Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Page 9
sjálf að Þjóðverjum hefði, þrátt fyrir góða viðleitni! - reynst erfitt að bæta við ljótari þáttum en þeim sem arabískir, portúgalskir, breskir, belgískir o. fl. evrópskir þrælasalar og yfirgangsseggir höfðu þegar snúið í sögu- þræði hins myrka meginlands. Átök Þjóð- veija við hina harðvítugu Heroa voru sannar- lega hroðaleg og Sanir voru auðvitað réttdræpir í þeirra augum eins og flestra nýlenduherra syðra. Hinu verður þó ekki mótmælt að Þjóðveijar reyndust, ekki síður í Afríku en annarsstaðar, framtakssamir og góðir skipuleggendur í verk- og efnahagsleg- um efnum og má enn sjá mörg dæmi þess í Namibíu, t.a.m. í byggingaframkvæmdum, skóla- og samgöngui.nálum. Bretar lögðu þýsku Vestur-Afríku ekki beint undir stjórnina í London, heldur létu Þjóðabandalagið sáluga afhenda breska sam- bandsríki Suður-Afríku - þá orðið nær sjálf- stætt samveldisríki (dominion) - umboð til að stjórna því. Nýlenda þessi var því orðin nýlenda breskar nýlendu. Geta má nærri að þýsku nýlendubúarnir voru ekki mjög sáttir við þessa skipan, en meir en helmingur þeirra kaus þó að vera um kyrrt. Fyrir innfædda Afríkubúa breytti litlu hvort nýlendukúgun- inni var stjórnað frá Pretoríu eða Berlín og stjómarherrar Suður-Afríku reyndust síst eftirbátar Þjóðveija í hörku og hrottaskap gagnvart frumbyggjunum. Miklum hluta ræktanlegs og nýtanlegs beitilands var út- hlutað hvítum bændum og Búar frá Suður- Afríku hófu að setjast að og hefja stórbú- skap í „verndarríkinu“. Um aldamótin höfðu fundist gimsteinanámur norðan Oraníufljóts sem aðskildi nýlendu Þjóðveija frá Höfða- landinu. Þær reyndust auðugri en nokkurn óraði fyrir og voru reknar af þýsku demanta- námufélagi, en þegar Bretar náðu tökunum komust þær í hendur hins geysivolduga De Beers auðfélags, sem Cecil Rhodes kom á fót í Höfðalandinu, og eru ennþá undir stjóm þess. Gimsteinar úr þessum námum eru enn helstu útflutningverðmæti Namibíu. Suðurafríkusambandið fékk eftir síðari heimsstyijöld framlengt stjórnarumboði sínu yfir hinni þýsku nýlendu, en Sþ reyndust breska samveldisríkinu ekki alveg jafnleiði- tamar og Þjóðabandalagið hafði verið. heldur reyndu að fylgja eftir mannréttindaákvæðum og þeim skilyrðum sem sett höfðu verið fyr- ir umboðinu. Sýnt var að stjórn hins hvíta minnihluta í Suður-Afríku stefndi að varan- legum yfirráðum og eftir að Þjóðemisflokkur Búa náði völdum 1948 fór ríkisstjórnin að beita sömu aðferðum við kúgun þeldökkra í verndarríkinu og heima fyrir. Þeldökkir íbúar voru sviptir eignarrétti, en hvítir bændur hvattir til að setjast þar að og úthlutað land- svæðum af mikilli gjafmildi. Meðalstærð landareigna hvítra bænda var um 150 km2. Aðskilnaðarlögin (apartheid) voru innleidd og stjórn Malans og arftaka hans þráaðist við öllum kröfum Sþ um að virða réttindi frumbyggjanna. Blóðug og grimmileg barótta En nú var risin hreyfing meðal þeldökkra manna í Afríku sem lítt varð stöðvuð. Inn- fæddir höfðu eignast leiðtogaefni, sem höfðu komist til mennta og öðlast þekkingu, sem gerði þá að nýtum foringjum í baráttu fyrir þeim mannréttindum kynbræðra sinna, sem vestræn menningarríki telja grundvöll sið- menningar - a.m.k. í eigin ríkjum. Öllum er kunnugt að nýlenduveldin neydd- ust hvert af öðru til þess að sleppa tökunum á fornum yfirráðasvæðum og nýlendustefna Vesturlanda í sinni upphaflegu mynd dó drottni sínum á síðari hluta þessarar aldar. Barátta þeldökkra íbúa gömlu þýsku Vestur- Afríku fyrir frelsi stóð einna lengst, eða í meira en hálfa öld, og var bæði blóðug og grimmileg. Enginn kostur er hér að rekja sögu hennar nema í grófustu dráttum enda yrði það, og er reyndar orðið, fræðimönnum efni í þykkar bækur. Inn í hana ófust stór- pólitísk átök kalda stríðs risavelda Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna sálugu, - jafnvel Kína, og blönduðust í þeim átökum margvíslega við pólitísk hagsmunasamtök Afríkumanna sjáifra. Suður-Afríkusambandið reyndi hvað það gat til þess að halda yfirráðum sínum áfram og skirrðist einskis við að beita hervaldi, hermdarverkum og hrottaskap. Þeldökkir íbúarnir gripu til skæru'nernaðar og leituðu sér stuðnings meðal Sþ, fijálslyndra manna á Vesturlöndum og byltingarsinnaðra marx- ista eftir því sem vindar blésu. Sterkustu samtök þeirra SWAPO hófu vopnaða baráttu 1966 og alþýðufrelsisherinn