Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 5
iðt fíð v’ar áfið'eftlf T)|fðg-'aðeftís"smatetnr - þegar þeir komu heim og handtóku pabba. Svo vildi til að hann var einn heima með mig. Honum var neitað um að hringja til móður minnar en frænku minni, sem bar að garði, var leyft að fara í hermannabíl til þess að sækja hána, svo barnið yrði ekki skilið eftir eitt heima. Honum var líka neit- að um að hringja til forsætisráðherra og lögreglustjóra og hótað valdbeitingu. Að handtaka þingmann þannig á meðan Al- þingi stóð yfir, var alvarlegt brot á íslenzk- um lögum. Að sjálfsögðu man ég ekki eftir þessu, en heyrði mikið talað um það síðar. Pabbi og tveir blaðamenn Þjóðviljans voru síðan í haldi í London í þrjá mánuði og Þjóðviljinn var bannaður. Ég flaug snemma úr hreiðrinu; varð hús- móðir við Kleppsveg og síðar í einni af Sól- heimablokkunum. Þar á ég raunar íbúð ennþá, en við hjónin skildum eftir 20 ára hjónaband. Ég fór að kenna við Vogaskóla 1963 án þess að hafa til þess réttindi og þá rann það upp fyrir mér að betra væri að læra eitthvað meira til þess að hafa fulla burði til að kenna. Ég dreif mig þá í dönsku og sögu í Háskólanum. Það var einum of mikið álag með kennsl- unni, svo ég tók mér frí frá henni í tvö ár á meðan ég lauk náminu. Áfram kenndi ég við Vogaskóla, en flutti mig 1973 í Mennta- skólann við Sund og kenndi þar til 1989, að ég fluttist til Ástralíu." „Fram að þessu hafðir þú lifað venjulegu lífi, komið þínum börnum til manns, verið húsmóðir í blokk og kennt menntskælingum dönsku. Svo ert þú allt í eiriu orðin skáld úti í Ástralíu. Hvað olli þessum sinnaskiptum og stórbreytingu á þínum högum?“ „Það var ástin. Ég varð ástfangin og þá langaði mig til að byija nýtt líf.“ „Kom ástin einn góðan veðurdag og hringdi dyrabjöllunni í Sólheimunum?" „Nei, svo einfalt var það nú ekki. Hún kom til mín í sumarfríi úti í Grikklandi 1988, þegar ég hitti Lindsay O’Brian, dokt-- or í plöntuerfðafræði frá Ástralíu. Sérgrein hans er kynbætur á hveiti. Hann var þá nýtekinn við stöðu við Háskólann í Sidney, en vegna sérgreinar hans búum við ekki þar, heldur í Narrabri, sem er lítið þorp, talsvert langt inni í landinu. Þar fengum við hús, sem fylgir starfinu. Lindsey var fráskilinn eins og ég og átti einníg tvö upp- komin börn.“ „Fórstu bara rakleiðis til Astralíu með bláókunnugum manni úr sumarleyfinu ístað þess að snúa heim til íslands?" „Nei, það var ekki alveg svo dramatískt. Eftir kynni okkar í Grikklandi, lá leiðin heim. Við skrifuðumst á og Lindsay stakk uppá að ég kæmi til Ástralíu í 6 mánuði, skoðaði mig um og kynntist landi og þjóð. Það gerði ég og líkaði vel. Að þeim tíma liðnum héldum við bæði norður til íslands og giftum okkur í júlí 1989. Um haustið kenndi ég til áramóta, en fór síðan alfarin. Við búum í Nýja Suður Wales, sem er í suðausturhorni þessa mikla meginlands. Þar er víða yndislega fallegt. Háskólinn í Sydn- ey rekur stóra rannsóknarstöð í Narrabri og við hana vinna um 50 manns. í Narrabri eru sumrin afar heit og það rignir sjaldan. Við söfnum þó regnvatni í tank og nægir það til heimilishaldsins, það er að segja ef þú lætur