Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 14
Central Arcade, yfirbyggð verzlanagata í miðbnorginni. Brú á Tyne frá 1929 og farþegaskip, sem nú hýsir næturklúbb. Aðalleikhús borg- arinnar, Theatre Royal. Trójuhesturinn, nútíma skúlptúr á Laing- listasafninu. Eldon Square, geysistór verzla- namiðstöð við samnefnt aðalt- org borgarinnar. I kringlunni, sem þarna sést, er kaffihús. hafa verið mjög varir um sig, því múrinn var sagður sá rammger- asti af borgarmúrum í Evrópu. Hlutar af þessum múr sjást enn og innan hans risu stásslegar byggingar eins og Nikulásarkirkj- an, sem er frá 14. og 15. öld með afar einkennilegum turni. Niður » undir ánni er Bessie Surtees Ho- use, kaupmannshús frá 16. öld með einhveiju elzta gleri í glugg- um, sem fundið verður og kennt undurfagra stúlku, sem var erf- ingi að öllu þessu, en varð ást- fangin af blásnauðum pilti, sem nam hana á brott úr ríkidæminu. Sú ástarsaga fékk þó hamingju- samlegan endi. Glæsileg miðborg Skipulag miðbæjarins er frá Viktoríutímanum og að því var „ staðið með miklum metnaði. i miðpunkti stendur Earl Grey á hárri súlu; forsætisráðherra 1832, pólitískur framfaramaður, en Bretum þótti jafnvel enn meira um vert, að hann útvegaði þeim- ágætt te, sem síðan er við hann kennt. Minnismerkið stendur á Eldon Square, sem er víðáttumikið og af mannijöldanum, sem þar nýtur sólar og blíðu í hádeginu, skilur maður betur að hér skuli vera grundvöllur fyrir öllum þessum verzlunum. Frá Eldon Square er 5-10 mínútna gangur að járn- brautarstöðinni og beint á móti henni er County Thistle Hotel, mjög gott fjögurra stjörnu hótel þar sem þessi skrifari gisti og minnst er á hér vegna þess, að á annari hæð hótelsins er matsalur, sem heitir Mozart Room. Þar gengur maður inn í gömlu Evr- ópu, þar sem arisókratískur glæsi- bragur rík'ir ennþá. Þeir sem eyði- lögðu Gyllta salinn á Hótel Borg, hefðu betur haft þennan að fyrir- mynd. Allur miðhluti Newcastle er byggður úr sandsteini, annað- hvort á síðustu öld eða snemma á þessari. Hann hefur þetta stór- borgarlega yfirbragð, sem til að mynda sést ekki í miðbæ Reykjavíkur. Þessar byggingar eru eldri en modernisminn, sem eyðilagt hefur heilu borgarhverfin á þessari öld. Maður sér líka að Bretinn reynir að láta það nýja ríma við það sem fyrir er; til dæmis hefur þeim tekizt að láta hinar risavöxnu verzlanasam- steypur við Eldon Square, falla inn í borgarumhverfið. Þegar ekki er verið að verzla... Stundum heyrist spurt, hvað hægt sé að gera í þessari eða hinni borginni „þegar ekki er verið að verzla“. Hvað Newcastle varðar er ýmislegt í boði og gæti farið eftir því, hvort menn eru sportlega sinnaðir eða leitandi eftir ein- hvetju af listmenningarsviðinu. í fyrsta lagi er stutt að aka yfir til Carlisle, sem er í jaðri Vatnahéraðsins á vesturströnd- . inni. Þangað liggur Hadríanus- armúrinn, sem áður er á minnst og meðfram honum er margt að sjá. Fótboltavöllurinn er í sjónfæri úr miðborginni og þeir Newc- astle-menn leika í KR-búningum og eru í annarri deild. Margir golfvellir eru í næsta nágrenni og meðal þeirra sem bjóða gesti vel- komna er Tyneside, 10 km vestur frá Newcastle; sá völlur er lagður bæði í heiðlendi og skóglendi, par 71, SS 69. Stressholme hjá Darl- ington, dálítið vestar, er fallegur skógarvöllur, par 71. Prudhol, 16 km vestur frá borginni er skógar- völlur, par og SS 69. Northumber- land í Gosforth Park við þjóðveg- inn Al, um 10 km vestur frá borginni, par