Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 12
Rúnir og uppruni dróttkvæða Lengi hafa forvitnir menn velt því fyrir sér, hvert sé upphaf drótt- kvæðaháttar. Enn mun verða spurt, þrátt fyrir þennan stutta þátt. Ekki kann ég að rekja allar hugleiðing- ar um bragarhátt þenna, en legg hér fram skýringu mína. Þar þarf samt lengra mál og víðtækari athuganir. í Egils sögu Skallagrímssonar segir frá því, að Egill reisti níðstöng í því skyni að flæma Eirík blóðöx og Gunnhildi konu hans i úr landi — þ.e. Noregi. Þetta gekk eftir. Hér vísa ég til sögunnar sjálfrar, en hirði ekki að segja hana í þessu spjalli. Þess er einnig getið, að Egill kvað níð um þau kon- ungshjón. Nú þykjast menn vita, að í rúnafræðum er byggt á tölvísi. Gamla rúnastafrófið var 24 stafir. Einnig er til rúnastafróf með 16 stöfum. Norski rúnafræðingurinn Magnus Olsen skrifaði um níð Egils og skýrði það mál með tilvísun í vísur. Um þetta ritaði hann langt mál í tímaritið Eddu, 1916. Þau skrif þekki ég ekki, nema það sem Sigurður Nordai vitnar til þeirra í formála Egilssögu, útg. Fornritafélagsins, bls. XVIII-XIX. Þar færir Magnús rök fyrir því, að í dróttkveð- inni vísu eigi að vera 144 rúnir, og þá í * vísuhelmingi 72 rúnir. Þetta sannar hann með því að umrita tvær vísur Egils. níðvísur um Eirík og Gunnhildi, í rúnir. Útkoman sést á myndum þeim, sem hér birtast. Þessi tölvísi jók mátt kveðskaparins og skýrir að nokkru upphaf dróttkvæða. Ég var nýlega að velta þessu efni fyrir mér og þá segi ég allt I einu við sjálfan mig: vísurnar hafa verið þrjár. Af hvetju? Svarið er einfalt: þrisvar sinnum 144 er 432. Þarna er fengin kunnugleg taia, stund- um nefnd konungatala. Um þau fræði, sem tengjast þessari tölu, ræði ég fátt, og veit fátt, en vísa því máli til þess ágæta manns, Einars Pálssonar. Honum er málið kunnugt hMhrmimmm mrRmBMrr+rfWiir ÍMThlMm-fArhí’l'f- RM-TlúiriTTTM-flT rRTiuTfimiiRRRrníiRÞftr mhmhhimm mmmimnnm nnmmm^nnr mriÁmmm'M timmDirrwr og skylt. Nú er svo að sjá sem bragarháttur þessi hafi fremur verið ætlaður til lofs en níðs, í upphafi, þó snúa mætti til andstæðunnar. Alkunn er notkun dróttkveðins háttar í lofkvæðum, helzt um konunga og að launa stórgjafír eða vinna til þeirra. Fullgilt lofkvæði virðist mér að hafi verið 30 vísur, 4320 stafir! Nú má vera ljóst, að enginn yrkir ná- kvæmlega eftir stafatölu þessari, þar getur munað örlitlu, því orð eru mislöng. En vegna þess, hvað hátturinn er fastmótaður, verður sá munur jafnan lítill. Og sé vísa rist rún- um, er auðvelt að fá rétta stafatölu. Til að yrkja vísu eða kvæði, þarf þó fleira en ákveðna stafatölu; mál og efni skal það vera. Hér koma til sögu heiðnar kenningar, sem skáld notuðu til að skreyta og magna brag sinn. Þeim var skipað niður eftir flókn- um reglum, sem minna á útskurðarlist forna, þar sem dreki teygir búk sinn og koma þó saman haus og sporður. Ég vil auka hér við smágrein um uþphaf ferskeytts háttar, sem fundinn var á 14. öld. Menn hafa deilt um, hvort hann sé leidd- ur af dróttkvæða hætti eða stældur eftir erlendum háttum. Vel má það fara saman, en ég vil benda á, að rétt kveðin ferskeytla er byggð á sama stafafjölda og dróttkveðinn vísuhelmingur; aðalreglan 72 stafir með sömu frávikum og í hinum forna hætti. Ég hef nú í örstuttu máli lýst efni, sem væri nóg í stóra bók. En hér læt ég staðar numið að sinni. Og að lokum: "Ein vísa: 144 stafir. Þijár vísur: 432 stafir. Þrítug drápa 4320 stafir. Hlíðarbæ, Hvalfjarðarströnd, 2. marz 1991, Sveinbjörn Beinteinsson, Draghálsi. riríirmm+m rkmPimumnm mmmmmm MTRintRRirirRmt RÁÐNING RÚNANNA sua skulti kuþ kialta