Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 15
Gamli fjallaskálinn með nýtt svipmót. Nýi fjallaskálinn á Fimmvörðuhálsi Rakið útivistarsvæði fyrir ólæknandi fjallasjúklinga - Spjallað við Jóhönnu Boeskov, eina af stofnfélögum Útivistar að hafa traustan fjallaskáll 'á þessum slóðum, eins og hörmuleg slys bera vitni um. Otrúlega stór hópur útlendinga fer þarná um. Alltaf verið að banka upp á hjá okkur í Básum að spytja um leiðina að Skógum. Umferðin oft eins og fólk á rúntin- um á Laugaveginum á góðum dögum.' Skálinn stendur í 1100 metra hæð, uppi á hábungu á Fimm- vörðuhálsi og sést víða að. Geysi- legt öiyggi að vita af svona góðu húsaskjóli á þessari vinsælu gönguleið. En lieljarveður geta skollið á eins og hendi sé veifað. Það er eins og allar vindáttir nái sér upp þarna. Brautryðjendurnir Það var listamaðurinn og fjalla- garpurinn Guðmundur frá Miðdal sem sór þess eið að reisa hús á Fimmvörðuhálsi, eftir að tjald fauk af honum hér. Auk hans voru m.a. þeir Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, Þorvaldut' Guðmundsson í Síld og fisk, og Karl T.Sæmundsson trésmíðameistari sem teiknaði gamla skálann og að hluta hinn nýja í samvinnu við arkitektinn Egil, son Guðmundar frá Miðdal. Það var árviss atburður hjá þessum gömlu fjallagörpum frá 1940-’45 að fara um páska upp á Fimmvörðuháls og dvelja þar eina sæluviku, eins og sagt er svo skemmtilega frá í bók Guðmund- ar, Fjallamenn. Ótrúlegt hvað þessir menn gátu farið, í þungum, olíubornum regnfötum (sem aldrei héldu vatni) og í botnlausum tjöld- um. Þeir ruddu vissulega veginn fyrir okkur hin. Gamli skálinn á Fimmvörðu- hálsi var opnaður aft- ur með hátíðabrag laugardag- inn 31. ágúst eftir endurnýjun og stækkun. Frumkvöðlar í jöklaferðum á íslandi stóðu að byggingu skál- ans 1940. Skálinn hefur um árabil verið í niðurníðslu. En ferðafélagið Utivist hefur nú tekið við rekstri og viðhaldi hans. „Við byrjuðum að endurbyggja skálann 1990, segir Jóhanna. Fimmtíu ára afmæli hans varð til að reka á eftir okkur. Leiðinda- deilur hafa staðið um endurbygg- ingu skálans sem við vonum að setji niður þegar skálinn er orðinn jafn glæsilegur og raun ber vitni traust skýli fyrir alla vegfarendur í fjallasalnum. Það er nauðsynlegt frj frítí ^iÖjíTÍ ‘i'f Fyrir svaðilfara- og fjallasjúklinga. Svæðið, með jökla á þtjá vegu, býður upp á allt sem „ólæknandi“ fjallasjúklingar girnast: klifur, fossa, skóga, kjarr, jökla, fannir og stórbrotið útsýni. Frá skálan- um er mjög víðsýnt, sést langt inn á háiendi, yfir alla Þórsmörk og út á sjó yfir landið og miðin. Svæðið er kjörið fyrir þá sem vilja glíma við náttúruöflin, fyrirtæki með svaðilfarir á stefnuskrá, „öðruvísi" ferðir, fólk sem vill eitt- hvað óvenjulegt. Snjósleðafólk á eflaust eftir að notfæra sér skál- ann. Gönguleiðin milli Þórsmerkur og Skóga er mjög fjölbreytt. Upp með Skógá eru fossár og kjarr. Síðan yfir Fimmvörðuháls og Bröttufönn, yfir Heljarkamb og Morinsheiði, að mynni Strákagils og komið niður á láglendi rétt innan við Bása. Leiðin er öll stik- uð. Næstum óplægður akur Við höfum verið með 8-9 tima gönguferðir frá Skógum yfir í Bása sem mörgum hafa fundist fulllangar. En nú gefst tækifæri til að gista í skálanum. I ná- grenni skálans er kjörið göngu- skíðasvæði allan ársins hring bæði á fönnum og uppi á Eyja- fjallajökli. Þetta á allt eftir að þróast. Við munum miða