og SS 72 og Arcott Hall, 12 km í norður frá borg- f. inni, lagður í heiðlendi, par og SS 70. Ekki er nema liðlega klukkutíma akstur norður til North Berwick, Skotlandsmegin, til þess að komast á velli, sem Qöldi íslendinga þekkir vel. Á þeirri leið er farið framhjá rústum af klaustrinu Lindisfarne, sem er sögufrægur staður, því þar var fyrsta árás norrænna manna gerð á ’Bretlandseyjar árið 792 og markaði upphaf víkingaaldar. Myndlist er hægt að sjá í Laing listasafninu við Highham Place. Mér sýndist safnið búa allvel af enskri 19. aldar list og þar voru nokkrir litlir Turnerar að spreyta sig á ljósinu í anda meistarans. Það er alltaf misjafnt hvernig maður hittir á í söfnum, sem leggja stóran hluta undir sérsýn- ingar. I septemberbyijun var ég svo heppinn að hitta á sérsýningu á Stanley Spencer, enskum mál- ara, sem var uppá sitt besta frá 1930-50 og er eiginlega engum líkur. Sinfóníuhljómsveit borgarinnar er með vikulega hljómleika úr því þessi tími er kominn. Starfandi ópera er ekki, en stundum eru færðar upp óperur frá London í Theatre Royale, þar sem ég sá Private Lives eftir Noel Coward, sú sýning var mönnuð leikurum frá London. Einhversstaðar sá ég skrifað, að það fræga Royal Sha- kespeare Company kallaði leik- húsið í Newcastie sitt annað heim- ili og kæmi þangað reglulega, til að mynda í sumar með „Gæja og pæjur“ pg söngleikinn „Kiss me Kate.“ Ég mæli með kvöldstund í þessu leikhúsi, sem er ekki stórt, en byggt á klassískan máta með þremur hæðum af bogadregnum svölum og maður er aldrei langt frá því sem er að gerast á sviðinu. Fleiri leikhús eru í borginni, þar á meða! Tyne Theatre and Opera House, Newcastle Playhouse, Live Theatre, Peoples Theatre og Lip- man Theatre. Þeim sem hugsan- lega verða á ferðinni í október, skal bent á söngleikinn „hárið“ í Tyne Theatre and Opera House og á sama stað verður tízkufröm- uðurinn Bruce Oldfield þann 15. nóvember með risa-tízkusýningu. Ef ekkert af þessu dugar, má benda á nokkra möguleika úr næturlífinu. Á ánni Tyne liggur við festar ljósum prýtt farþega- skip. Það er ekki lengur ætlað. til siglinga, en'hýsir nú næturklúbb- inn Tuxedo Royale. Þar að auki er Studio í New Bridge Street og í tengslum við Crest-hótelið er Club Madison & Marcy's. Á Ma- yfair er spilað þungarokk og blaðamaður Lesbókar forðaði sér öfugur út, þegar hann fékk hljóð- bylgjurnar í belginn. Það er ekki minn tebolli, not my cup of tea, eins og Bretinn segir og mun betra að fá eitthvað annað í belg- inn, til að mynda góðan bjór. Ölkr- árnar eru að sjálfsögðu út um allt, en sá „öllari" sem sérstaklega tengist Newcastle er Brown Aie, dökkur bjór. Elztu krárnar eru niðri á árbakka, Quayside, og má til dæmis benda á Copperage í húsi frá 16. öld, Hanrahans, sem sagður er mjög í tízku nú, og Crown Posada, þar sem steint gler er í gluggum. Kínahverfi, Chinatown, hefur verið að myndast og eins og nærri má geta er þar úrval kínverskra veitingahúsa. Það er svo eins og annarsstaðar í borgum, að hægt er að finna ítalska matstaði, mexíkanska, tailenska, afríska og allt niður í Mc Donalds. Metro Centre er heim- ur út af fyrir sig. Newcastle, sem fyrir 2-3 ára- tugum var sótsvört iðnaðarborg, er nú orðin bjartleit verzlunarborg og allur kolareykur víðs fjarri. Verzlanaframboðið er svo yfir- gengilegt, að það bendir til þess að hingað komi fólk úr öllu norð- ánverðu Englandi til þess að verzla, enda mun það vera svo. Fyrir utan verzlunargöturnar