kram riki baut af lautum raiþ si raukn auk uþin ran mins fiaR hanum fulkmuki lat fluia frauR auk niurþr af iurþum laiþis lufþa striþi latas þans ui krataR laukbrigþÍR haÍR lakþa latalfR fur mÍR siulfum blakÍR bruþra sukua bruþfak uika laka • kunilti ak kialta kraubts hanaR skab þana ukr katk auk la launat latrikstr bili kratat IWT T I Ð A R A N D Japanskar konur og hágildin þrjú Flestar konur taka bónorði fagnandi og fínnst ástæða til þess að halda veislu. En Masako Saito varð alls ekki fagnandi þegar vinur hennar bar upp bónorðið. Saito býr ásamt systur sinni í miðborg Tókíó og starfar sem tískuhönnuð- ur með ágætum árangri. Það hentár henni mjög vel eins og mörgum konum af hennar kynslóð að vera einhleyp og ólofuð. Þessi staða hentar ágætlega lífsstfl hennar. „Það yrði á ýmsan hátt erfítt að halda áfram því starfí sem ég hef ef ég festi ráð mitt,“ segir hún. „Ég kæri mig ekki um að verða þræl- bundin með giftingu, vildi miklu fremur hitta hann einu sinni eða tvisvar í viku.“ Þessi viðhorf eru byltingarkennd í menn- ingarsamfélagi þar sem hagkvæmnis-gifting- ar voru reglan. Stúlkur sem ekki voru giftar 25 ára voru stundum nefndar ,jólakökumar“, sem þýddi að álitið var að þá væri farið að slá í þær fyrir hjúskaparmarkaðinn. Kvíðinn fyr- ir því að pipra, ganga ekki út, verða of göm- ul fyrir markaðinn var öllum stúlkum kvíð- vænleg tilhugusun. Eldri kynslóðin og karl- menn á biðilsbuxunum eru í senn hneyksl- aðir og kvíðnir vegna þessara nýju viðhorfa og sjálfræðisáráttu kvenfólksins. Ýmsir for- dæma dætur sínar og dótturdætur fyrir þessa hegðun. Nú er svo komið að 2,5 milljónir ein- hleypra karlmanna eru á höttunum eftir eigin- konum. Margir þeirra eru bændur, sem halda árlega í einhvers konar pílagrímsferðir til Tókíó, á traktorum sínum, aka um torg og stræti og hvetja konur hástöfum til þess að giftast sér. Hagtölur sýna að meðalaldur við fyrstu giftingu kvenna hækkar stöðugt; nú 25,8 ár (í Tókíó 26,7 ár) samanborið við 24,7 árið 1975. Þetta vottar að japanskt kvenfólk er orðið langþreytt á arfhelgum hefðum hvað snertir „réttan“ giftingaraldur. Setsuko Muramatsu rekur hjúskaparskrifstofu í Tókíó. Hann segir: „Konur virðast hafa ákveðnar hugmyndir um það sem þær vænta sér í hjóna- bandinu, en karlmenn leita sér konu sem myndi sjá um rekstur heimilisins, uppeldi barnanna og vera á allan hátt hlýðin og umhyggjusom." Hvað er það sem japanskar stúlkur vænta sér í hjónabandi? Þær vilja vinna en jafnframt vilja þær sinna ýmsum áhugamálum utan heimilisins. Og þær leita lýtalausra eigin- manna eða svo til. Nýlega fór fram skoðana- könnun innan banka í Tókíó meðal skrifstofu- stúlknanna. Þar töldust 93,2% kjósa að gift- ast og flestar þeirra dreymdi um eiginmann sem væri gæddur „hágildunum þremur“ — hann skyldi vera hávaxinn, vel menntaður og með há laun. Og Muramatsu bætti við: „Þær skilja ekki að enginn er alls kostar full- kominn.“ Ýmsir karlmenn sem slíkar fullkom- leikakröfur eru gerðar til, láta hjúskapinn lönd og leið og kjósa að vera einhleypir. „Ég kýs heldur að búa með ketti en konu,“ segir 33ja ára gamall skrifstofumaður. Margar stúlkur, sem talað var við, telja að höfuðvandamálið sem þjái japanska karl- menn sé alvarlegt tilfelli af „mazu kon“ eða móðurkomplexi. „Það er líkast því að vanti í þá hrygginn, eða allan dug og áræði,“ segir útgefandi tímarits, 34 ára að aldri. Hún skrif- ar einnig smásögur. „Þeir hafa ekkert frum- kvæði, þeir geta ekki tekið ákvarðanir. Þeir vilja að ég sé móðir þeirra. Nei, takk kærlega fyrir.