Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Side 6
Minnispunktar um Óðin Ein afleiðingin af rótgrónu dálæti íslendinga á Óðni er sú að örðugt getur verið að vita með vissu hvort tiltekið kvæði var ort í heiðni eða kristni, en hitt skiptir þó ekki síður máli hve mikið af heiðnum kveðskap hefur varðveist, og enginn sem stundar forn fræði kemst hjá því að undrast yfir þeirri tign sem ríkir yfir Óðni í Eddu og Ynglinga sögu. Eftir HERMANN PÁLSSON Ifornum letrum íslenskrar þjóðar bregður fyrir sund- urleitum myndum af Óðni og eru sumar þeirra komn- ar austan um haf eftir kristnitöku; forfeður vorir virðast hafa numið sundurleitan fróðleik um Óðin af norskum sagnamönnum. Þótt ýmsir leiðtogar kristni og kirkju hériendis og í Noregi væru svo þröngsýnir að þeir lögðu alla stund á að lasta minningu hins heiðna goðs og hrinda henni úr hjörtum þjóðarinnar, þá reyndist býsna torvelt að flæma Óðin það- an. Vér Islendingar höfum aldrei gleymt Óðni til hlítar, en slíkt langminni stafar ekki einungis af þeim fornfræðum sem Snorri Sturluson og aðrir færðu í letur á þrettándu öld, heldur einnig af þeirri stöku alúð sem skáld og annað forvitið fólk lögðu á slík fræði, allt frá kristnitöku og fram á tuttugustu öld. Fróðir menn telja að ein ástæðan til þess hve ólíkir íslendingar eru Norðmönnum stafi af sundurleitri afstöðu þessara frændþjóða til Óðins. í heiðnum sið dýrkuðu Norðmenn Óðin einkum af þeim sökum að hann var styijaldargoð, enda lögðu þeir löngum mikla stund á hernað og áttu raunar mikilhæfa hertoga í fornöld eins og sögubækur sýna. En í vitund Islendinga hefur Óðinn löngum verið guð þess skáld- skapar, sem Egill á Borg kallaði „vammi firrða íþrótt“, enda var hún þegin frá Óðni sjálfum í öndverðu og síðan stunduð af þeim einum sem báru skyn á heilög dulmögn hins máttuga goðs. Einhver dýrmætasta goðsaga þjóðarinnar allt frá fornu fari er frásögnin af skáldamiði, hvernig Óðni tókst að bjarga göfugri guðaveig úr höndum jötna í Hnit- björgum og færa hana Ásum, en síðan barst þessi innblásna gjöf öllum þeim skáldum sem eiga hana skilið. Vitaskuld munu ýms- ir Norðmenn í heiðni hafa dýrkað Óðin á sömu lund og íslendingar, en þó virðist slíkt hafa verið miklu sjaldgæfara í Noregi en hér, enda lögðu Norðmenn forðum minni stund á skáldskap en íslendingar og þurftu því ekki á Óðni að halda eftir kristnitöku. Þeir Ólafur Tryggvason, Ólafur helgi og niðjar þeirra á konungsstóli voru kappar Krists og svarnir óvinir Óðins, en íslensk skáld í kristni héldu ótrauð áfram að stunda þá vammi firrðu íþrótt sem þau höfðu num- ið af heiðnum forverum sínum. Ein afleiðingin af rótgrónu dálæti íslend- inga á Óðni er sú að örðugt getur verið að vita með vissu hvort tiltekið kvæði var ort í heiðni eða kristni, en hitt skiptir þó ekki síður máli hve mikið af heiðnum kveðskap hefur varðveist, og enginn sem stundar forn fræði kemst hjá því að undrast yfir þeirri tign sem ríkir yfir Óðni í Eddu og Ynglinga sögu. Það má telja óhugsanlegt að nokkur Norðmaður á þrettándu öld hefði lagt slíka alúð við lýsingar á Óðni og Snorri Sturluson gerir, enda er sennilegt að frásagnir Snorra af Óðni bergmáli hugmyndir sem varðveist höfðu með skáldum einum frá því í heiðnum sið og fram á þrettándu öld. Þótt býsna margt í Óðinsfræðum Snorra sé sprottið úr fornum kvæðum, þá munu önnur atriði hafa verið fólgin í því námi sem ung skáld þurftu að stunda, enda tíðkaðist löngum sú venja áður en bækur komu