Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 3
E F T.BgRiHT nmiiiiaiiiiBSiiiii'ffiiiii Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af Jacqueline du Pré, cellóleikara, sem látin er löngu fyrir aldur fram eftir harmsögulega ævi. Myndin er birt í tilefni umfjöllunar um þessa frábæru listakonu, sem eitt sinn lék á tónleikum hér í Háskólabíói. Narrabri er smábærtalsvert langt inni á meginlandi Ástralíu. Þar getur orðið ákaflega heitt og mestallt mannlíf er úti við, en íslendingurinn í bænum, Sólveig Kr. Einarsdóttir, situr inni og skrifar. Árangurinn af því kemur í ljós í þessum mánuði, þegar út kemur eftir hana verðlaunabók hjá Almenna Bókafélaginu. Sólveig segir frá veru sinni í Ástralíu og uppruna sínum á íslandi í samtali við Lesbók. Ævintýrið og harmleikurinn um Jacqueline du Pré, er fyrirsögn á útdrætti, sem Guðrún Egilson hefur unnið uppúr nýlega útkominni ævisögu-þessa cellósnillings, sem var undrabarn í tónlist en varð að mæta þeim hörðu örlögum að fá sjaldgæfan lömunarsjúkdóm, mænu- sigg, sem eyðilagði allt fyrir henni. Það er fyrri hluti greinarinnar, sem hér birtist. Ferðasumar íslendingar hafa verið á ferðinni um landið sem aldr- ei áður, enda bauð veðráttan uppá það. Lesbókin hefur líka farið í nokkra leiðangra og hér birtast myndir og textar frá ferðum í byggðum og óbyggð- um. GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR frá Flömrum Með sól Þótt grúfi nótt og stjarna ei sé til sagna, mér syngja ljóssins þrestir í draumsins meið. Er dagur skín, ég fullvissu þeirri fagna; ég er förunautur sólar á vesturleið. A vori sólin ekur um óravegi, og ofurljóma stafar af hennar brá. Þótt nemi sæ við ísland, hún blundar eigi, um óttustund hún vakir þar norður frá. Hún fyllir regnsins bikar í hafsins brunni og bergir því á gróðursins þyrstu vör. Og sólin vekur söngfugl í hverjum runni, en sunnanblærinn angar við hennar för. Með fjaðurstöfum geislans hún letrar löndin og Ijóssins rúnir skrifar í öldugráð. I eldsins máli reiðir hún refsivöndinn, en reiðiorðin lætur í sandinn skráð. Um vetrarsólhvörf rís hún við raðir fjalla, sem risablóm sér vaggi á skuggans grein. í dalnum geislar glitra um stund og falla sem gullin öx á snævarins hvítu rein. Það virðist uhdur fjötruðum jarðarfanga að fylgja þér í draumi, ó, brúður elds. Ég fer með sól, já, ein verður okkar ganga frá austri til vesturs, morgunsári til kvelds. En stutt er ævifylgd mín, þú fyrirgefur, því feigðarhendi mig grípur hin kalda storð. Það sakar eigi, fyrst hjarta mitt vermt þú hefur, ef hending minna stefja var sólarorð. Og aftur duftið vaknar að þínum vilja, er vindar himins anda um legstað minn. Því okkur var ei skapað, ó, sól, að skilja. Við skiljum ekki, fyrst lífið er geisli þinn. Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum, f. 1899, d. 1946, orti í anda nýró- mantíkur og eftir hana liggja tvær Ijóðabækur. Ljóð hennar einkenn- ast af fáguðu myndmáli og næmri náttúruskynjun. DEILT UM ÍSLENSKUNÁM ið upphaf skólaársins urðu fróðlegar umræð- ur á síðum Morgun- blaðsins og víðar um íslenskukennslu. Kveikjan var athuga- semd sem kennslu- málanefnd Háskóla ís- lands hafði gert vegna hugmynda um breyt- ingu á námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ólafur Oddsson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, rifjaði upp, að það er alls ekki nýmæli, að háskólakennarar finni að íslenskukunnáttu nemenda sinna. Hér verður efni þessara umræðna ekki rakið. Þær urðu hins vegar til að minna mig á viðræður, sem ég átti við nokkra nemendur úr Menntaskólanum í Hamrahlíð skömmu fyrir þingkosningarnar síðasta vor. Þeir heimsóttu skrifstofur allra stjórnmála- flokkanna til að kynnast viðhorfum þeirra til skóla- og menntamála. Kom það meðal annars í minn hlut að ræða við þá í Val- höll, flokksbækistöð sjálfstæðismanna. Undraðist ég mest, hve miklar áhyggjur nemendurnir höfðu vegna þess að dregið hefur verið úr námskröfum í skólum. Stefn- an hefur verið sú undanfarin ár að minnka gildi prófa og láta jafnt yfir alla ganga án tillits til hæfileika eða dugnaðar. Nemendur hafa getað flætt að eigin vild og næsta áreynslulítið um skólakerfið. Faðir pilts í síðasta bekk