum, en að öðru jöfnu leggur Ríkarður sig fram við að samræma högg- myndir og þjóðlega útskurðar- og nytja- list. Ríkarður byggði myndsköpun sína á þjóðlegum grundvelli, hans hugmynda- heimur var hinn forni íslenski menningar- arfur. Hann vann jöfnum höndum að högg- myndalist og útskurði, virðingin fyrir hand- verkinu einkenndi verk hans. Vildi hann í sínu naturalíska myndmáli samræma hefð- bundna höggmyndagerð og þjóðlega út- skurðarhefð. Verk hans eru oftast hlaðin merkingarríku táknmáli. Hann var ákaf- lega mikilvirkur listamaður, gerði fjölmarg- ar mannamyndir og minnisvarða, auk lág- mynda og tréskurðar í kirkjum og öðrum opinberum byggingum. Bijóstmynd af Tryggva Gunnarssyni í garði Alþingishúss- ins, lágmyndin Banakossinn (1950) í Þjóð- leikhúsinu, minnisvarði um Stephan G. Stephansson (1953) á Arnarstapa í Skaga- firði, biskupsstóllinn í Landakotskirkju, ræðustóll í Hvanneyrarskóla og útihurðin á Arnarhvoli í Reykjavík eru nokkur dæmi um verk hans. Guðmundur frá Miðdal, sem var líkt og Ríkarður góðvinur Einars, deildi með Ein- ari ákveðnum skírskotunum i íslensk nátt- úrufyrirbrigði, en hvað varðar sjálft mynd- málið þá leggur Guðmundur áherslu á for- mið og rökrétt samhengi ólíkra myndefnis- þátta. Hann lagði áherslu á formræna ein- földun og afgerandi framsetningu. Þó svo að oft örli á ljóðrænum tón í verkum Guð- mundar eru persónurnar sem hann skapar oftast statískar og gefa sjaldnast neitt upp um innri líðan. Þær virðast ortar í þriðju persónu. Myndgerð Guðmundar féll því vel að gerð minnismerkja, sem þurftu að tala skýrt og afdráttarlaust til áhorfenda. Hann skreytti ýmsar opinberar byggingar í sam- vinnu við Guðjón Samúelsson húsameist- ara. T.d. lágmynd á framhlið Landspítal- ans, Iágmynd yfir inngangi Landakots- kirkju, silfurbergsskreytingu í anddyri Háskóla íslands, stuðlabergsskreytingu í lofti salar Þjóðleikhússins og lágmynd í stigagangi leikhússins. Af öðrum verkum hans má nefna höggmyndir í Reykjav- tilefni Listahátíðar 1990 er efnt til sögulegrar sýning- ar á íslenskri höggmyndalist 1900-1950. Þar er ekki ætlunin að gefa heildaryfirlit yfir feril hvers listamanns heldur er lögð áhersla á að sýna helstu liststrauma í höggmyndalistinni á fyrri hluta aldar- Markviss höggmyndalist hefst hér með Einari Jónssyni, en Sigurjón Ólafsson og Ásmundur Sveinsson eru hinsvegar upphafsmenn módernismans í íslenskri höggmyndalist. Verk þeirra eru nú sýnd á Kjarvalsstöðum ásamt verkum eftir Ríkarð Jónsson, Guðmund frá Miðdal, Nínu Sæmundson, Magnús A. Árnason, Martein Guðmundsson og Gunnfríði Jónsdóttur. Eftir GUNNAR B. KVARAN mnar. Upphaf 20. aldar var merkilegur tími í stjórnmálasögu landsins og ekki síður í menningarsögunni. Þá komu fram á sjónar- sviðið metnaðarfullir skapandi listamenn sem vildu styrkja menningarímynd þjóðar- innar samtímis sem þeir lögðu grunninn að íslenskri listasögu. Þó vitað sé um nokkra einstaklinga -sem höfðu lagt stund á listnám á 19. öld var það ekki fyrr en með Einari Jónssyni í lok 19. aldar sem við getum talað um upphaf íslenskrar höggmyndalistar. Hann naut snemma mikillar virðingar hjá landsmönn- um líkt og sjá má af styrkveitingum honum til handa og af stofnun Listasafns Einars Jónssonar sem ríkið lét reisa og var form- lega opnað árið 1923, fyrst listasafna á íslandi. Einar Jónsson var afgerandi braut- ryðjandi á sínum tíma og flestir þeir mynd- höggvarar sem á eftir komu á fyrri hluta aldarinnar höfðu meiri eða minni persónu- leg kynni af honum og verkum hans. Einar Jónsson hafnaði snemma natural- ískri myndgerð. Hann lagði höfuðáherslu á frumleikann og þróaði einkar stórbrotið myndmál sem byggist á „þýðanlegum tákn- um, persónugervingum og allegóríum“. En þrátt fyrir að myndir Einars hafi að geyma fleiri en eitt merkingarsvið, þá má í mörg- um verka hans í byrjun aldarinnar og fram til um 1910, er hann kynnist hugmyndum guðspekinnar, greina skírskotanir bæði í landið og íslenska menningu. Ekki getum sagt að Einar hafi haft djúpstæð áhrif á Gunnfríður Jónsdóttir: Síldarstúlkur, 1947. myndmál yngri myndhöggvara. En víst er að Einar hafði umtalsverð áhrif á afstöðu manna líkt og Ríkharðs Jónssonar og Guð- mundar frá Miðdal til listarinnar og hvað varðar þjóðlegar hugmyndir þar að lút- andi. Ríkarður tileinkar sér að vissu marki frásagnaraðferð Einars Jónssonar í sínum Einar Jónsson: Ýmir og Auðhumla, 1907-1909. íslensk höggmynda- list 1900-1950 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.