Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 4
I Sólveig K. Einarsdóttir á grjótgarðinum við Sætún, þegar hún var hér á ferðinni í sumar. Islendinguriim situr einn inni og skrifar næsta mánuði kemur út hjá Almenna Bókafélaginu smásagnasafn eftir Sólveigu Kr. Einarsdóttur, sem lesendur Lesbókar ættu að kannast við, því nokkrum sinnum hafa birzt eftir hana ljóð í blaðinu; síðast nú í vor og ljóðið hét „Haustmorgunn í apríl“.'Eitthvað Rætt við SÓLVEIGU KR. EINARSDÓTTUR, fyrrum kennara við Menntaskólann við Sund, nú rithöfund og húsmóður í Ástralíu, sem unnið hefur til verðlauna hjá Almenna Bókafélaginu. hljómar það undarlega, en verður skiljanlegt þegar þess er gætt, að höfundurinn býr í Ástralíu. Útkoma smásagnasafnsins er merkilegur áfangi fyrir Sólveigu og veruleg- ur heiður, því bók hennar var ein af þrem- ur, sem valin var til útgáfu í skáldverkasam- keppni á vegum Almenna Bókafélagsins. Æviferill Sólveigar til þessa er í senn hefðbundin saga ungrar Reykjavíkurstúlku, sem fer í menntó og síðar í Háskólann, gift- ir sig, eignast börn og verður kennari. Hins- vegar er saga hennar dæmi um Stóra stökk- ið, sem felst í því að byija gersamlega nýtt Iíf eftir að börnin eru komin upp, og þá með nýjum maka eins langt frá fóstuijörð- inni og hægt er að komast. Til þess þarf kjark og vænan skammt af rómantík og ævintýraþrá. Og það hefur Sólveig til að, bera. Drauminn um nýtt líf, helzt á sólríkum stað, hafa ugglaust margir alið með sér. En það er svo margt sem bindur; kannski böm og bamaböm, kannski aldraðir foreldr- ar, svo og vinir og ættingjar, að ekki sé nú talað um vinnuna, eða kannski húsið sem búið er að koma upp með blóði, svita og támm. Sólveig lét það ekki hefta sig, en kannski kom tilviljunin henni til hjálpar og lét draumaprinsinn birtast á sólarströnd í Grikklandi. Meira þurfti ekki, en við komum að því síðar. „Ég er fædd Reykjavík 1939 og óst upp í Norðurmýrinni, og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959,“ segir Sólveig, þegar fundum okkar bar saman sem snöggvast í vor og ég bað hana m.a. að segja lesendum Lesbókar eitthvað af upp- mna sínum og æviferli. „Þá hélt ég að tilgangur lífsins væri að gifta sig sem fyrst og eignast böm“, sagði hún, „en háskólanám fannst mér þá að væri bara fyrir hræðilega gáfað fólk og fáa útvalda. Það fór enda svo, að ég gifti mig 19 ára og fór að búa; varð heimavinnandi húsmóðir með bam og leið afskaplega vel. Aldrei þjáðist ég af þeirri tilhugsun, að ég væri að missa af einhveiju, eða væri ekki búin að rasa út eins og sagt er. Almennt séð finnst mér þó að það sé ekki ráðlegt að binda sig svona ungur. Ég var víst mjög rómantísk og er það raunar enn.“ Æskuheimili Sólveigar í Norðurmýrinni var mjög sérstakt eins og nærri má geta, því faðir hennar var landskunnur stjórn- málamaður og raunar stjómmálaforingi: Einar Olgeirsson, alþingismaður Reyk- víkinga 1937-1967 og einn af stofnendum Kommúnistaflokksins og síðar í broddi fylk- ingar í Sósíalistaflokknum. Enginn var eins flugmælskur í eldhúsdagsumræðum og Ein- ar; enginn gat talað eins sannfærandi með grátstafinn í kverkunum yftr kjömm verka- lýðsins og kúgun auðstéttarinnar. Kona Einars og móðir Sólveigar er Sigríður Þor- varðardóttir; þau hjón em orðin öldmð, en eru nokkuð vel ern. „Þetta var mjög pólitískt heimili", segir Sólveig, „en foreldrar mínir vildu samt ekki að ég flæktist um of í stjórnmál; ég lifði í vemduðu umhverfí. Kannski kemur það á óvart, en faðir minn var alltaf mjög ró- mantískur og mjög ljóðelskur. Oft kom það fyrir að hann gripi ljóðabók í hádeginu og læsi fyrir okkur ljóð. Hann hafði lært ensk- ar og þýzkar bókmenntir við háskóla í Berlín árin 1921-24, en hvarf þá heim vegna fjárskorts. Tveimur árum Síðar var honum boðinn styrkur til frekara náms erlendis, en þá var hann kominn á kaf í stjórnmála- baráttuna á Akureyri; taldi mikilvægast að berjast þar fyrir bættum kjömm alþýðunnar en á þeim tíma var fátæktin geigvænleg. Móðir mín var góður mannþekkjari og þessvegna vom sumir smeykir við hana, enda sá hún menn út og sagði hlutina um- búðalaust eins og henni komu þeir fyrir sjón- ir. Pabbi trúði hinsvegar á það góða í mann- inum. En stundum rak hann sig illilega á og varð fyrir vonbrigðum. Það var stundum mikil harka í pólitíkinni og ég tók mér það nærri þegar pabbi var skammaður. Við vor- um bara tvö systkinin, en Ólafur bróðir minn lézt fyrir aldur fram af völdum krabba- meinsæxlis í höfði, fertugur að aldri. Það var mikið áfall fyrir okkur öll. Jafnframt þingmennsku var faðir minn ritstjóri Þjóðviljans og gaf út tímaritið Rétt. Hann var önnum kafínn og oft sáum við lítið af honum. Hann var einmitt ritstjóri Þjóðviljans 1940, þegar Bretinn hertók land-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.