Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 7
Gestur mælti: „Það er ljóst að þú munt ekki annar maður vera en þú ert, en að hinu spyr eg hveijum þú vildir líkastur fornkonungi vera, ef þú skyldir nökkur- um.“ „Nú er enn sem áðan,“ segir konungur, „að eg vilda engum fomkonungi líkur vera, en ef eg skyldi nökkuð þar um tala, þá vilda ég helst hafa aðferð og höfðingskap Hrólfs kraka, þess þó að eg helda allri kristni og trú minni.“ Gestur mælti: „Hví vildir þú helst vera sem Hrólfur kraki sem ekki að manni mátti heita hjá því sem annar konungur, sá er verið hefir? Eða hví vildir þú eigi vera sem sá konungur er sigur hafði við hvern sem hann átti bardaga, og svo var vænn og vel að íþróttum búinn að engi var hans líki á Norðurlöndum, og svo mátti öðrum sigur gefa í sóknum sem sjálf- um sér og svo kringur skáldskapur sem öðrum mönnum mál sitt?“ Konungur settist þá upp og tók til tíða- bókar er var í sænginni og ætlaði að slá í höfuð Gesti og mælti: „Þú vilda eg síst vera, hinn illi Oðinn.“ Segja menn þá svo verða við Gesti að hann færi þar niður sem hann var kom- inn. Þóttist konungurinn þá víst vita hver verið hafði. Galt hann þá margfalt lof guði fyrir það er sjá óhreinn andi er í sýndist í líking hins illa Óðins gat önga þá vél eða tál fram sett að nökkrum skugga eða sorta drægi á hið bjartasta blóm hans heilagrar trúar. I fljótu bragði virðist þessi dæmisaga hafa verið skráð í því skyni að sanna trú- festi Ólafs, og vitaskuld er slíkt mikilvægt atriði í frásögninni. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að í honum §r fólginn dijúgur fróðleikur um forn minni. Örstutt lýsing á Óðni „hafði síðan hatt niður fyrir andliti og sá ógerla ásjónu hans“ minnir á Óðinsheitin Síðhöttur, Grímur og Grímnir, og víðar bregður honum fyrir í gervi gests, enda var hann víðförull með afbrigðum. í þessum litla þætti fæst löngu horfinn meistari við að skýra bókmenntir af töluverðri leikni; honum tekst með örf- áum orðum að bregða upp eftirminnilegum dráttum að mannlýsingum þeirra Hrólfs kraka og Óðins, jafnvel þótt einstakar setningar láti lítið yfir sér. Meistari beitir þeirri aðferð sem tíðkaðist mjög fyrr á öldum við alla fræðslu: að láta tvo menn ræðast við og spjalla um það mál sem er á döfinni. Engum getum skal að því leiða hvenær þetta ævintýri var samið, en þó er freistandi að gera ráð fyrir því að höf- undur þess hafí stuðst við skráðar heimild- ir, enda koma lýsingarnar á Hrólfi kraka og Óðni heim við bækur sem enn eru til. Ólafi konungi gest sérstaklega vel að „að- ferð og höfðingskap Hrólfs,“ og má vel vera að sögumeistari hafi haft í huga ummæli Svips í Hrólfs sögu kraka: „Svo er mér sagt frá Hrólfi konungi að hann sé ör og stórgjöfull, trúfastur og vinavand- ur, svo að hans jafningi mun eigi finnast. Hann sparir eigi gull né gersemar nær við alla er þiggja vilja. Hann er láglegur að líta en mikill að reyna og torveldur, manna fríðastur, stórlátur við ómilda, en ljúfur og hógvær við vesala og við alla þá sem ekki bijóta bág í móti honum, manna lítillátastur, svo að jafnblítt svarar hann fátækum sem ríkum. Svo er hann mikill ágætismaður að hans nafn mun eigi fyrn- ast meðan veröldin er byggð. Hann hefir og skattgild alla konunga þá sem að eru í nánd honum, því að allir vilja honum fúsir þjóna.