Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 11
Sprækir og renni- legir Mazda-bílar Mazda umboðið Ræsir hf. er nú komið á fulan skrið í sölu Mazda-bíla og hafa selst að meðaltali um 50 bílar á mán- uði frá því salan fór í gang fyrir alvöru seint í mars síðastliðnum. Mazda hefur sem fyrr ýmislegt að bjóða, gerðirnar 323 og 626, báðar með og án aldrifs, og síðan sportlegu bílana MX-3. Við lítum í dag á tvær gerðir af 323-bílnum, annars vegar 323 1600 GLXi, sem er með framdrifi, og hins vegar aldrifsbílinn 323 1800 GLXi. Aldrifsbíllinn kostar um 1.150 þúsund krónur og hin gerðin 1.180 með sjálfskipt- ingu. Annars er verð á Mazda-bílum allt frá um 900 þúsund krónum upp í tæpar 1.700 þúsund ef menn kaupa sportbíl eða vel búinn bíl af 626 gerðinni og allt þar á milli. Á þessu verðbili er ýmislegt for- vitnilegt og víst eru margar gerðirnar eigu- legar. Mazda 323 er fáanlegur í þremur grunn- gerðum eftir að hann kom nýr og breyttur til sögunnar. Þær eru misstórar og gerólík- ar, þrennra dyra, fernra dyra stallbaks, hlaðbaks, sem er stærst að utanmáli, köll- uð 323 F, og síðan langbaks eða skutbíls- gerð. Sameiginleg atriði með öllum þessum gerðum eru 16 ventla vélar, vökvastýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting og eins og fyrr segir eru þetta nýir bílar frá grunni. Allar gerðir rennilegar Mazda 323 er rennilega hannaður bíll og það eiga allar gerðirnar sameiginlegt. Allar línur eru ávalar, framendinn er lágur og stuðari og aðalluktir eru þannig felld inn í framendann að allt klýfur loftið mjúk- lega. Afturendinn er ekki síður í mjúka stílnum. Ávalar línur hans mynda eina heild þar sem allt rennur eiginlega saman, stuðari luktirnar og hallandi rúðan. Stallbakurinn er á sama hátt rennilegur bíll og er það aðallega skottið sem gerir hann frábrugðinn. Svartur hliðarlisti og svartir listar kringum rúður setja sterkan svip á bílinn og má segja að stallbakurinn virðist mun meiri bíll en sá minnsti þótt hann sé ekki nema rúmum 20 sm lengri. Að innan eru allar gerðimar með sama heildarsvip, mælar stórir og góðir og allt vel bólstrað en mælaborðið er þó með nokkuð öðru sniði í F-bílnum. I hinum gerðunum er mælaborðið það sama. Þar er hlutunum vel raðað og allt innan seiling- ar og raunar með nokkuð hefðbundnum hætti. Þurrkurofar eru á armi við stýrið og fyrst hann er þar á annað borð hefði mátt nýta hann öðru vísi. Til að gangsetja þurrkur þarf að taka hönd af stýri og snúa arminum en oft er honum ýtt upp eða niður til að kveikja. Slíkt fyrirkomulag er betra því þá þarf ekki að sleppa stýrinu. Miðstöð getur blásið kröftuglega og er ekki hávaðasöm. Gírstöng liggur vel við og er skiptingin þægileg og sama er að segja um sjálfskiptinguna. Af öðrum innri búnaði má nefna rafstillanlega útispegla, samlæsingar og rafknúnar rúðuvindur, viðvörun vegna ljósa, klukku, leslampa, spegil í sólskyggni og útvarpsloftnet ásamt hátölurum. Þrennra dyra útgáfan af 323 er 3,99 m löng, breiddin er 1,67 m, hæðin 1,38 m og hjólhafið er 2,45 metrar. Fernra dyra Mælum og stjórntækjum er ágætlega komið fyrir. Verðið Verðið á Mazda 323 er frá 885 þúsund krónum, þ.e. LXi með 1300 vél, GLXi gerðin með 1600 vél kostar 985 þúsund krónur og með aldrifi kostar hann 1.149 þúsund krónur. GLXi 1600 bíllinn (stall- bakur) kostar 1.180 þúsund krónur og þá með sjálfskiptingu. Hann er um 70 þúsund krónum ódýrari með handskiptingunni. Segja má að fyrir þetta vérð, milljón til tólfhundruð þúsund, megi fá allvel búna og eigulega bila. Á þessu verðbili eru lang- flestir fimm manna fjölskyldubílar orðnir í dag og þar er um auðugan garð að gresja. Ekki skyldu menn gleyma bílum frá Mazda í því sambandi. jt Morgunblaðið/Júlíus Mazda 323 er fáanlegur í þremur grunngerðum. Hér eru tvær þeirra, þrennra dyra ldaðbakur (Coupe) og stallbakur sem er fernra dyra. Hér má vel sjá útlitsmuninn á öllum gerðunum þremur. stallbakurinn er 4,21 m langur, 1,67 m breiður, 1,37 m hár og hjólhafið er 2,5 metrar. Minni bíllinn er 935 kg að þyngd en sá stærri slétt 1.000 kg með sjálfskipt- ingunni. Beygjuhringurinn er 9,6 metrar hjá minni bílnum en 9,8 hjá stærri bílnum. Góð vinnsla Sem fyrr segir eru Mazda 323 með 16 ventla vélar og voru bílarnir sem prófaðir voru með 