inni- -í- -borginni eru tvær risa- „Kringlur" eða „Mall“ eins og slíkir verzlanakjarnar eru nefndir í Ameríku. Skammt utan við Newcastle, við þjóðveginn Al, sem liggur frá London um Norð- imbraland og áfram til Edinborg- ar, er verzlanamiðstöðin Metro Centre, sem sögð er vera sú stærsta í allri Evrópu. Þar eru undir einu þaki 360 verzlanir, stórar og smáar. Að ganga fram- hjá þeim öllum, telst vera 4 km. Þar er vel hægt að villast, en óþarft því auðvelt er að fara eftir leiðsögukerfi, sem byggist á lit- um. Búðirnar eru á tveimur hæð- um, svipað og í Kringlunni. Verð- lagið á að vera hagstætt, lítið eitt lægra en í Glasgow, var okkur sagt. Auðvelt er að komast úr mið- borginni út á Metro Centre með strætisvögnum og 60 sinnum á dag eru lestarferðir þangað. 12 þúsund bílastæði eru svo handa þeim sem koma akandi og fyrir þau þarf ekki að greiða. Á síðasta ári komu hingað 2.5 milljónir manna til að verzla, enda búa 2 milljónir manna í hálftíma aksturs fjarlægð eða minna. Til Newc- astle gengur bílfeija frá Bergen í Noregi og þaðan komu á sl. ári 100 þúsund manns; einnig 10 þúsund rútubílar víðsvegar að. Af þessu mætti ráða, að biðrað- ir og þrengsli séu í Metro Centre, en því er víðs fjarri. Starfsfólkið er um 6 þúsund og búðirnar eru opnar daglega til kl. 20 og til kl. 19 á laugardögum. Barnagæzla er á staðnum og ýmislegt hægt að gera annað en að verzla. Til dæmis eru þar 50 veitingastaðir af öllum hugsanleg- um tegundum, en þar er líka hægt að grípa í bowling og velja um 10 kvikmyndasali. Metro Cen- tre er talinn mjög öruggur stað-' ur; þar eru sjónvarpstökuvélar. víðsvegar, svo hægt er að fylgjast með öllu o g þar að auki góð örygg- isgæzla. Eldon Square í miðri miðborg Newcastle er verzlunarmiðstöðin Eldon Square, sem er svo stór, að þar er að finna stærsta verzlanasvæði í borg á Bretlandseyjum, þegar London er frátalin - og verðlagið er hag- stætt. Þar eru 180 búðir á tveim- ur hæðum, en þar að auki er inn- angengt í margar stórverzlanir svo sem C&A. í raun og veru eru þetta yfirbyggðar göngugötur, víða með glerþaki, og fyrirmyndir að Kringlunni hjá okkur munu hafa verið sóttar hingað að ein- hveiju leyti. Vel er séð fyrir því að tengja Eldon Square samgöngum. Stræt- isvagnar ganga gegnum kjallar- ann og stoppa þar, en bílum er hægt að koma fyrir í tveimur bíla- geymsluhúsum og auk þess eru bílastæði á þökum. Reynt er að halda æskilegu jafnvægi í vöru- framboði; til dæmis er leigt ákveðnum fjölda af skóbúðum eða tízkuverzlunum og sá fjöldi er ekki látinn breytast. Daglega er opið í Eldon Centre frá 9-17.30, en til kl. 18 á laugardögum. Lýkur þar að segja frá verzlun- arborginni Newcastle upon Tyne. Líklega mundi Einar Benedikts- son ekki yrkja um Tínarsmiðjur, væri hann þar á ferðinni núna. En stórbrotinn glæsileiki höfðaði til þessa heimsmanns, sem Einar var og kannski fengi hann ekki síður innblástur á Eldon Square og í Metro Centre. Hvernig er svo hægt að komast til Newcastle? Til þess eru ýmsar leiðir og má benda á, að Flugleið- ir fljúga daglega til London og þaðan eru tíðar lestarferðir. Flog- ið er tvisvar í viku til Glasgow og þaðan eru lestarferðir einnig, sem taka skemmri tíma. Síðla þessa mánaðar hefjast svo á veg- um Ferðaskrifstofunnar Alís í Hafnarfirði flugferðir beint til Newcastle tvisvar í viku. Annars- vegar verða fjögurra daga ferðir og hinsvegar fímm daga. Gísli Sigurðsson f 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.