Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Qupperneq 10
André Masson...
um að yrkisefni. Gertrude Stein talaði alltaf
um hina „reikandi línu“ eða „la ligne er-
rante“ hjá Masson og George Limbour
kenndi hann við fjöðrina, „l’homme plurne".
■ Masson kemur með nýja vídd inn í sjálf-
sprottnar tilraunir sínar þegar hann byijar
að gera sand-„dripping“ myndir sínar haust-
ið 1926. Þær voru í því fólgnar að hann
skvetti lími á auðan eða málaðan flatan flöt
sem hann þakti síðan með sandi. Þegar
málverkið var reist við rann sandurinn til
og sat fastur þar sem límskvettumar höfðu
lent og þá komu formin í ljós.
Upp úr þessu fann Masson svo upp á
ýmsum öðrum nýjungum. Hann sprautaði
t.d. lími á allan strigann og dreifði sandi
yfir til þess að fá fram bakgrunn og málaði
síðan alls kyns furðuleg form yfir.
Þegar súrrealistarnir sáu þessi sand-mál-
3 verk hjá Masson varð þeim mikið um og
hefur André Breton skrifað sérlega fallegan
texta um sand-málverkin þar sem hann tal-
ar um „vængjaða hönd“ málarans.
DVÖLIN í AMERÍKU
Eins og fjöldi annarra evrópskra lista-
manna dvaldi Masson í Bandaríkjunum á
árunum 1942-45. Hann settist að í Conn-
ecticut og átti þessi dvöl hans eftir að hafa
gríðarleg áhrif á þá kynslóð amerískra
málara sem stundaði lýriska abstraksjón og
aksjónmálverkið, eins og t.d. Gorky, Pollock
og de Kooning. Sjálfur hefur Masson sagt
að engir hafi skilið betur myndlist sína en
Ameríkanar, fyrir utan nokkra Evrópubúa
eins og t.d. Lacan, Bataille, Sartre, Mal-
raux, Heidegger og Leiris.
í Ameríku komst Masson í kynni við
kínverska málaralist á sýningu í Boston og
varð hann mjög djúpt snortinn, varð að eig-
in sögn fyrir því sem hann kallar „le choc
de l’essentiel“ eða sjokki gagnvart því sem
máli skipti. Frammi fyrir þessum austur-
lenska myndheimi sem virtist svo viðkvæm-
ur en um leið svo fullkominn fann hann nú
að hægt var að ná fram sáttum og jafn-
vægi með einni pensilstroku.
Þegar Masson sneri aftur til Evrópu tók
hann upp þráðinn að nýju í sjálfsprottnu
teikningunni og þróaði þá tækni áfram.
Myndmálið verður nú myrkara og má sjá í
því greinileg austræn áhrif, enda hefur þetta
tímabil stundum verið nefnt „austræna
tímabilið".
Margslunginn Listamaður
André Masson var geysilega fjölhæfur
og afkastamikill list'amaður. Nafn hans
hljómar kannski ekki jafn kunnuglega og
hinna súrrealistanna og hefur stundum jafn-
vel alveg gleymst þegar minnst er á hreyf-
inguna í almennum listasögubókum. Ef til
vill er það margbreytileiki myndmáls hans
sem truflar listunnendur. Masson var ekki
einn þeirra listamanna sem plægja víðan
akur eins og t.d. Picassó. Michel Leiris sagði
sinn: „Flestir málarar mála án þess að
hugsa. Sumir hugsa áður en þeir mála og
er gott eitt um það segja. Enn eru nokkrir
sem mála til þess að hugsa og er Masson
einn þeirra. Myndlistin er leið fyrir þá til
rannsókna, leið til þess að vera í nánum
tengslum við umhverfið og leið til þess að
skynja betur mannfólkið og hlutina og til
þess að gefa þeim merkingu."
Auk málverka, teikninga, höggmynda og
skrifa vann Masson mikið fyrir leikhús þar
sem hann gerði bæði Ieiktjöld og búninga.
Kynni hans og Jean Louis Barrault árið
1937 leiddu til mjög frjórrar samvinnu og
eru þekktustu uppsetningar þeirra Numance
eftir Cervantes (1937) og Sultur eftir Knut
Hamsun (1939).
Árið 1969 var Masson fenginn til þess
að mála loftið í Odeon-leikhúsinu og var
útkoman eitt af meistaraverkum málarans.
Þegar horft er upp er engu líkara en að
gegnsæ formin og litimir dansi hringdans
kringum volduga ljósakrónuna og sé lengi
horft fer öll kompósisjónin á fleygiferð og
svimandi tilfinning streymir frá hvirfli til
ilja.
