Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Page 9
Þegar menn þuvftu á karlmennskunni að halda: Forfeður okkar í bardaga við loðfíl einhverntíma á steinöld. Herkúlesarstytta fá 1540: Hin sígilda fyrirmynd. ins,“ sagði franska skáldkonan Simone de Beauvoir í bók sinni 1949, þar sem hún er að gera úttekt á stöðu „hins“ kynsins, þ.e.a.s. kvenkynsins. En það er nú samt einmitt þetta, sem allmargir karlmenn hafa að undanförnu látið sér detta í hug. Má þar nefna fyrrverandi fréttamann The Washing- ton Post, Anthony Astrachan, sem sendi frá sér 444 síðna bók um þetta efni, „How Men Feel“ og Walter Hollstein með bók sína Nicht Herrscher, aber kráftig — Die Zu- kunft der Mánner". (þ.e. Ekki drottnari — en öflugur. Framtíð karlmanna.) Árið 1985 höfðu tveir bandarískir sál- fræðingar, þeir Mark Stevens við Háskólann í Suður-Kaliforníu og Bernie Hersberger við Boston-háskóla sett saman yfirlitsskrá um staðlaðar hugmyndir sem almennt eru við- teknar um karlmennsku og kvenlegt eðli. Þessi skrá sem hér er birt hefur síðan verið mikið notuð, þar sem hún er álitin einkar marktæk í stórum dráttum. Hvert sem litið er blasir kreppuástand karlmennskunnar við augum. Núorðið er harla lítið svigrúm til karlmannlegra stór- virkja; karlmaðurinn komst upp í tunglið, en það afrek vann hann einungis sem fjar- stýrð hetja rafeindatækninnar. Stjörnurnar eru of ijarlægar, okkar veröld hér á jörðu hefur þegar verið könnuð, náttúrumál henn- ar uppgötvuð og rannsökuð. Hlutverk karl- mannsins sem landkönnuðar er þegar á enda. í stað þess að hljóta lof og prís heims- ins fyrir fífldirfsku, þol og þor sem könnuð- ir veraldar, hljóta karlmenn nú til dags ámæli hvassyrtra kvennahreyfinga fyrir að eyðileggja móður Jörð. ÚR Sjálfheldunni Kraftakarl fyrri tíma hefur með hugviti sínu sjálfur átt drýgstan þátt í að koma karlmennskunni á kaldan klaka. í árþúsund- ir byggðist drottnunarvald karlmannsins og myndugleiki á yfirburðum vöðvaafls hans framyfir vöðvastyrk veikara kynsins — karl- menn voru því til þess kjörnir að vernda konur og ungviði og stjórna þeim um leið. En það var iðnbyltingin sem í reynd varð þessu hefðbundna karlaveldi að falli smátt og smátt — iðntæknibylting síðustu áratuga batt svo að lokum endahnútinn á aldalang- an, fyrrum sjálfsagðan valdaferil hans í mannfélaginu. Hreinræktað vöðvaafl tók brátt að' vega ósköp lítið á félagslegum vogarskálum. Kraftajötuninn Atlas sem á goðsögulegum tímum bar himinhvelfinguna sjálfa á sterkum öxlum sér, ber nú á dögum menningarlega arfleifð mannkynsins sem tilvalinn samtakafulltrúi í ákveðið kjörtíma- bil. Félagslegar rannsóknir þykja hafa leitt í ljós, að karlmenn skilgreini karlmennsku sína í sambandi við athafnir sínar í miklu ríkari mæli en konur skilgreina kvenleika sinn. Spurningunni „hver er ég?