Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Page 6
Morgunblaðið/Golli
ER hugsanlega hægt að innræta þessu fólki hlýðni, aga og virðingu? Dropi (Kjartan Guðjónsson), Lævfs (Halldóra Geirharðsdóttir), Belgur (Eggert Þorleifsson) og Bóla (Helga
Braga Jónsdóttir) hlýða á boðskap meistara sfns, prófessors Blettaskarps, í kennslustund f Trúðaskólanum.
EÐU
TRÚÐSINS
I Trúóaskóla Þjóóverjans Friedrichs Karls Wae-
chters, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á
Stóra sviói Borgarleikhússins í dag, reynir prófess-
or Blettaskarpur aó innræta nemendum sínum
hlýóni, aga og viróingu. Eftir aó hafa fylgst meó
kennslustund í skóla þessum er QRRI PÁLL ORMARS-
SON hins vegar sannfæróur um aó þessi hugtök
stríói gegn eóli trúósins.
IÐ viljið vel. Mér er skapi næst
að viðurkenna það. Það er bara
þessi óskipulegi óskapnaður
skapgerðar ykkar, sem skapar
hinn óskilgetna óvin hið innra
með ykkur. Nú, við megum
allir til að beijast gegn óvinum
okkar. Heyja styijöld við þá.
Ég krefst þess af ykkur, að frá og með þess-
ari stundu segið þið veikleika ykkar stríð á
hendur."
Svo mælir skólameistari Trúðaskólans, pró-
fessor Blettaskarpur, þegar ærslin í nemendum
hans, Bólu, Dropa, Belg og Lævísum, keyra
um þverbak. Framkoman er óþolandi og pró-
fessorinn er knúinn til að lesa skjólstæðingum
sínum lexíuna: „Ég skal segja ykkur um hvað
kennsla snýst - hún snýst um hörku! Seiglu!
Allt samkvæmt bókstafnum! Framkoma og fas!
Virðing! Hlýðni! Háttpiýði! Háleit markmið!
Mannasiðir! Og umfram allt strangur aaaaaagi!"
Því næst flettir hann upp í stóru bókinni sinni,
þar sem margvísleg umfjöllunarefni er að finna.
Dæmi: „Hjáip! Það er kviknað í flugvéiinni
minni. Þrír menn sitja við tjöm og veiða. Flug-
vél þýtur yfir himininn. Það er kviknað í henni.
Fiugmaðurinn æpir hjálp! Og hann spennir á
sig fallhlífina og skýtur sér út í himingeiminn.
Hann lendir í miðri tjörninni. Skvampið fælir
frá alla fiskana og flugmaðurinn skammast sín
mjög fyrir að hafa spillt veiðigleði fiskveiði-
mannanna. Bóla, Dropi og Lævís eru fiskveiði-
mennimir þrír. Belgur er flugmaðurinn. Leik-
ið..."
Þannig gengur lífíð fyrir sig í Trúðaskólanum
sem íjóðveijinn Friedrich Karl Waechter hefur
skapað og Leikfélag Reykjavíkur tekið upp á
sína arma í útfærslu Englendingsins Kens
Campbells. Verður frumsýningin á Stóra sviði
Borgarleikhússins í dag kl. 14.
Drepfyndió handrif
„Trúðaskólinn höfðaði strax til mín enda er
handritið drepfyndið við fyrsta lestur,“ segir
Gísli Rúnar Jónsson leikstjóri, sem jafnframt
hefur þýtt útfærslu Kens Campbells á verkinu.
„Trúðaskólinn er sannkölluð stflveisla en höf-
undurinn blandar ótrúlegustu hiutum saman,
nægir þar að nefna absúrdisma, líkamlegan
gamanleik, ballet, tónlist, harm, gleði - ogjafn-
vel ást.“
Að mati leikstjórans virðist Trúðaskólinn vera
unninn í leiksmiðju - leikaramir hafí lagt sitt
af mörkum þótt Waechter sé skráður höfundur.