Masson var mjög vitsmunalegur og skarp-
skyggn myndlistarmaður, vel lesinn í bók-
menntum og heimspeki. Kynlífið, ástin,
dauðinn og goðsagnir voru honum enda-
lausar uppsprettur. Eitt sinn var hann spurð-
ur að því hvaða tímabili á myndlistarferli
t sínum hann væri hrifnastur af og svaraði:
„Það em mörg tímabil í þessu völundarhúsi
sem mín ófullkomna myndlist er. Ég læt
Poussin tala í mipn stað þegar hann sagði:
„Ég syng ekki alltaf sömu Iaglínuna, ég get
breytt henni þegar ég vil.““
Höfundur býr í París.
V I Ð O G
D R E 1 F
Skordývaeitri úðað úr flugvél.
Landbúnaðarstefna EB og íjar-
stýring íslensks landbúnaðar
ýlega bárust fréttir af
tímabærum viðbrögð-
um Efnahagsbandalags
Evrópuríkjanna við evr-
ópskum landbúnaðar-
vanda eða um nýja
landbúnaðarstefnu.
Jafnvel í Evrópuríkjun-
um, þar sem ræktunarhefð og þekking á
jarðvegi og jarðvegsþoli er fullkomnust á
byggðu bóli, hefur gætt jarðvegsspillingar
sem hefur haft þau áhrif að rýra gæði græn-
metis og ávaxta og gripafóðurs. Grænmeti
frá ýmsum svæðum var talið vafasamt til
manneldis og gripafóðrið og beitilandið
Gift-Grun
CMrnw *I» «** U»awirt»th»n uo4 BWi Fetoen
MMiMtU
Vob A«Of»* Em*t,
KW1 LantM»tn im> H»»* Wwm
StcMMCtl
Gift-Griin - Eitur-grænt, stendurá þess-
ari bókarkápu um notkun tilbúins
áburðar og allskonar eiturefna í land-
búnaði.
þannig komið, að talað var um „spítalakjöt”
og „spítalaegg". Verksmiðjubúskap var
kennt um, en sú tegund búskapar er ekki
einkennandi fyrir Evrópuríkin, einkenni lé-
legrar vöru komu ekki síður fram þar sem
ekki var að ræða um verksmiðjubúskap.
Offramleiðsla er/var vandamál Evrópuríkj-
anna og birgðir hlóðust upp og niðurgreiðsl-
ur voru/eru þungur baggi. Jafnframt þessu
jókst mjög markaður fyrir afurðir sem voru
ræktaðar með lífrænum áburði og þar sem
eiturefni og gerviáburður var ekki notaður,
hvorki við grænmetisræktun né ræktun
gripafóðurs.
Landbúnaðarframleiðslan, sem byggð er
á notkun lífræns áburðar, léttum vélum og
takmörkuðum fjölda búsmala, sem hefur
aðgang að óspilltum beitilöndum, er algjör
andstæða við framleiðslu sem byggist á
magnnotkun gerviáburðar, eiturefnadreif-
ingu (gegn skordýrum) og notkun þungra
véla, sem ásamt gerviáburði og eiturefnum
rýra gróðurmoldina. Eins og áður segir,
hefur eftirspurn eftir afurðum lífræns land-
búnaðar stóraukist og afkoma þeirra sem
hana stunda er mun öruggari og betri en
þeirra sem hugsa eingöngu um magnfram-
leiðslu. Búháttabreyting sú, sem EB hefur
nú, er kostnaðarsöm vegna uppbyggingar
eyðijarða, en þegar hún hefur verið fram-
kvæmd, verður engin þörf á styrkjapólitík.
Bændum verður ekki lengur legið á hálsi
fyrir að vera styrkþegar. Og það sem meira
er, að fólksflóttinn úr dreifbýli stöðvast og
eyðijarðir og heil héruð byggjast aftur. Það
þarf fleiri hendur við lífrænan landbúnað.
Takkabúskapur, magnframleiðsla verk-
smiðjubúanna og stórvirkar og þungar vélar
þarfnast færri og færri handa. Einnig dreg-
ur mjög úr offramleiðslunni. Áhyggjur
vegna sírýmandi uppskerumagns, einkum á
hveitiræktarsvæðum Bandaríkjanna, þar
sem eyðing gróðurmoldarinnar og rýrnandi
grunnvatnsstaða eykst ár frá ári, verða
þyngri og þyngri. Éf svo heldur sem horfir
eru framtíðarhorfumar meiri en ískyggileg-'
ar. Ástandið í frumstæðari ríkjum, svo sem
Sovétríkjunum, í landbúnaðarmálum er
hrikalegt, enda er ríkjandi skortur landbún-
aðarvara þar í löndum talinn til eðlilegs
ástands og mengunin er þar slík, að meng-
unin í fyrrverandi leppríkjum er, miðað við
ástandið þar, nærri því bærileg og er þó
ekki geðsleg.
