Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 12
B M 1 L A R Nýr og meiri Volvo 460 Volvo 460 er í stórum dráttum tíkur 440. Afturhlutinn rís hærra og er 10 cm lengri og bíllinn er einnig heldur hærri. Má glöggt sjá þennan mun á þessari mynd sem sýnir alla 400-línuna. Volvo 460 er það nýjasta sem Volvo- umboðið, Brimborg- í Reykjavík kynnir frá Volvo-verksmiðjunum um þessar mundir. Hér er um að ræða eins konar bróður 440 bílsins sem fyrst kom hingað í fyrra og fengið hefur góðar viðtökur. Volvo 460 er nokkru stærri en 440, er framhjóladrifinn eins og hann og skyld- leiki þeirra í útliti leynir sér ekki. Helsti mismunur þeirra í útliti er að framan og aftan. Með þessum bíl er 400-línan hjá Volvo nú fúllmótuð en innan hennar eru 440,460 og hinn sportlegi 480. Verð- ið á 460 bilnum er 1.344 þúsundkrónur sé hann staðgreiddur og beinskiptur en kr. 1.430 þúsurjd fyrir sjálfskiptu gerð- ina. Við skoðuin í dag 460 GLE, limm gíra og beinskiptan. Eins og fyrr segir er 460 líkur bróður sínum 440 gerðinni. Báðir eru þeir rennileg~ ir og fallegir vagnar. Útlínur eru hæfilega ávalar og svartur listi neðan til umlykur allan bíiinn. Sá nýi ber þó enn frekar Volvo yfirbragð - sérstaklega fyrir það að grillið og niðurbyggður framendinn eru svipuð og á bílunum í 700 línunni. Volvo 460 er 10 cm lengri en 440 gerðin og er lengingin öll við afturendann. Fyrir vikið er farangursrý- mið allmiklu meira en í 440, það er lengra og dýpra. Um ieið má geta þess að það opnast mjög vel. Þá er bíllinn einnig nokkru hærri og sýnist hann allur við fyrstu sýn vera talsvert meiri bíll en 440. Búnaður Helstu mál eru þessi: Lengd 4,405 m, breidd 1,678 m og hæðin er 1.379 m. Bíliinn vegur eitt tonn og sem fyrr segir var gerð- in sem við kynntum okkur búin fimm gíra beinskiptingu. Sjálfskipting er einnig fáan- leg. Vélin er 1721 rúmsentimetra og 106 hestöfl og er hámarkshraði uppgefinn 175 km á klukkustund. Vélin er búin tölvu- stýrðri beinni innspýtingu og rafeinda- kveikja er tölvustýrð. Fjöðrun að framan er sjálfstæð með McPherson gormum og jafnvægisstöng en að aftan er gormafjöðrun á heilum öxli. Bíllinn er búinn diskahemlum og hjólbarðar eru 14 þumlunga á álfelgtim. Búnaður í Volvo 460 getur verið mjög ríkulegur og þannig eru þeir reyndar teknir hingað. Fyrir utan það sem upp er talið má nefna að bíllinn er búinn læsivörðum hemlum, hann er með rafmagni í rúðum og rafdrifnum speglum, einnig er hann búinn aksturstölvu sem gefur upplýsingar um ben- síneyðslu og hversu marga kílómetra má aka á forðanum, um olíu, hitastig úti og inni svo og hita á kælivatni. í fyrstunni er verðið fyrir þetta allt kr. 1.344 þúsund í staðgreiðslu eins og fyrr segir. Vilji menn sjálfskiptingu þarf að greiða tæplega 90 þúsund krónur til viðbót- ar. Til samanburðar má geta þess að stað- greiðsluverð á Voivo 440 GLT er 1.277 þús. kr. með beinskiptingu en 1.362 þúsund Bak aftursætis má leggja fram og næst þá alllangt farangursrými. Mælaborðið er vel útbúið og gefur margs konar upplýsingar á skýran og einfaldan hátt. krónur sé hann tekinn sjálfskiptur. Má því segja að menn fá mun meira fyrir sinn snúð ef þeir taka 460 gerðina fram yfir 440 því munurinn er ekki mikill eins og sjá má af þessum tölum. Akstur Góðir aksturseiginleikar er aðalsmerki þessa Volvo 460. Gott viðbragð og kraftur, góður viðurgerningur við ökumann ef svo má að orði komast, þægindi og lipurð við alla meðhöndlun og það hversu sérlega hljóðlátur bíllinn er - allt leggst þetta á eitt- - og útkoman verður skemmtilegur bíll. Gallar eru þó fyrir hendi. Bíllinn er fremur síður og þess vegna þurfa bílstjórar að gæta sín á grófum malarvegum okkar. Hér er því spurning um notkunarhugmyndir manna. Eigi bíllinn að þjóna sem borgar- eða malbiksbíll eingöngu er hann í flokki hinna bestu hvað varðar aksturseiginleika og lipurð. Sé honum hins vegar ekið á möl er ekki laust við að hann stijúki hryggina (að minnsta kosti á þjóðveginum