“ Og í sömu sögu eru hermd ummæli Hrólfs kraka um Oðin: „Auðna ræður hvers manns lífi, en eigi sá illi andi“ en þau minna rækilega á viðræðu þeirra Gests og Ólafs. Örlætis Hrólfs er vita- skuld getið í Snorra-Eddu og raunar víðar, en maðurinn sem gerði þáttinn af Gesti mun þó einkum hafa stuðst við Hrólfs sögu kraka. Viðurnefni Hrólfs og lýsingar á vaxtarlagi hans gefa Gesti tilefni til að bera þenna renglulega fornmann saman við þann ódauðlega snilling sem bar af öllum öðrum á Norðurlöndum, skáldið mikla og sigurhöfundinn Óðin. Lítill vafi getur leikið á því að ummæli Gests um Óðin eiga rætur sínar að rekja til Ynglinga sögu, sem telur að Óðinn væri „svo fagur og göfuglegur álitum, þá er hann sat með sínum vinum, að öllum hló hugur við“. Samkvæmt sögunni var Óðinn ekki einungis vel að einstökum íþróttum búinn, heldur kunni hann þær ailar og kenndi öðrum. Engar ýkjur eru það að Óðni væri kringur skáldskapur: „Mælti hann allt hendingum, svo sem nú er það kveðið er skáldskapur heitir. Hann og hofgoðar hans heita ljóðasmiðir, því að sú íþrótt hófst af þeim á Norðurlönd- um.“ Um sigra Óðins segir í Ynglinga sögu: „Hann var svo sigursæll, að í hverri orrustu fékk hann gagn, og svo kom að menn hans trúðu því að hann ætti heimil- an sigur í þverri orrustu." Engum kemur á óvart að Óðinn er ekki í neinum vandræð- um með að hygla Starkaði sigursæld („Eg gef honum sigur og snilld að hveiju vígi.“) og skáldskap („Eg gef honum skáldskap, svo að hann skal eigi seinna yrkja en mæla.“). Oðinn ræður sigri manna segir í bók sem skráð var norður í Víðidal seint á ijórtándu öld. V Menntaðir Húnvetningar allt fram á fjórtándu öld kunnu vel að meta sundurleit- ar frásagnir af Óðni, enda þótti hann skemmtilegri og fróðari öllum mönnum sem forðum voru uppi, en á hinn bóginn var hann talinn harla viðsjárverður, eins og ráða má af því af ævintýri af Ólafi Tryggvasyni sem fyrir löngu var skráð norður í Víðidal og nú verður rakið: Svo er sagt að það sama kveld er Ólaf- ur þá páskaveislu á Ögvaldsnesi, kom þar gamall maður, mjög orðspakur, einsýnn og augndapur og hafði hatt síðan. Hann kom sér í tal við konung, og þótti kon- ungi mikið gaman að ræðum hans, því að hann kunni af öllum löndum tíðindi að segja, eigi síður fyrnd en nú. Spurði kon- ungur hann margra hluta, en gesturinn fékk úr öllu leyst. Sat konungurinn lengi um kveldið, og um síðir spurði konungur hvað manna Ögvaldur hefði verið er bær- inn og nesið var við kennt. Gestur sagði: „Ögvaldur var konungur og hermaður mikill. Hann blótaði mest kú eina og hafði hana með sér hvort sem hann fór á sjó eða landi. Þótti heilsusam- legt að drekka jafnan mjólk hennar, og er sá orðskviður þaðan að margir menn hafa að „allt skal fara saman, karl og kýr“. Ögvaldur barðist við þann konung er Dixin hét, og í þeirri orrustu féll Ögvald- ur konungur. Var hann þá heygður skammt frá bænum á nesinu, en í annan haug þaðan skammt frá var lögð kýrin og þar settir bautasteinar þeir. er enn standa.