Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 6
Ævintýrið og harmleikur- inn um Jacqueline du Pré rið 1987 lézt í London brezki sellósnillingurinnn Jacqueline de Pré aðeins 42ja ára að aldri. Lát hennar kom ekki á óvart því að árum saman hafði hún þjáðst af hinum illræmda MS-sjúkdómi sem hafði heltekið hana á há- tindi ferils hennar. Þó að hún væri þá inn- an við þrítugt hafði hún fyrir iöngu skipað sér í röð mestu tónlistarmanna heims og sjálfur Mistislav Rostropovitsj hafði lýst því yfir að hún gæti orðið meiri sellósnillingur en hann. Nokkrum árum áður en sjúkdómurinn lagði Jacqueline að velli komst hún í kynni við bandarískan rithöfund, Carol Easton, sem tók að sér að rita sögu hennar. Bókin kom úr tveimur árum eftir lát listakonunn- ar og byggist að nokkru leyti á kynnum þeirra en jafnframt hefur höfundur leitað fanga víða og rætt við fjölmarga sem brugð- ið gátu ijósi yfír æviferii du Pré ailt frá vöggu til grafar. Þó er athyglisvert að eigin- maður hennar, tónsnillingurinn Daniel Bar- enboim, og systkini hennar tvö höfnuðu tilmælum um að leggja efni til bókarinnar. Carol Easton hefur unnið mikið þrek- virki. Henni tekst að draga upp lifandi mynd af feimnu en töfrandi undrabarni, listamanni sem lagði heiminn að fótum sér og loks sárþjáðri og einmana konu, sem á stundum fylltist örvæntingu og beizkju yfir grimmd örlaganna. I lýsingu hennar stingur ýmislegt í stúf við þá goðsögn sem spunn- izt hefur um snillinginn og hetjuna Jacquel- ine du Pré. í bókinni tekst höfundinum að draga upp lifandi mynd af feimnu en töfrandi undrabarni, listamanni sem lagði heiminn að fótum sér og loks sárþjáðri og einmana konu, sem hafði misst allt sem henni var verðmætast og fylltist beizkju yfir grimmd örlaganna. Eftir CAROL EASTON ElNMANALEG BERNSKA Hún fæddist í Oxford 26. janþar árið 1945. Foreldrar hennar voru Derek du Pré frá Jersey, sem starfaði lengst af við kaup- sýslu, og kona hans Iris en hún var ágætur píanóleikari, kunnug í tónlistarheiminum og hafði unnið til verðlauna. Eftir að hún giftist sneri hún sér algerlega að heimilis- haldi en örvaði mjög tónlistargáfu barna sinna allt frá frumbernsku. Systkini Jacqu- Kolteikning afJacqueline eft- ir Zsuzsi Roboz, 1969. Undrabarn: Jacqueline du Pré á unglingsárum með cellóið sitt. eline, Hilary og Piers, sýndu talsverða hæfileika en Iris komst brátt að raun um að það var Jacqueline sem hafði hlotnazt sérstök náðargáfa. Fyrstu kynnum sínum af sellói lýsti Jacqueline síðar á þessa lund: „Ég man að ég var inni í eldhúsinu heima og horfði á gamla útvarpstækið okkar. Ég prílaði upp á strauborðið, kveikti á því og heyrði að þama var verið að kynna hljóð- færi. Þetta hlýtur að hafa verið bamatíminn hjá BBC. Hljóðfærin höfðu engin sérstök áhrif á mig þar til kom að sellóinu og þá... varð ég ástfangin á augabragði. Eitthvað í þessu hljóðfæri talaði til mín og það hefur verið vinur minn alla tíð síðan.“ Hún sagði við móður sína að hún vildi búa til svona hljóð. Hún var þá tæplega fimm ára. Móðir hennar útvegaði henni kennara þegar í stað og þó að hún þyrfti að spila á selló í fullri stærð náði hún strax.