í Grafn- ingi sem telst í grófara lagi á köflum) og þarf því að gæta varúðar. Serrf fyrr segir kann ökumaður vel við sig undir stýri enda er sætið stillanlegt á marga vegu, fram og aftur, halli á baki og setu og stuðningur við mjóhrygginn. Raf- magn í speglum auðveldar líka frekari að- lögun ökumanns svo og veltistýri. Hér ætti því hver sem er að geta komið sér fyrir eins og hann kann best við sig. Útsýni er mjög gott þrátt fyrir að menn sitji ekki hátt í Volvo 460. Volvo 460 er skemmtilega röskur í við- bragði. Gírskiptingin er sérstaklega mjúk og þægileg og vökvastýrið er nákvæmt og hæfilega létt. Sem fyrr segir er útsýni gott úr bílnum og á það einnig við um afturrúðu og til hliðar og er lítið sem truflar þegar ökumaður þarf að vanda sig við að leggja í þröng stæði. Vegar- og vélarhljóð heyrast lítið og er það raunar eftirtektarvert hversu hljóðlátur bíllinn er. Uppfyllir margar þarfir Volvo 460 er ótvírætt vandaður bíll af meðalstærð og á þokkalegu verði sem um- boðið hefur náð fyrir fyrstu sendingarnar. Hann er ríkulega búinn og hefur marga kosti stórra bíla svo sem rými en lipurð og léttleika smábílsins. Volvo 460 er áhuga- verður kostur í Volvo úrvalinu og má nú segja að menn geti fengið hinar ólíkustu þarfir uppfylltar hjá Volvo. Margar þeirra sameinast í hinum rúmgóða 460 og í lokin er ekki síst rétt að minna á það aftur að hann er einnig fáanlegur með sjálfskiptingu. jt Volvo 460 er rennilegur vagn. ROVER 800 SI Vandaður, brezkur millistærðarbíll, sem verðsins vegna er talið að ekki þýði að bjóða hér. í rumlega þijá áratugi hafa landsmenn ekið á Land Rover og Range Rover, sem segja má að sé konungur jeppanna og eni þó ýmsir góðir, sem keppa um þá stöðu. Fólks- bíllinn Rover 3000 var líka glæsilegur og vel teiknaður bíll, en náði ekki fótfestu á íslenzkum bílamarkaði. Nú hefur hann verið aflagður og British Leyland leitaði samstarfs við Honda í Japan þegar til þess kom að endurnýja fólksbílinn. Árangurinn af því samstarfí eru tvær harla hvunndagslegar gerðir, Rover 214 og 216; sú síðarnefnda með 116 hestafla vél og kostar í Danmörku jafnt og BMW 316, eða um 1.5 milljónir. Með öðrum orðum: Hann er alltof dýr, en hefur samt verið fluttur til Japan og seldur þar undir nafninu Honda Concerto. Stærri gerðin, sem raunverulega kemur í stað hins gamla Rover 3500, er nú auð- kennd með 800. Þar eru tvær hlaðbaksgerð- ir, Rover 820 Si Fastback og 827 Vitesse Fastback Kat, sem merkir, að hann er búinn hvarfakút. Það er Honda sem hefur lagt til vélar í þessa gripi; það er tveggja lítra vél- in, sem er í Honda Accord. Stærðin er svo til nákvæmlega sú sama og á Honda Ac- cord, lengdin er 4.69m Með hefðbundnu lagi eru svo gerðirnar 820 Si og spariútgáfan: Rover 827 Sterling Kat. með 6 strokka vél, 169 hestafla, einn- ig frá Honda. Höfundur þessa pistils skoð- aði þessa bíla úti í Englandi í vor og undrað- ist þá, að þeir skyldu ekki vera fluttir til Islands ásamt jeppunum. Hlaðbakurinn er afar vel teiknaður bíll og leynir sér ekki, Rover 820 Si - taustlegur og vandaður hlaðbakur, sem hvað verð snertir kepp- ir við bíla eins og BMW 520 og Merce- des Benz 200/300. að hann er efnismikill og vandaður. í þeirri útfærslu skín Roverinn í gegn; aftur á móti þótti mér hann of séreinkennalaus og hvers- dagsslegur í hefðbundnu útfæslunni, þ.e.a.s. með skotti. Eins og flestum mun kunnugt um, hefur Hekla h/f umboð fyrir Rover, en hefur ekki lagt í að kynna þá hér. Ástæðan er verðið. Hjá umboðinu fengust þær upplýsingar, að ekki væri í ráð að markaðssetja þessa bíla hér. Sá ódýrasti, 820 Si, er aðeins dýrari en BMW 52oi, líklega um 2.5 milljónir og spar- iútgáfan 827 er á svipuðu verði og sum afbrigði af 300 línunni frá Mercedes Benz. Þá er miðað við verðið á þessum bílum í Danmörku. Af þessu virðist auðsætt, að fólksbílarnir frá Rover geti átt erfitt upp- dráttar á hinum alþjóðlega markaði. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.