1600 og 1800 vélum, 90 og 140 hestafla. Vinnsla þeirra er með ágætum og sérstaklega er handskipti bíllinn spræk- ur. Fernra dyra stallbakurinn sem var með sjálfskiptingu er sérlega lipur og notalegur bíll. Ökumaður kann strax vel við sig og finnur sig vel heima undir stýri. Ekki veit- ir af þessari vélarstærð, 90 hestöflum, en vinnslan er ágæt. Skiptingin er búin þeim eiginlegum að hægt er að láta hana halda við þegar ekið er niður í móti. Minni bíllinn sem prófaður var líka var búinn sítengdu aldrifi. Hann var með 1800 vél og því heldur kraftmeiri og með 5 gíra handskiptingu. Sá bíll virkaði nokk.uð þyngri í stýri en hann var mun sneggri í öllu viðbragði og vinnslu. Sem fjöl- skyldubíll hentar stallbakurinn trúlega betur enda stærri og rúmbetri en sá minni er skemmtilegri og röskari til brúks í snún- ingum í borginni. Báðir fjaðra þeir vel á sjálfstæðri gorma- fjöðrun og liggja vel. Má raunar segja að bíllinn með eindrifínu gefí aldrifsbílnum lítið eftir í því efni. Þó má kannski segja að meiri kröfur séu gerðar til aldrifsbílsins þannig að útkoman virðist svipuð þegar þeir eru bomir saman. 4 Daihatsu sérhannar bíl fyrir Evrópu |aihatsu verksmiðjumar hafa ákveðið að heija framleiðslu í haust .á Dai- hatsu Applause skutbíl. Þetta er eingöngu gert til að mæta þörfum Evrópu- markaðar en skutbílar eru ekki mikil söluvara í Japan og Applause sem er bíll af millistærð er aðallega seldur utan heimalandsins. Fram- kvæmdastjóri Daihatsu í Þýskalandi, Yoichi Shibaike, hefur haft forgöngu um að hrinda þessari framleiðslu af stað en áður en hann tók við forstöðu Daihatsu í Þýskalandi starf- aði hann á aðalskrifstofu fyrirtækisins í Belgíu. Hann heimsótti Reykjavík fyrr í sum- ar til að kynna forráðamönnum Brimborgar þessa nýju framleiðslu. -Japansmarkaðurinn er að ýmsu leyti frá- brugðinn Evrópumarkaði og þegar fram- leiðsla á Applause hófst þótti forráðamönnum Daihatsu ekki þörf á því að bjóða hann sem skutbíl, segir Yoichi Shibaike í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. -Við höfum hins vegar orðið varir við vaxandi áhuga á slíkum bíl en þar sem Daihatsu hefur ekki getað svarað þessari þörf höfum við mátt sjá eftir ákveðnum kaupendahópi leita annað. Þetta gildir ekki aðeins um Þýskaland heldur flest þeirra 22 landa í Evrópu þar sem Daihatsu er seldur, ísland þar með talið. Góður í samkeppnina Undir það taka Jóhann Jóhannsson og Sig- tryggur Helgason forráðamenn Brimborgar og segjast lengi hafa beðið eftir að bjóða slíkan bíl í samkeppni við Toyota og Subaru. Applause skutbíllinn verður fáanlegur bæði með aldrifi og eindrifi en hann er að öllu leyti eins og sá Applause sem menn þekkja. Hann er aðeins 22 kg þyngri en fólksbíllinn. Nýi Applaus bíllinn er kynntur á bílasýningunni í Frankfurt sem nú stendur yfír en von er á bílnum til íslands snemma í vetur. En hvern- ig gekk Yoichi Shibaike að sannfæra yfir- menn Daihatsu um nauðsyn þess að bjóða Applause sem skutbíl? -Það gekk ágætlega og það hefur ekki lið- ið nema hálft annað ár frá því hugmyndin kviknaði fyrir alvöru þar til framleiðslan er að hefjast. Evrópumarkaðurinn er ráðandi fyrir Applause því hann selst mun meira þar en í Japan. Við höfum rætt þetta mikið sam- an söluaðilarnir í Evrópu og þegar ákveðið var að hefja hönnun skiptumst við á teikning- Morgunblaðið/Kristján Yoichi Shibaike kynnti Daihatsu Applause skutbíl fyrir forráðamönnum Brimborgar á dögunum. um og hugmyndum við starfsmenn hönnunar- deildarinnar í Japan. Þær voru endanlega mótaðar í líkan í október og í febrúar sl. var frumgerðin smíðuð. Framleiðslan fór svo í gang í byijun september. Lítið þekktur Yoichi Shibaike segir að sala Daihatsu bíla gangi vel í Þýskalandi, hafi aukist um 37% á síðasta ári og sé vaxandi í flestum Evrópu- löndum. I Þýskalandi eru nú seldir milli 540 og 600 bílar í mánuði og ósk um skutbíl sé sífellt meira áberandi. -Annars er Daihatsu ekki með nema 0,5% markaðshlutdeild enda ekki mikið þekktur í Þýskalandi, segir Yoichi Shibaike. -Menn halda að Daihatsu sé gos- drykkur eða eitthvað ofan á brauð! En með þessum bíl skapast nýr möguleiki enda tel ég að þarna sé búið að sérhanna bíl fyrir þarfir Evrópubúa. u LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.