grunnskólans vakti einnig máls á þessum ókostum skóla- stefnunnar í einkasamtali. Sjálfur hafði hann nýlega farið til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og kynnst hinni hörðu sam- keppni þar og hve mikils virði það var, að hafa verið vel undir námið búinn. Honum blöskraði að heyra þær röksemdir, að í grunnskólanum þyrfti ekki að leggja mikla alúð við námið, þar sem framhaldsskólinn í hverfinu væri hvort eð er skyldugur til að taka við þeim hverfisbúum, sem þangað vildu fara. Hafði faðirinn svipaðar áhyggjur og menntaskólanemarnir. Hann kveið því, hvað við tæki, þegar kröfur til nemendanna ykjust og samkeppni þyngdist. Þegar háskólamennirnir gerðu athuga- semd við íslenskukennsluna í Menntaskólan- um í Hamrahlíð, var þeim bent á, að ekki væri nóg að segja, hvað þeim fyndist, þeir yrðu að byggja mat sitt á haldbetri forsend- um. Hið sama má segja um ályktanir, sem dregnar eru af samtölum við fáeina einstakl- inga í kosningabaráttu. Athugasemd há- skólamannanna hefur þó vakið mikla at- hygli á viðkvæmu máli, sem ástæða er til að rannsaka nánar. Hið sama er að segja um ábendingarnar um aðhaldsleysið í skóla- kerfinu, þær snerta kjarna skólastefnunnar, sem fylgt hefur verið. Ástæða er til að líta á hugmyndafræði hennar hér eins og verið er að gera annars staðar. Innan Háskóla íslands hafa menn meðal annars komist að þeirri niðurstöðu, að slaki þeir á námskröfum leiti bestu nemendurnir til erlendra háskóla, þar sem þeir takast á við verðug viðfangsefni. Þeir sem stunda nám í íslenskum grunnskólum eða mennta- skólum eiga erfitt um vik í þessu efni. Þeir verða almennt að sætta sig við það, sem að þeim er rétt. Bitnar það ekki frekar á betri nemendum en slakari, ef leitast er við að fella alla í sama mótið og útiloka að nokkur geti skarað fram úr? Hefur fámenn þjóð efni á að reisa slíkar skorður í mennta- kerfi sínu? í Háskólanum er nú rætt um, hvort ekki sé nauðsynlegt að taka upp inntökupróf í skólann. Reynslan af prófleysinu á lægri stigum skólakerfisins veldur því að traust á framhaldsskólamenntun hefur rýrnað. Er stúdentsprófið orðið einskis virði? Væri ekki skynsamlegt að haga skipan skólamála þannig, að nemendur áttuðu sig á því, áður en þeir standa á tröppum Háskólans, hvort þeir eigi þangað erindi eða ekki? Samkeppni þjóða snýst ekki síst um menntun og hæfileikann til að bregðast með réttum hætti við nýjum aðstæðum. Illa menntuð þjóð verður þröngsýn og hrædd við umhverfi sitt. Hún hneigist til einangr- unar í þeirri trú, að hún geti búið sér best kjör með sem minnstri samvinnu við aðra, en að baki býr í raun ótti við að láta að sér kveða í opnu og nánu samstarfi við aðrar þjóðir. Minnimáttarkenndin ræður ferðinni. Að mínu mati hefur of mikil áhersla ver- ið lögð á ótta í umræðum um stöðu íslenskr- ar menningar og samstarf við aðrar þjóðir. Oft skín í gegnum málflutninginn hræðsla við, að ellefu alda sögu íslensku pjóðarinnar sé að ljúka. Tækniframfarir og samskipti við nágrannaríkl eiga að ógna tilvist þjóðar- innar og framtíð íslenskrar menningar. Okkur kunna vissulega að verða settir aðrir ytri kostir en áður. Er þó rétt að flokka tækni til að ná sjónvarpsgeislum frá gei-vi- hnöttum sem eitthvað ógnvænlegt? Á ekki að líta á nýju tæknina sem ómetanlegt tæki- færi fyrir þjóð úr alfaraleið til að rækta tengsl við aðra? Umræðurnar um íslenskunámið leiða þannig hugann að því, hvort íslenska skóla- kerfið sé fært um að veita þjónustu, er stenst kröfur nýrra tíma. Enginn keppir að vísu við okkur í íslenskukennslu. í því efni er einungis við okkur sjálf að eiga. í umræð- um um íslenskuna megum við ekki leggja ofuráherslu á varðstöðu um menningararf- inn. Varðveislusjónarmiðið má ekki verða okkur fjötur um fót. Málvernd felst ekki í því að færa klukkuna til baka heldur nýta tungumálið sem öflugt tæki til að auðvelda okkur aðlögun að breyttum aðstæðum. Mis- takist það grípa menn til annarra tungu- mála til að leysa vandann. Þess vegna eiga umræðurnar um stöðu íslenskunnar í skóla- kerfinu erindi til okkar allra en ekki aðeins þeirra, sem nú stunda nám í skólum á ís- landi eða kenna þar. BJÖRN bjarnason LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.