„Engu að síður er óvenju mikið um leiðbeining-
ar í handritinu - höfundurinn vill augljóslega
leggja þeim sem setja verkið upp línumar. En
þar sem um spunaverk virðist vera að ræða
höfum við látið línur höfundar og leiðbeiningar
í handriti örva ímyndunarafl leikhópsins enda
TRÚÐSNEMARNIR eru prófessor Blettaskarpi (Bessa Bjarnasyni) óþægur Ijár í þúfu.
ákaflega fijótt og hugmyndaríkt fólk á ferð,“
bætir hann við en leikhópinn skipa Bessi Bjama-
son, sem leikur prófessor Blettaskarp, og Egg-
ert Þorleifsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helga
Braga Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson, sem
leika nemenduma ljóra.
Fýrir vikið segir Gísli Rúnar að í sýningu LR
á Trúðaskólanum felist að mörgu leyti endur-
sköpun, þótt ekkert sé leikhópnum fjær en að
eigna sér heiðurinn af verki höfundar. „Sýning-
in er eftir sem áður byggð á afar klókindalega
skrifuðu og útfærðu leikriti, þótt það breytist
nokkuð í meðförum okkar. Við reynum til dæm-
is ákaft að beita leikhúsgaldrinum sem greinir
kvikmyndimar og leikhúsið að.“
Friedrich Karl Waechter hefur fyrst og fremst
teiknað skopmyndir og teiknimyndasögur en
jafnframt skrifað fjölda bamaleikrita, bæði
frumsamin og upp úr ævintýrum, og árið 1983
hlaut hann Grimmsbræðra-verðlaunin fyrir sag-
nagleði sína.
Ken Campbell, sem hefur starfað sem leik-
ari, leikstjóri og höfundur við hin ýmsu leikhús
á Englandi, þýddi og gerði eigin útgáfu af
Trúðaskólanum sem leikin hefur verið um heim
allan. Þá samdi hann leikritið Trúðar í skóla-
ferð, sem fjallar um sömu persónur, sem Wae-
chter þýddi á þýsku og hefur sömuleiðis verið
leikið um víða veröld.
En hvaðan em prófessor Blettaskarpur,
Belgur og allir hinir sprottnir? „Trúðar hafa
verið til í öllum mögulegum myndum frá tím-
um Rómveija, þegar leikarar, og ekki síður
höfundar, urðu að geta „skroppið ofan í
skúffu" til að sækja ýmsa hraðsoðna karakt-
era með litlum fyrirvara. Síðan þekkjum við
auðvitað öll hinn dæmigerða sirkustrúð. Að
mínu mati fara trúðamir í Trúðaskólanum bil
beggja enda sækja þeir í smiðju víða,“ segir
Gísli Rúnar.
Þótt Trúðaskólinn hafí ýmis skilaboð að
geyma kveðst Gísli Rúnar öðm fremur líta á
hann sem „Skemmtun - með stóru essi“ -
ekki einungis fyrir börn heldur líka fullorðna.
Ætlast er til þess að áhorfendur taki á köflum
virkan þátt í sýningunni og meðal annars fá
þeir úthlutað sérstökum prófhöttum til að
hjálpa trúðsnemunum að blekkja hinn gler-
augnalausa prófessor Blettaskarp á lokapróf-
inu. Jafnframt vonast Gísli Rúnar til að sýn-
ingin hvetji bömin til að nota hugmyndaflug-
ið, lfkt og nemendurnir gera þegar þeir búa
til heilu ævintýrin úr litlu sem engu.
„Trúðaskólinn er mjög sérstakt verk, ekki
endilega betra eða verra en önnur leikrit sem
skrifuð hafa verið fyrir börn - einungis öðru-
vísi. Persónumar em líka ákaflega skýrar,
einlægar og opinskáar og eiga vonandi með
tímanum eftir að verða heimilisvinir okkar
Íslendinga - eins og Lína Langsokkur og
ræningjamir í Kardemommubænum."
Leikmyndin í Trúðaskólanum er eftir Stein-
þór Sigurðsson, Helga Rún Pálsdóttir á heiður-
inn af búningum og lýsingu annast Láms
Bjömsson, leikhljóð em úr smiðju Baldurs
Más Amgrímssonar og Vilhjálmur Guðjónsson
útsetti tónlistina í sýningunni.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996