vatnið aldrei renna að óþörfu og ferð vel með það. Óhætt er að drekka þetta vatn, en ekki þykir mérþað bragðgott, drekk yfirleitt mineralvatn. Á minibar á hóteli í Perth rakst ég reyndar á íslenzkt vatn í fallegum dósum og stóð á þeim Svali. Mér bragðaðist það betur en nokkurt vín. Lindsay þarf að sækja fundi og ráðstefn- ur vítt og breitt og ferðast ég alltaf með honum. Er búin að sjá meira af Ástralíu en margir innfæddir. Ég er ekki í neinni fastri vinnu; gæti samt fengið vinnu ef ég vildi, en þá gæti ég ekki ferðast að vild og minna skrifað. Ritferill minn hófst á því að ég fór að skrifa pistla í Þjóðviljann og þar með rættist gam- all draumur. Mig hafði alltaf langað til að skrifa. Nú gafst næði og ég fór að skrifa smásög- ur. Ég sendi eina heim til Guðmundar Andra Thorssonar, sem keypti hana í Tímarit Máls og menningar. Hún hét „Ein á báti“ og þetta varð mér mikil hvatning. „Er það rétt skilið, að þú sért alein heima á daginn ogfáistþá við skriftir með húsmóð- urstörfunum. Er það ekki daufleg vist fyrir svo lifandi manneskju, sem mér sýnist þú vera? „Alls ekki. Ég hef fundið mér vettv'áng til að starfa á og hef allt það næði, sem ég þarf. Oft hlusta ég á músík og syng jafnvel fullunfi hálál á íslenzkú,' Þú bíáfjaílá- geimur... eða eitthvað álíka þjóðlegt og ró- mantískt. Ég skal játa, að hugurinn er oft heima. Tíminn líður samt ótrúlega hratt og hleyp- ur jafnvel frá manni. Mér leiðist aldrei. Bezti tíminn til að vinna er á morgnana, en seinnipartinn verður of heitt. Þarna eru allt aðrir lífshættir en á íslandi; það er far- ið snemma að sofa, svona um kl 10 og á fætur á bilinu 6-6.30. Hitanum fylgir ýmislegt, sem ekki þarf að hafa áhyggjur af á íslandi. Þar á meðal eru skorkvikindi, sem alstaðar skríða inn, enda eru hús ekki eins þétt og vel byggð og á Islandi. Öðru hvoni verður að ryksuga húsið vegna þessa. Ég hef fengið froska, litiar og stórar köngullær, litlar eðlur og fleira í heimsókn. Reyni yfírleitt að koma þessum dýrum lifandi út aftur. En risastór köngulló sem skríður hratt - skríður er' ekki rétta orðið - hún hleypur - getur reynst erfið viðureignar. Eiturslöngurnar eru va- rasamar því þær skríða hljóðlaust og eru allar eitraðar. Hinsvegar eru þær misjafn- lega árásargjarnar. Maður fleygir sér ekki útaf í grasið eins og hér á íslandi. Ástralir skipuleggja alla hluti meira fram í tímann en tíðkast á íslandi. Það er velmeg- un, en óneitanlega skyggir á, að 10% at- vinnuleysi er í landinu, sem þýðir að 170 þúsund manns eru án atvinnu. Til Ástralíu flytjast um 100 þúsund manns á ári. Það er mikið deilumál, að hve miklu leyti eigi að hafa landið opið innflytjendum, t.d. hvort leyfa eigi þeldökku fólki eða fólki frá Mið- Austurlöndum óheftan aðgang. Lengi vel var sú stefna ofaná, að leyfa einungis hvítu, enskumælandi fólki að koma. Nú hefur það gerst í seini tíð, að Japan- ir, sem eiga gríðarlega mikil viðskipti við Ástrali, kaupa í gríð og erg lönd og fyrir- tæki. Af mörgum eru þeir illa séðir.