á því tökum. Það var eins og hún kæmist í ann- an heim þegar hún fór höndum um hljóðfær- ið. Henni var brátt komið í tónlistarskóla þar sem kennslan var markvissari, hún fékk hljóðfæri í hæfilegri stærð og framfarirnar urðu óðfluga. En litla stúlkan, sem náði strax sam- bandi við hljóðfærið sitt, var feimin og átti erfitt með að ná sambandi við jafnaldra sína. Síðar sagðist hún jafnvel hafa orðið fyrir áreitni og einelti í skóla. Allt kapp var lagt á að rækta tónlistargáfu hennar og í afmælisboðum vom einungis skipulagðir tónlistarleikir. Jacqueline sýndi enga sér- staka hæfileika í námi og smám saman þurftu ýmsar námsgreinar að víkja vegna anna við tónlistarnámið. Iris móðir hennar virðist hafa verið mjög metnaðargjörn fyrir hönd dóttur sinnar en samt hlýleg, a.m.k. á ytra borði. Hún fylgdi henni hvert fótmál og lék ævinlega undir með henni. Derek sýndi námi dóttur sinnar lítinn áhuga og allt bendir til þess að systkini hennar hafi verið afbrýðisöm vegna allrar þeirrar at- hygli sem hún fékk. Síðar á lífsleiðinni full- yrti Jacqueline að hún hefði farið á mis við kærleika í foreldrahúsum. Gamlir kennarar og skólafélagar Jacqueline minnast hennar sem hljóðlátrar en brosmildrar stúlku. Hún virðist ekki hafa átt neina nána vini — og sú bekkjarsystir hennar, sem stóð henni næst, segir að hún hafi skotið félögum sínum skelk í bringu, þegar hún settist við' sellóið og ólgandi tiífinningar og skaphiti fengu útrás. Það var eins og hún breyttist í allt aðra mannveru. — Mér þótti óskap- lega vænt um Jackie en enn þann dag í dag hef ég ekki hugmynd um hver hún var, — segir þessi gamla skólasystir. Skjótur Frami Og VIÐURKENNIN G Þegar Jacqueline var á 10. ári hóf hún nám hjá William Pleeth, mjög virtum selló- leikara og kennara í London. Hann kveðst hafa komið auga á hæfileika hennar þegar í stað og þeir „sprungu út eins og blóm- hnappur þannig að maður vissi að allt gat gerzt“. Hún náði sérhveiju atriði með svip- uðum hraða og óbeizlaður hestur. Fljótlega varð mjög kært með Pleeth og þessum bráð- efnilega nemanda og henni þótti vænna um hann en föður sinn. Hann sótti fljótlega um styrk handa henni úr sjóði, sem portúg- alski sellósnillingurinn Guilhermina Suggia, fyrrum ástkona Pablo Casals, hafði stofnað til styrktar framúrskarandi nemendum í sellóleik. Sir John Barbirolli var formaður sjóðsins og 25. júlí árið 1956 léku umsækj- endur fyrir hann og aðra dómnefndarmenn. Jacqueline var 11 ára gömull og yngst umsækjenda en hún hafði varla leikið nema í tvær mínútur þegar Barbirolli lýsti yfir: „Þarna kom það.“ Dómnefndin veitti Jacqueline 175 sterl- ingspund til að standa undir kostnaði við tvær vikulegar kennslustundir hjá Pleeth við Guildhall-tónlistarskólann með því skil- yrði að hún æfði sig a.m.k. fjórar klukku- stundir á degi hveijum en héldi jafnframt áfram almennu námi. Eftir þetta lauk eigin- legri bernsku Jacqueline. Hún hafði átt lítið sameiginlegt með skólafélögum sínum en nú var henni nánast kippt út úr eðlilegu umhverfi. Ævisöguritarinn telur víst að sú sérstaða, sem henni hlotnaðist með Suggia-styrknum, hafi verið henni skaðleg á ýmsa lund því að hún hafi verið innhverf 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.