Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Page 5
MYNDSKREYTT sendibréf sendi Jóhannes Kjarval Þuru í þakklætisskyni fyrir sauð- skinnsskóna sem hún gaf honum. Bréfið er dagsett 29. apríl 1951 og lokaorðin eru þessi: Með þökk fyrir gjöfina ásamt tiltrú um lestur þessa skrifs mjer í vil sem gæti verið afsökun til þín. Til listakonunnar Þuru Árnadóttur í Garði. ÞURA í Garði á yngri árum sínum. er ekki um að villast að hún var hlynnt jafn- rétti kynjanna og henti gaman að hefðbundn- um kynhlutverkum. í kveðskap sínum gerði hún gys að hjónabandinu og sömuleiðis að sjálfri sér: Svona er að vera úr stáli og steini, striðin, köld og Ijót; aldrei hef ég yljað sveini inn að hjartarót. JÓHANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR OG ÞAÐ VARÐ LJÓS Mig hefur aldrei um það dreymt, sem eykst við sambúð nána. Þú hefur alveg, guð minn, gleymt að gefa mér ástarþrána. Hafnaði Þura ástinni? Eða hafnaði ástin henni? Flestar vísur hennar sem fjalla um ást og hjónaband eru í gamantón, eða jafn- vel kaldhæðni. En ekki allar. Stundum kveð- ur við alvarlegan tón: Ekki fór ég alls á mis; þú yljaðir mínu hjarta: Man ég enn þin brúnablys björtu og hárið svarta. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Att hef ég sælust augnablik í örmunum sterku þínum. Hver var innblástur þessara fallegu erinda ef ekki ástin sjálf? Maður skyldi aldrei trúa því sem fólk segir um aðra. Nú er leiði hennar gleymt og gróið og spor hennar og verk hvergi sýnileg, þrátt fyrir látlaust strit og baráttu um marga ára- tugi. Saga hennar er ef til vill ekki merkileg, og sumir munu ekki telja ómaksvert að skrá hana. En þó er hún saga heillar kynslóðar, ótal kvenna um land allt og lönd öll, sem hafa lifað við sömu kjör: Mikla vinnu - lítil laun og enga hvíld, fyrr en i sinni dimmu gröf. Uppskeran? - Hinum megin? - spyr Þura í grein um kjör fátækrar alþýðukonu, en hún hafði ríka samúð með smælingjum og fátæklingum landsins. Það er allt að því að votti fyrir beiskju í orðum hennar, sem virðist í fljótu bragði ólíkt flestu sem hún skrifaði. En það var af hluttekningu með öðrum, ekki af sjálfsvorkunn. Samhygð með örlögum annarra sést víðar í verkum henn- ar, til dæmis í ljóðinu „í Skálholtskirkju- garði“: Gangið þið hljótt um garðinn til grunna er hrunin borg hér hvílir með kramið hjarta kona sem dó úr sorg. Yfir örlögum hennar ískaldur snærinn grætur í grænum sumar sverði sóleyjar festa rætur. Þura unni náttúrunni og langaði til að prýða landið tijám og blómum. Hún vann mörg ár við garðyrkju, eins og áður segir. Auk þess reyndi hún eftir mætti að rækta matjurtir, blóm og tré heima í Garði, þótt þess sjáist lítil merki í dag. Það er fremur að ummerki verka hennar sjáist í Höfða og ef til vill á Skútustöðum. Hún skynjaði náttúr- una á skáldlegan hátt, ekki af nytjahyggju eins og sumu sveitafólki hættir til. Ast henn- ar á náttúrunni og fegurð hennar kemur víða fram í verkum hennar, til dæmis í ljóðum sem ort voru í hughrifum líðandi stundar á ferðalögum um náttúruperlur landsins: Hefurðu í Hólmatungum hlustað á lækjarnið. Þar blágresi í bjarka skjóli brosir við lyngsins hlið. Sástu sólskríkjuhjónin, syngjandi um greinarnar, kvæði um allan þann unað, sem auganu mætti þar. Fannstu víðinn væna, vefjast að fótum þér, sem vild’ann þig velkominn bjóða og vera um eilífð hjá sér. Það sem ég hef tínt til hér úr fórum Þuru sýnir að hún átti sér ýmsar hliðar í skáld- skapnum, þótt oftar en ekki bregði hún glens- inu fyrir sig. Létt lund og kímnigáfa eru náðargjafir. Þegar móðir nn'n minntist Þuru sagði hún mér oft hvernig Þura liefði komið upp götuna að húsinu smáhlæjandi með sjálfri sér yfir einhveiju skemmtilegu sem henni hafði dottið í hug á leiðinni og ætlaði að deila með heimilisfólkinu. Eg sé hana líka fyrir mér gangandi heim götuna, ég veit ekki hvort hún brosir - en ég hleyp á móti lienni og tek í hönd hennar. Það er hlýtt og gott lófatak. Hvort hún var við karlmann kennd skiptir ekki máli, það kemur engum við. Gamansemin og réttlætiskenndin í skrif- um hennar stendur sterkast eftir. Höfundurinn er frá Garði í Mývatnssveit. Stjarnan í augum mínum hefur loks farið að skína. Hún hvíldi sig um stund, mátti ekki vera að því að virka Furðulegur þessi eiginleiki að geta glaðst yfir gefnum hlut, yfir því sem ekki varð þótt hjartað kallaði og þráði. Ég er komin til að vera, komin til að gera upp gamlar skuldir. Ég er stjarnan sem brotlenti og loks nú finn mig í því. GUÐMUNDUR S. SÆVARSSON HRINGUR ÁSTARINNAR Með glitrandi augun og geislandi brosið starir hún á hann, hugsandi, „En sú ást.“ Laufin falla og dimmar vetrarnæturnar bjóða fram ískalda arma sína. Með fagureygðan glampa brosir hún hugsandi til hans, „Hann elskar mig. “ Grasið sprettur fram fagur- grænt, með fegurð kvöldsólarinnar. Bjartar nætur leiða unga elskendur heim á leið. Með glitrandi augun og dræmnu brosi starir hún á hann, hugsandi, „Elskar hann mig?“ Arstíðir koma og fara, hver með sinni einstöku fegurð. Árin líða eins og árstíðirnar breytast. Með brostin augu og rúnað andlit starir hún hugsandi, „Hann elskar mig ekki. “ Lúnar hendur haldast saman, samanofnar í gegnum árin. Með þokukenndu augnaráðinu og lúnu brosi lítur hún dreymandi til hans, „En sú ást.“ Höfundurinn býr í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 2. NÓVEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.