til sögunnar að ungir bragsmiðir settust að fótskör þeirra snillinga sem numið höfðu list sína til hlítar. Þeir sem nú vilja kynnast Óðni geta moðað úr býsna miklum heimildum en flest- um mun það reynast einna drýgst að kynna sér Snorra fyrst, síðan ýmis fornkvæði og að lokum sundurleitar frásagnir úr kristnum sið þar sem Óðins er getið, og gegnir hann þá yfirleitt minni háttar hlutverkum. Og þegar íslensku verkin þiýtur geta menn snúið sér að danska meistaranum Saxa hin- um málspaka (d. 1216); Óðinsnámi lýkur svo með fræðiritum frá þeirri öld sem nú verður senn liðin. II Styrmir Kárason (d. 1245) sagnaskáld og vinur Snorra Sturlusonar hrósar Ólafi helga fyrir víðlent ríki sem náði norður til Gandvíkur sjálfrar (sem nú kallast Hvíta hafið) og allt suður til Gautelfar, og einn- ig austur til Eiðaskógs og vestur að Öng- ulseyjarsundi (norðan við Wales). „Ólafur konungur kristnaði þetta ríki allt. 011 blót braut hann niður_ og öll goð, sem Þór Engilsmannagoð, Óðin Saxagoð og Skjöld Skánungagoð og Frey Svíagoð og Goðorm Danagoð og mörg önnur blótskapar skrímsl, bæði hamra og hörga, skóga, vötn og tré og öll önnur blót, bæði meiri og minni.“ Hér bregður svo undarlega við að hinir fomu æsir eru kenndir við útlend- ar þjóðir, rétt eins og þeir Óðinn, Þór og Freyr hafi ekki verið dýrkaðir hérlendis eða í Noregi. Hitt er þó öllu ískyggilegra að goðin eru talin hér með blótskapar skrímslum. Þótt slík barátta gegn heiðnum sið sé talin mikið afrek og lofsvert, þá vottar oft fyrir nokkurri samúð í garð hinna fornu goða í öðrum sögum vorum. En Styrmir virðist hafa stuðst við norska klerka og aðra heimildarmenn austan hafs, enda kunni hann ekki að meta Óðin og aðra æsi jafn vel og Snorri Sturluson vin- ur hans, sem þótti fráleitt að láta hin heiðnu goð gjalda þröngsýni Ólafs helga í trúmálum. Þó verður hinu ekki neitað að þekking okkar á heiðnum sið væri mikl- um mun rýrari, ef kirkjan í frumkristni hefði ekki sýnt meira umburðarlyndi á þessu sviði en ráðið verður af þeim slitrum af verkum Stynnis fróða sem enn eru við lýði. Til allrar hamingju er það ekki af- staða hans til Óðins sem einkum hefur ráðið söguhætti, heldur ríkir víða á frá- sögnum af heiðni og heiðnum sið merkileg víðsýni, og enginn skyldi virða það að vettugi sem Snorri og aðrir fornir meistar- ar skráðu um þess konar hluti. Þeir Ólafur Tiyggvason og Ólafur digri (eða helgi) Noregskonungar voru litlir vin- ir Óðins, eins og þegar hefur verið gefið í skyn, og þó eru sagnir um að hann skemmti konungum með fróðum sögum sem síðar bárust til íslands. Hér verður slíkt þó ekki rakið eins og vert væri, held- ur skal látið nægja í bili að inna ofurlitla frásögn af ókunnum manni sem vildi dvelj- ast um hríð við hirð Ólafs helga. Maðurinn kallaðist Gestur og hafði síðan hatt niður fyrir andliti og sá ógerla ásjónu hans. Fornar skrár herma frá viðskiptum þeirra Gests og konungs á þessa lund: Um kveldið er konungur gekk til sæng- ur lét hann kalla Gest og spurði ef hann kunni nokkuð skemmta, en hann var bæði fróður og djarfmæltur. Varð þeim þá talað margt til hinna fyrri konunga er verið höfðu og þeirra framaverka. Gestur spurði konung: „Hver vildir þú, herra helst fornkonungur verið hafa, ef þú ættir um það að kjósa?“ Konungur svarar: „Eg vilda engi heiðinn maður vera, hvorki konungur né annar maður.“ Óðinn rænir skáldamiðinum frá jötnum Mynd: Gísli Sigurðsson 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.