Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Page 15
Hunkubakkar
við Kirkjubæjar-
klaustur
Náttúrufegurð og náttúruvættir
- lítil lömb í túni og góð aðstaða fyrir ferðamenn
Nú er skemmtilegur tími til að heimsækja ferðaþjónustubýlin,
einkum íyrir barnaQölskyklur. Ómetanleg’t fyrir börn af malbiki
að fá að hlaupa frjáls í kapp við litlu lömbin í glöðum leik á túni
- þó ekki sé nema yfir helgi.
AUtaf svo róandi að koma í fjósið!
Bærinn Hunkubakkar er með
kindur, kýr, hesta og hunda - og
gestgjafanir, Ragnheiður og
Hörður, eru lengi búin að taka á
móti ferðamönnum. Nýju sumar-
húsin þeirra þijú eru vinsæl. Á
Hunkubökkum hefur ferðaþjón-
usta þróast eins og víða á megin-
landinu: Fyrst herbergi í íbúðar-
húsi, síðan orlofshús - og nú eru
Hörður og Ragnheiður flutt í
minna íbúðarhús, með tveimur
góðum gistiherbergjum og hyggj-
ast helga sig þjónustu við ferða-
menn, en synir teknir við bú-
rekstri.
- Ferðaþjónustuskiltið, sem
vísar á Hunkubakka, blasir við
eftir beina vegkaflann yfir Eld-
hraunið, áður en komið er að
Klaustri. Brú yfir kolmórauða
Skaftá, upp bratta brekku og þið
eruð komin að Hunkubökkum.
„Bæjarnafnið vefst oft fyrir ís-
lendingum, en útlendingum er það
tamt í munni,“ segir Hörður.
„Enginn veit með vissu hvað
„Hunka“ merkir, en við hér á
Hunkubökkum tengjum nafnið við
álfkonuna Hunku, sem á sér hól
uppi á gamla bæjartúni. Ferða-
maður sem gisti hjá okkur taldi
sig meira að segja hafa séð álf-
konuna! Það eru góðar vættir á
sveimi í kringum okkur.“ Já, ör-
nefni í nágrenni við Klaustur og
náttúruvættir sýna stórbrotið
umhverfi og átök bæði í náttúru
og mannlífi.
- Eru ferðamenn farnir að
koma, Ragnheiður?
„Vissulega og hafa ekki átt orð
til að lýsa hrifningu sinni yfir að
vera hér um sauðburðinn. Ferða-
menn ættu að koma meira til
okkar á vorin. Fullorðnir og börn
gleðjast jafnt yfir litlu lömbunum.
Annars man ég ekki eftir svona
skrítnu vori. Túnin orðin hvann-
græn, en snjór í öllum giljum og
stórir snjóskaflar í brekkunum
framan við bæinn. Veturinn var
óvenju harður hjá okkur, en ég
vona að Kirkjubæjarklaustur
standi undir nafni með veðursæld
í sumar, svo að gestir okkar njóti
dvalarinnar."
- Hvað una ferðamenn sér við
hjá ykkur, Ragnheiður?
„Við erum með hesta fyrir dval-
argesti. - Reiðleiðin upp með
Fjaðrárgljúfri og fram heiðina er
vinsæl. Fjaðrárgljúfur er náttúru-
undur hér í túnjaðrinum, sem all-
ir verða að skoða. I gljúfrinu er
skjólgott og á góðum dögum má
baða sig í Fjaðrá. Hálftíma ganga
upp á bæjarbrún veitir stórbrotið
útsýni. Þaðan sjást Öræfa- og
Mýrdalsjökull, bæði Ingólfs- og
Hjörleifshöfði; lengst inn á afrétti
og ofan á öll Síðuíjöll. - Holtsdal-
ur hér rétt fyrir innan, er mjög
gróðursæll og fallegur. -Holtsá
rennur eftir dalnum, skógur og
kjarr í dalsbotni. Þar er Seðla-
bankinn með sumarhús.
- Veiðiáhugamenn geta unað
sér við ódýra stangveiði í Fljóts-
botni (20 km) - stórt og tært
vatn með vænni bleikju. Þar er
gaman að veiða á góðum dögum,
en umhverfis vatnið er fallegt
hraun og gróðursælt. Á hveijum
morgni kl.10 ekur Austurleiða-
rúta um hlaðið - í skoðunarferð
inn að Lakagígum. Margir hafa
farið í þær ferðir. - Góður golf-
völlur er á ferðaþjónustubýlinu
Efri-Vík. - Gaman er að aka inn
að Fagrafossi (20 km) - eða
Eldgjá (67 km) - eða í Skaftafell
(78 km).
• - Útisundlaugin á Klaustri er
opin daglega, um 10 mínútna
akstur. Og ekki má gleyma
Systrastapa, Systravatni og
Kirkjugólfi - það eru kristileg
örnefni í kringum okkur,“ segir
Ragnheiður hlæjandi. „Já, það er
margt við að vera. Sumir vilja
alltaf vera að skoða og sjá eitt-
hvað nýtt. Aðrir vilja dvelja um
kyrrt í bústöðunum og hvíla sig
- þeim finnst tíminn oft ekki
nógu langur."
- Ferðaþjónusta á Klaustri er
mikið að byggjast upp og er víða
til fyrirmyndar, eins og til dæmis
á Hunkubökkum. Þó verður að
segja það sem miður fer. Um ára-
bil hafa ferðamenn heillast af að
tjalda í Landbrotshólum, sem er
kjörið tjaldsvæði frá hendi náttúr-
unnar. Ár eftir ár aka ferðamenn
framhjá mjúku grashólaröðinni,
sem gæti veitt ótal tjaldbúum
skjól og unað. En hvað sjá þeir?
Fjúkandi pappír og plastpoka.
Mannasaur undir steinum og á
grasflötum. Engin salerni! Rusla-
tunnur eru til staðar, en sjaldan
tæmdar! Umhverfismál eru í
brennidepli. ísland auglýsir sig
úti í heimi sem hreint land. Hér
verður að leita úrbóta.
Á ferðaþjónustubæjum er
uppbúið rúm á 1500 kr. Morg-
unverður 550 kr. vikuleiga á 6
manna húsi 28.00 kr. - 4 manna
24.500 kr. Upplýsingamið-
stöð fyrir ferðamenn er opin
daglega í félagsheimilinu á
Klaustri - selur veiðileyfi og
vísar á gistirými. Á Efri-Vík í
Landbroti eru 2 gistiherbergi,
vatnableikja í Víkurflóði, hesta-
leiga og golfvöllur. Geirland er
næsti ferðaþjónustubær við
Klaustur - með gistiherbergi
og snyrtingu á sérhæð. Á
Nýjabæ við Landbrotshóla er
svefnpokagisting. Edduhótel er
á Klaustri. Gott tjaldsvæði, ineð
salernum og þvottaaðstöðu er
að Kleifum.
Oddný Sv. Björgvins
3-4 tíma akstur er að Kirkjubæjarklaustri. Systravatn er ofan við kauptúnið. Systrafoss sytrar nið-
ur klettabeltið. Og klettastandurinn Systrastapi blasir við af þjóðvegi. Þær minna á sig nunnurn-
ar, sem helguðu sér staðinn hér áður!
I.
K
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. JÚNM990 15