“ „íslenzkur rithöfundur í Ástralíu, - geng- ur það upp? Verður þú ekki að skrifa á ensku og þá um áströlsk yrkisefni? „Ég skrifa allt á íslenzku. Og sVo yrki ég ljóð. Sum þeirra hafa birzt í Lesbókinni eins og þú veizt. Það þótti mér skemmti- legt. Nokkrar smásagna minna hef ég þýtt á ensku, en ég hef ekki talað við neinn útgefanda í Ástralíu ennþá; kannski geri ég það. Svo tók ég þátt í skáldverkasam- keppni Almenna Bókafélagsins, sem 'rann út 1. marz nú í ár. Ég senúi þá inn smá- sagnasafn og lét mig ekki einu sinni dreyma um verðlaun. Síðar í vor fékk ég svo að vita, að ég væri ein af þremur höfundum, sem valdir hefðu verið til útgáfu. Eftir það sveif ég á ljósrauðum skýjum. Langar samt til að læra að skrifa betur. Bókin kemur út nú í haust. í henni eru 12 smásögur, sem voru í samkeppninni og svo bæti ég fleiri sögum við. Þær gerast bæði á íslandi og í Ástralíu. Mig dreymir um að skrifa skáldsögu og þetta verður mér hvatning til að reyna. Mig langar til að gera eitthvað virkilega gott.“ „ En sambandið við ísland og sjálft móð- urmálið, - er það þér nauðsynlegt, eða skipt- ir það ekki máli lengur? „Ég verð að halda sambandi við ísland; tel mig verða að komast hingað á hveiju ári. í haust kem ég aftur því að Lindsay sækir ráðstefnur í Bandaríkjunum í októ- ber. Þá er ég of nærri íslandi til þess að sleppa því að koma heim þótt dýrt sé. Ég fæ mjög sjaldan tækifæri til að tala íslenzku, en þekki þó tvær íslenzkar konur í Sydney og tala stundum við þær í síma. í Narrabri hef ég engan íslending hitt nema sjómann frá Tálknafirði, sem var þar á ferð með ástralskri kærustu; hún hafði unnið nokkur ár í fiski á Tálknafirði. Stúlkan var að sýna manninum heimaland sitt og svo ætluðu þau að setjast að á Tálknafírði. í Adelaide býr Matthildur Björnsdóttir, sem gift er áströlskum jarðfræðingi og hef- ur skrifað pistla í Morgunblaðið. Ég hef hitt hana og hringi stundum í hana, en það er dýrt. Svo er íslenzk kona í Melbourne, Inga Ámadóttir lögfræðingur, sem þar er gift. Hún er ritari Islendingafélagsins þar. Það er svo langt á milli okkar, að það er verulegum annmörkum háð að hittast; til Melbourne er til dæmis 12 tíma akstur frá Narrabri. Stóru borgirnar í Ástralíu eru eins og annars staðar, mér fínnst þær alveg skelfí- Iegar. Þar er gífurleg umferð og mikil meng- un. En náttúran hefur uppá þeim mun meira að bjóða og Ástralir eiga mjög fagra þjóð- garða. Skammt frá Brisbane á austurströnd- inni er regnskógur, ekki mjög stór að vísu. Þangað hef ég komið og það var ævintýra- legt. „Það er líklega fátt í þessu landi, sem minnir þig á ísland?" „Lífsgæðakauphlaupið er svipað og fólk leggur mjög mikið á sig til að eignast hús. Þetta tvennt fínn ég að er sameiginlegt, en eiginlega er allt annað ólíkt, maturinn, tungumálið, veðurfarið og landslagið. Eg er alltaf að læra eitthvað nýtt. Hvern- ig eigi að kveikja upp í arninum til dæmis. Og svo er það matseldin. Hér er ekki einu sinni notaður ostahnífur eins og við þekkj- um. Borðsiðir eru strangir og maturinn gjö- rólíkur að mörgu leyti. Pönnukökurnar mínar eru vinsælar - en ekki með sultu og ijóma. Ónei, hér er ekki borðaður rjómi - bæði vegna hitans og eins fyllist fólk sektar- kennd yfír að borða ijóma. Síðustu gestir sem komu til okkar, settu strásykur á pönnukökurnar, kreistu síðan- sítrónusafa yfír og fannst þetta sælgæti. Bezt hefur mér reynst að bera þær á borð með nýjum jarðarbeijum, sem legið hafa í Grand Marni- er og með fortölum hefur mér tekizt að fá fólk til að setja smá ijómasleikju yfír. Ástralía er mjög gamalt land; jarðsögu- lega er hún fimm til sexhundruð milljón ára gömul. Okkur fínnst það ótrúlegt, en Ástr- alía er stærri en Evrópa að undanskildum Sovétríkjunum.