Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 13
I 14. SEPTEMBER ,1991 Iðandi mannlíf og fagrar byggingar á Eldon square, aðaltorgi borgarinnar. NEWCASTLE við Tínarfljót byggingar sem setja svip á borg- ina: kastalinn, sem borgin dregur nafn sitt af, Nikulásarkirkjan, brýrnar yfir Tyne og árbakkinn, Quayside. Bær síðan á dögum Rómveija. Svo hlaupið sé í fáum orðum á staðreyndum sögunnar, má geta þess að einmitt frá Neweastle og þvert yfír England þar sem það er mjóst, byggðu Rómveijar Hadríanusarmúrinn, sem ennþá sést. Við ósa árinnar Tyne byggðu þeir brú og kastala, sem raunar var úr timbri. Löngu síðar eftir að Vilhjálmur sigurvegari hafði lagt undir sig England, endur- byggði hann kastalann árið 1080 ATHYGLIS- VERÐ VERZL- UNAR- OG MENNINGAR- BORG í NÆSTA NÁ- GRENNI Newcastle við ána Tyne er höfuð- borg Norðimbralands í norðaust- urhorni Englands og verður með tilliti til nútíma samgangna að teljast í næsta nágrenni; Þangað er liðlega eins og hálfs tíma flug. Stuttar borgarferðir eru nú mjög í tízku og þá hefur athyglin beinst að Glasgow, Dublin eða Amsterd- am. En Newcastle er ekki síður athyglisverður áfangastaður. Ibúatalan er 280 þúsund, liðlega eins og allir Islendingar, svo Newcastle telst ekki stórborg. Hún er þægileg vegna þess að þar er á tiltölulega litlu svæði urmull verzlana; mest af þeim í gífurlega stórri „Kringlu" á Eldon Square og þar að auki fjöldi hót- ela, veitingastaða, ölkráa, leikhús- ið Theatre Royal, svo og fornar í Metro Centre, stærstu verzl- anamiðstöð í Evr- ópu, sem er skammt utan við Newcastle. Byggingarlist liðinna alda: Kirkja með turn í kastalastíl, Kastalinn, sem borgin er kennd við og er upphaflega frá dög- um Rómverja. Neðst: Hús Bessie Surte- es, eitt af elztu húsum borgarinnar. og á 12. öld var enn bætt við hann. Þetta er sá Nýi kastaii, sem borgin dregur nafn af. Það var þó ekki fyrr en í iðnbyltingunni, að bærinn fór að vaxa og helgað- ist af ríkulegum kolanámum í hæðunum í kring. Eina slíka kola- námu geta ferðamenn séð í Bea- mish-safninu skammt utan við borgina og er það í senn enskt atvinnusögu- og byggðasafn, kjörið bezta safn Evrópu 1987. A safninu hafa gömul hús verið endurgerð, stein fyrir stein. Þar er t.d. kaupfélag með öllum þeim varningi, sem þar fékkst árið 1913, rakarastofa, blaðaprent- smiðja og heimili góðborgara. En ugglaust vekur kolanáman mesta athygli og hefur eins og nærri má geta verið óhugnanlegur vinnustaður. Þar byijuðu drengir að vinna 12 ára gamlir og æði margir voru þar alla ævina, sem kannski varð ekki löng í kolaryk- inu. Kolin voru undirstaða þess að upp spratt iðnaður í Newcastle, ekki sízt málmsteypa og geysi- miklar skipasmíðar. Og nú er þess minnst á 100 ára afmæli Ölfusár- brúar, að járnsmíðin í hana fór einmitt fram í Newcatle. Mörgum árum síðar var Einar skáld Bene- diktsson á ferðinni í Newcastle. Hann hreifst af athafnaseminni og orti Tínarsmiðjur, langt kvæði sem byijar svo; Eldar brenna yfir Tíni eins og sterkir vitar skíni. Myrkrið Ijósið magnar óðum. Málmlog gjósa af hverri stó. Skolgrátt fljótið fram í sjó Flýtur allt í rauðum glóðum, eins ogjárn úr hundrað hlóðum herði sig í straumsins þró. Fyrr og síðar var margur kola- pokinn fluttur út þaðan, einnig til íslands. Nú er öldin önnur; kolin einkum notuð í orkuverum og kolareykurinn grúfir ekki yfir ■ borginni, sem hefur smám saman fengið nýtt hlutverk sem mesta verzlunarborg í norðanverðu Eng- landi. Á sturlungaöld var byggður múr utanum borgina eins og þá þótti jafn sjálfsagt og umferðar- mannvirki núna. Newcastle-búar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.