Kúltúr, menning, ræktun á sér sama
uppruna. Þetta hefur alltaf verið vitað í
Evrópu og því er eðlilegt að siðaðir evr-
ópskir stjórnmálamenn innan Efnahags-
bandalagsríkjanna fínni úrkosti til þess að
landbúnaður megi blómgast og haldast í
hendur við aðra evrópska menningarstarf-
semi. Þeir feta með þessu slóð de Quesna-
ys, höfundar höfuðrits búauðgistefnunnar,
„Tableau économique”, og eldri kenninga
hans. En þær kenningar áttu ekki lítinn
þátt í skoðanamótun Jóns Eiríkssonar og
Eggerts Ólafssonar hér á landi á 18. öld.
Þessar áætlanir EB leiða hugann að
íslenskum landbúnaði og þeirri ijarstýringu
hans sem hefur verið stunduð af pólitískum
hagsmunahópi um áratauga skeið. Hér á
landi er fjarstýring landbúnaðarins stundum
svo að hún minnir einna helst á samskonar
fyrirbrigði í Sovétríkjunum. Fjölmennur
hópur fjarstýringaraðila gengur hér undir
ýmsum heitum, búvísindamenn, sérfræðing-
ar af ýmsum tegundum og síðan allur
kontóristaskarinn sem sér um kvótana,
dreifingu varanna, hagstjórn landbúnaðar-
ins og þeir sjálfskipuðu fulltrúar bænda inn-
an bændasamtakanna og Búnaðarfélags.
Síðast en ekki síst koma svo bláfeldir og
silfurfeldir þeir, sem hvöttu bændur mjög
til þess að gerast gullfeldir á nokkrum miss-
erum með því að bijóta heldur en ekki blað
í íslenskri landbúnaðarsögu og taka að sér
erfðavarg stéttarinnar um aldir, skolla, og
ala hann nú við bijóst sér eftir að hafa of-
sótt kvikindið í þúsund ár.
Og svo eru það þeir pólitísku aðilar, full-
trúar bænda og fyrirgreiðslumenn sem ráða
ijarstýringunni og stefnunni. Stundum virð-
ist sem bændur landsins séu einhverskonar
kúgildi þessara aðila og séu til aðeins fyrir
þá. Þeir áttu lykilþáttinn í hrædýraræktun-
arátakinu, lögðu fram beituna. En þegar
átakið koðnaði niður, þá var enginn ábyrgur.
Ráðgjafaskarinn hefur verið óspar á að
hvetja bændur til mikilla ræktunarfram-
kvæmda og stóraukinnar framleiðslu illselj-
anlegarar vörur, svo að ekki sé minnst á
tæknivæðinguna. Þessi afskiptaglaði hópur
_virðist hafa það eitt að leiðarljósi að halda
aðstöðu sinni og þessvegna mega þeir ekki
heyra það, að bændur sjálfír taki sér frum-
kvæði og hirði lítt um ráðgjöfina. Styrkja-
pólitíkin gerir þá háða fjarstýringunni og
sem lamar eðlilega allt frumkvæði. En allt-
af fjölgar í kontórista og ráðgjafaskaranum
meðan bændum fækkar.
Þar sem landbúnaður er talinn til fyrir-
myndar, er reynt að nota gerviáburð sem
minnst og notkun hormóna er í lágmarki.
Hér á landi slagar notkun gerviáburðar
hátt upp í það sem oft er tekið sem dæmi
um ofnotkun gerviáburðar, sem er í Sov-
étríkjunum. Þar er fjarstýring landbúnaðar
algjör og afleiðingarnar eins og áður er að
vikið. Þessi ofnotkun hefur hreinlega eyði-
lagt gróðurmagn jarðarinnar og djúpplæg-
ingin t.d. í nýbrotnu landi víða í Síberíu
heldur valdið því að þúsundir hektara hafa
hreinlega fokið út í buskann. Hormónalyf
eru einnig notuð í slíku magni að kjötið er
jafnvel stundum óætt þar, þrátt fyrir stöðug-
an kjötskort.
Það vill nú svo vel til að um 20 einstakl-
ingar stunda nú þegar grænmetisræktun
með lífrænum áburði hér á landi. Hvort
fleiri aðilar hverfi að því ráði og einnig að
framleiðslu annarra landbúnaðarafurða á
sömu forsendum, veit enginn. Það mun
borin von að fjarstýringaraðilar landbúnað-
arins fari að dæmi þeirra hjá EB. Það munu
þeir telja mjög vafasamt, afleiðingarnar
yrðu, þótt í smáum stíl yrði, að tök þeirra
á íslenskri bændastétt myndu linast og
bændur tækju sjálfir frumkvæðið í landbún-
aðarrekstri með tíð og tíma. Ótal aðilar
myndu við slíkar búháttabreytingar missa
heldur en ekki spón úr aski sínum og ráð-
gjöf þeirra yrði með tímanum talin mark-
laus.
SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON
10