“ Kenichi Baba prófessor í sálfræði við Japanskar konur flýta sér ekki í það heilaga - og þær kunna því vel. Hvað á möm- mustrákurinn þá að gera? Gunma-háskólann telur að mjög sterk tengsl milli sonar og móður hafi aukist mjög á eftir- stríðsárunum, þegar mikill hagvöxtur og efnahagsleg velferð tók stór stökk fram á við. Karlmennirnir unnu fyrir heimilinu og konurnar voru heima, heimavinnandi hús- mæður og þær sáu um og dekruðu oftar en ekki syni sína. Fullorðnir vilja þeir ógjarnan sleppa pilsfaldi móður sinnar og tengjast vilja- sterkri útivinnandi eiginkonu. Það reynist erfiðara og erfíðara að finna rétta makann, jafnvel fyrir þá sem vilja óðir og uppvægir kvænast. Makamiðlun er mikil atvinnugrein í Japan, hjónamiðlunarskrifstof- ur og kynningarstofnanir fyrir þá eða þær sem eru í „ratleik" eftir maka, eru fjölmarg- ar. Sérhæfð makaleitunarþjónusta kemur hér til aðstoðar. Nú eru starfandi hundruð slíkra fyrirtækja og þau 12 viðamestu hafa selt um 250.000 félagskort. Nútímá tækni, tölvu- tækni, hefur verið tekin upp. Altmann Co., Ltd., er eitt þeirra stærstu. Þeir auglýsa að þeir láti í té persónulega ráðgjöf og ekkert skorti á persónulega afgreiðslu. Auk þessa fer fram tölvuvinnsla, þar sem einkenni leit- enda eru skráð og tölvan látin finna út hent- uga pörun. Fyrirtækið annast einnig ýmiss konar uppákomur, um 250 á ári — þar á meðal eru kvöldverðarboð, tennisleikir og jafnvel ferðir til útlanda, allt í þeim tilgangi að leiða fólk saman og stuðla að nánari kynn- um með hjúskap fyrir augum. Á síðastliðnu ári skipulagði miðlunin ferð 35 kvenna til New York svo að þær mættu hitta japanska kaupsýslumenn, sem dvöldu um þessar mund- ir í Bandaríkjunum; tvö pör sem hittust á þessu ferðalagi eru nú gift. „Ég greiddi 300.000 yen (meira en 2.000 dollara) í félags- gjald“, sesgir 28 ára skrifstofumaður. Mer finnst það hátt gjald. Miðlunin athugar upp- runa og bakgrunn þeirra sem koma til greina. Það myndi taka mig langan tíma að athuga það.“ Stjórnendur margra stærstu fyrirtækja og samlaga Japans hafa þá trú að giftir eða kvæntir starfskraftar séu áreiðanlegra starfs- lið en ógiftir. Þess vegna leitast stjórnendur margra fyrirtækja við að koma á varanlegum kynnum kynjanna í þeirri von að slíkt leiði til hjúskapar. Mitsubishi- og Mitsui-fyrirtækin starfrækja innanhúss hjúskaparmiðlun og ráðgjöf til þess að stofna til heppilegs hjúskapar meðal starfskrafta fyrirtækjanna, sem stjórnendur álíta að komi báðum aðilum til góða og myndi auk þess stuðla að starfsfestu innan fyrirtækj- anna. Sum fyrirtæki bjóða starfsliðinu sem er í giftingarhUgleiðingum í ferðir til útlanda í þeim tilgangi að kynna starfskrafta sína þar, einnig sjá þessi fyrirtæki um ferðir starfs- krafta sinna erlendis til Japans í sama til- gangi, þ.e. í makaleit. Meidensha-fyrirtækið, sem framleiðir vélar til rafmagnsframleiðslu, borgar flugfar og sjö daga dvöl fyrir einhleyp- inga sem vinna á vegum þess erlendis. Fyrir fleiri og fleiri japanskar konur eru þessir til- burðir fyrirtækjanna til hjúskaparmiðlunar ekki sérstaklega freistandi. Áfstaða japanskra kvenna kemur skýrt fram hjá Kyoko Hir- akawa, 34 ára gamalli, sem segir: „Fyrrum hefði mér ekki liðið sérstaklega vel komin á minn aldur og einhleyp. Fólk hefði gert athug- asemdir í hálfkveðnum vísum og talað mér á bak. Nú vinn ég og sé algjörlega fyrir mér og gott betui;." Og nú þarf ekki að uppfylla móðurímynd einhvers eiginmanns. Þessi efni eru mikið rædd í fjölmiðlum í Japan, í blöð- um, tímaritum og sjónvarpi, en þar má oft sjá og heyra umfjöllun um þessi efni. Susan H. Greenberg ásámt Hideko Tarayama I Tókíó. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.