“ „Hvernig er lífið í þorpinu Narrabri?“ „Það er svona eins og gengur og gerist í þorpum: allir þekkja alla og bæjarslúðrið er á fullu. Öll nauðsynleg þjónusta er þar og góðar verzlanir. Bæjarblað er gefið út, en það vantar listmenningu. Það er ekkert leikhús og ekkert kvikmyndahús, aðeins bílabíó um helgar. Aftur á móti er þar stærsta myndbandaleiga í Nýju Suður- Wales. Mikill hluti frítíma fólks fer í að glápa á myndbönd og sjónvarpið. Stöku sinnum koma farandleikarar og setja upp sýningar eða tónlistarmenn sem spila og syngja, en það er aðeins í fáein skipti á ári. Aftur á móti er mikið íþróttalíf. Bæði það og annað líf í plássinu er utandyra. Fólk glóðarsteikir oft og tíðum úti. Það er meira' að segja vinsælt að hafa giftingarveizlu í garðinum. Á íslenzkan mælikvarða er enginn vetur, þótt svo heiti samkmæmt almanakinu; hit- inn fer þá niður í 10 - 15 stig á daginn, en á nóttunni er stundum frost, jafnvel 4 stig. En sumarið er 9 mánuðir og allan þann tíma fer fólk varla inn í hús nema til þess að sofa. Nema þessi kona frá íslandi, sem situr inni og skrifar." GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1991 5 SÓLVEIG KR. EINARSDÓTTIR KASTALAHJARTAÐ I. hjartað vill ekki tíundu hverja sekúndu Þú ert kastali verða bráð hins óþekkta grátviðurinn fellir tár sín umhverfis ekki kremjast í botnlausa tjörn virkisgröf áranna ekki springa af ótta gekkóinn gengur eftir loftinu aumari en hann úr háum turni hangir heldur áfram að slá líftaug þín vesælli en maurinn III. sem þú kramdir kastaladyrnar. eru luktar Sérhver draumur undir sandalasólanum fuglinn syngur dapurlega íbúrinu er martröð hins liðna ert þú fjöll í fjarska marghöfða snákur snákurinn reisir höfuð sín hófadynur illur, svartur er dillað þrusk fíkjublaðanna sækir þig heim glottir ónáðar vindinn í draumaland rauðum tungum ómur af hundgá árangurslaust heggur þú hvergi sést fleygur fugl höfuð eftir höfuð af snúnar tröppur liggja upp í svimandi turninn sólblómið drúpir V. fuglarnir þagna tíminn brunar hver opnar tunglið felur sig gegnum nóttina þunga vindubrú himinninn verður svartur trén hvíslast á hver man nú horfínn veisluglaum aðeins vængir drekaflugunnar ein hörpunnar óm titra í mannlausum turni hvað leynist innan IV. bið hvað gerist köngulóarskreyttra þú hefur mælt öll orðin gangurinn draugalangi veggja öll tárin þessa dimma kastala öll vopnin dyrnar forboðnu 77 brynjan slitin læstu Hjartað berst þekkir ekkeit nema vanmátt þinn þú lýkur upp á sífelldum verði huldulykill hertygin glamra froskurinn rýfurkyrrð næturinnar hvað tekur við endalaust sem elfur staðfestir hugsanir þínar streymir blóðið segir já

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.