“ Slíka hluti sagði hann og marga hluti aðra af hinum fyrrum tíðindum og forn- konungum. En er lengi var setið á nótt fram, þá minnti biskup konung á að mál væri að ganga að sofa. Gjörði konungur og svo. En er konungur var afklæddur og hafði lagst í sæ .a, þá kom þar gestur hinn gamli og settist á fótskörina og tal- aði lengi við konung, því að konungi þótti orðs vant er annað var talað. Sigurður biskup lá í næstu hvílu konungs sæng- inni, og er konungur hafði lengi vakað, mælti biskup að mál væri að sofa. Hneigð- ist konungur þá að hægindinu og þótti þó mikið fyrir að létta talinu, en gestur gekk út. Konungur sofnaði fljótt og fast og hraut mjög. Hann vaknaði litlu síðar og spurði þegar að gesti og bað hann kalla til sín; var hans þá leita farið, og fannst hann hvergi. Þá stóð biskup upp og klæddist. Konungur spurði ef þegar væri mál tíða; biskup sagði að svo var. Klæddist konung- ur þá og bað kalla til sín matgerðarmann og steikara og spurði ef nokkur maður hefði komið til þeirra fyrir skömmu sá er þeir bæri eigi kennsl á. Þeir svöruðu: „Að vísu, herra kom til vor maður aldraður sá er vér kenndum eigi, þá er vér bjuggum veislu þessa. Hann sagði að vér syðim furðu illt slátur og kvað ekki hæfa að bera slíkt á konungs borð á jafn mikilli hátíð og í hönd fer. Fékk hann oss þá nautssíður tvær, feitar og digrar og suðum vér þær með öðru slátri.“ Konungur mælti: „Gjörla skil eg að sá er allur einn og gestur er talaði við oss í kveld. Farið nú sem skjótast og brennið þá vist alla sem skjótast og berið á sæ út, því að eigi skal fjandinn svo svíkja oss að nokkur minna manna eti hans eitur- fulla fæðu. Hefir þetta reyndar verið engi maður, þó að svo hafi sýnst, heldur hefir óvin alls mannkyns, sjálfur fjandinn brugð- ið á sig líki hins versta Öðins, þess er heiðnir menn hafa langan tíma trúað á og sér fyrir guð haft.“ Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er fyrrum prófessor við Edinborgar- háskóla. ÞÓRÐUR ÞORGRÍMSSON Hiroshima moro hito no tame ni (fyrir allar persónur) hvít dalalæða lævir hlíðar kastala samuraians jaðigræn akurlendin bregða skýin grasblöðum ættsólin sígur undir við sefjafjöllin skógurinn tregar laufið umvefur perlur í gróviðjagreipunum svartbukkarnir ijá vængstyfrin að náttþeli sýprusnálarnar hníga daggartárum og blóði drýpur sakuran næturgali flögrar fram undan skjaldarrönd síðsumartunglsins fölvaslegið er skrúðið sem var í fullum blóma áttabendingsvindar næða yfir strandleysur allumlykur auðn sjáendur og heyrendur leita að hvorum öðrum eins og skuggamynd sjái ham sinn einförum nema við og hika horfir sortnuð ásýnd sem opin und af berum múrnum neistaflug gneistar af beinkola lífsmeiði krókinna handa næturhiminn niðlýsa eldfleyg ágústfiðrildi sem kvarssteinn depli ofan dauðans gróp drjúpa svartar perlur af beinstilkum vængja sem bera mannsins þögla óp JÓN STEFÁNSSON tilkynning um gjaldþrot ég veld varla fleiri orðum sjóndeidarhringurinn leggst eins og reipi um hálsinn tírhinn gárast ekki fyrir andardrætti mínum ljóðið hefur yfirgefið mig og síðasta augnablikið innbyrðir mig án sýnilegrar undrunar og fer vinur eignaðu mér ekki þetta líf það er ágætis tilbreyting að deyja Höfundur er einn af ungu skáldunum í Reykjavík og hefur nýlega sent frá sér Ijóðabók. HALLFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR Bræðurnir Ljónshjarta Undir dúnmjúkri sæng bíða Bræðurnir Ljónshjarta tilbúnir að halda á vit ævintýranna með Ronju ræningjadóttur að leiðsögumanni LítiII lófi læðist í hönd Ekki eins sjóaður og stóri bróðir í sögunum Vösk víkingsefni vantrúuð á afrek Egils í æsku smáa konan sænska siglir inní hug og hjarta Lokast Ijúflingsbrár lítilla hölda halda áfram ótrauðir í Rökkurskóg Höfundur er kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. JÚNl 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.