“ svara karl- ar oftast með tilvísun til starfsins sem þeir rækja. Ekki er svo ýkja langt síðan, að stríðandi fylkingar karlmanna á vígvöllun- um þóttu lýsandi dæmi um hreinræktaða karlmennsku, en með tilkomu kjarnorku- sprengjunnar, frá og með Hiroshima, eru styrjaldarátök ekki ennað en skelfilegar hamfarir sem allir óttast en enginn tengir lengur hetjudáðum eða karlmennsku. Árás- argirnin sem sannanlega einkennir karl- menn mun meir en konur, er þar með orðin að óæskilegum og stórhættulegum þætti í fari karla. Karlmenn hafa alla tíð hneigst til að halda uppi aga, röð og reglu á sínu áhrifasvæði með handafli. Það þótti allt að því sjálfsagt hér áður fyrr, að húsbóndinn berði vinnufólk sitt til hiýðni, börnin og meira að segja eiginkonuna, ef svo bar und- ir, og gat þannig sýnt húsbóndavald sitt, án þess að nokkur hneykslaðist á slíku fram- ferði. Nú á dögum er slíkur handaflskarl á hinn bóginn álitinn tímaskekkja, og hann gjarnan tekinn úr umferð sem hver annar vandræðamaður. Nútíma karlmaður verður að finna karl- mennsku sinni heima fyrir aðra og hald- betri viðmiðun en dauðskelkaða, auðsveipa konu og bæid, óttaslegin börn. Karlmenn sem þó síst af öllu vilja beita ofbeldi og handafli til að skapa sér forystuhlutverk og virðingarsess innan íjölskyldu sinnar, eru samt sem áður hið innra með sér oftast ósamþykkir því að leggja niður æðstu völd á heimilinu. En sé eðlilegt forystuhlutverk karlmannsins innan fjölskyldunnar beinlínis farið „í vaskinn“, verða um leið aðrar óæski- legar breytingar á stöðu hans og sjálfs- ímynd: Það kemur í ljós, að eiginkonum finnst „húskarlinn" að vísu ósköp „indæll", en hann er í þeirra augum samtímis orðinn „lítið spennandi“, „alls ekki lengur áhuga- verður" og líka „einstaklega lítt fýsilegur til ásta“. Mjúki karlmaðurinn, sem enn þann dag í dag veit ekki almennilega, hvað hann eiginlega vill, er fyrir tilstilli konunnar dæmdur til að tapa. Karlmennskan á Komandi TÍMUM Það sem hin sjálfráða nútímakona sækist eftir, nú sem fyrr, er ósvikinn karlmaður sem reynist hæfur á sem allra flestum svið- um og fer létt með hlutina, hvort sem hann er að stjórna ryksugunni í heimahúsum eða að rækja störf sín á vinnustað. í stuttu máli sagt, hún sækist eftir karlmanni sem er kynæsandi í hennar augum vegna fram- úrskarandi hæfileika á mörgum sviðum og er sjálfum sér samkvæmur í karlmannlegum háttum. Það getur ekki verið markmið karl- manna nútímans að bregða sér í gervi villi- mannsins í framferði sínu, heldur munu þeir öllu fremur hagnýta sér þá einstöku frumorku sem þeir búa enn yfir og hafa erft frá villtum forfeðrum. Állra nýjasta gerðin af karlmönnum ætlar sér greinilega að drýgja af kappi og einurð miklar dáðir sem krefjast karlmennsku og þors. í stað þess að einskorða sig í stakri einstaklings- hyggju og snúast þar um sjálfa sig, munu þeir efla með sér sterkari samkennd. Nútímakarlmaðurinn veit hvað hann vill, og það sem hann vill mun hann líka orða hátt og skýrt. Þetta er ekki lengur drengurinn hennar mömmu, blíður og góðlátlegur, held- ur aðsópsmikill og ákveðinn karlmaður, sem ætlar sér að sýna, hvað raunverulega í hon- um býr. Halldór Vilhjálmsson þýddi. nnar úr kvikmyndum fyrr á öldinni - og í nútímanum: Hemingway (tv.) John Það er vandi að vera karlmaður nú á dögum: Sama hvernig að er farið, það er 7, sem þótt sextugur sé, var í fyrra kjörinn„kynþokkafyIIsti karlmaður heimsins" alltaf vitlaust. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ÁGÚST 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.