ferðirnir við 20 manna hópa. En í skálanum er svefnpláss fyrir 16 í kojum, 5 á dýnum og 1 svefnbekkur. Hitað er upp með sænskum olíuofni, olíutunnan er falin í steinhleðsl- unni. Og við eigum að hafa renn- andi vatn, þegar ekki er allt frosið. Þarna viðrar best til útiveru á vorin, þegar daginn tekur að lengja og hættir að snjóa og á björtum, kyrrum haustdögum. Skálinn er opinn fyrir alla, en Útivist áskilur sér rétt til að þeirra hópar gangi fyrir. Margir sjálf- . boðaliðar eru búnir að leggja hönd á plóginn, en kostnaður við upp- byggingu er mikill, svo að Útivist þarf sannarlega á því að halda að skálinn fari að skila inn pening- um. Við treystum á góða um- gengni í þessum fallegu húsa- kynnum og að allir greiði fyrir gistingu. O.Sv.B. Svona geta snjóbyljir og frost mótað stórbrotnar höggmyndir. Eins gott að vera við því búinn að þurfa að brjótast inn, án þess að skemma dyraumbúnað. < Gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins: Búrfell - Búrfellsgjá Einn af kostum landsins okkar er sá, að stutt er að fara til þess að geta hresst upp á sál og líkama með gönguferðum úti í guðs- grænni náttúrunni, laus við umferðarhávaðann og óþverrann úr afturenda vél- knúinna ökutækja. Ein af skemmtilegri göngu- leiðunum í nágrenni höfuðstað- arins er leiðin frá Hjöllunum í Heiðmörk um Búrfellsgjá á Búr- fell. Ferðin tekur u.þ.b. 2 st. (fram og_ til baka) ef rólega er gengið. Á leiðinni er margt að sjá, ekki síst fyrir þá sem einnig hafa áhuga á náttúruskoðun. Við hefjum gönguna frá bif- reiðastæðunum við Iijallana og höldum áleiðis eftir slóða sem liggur að stiga yfir Heiðmerkur- girðinguna. Skammt handan stigans komum við að kletta- brún (E) Við klöngrumst vand- ræðalaust niðui' klettinn, sem er u.þ.b. ld-12 m hár. Hann hefur verið að myndast sl. 7000 ár við það, að landið austan hans hefur stöðugt sigið en land- ið vestan við hann lítið eða ekk- ert hreyfst. Við höldum göngunni áfram og komum eftir örstutta stund að gjá (eða misgengi), sem ligg- ur þvert á gönguleiðina (F). Steinsnar frá henni eru leifar af gamalli fjárrétt (A) og á hægri hönd gefur að líta gömul fjárbyrgi (C), sem eru skútar í hraunbrúninni. Til þess að þau veittu betra skjól hafa fjármenn- irnir hlaðið veggi úr hraungrýti framan við þá. í gjánni norðan við réttina má sjá 3,5—4 m djúpan náttúru- gerðan tröppugang niður að vatnsbóli (B). Þangað sótti rétt- arfólkið gæðavatn í kaffið sitt í gamla daga. Við höldum nú áfram eftir hraunfai'veginum (D) og því meir sem við nálgumst Búrfell þeim mun þrengri verður far- vegur hraunsins og auðsærra hvernig hraunáin hefur fyllt far- veginn á meðan gosið stóð yfir. Þegar gosinu lauk tæmdist hraunfarvegurinn er hraunáin rann áfram undan hallanum og skildi eftir skjólsæla smádali sem nú anga af gróskumiklum blómabreiðum. Við göngum áfram og upp gjána og fyrr en varir stöndum við og horfum niður í gíginn þann hinn mikla, en fyrir u.þ.b. 7200 árum sendi hraunflóð nið- ur í Hafnarfjörð og út á Álfta- nes. VARÚÐ!!! Öruggast er að halda sig við gönguslóðir á leið- inni vegna þess að hættulegar sprungur sjást oft ekki' utan þeirra, m.a. vegna þess að gróð- ur og laus jarðvegur hylur þær. I guðanna bænum: „Látið krakkana ekki hlaupa eins og kálfa á vori á undan ykkur“! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. SEPTEMBER 1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.