PLAN reyndist hættulegt vopn. Sþ sviptu Suður-Afríkusam- bandið umboðinu til stjómar landsins 1969, en sambandið hunsaði bæði ályktun Sþ og úrskurð Alþjóðadómstólsins og herti tökin í landinu. Þegar nýlendustjórn Portúgala hrundi í HEIMILI í útjaðri Swakopmund. Ekki hafa allir orðið rfkir á því að flytja á mölina. Hér er fólk sem hefur búið um sig á öskuhaugum bæjarins. HEREROKONUR í búningi sem þær hafa tekið upp eftir trúboðunum fyrir sfðustu alda- mót og er orðinn þjóðbúningur núna. Flestar þeirra bera hann jafnt hvunndags sem á tillidögum. Því fleiri millipils og stærri skuplur, því fínni eru þær. ÚLFALDAR voru fluttir suður til Namibíu sem samgöngutæki en eru núna hafðir til að skemmta ferðamönnum. Greinarhöf- undurinn hefur það helst á tilfinningunni að þessi úlfaldi hlægi að tilburðum okkar við að klöngrast á bak. nágrannaríkinu Angóla 1974-75, vænkaðist hagur skæruliðasamtaka sem gátu nú leitað hælis hjá vinveittum aðilum í nágrannaríki í norðri. Um leið fóru Sovétríkin að fiska í hinum pólitíska polli Afríku og beittu fyrir sig „sjálfboðaliðum" Castrós frá Kúbu. Suð- ur-Áfríkusambandið svaraði þessu með því að ráðast oftsinnis inn í suðurhéruð Angólu og viðurkenndu t.d. 1983 að hafa ráðist um 200 km inn í landið. En þrátt fyrir margyfirlýsta sigra heija Suður-Afríku á vígvelli og í „kosningum" óx andspyrnuhreyfingunni sífellt ásmegin og þegar leið að lokum 9. áratugarins var sýnt að aðeins væri tímaspursmál hvenær yfir- gangur hvíta minnihlutans yrði að láta undan síga í Suður-Afríkusambandinu sjálfu og þá jafnframt í verndarríkinu í norðri. Á Moskvu- fundi Gorbachevs og Reagans 1988 var ákveðið að stórveldin beittu sér fyrir vopna- hléi í þessu stríðsþjáða landi. Suður-Afríka skyldi kalla her sinn burt frá Angóla og Namibíu og „sjálfboðasveitir“ Castrós hverfa burtu. í framhaldi af þessu var stofnað til stjórnlagaþings í Namibíu haustið 1989 og allheijar sakaruppgjöf veitt þátttakendum stríðandi fylkinga. Namibía- yngsta sjálfstseóa lýóveldi Afriku Samtök byltingarmanna fengu sigur í kosningum til stjórnlagaþingsins en ekki nógu sterkan meirihluta atkvæða (57%) til þess að geta samið stjórnarskrá að eigin geðþótta. En stjórnlagaþingið einkenndist samt af samkomulagsviðleitni og sáttfýsi um að koma á lýðræði og lýðveldisstjórn, fram- kvæmdavaldið var falið þjóðkjörnum forseta, kosnum til 5 ára og má endurkjósa hann einu sinni. Þessi stjórnarskrá gekk í gildi 20. mars 1990 við mikil fagnaðarlæti. Yngsta sjálf- stæða lýðveldi Afríku skyldi (samkvæmt sam- þykkt allsheijarþings Sþ frá 1968) heita Namibía og fyrsti forseti þess var kjörinn Sam Nujoma sem hafði verið einn ötulasti foringi SWAPO-hreyfingarinnar. Þau sex ár sem liðin eru hafa einkennst af friði og allmik- illi uppbyggingu atvinnulífsins þrátt fyrir mikla erfiðleika og fátækt. Að þessu leyti hefur Namibía skorið sig úr flokki flestra annarra Afríkulýðvelda sem hafa of oft, því miður, einkennst af gegndarlausri spillingu, kynþáttahatri og hryllilegum styijöldum, jafnvel útrýmingartilraunum á heilum þjóð- flokkum og er óskandi að Namibíumenn losni um alla framtíð við það hlutskipti. íbúar Namibíu árið 1990 töldust um 1,8 milljónir, þar af 86% þeldökk, 8% hvít en hinir kynblendingar. Meðalaldur karla er 57 ár, kvenna 62. Læsi þeldökkra er 16%. Stærð Namibíu er um 1,2 miljón km2 eða nálægt tíföld stærð íslands. Landið er því stijálbýlt, tæplega 2 íb. p. km2 og skiptist í 26 umdæmi, höfuðborgin Windhoek er stað- sett í miðju landinu og liggur vel við sam- göngum í allar áttir. íbúatala er um 114.000. Um 40% ríkistekna koma enn af náma- vinnslu, mynt er nú Namibíudollari nl. 17 ísl. kr. pr dollari. Landslag, veóurfar Eins og getið var hér að framan er Namib- ía ekkert gósenland frá náttúnmnar hendi. Öll strandlengja Atlantshafsins er nær sam- felld eyðimörk og nær sandhafið langt inn í landið. Engir stórir fírðir eða flóar ganga inn í landið og hafnir því fáar. Bestu hafnarskil- yrði eru við Walvisflóa, alllangt sunnar er Luderitz, útgerðabær þar sem talsvert af íslendingum starfar nú við fískveiðar og út- gerð. Namib-eyðimörk liggur meðfram mest- allri vesturströndinni og hækkar landið fljótt til austurs og Afríkuhásléttan tekur við. Þar skiptast á fjalllendi og þurrar sléttur. Kala- hari-eyðimörkin teygir sig inn í miðbik lands- ins austanvert. Kaldur austurstraumur Suð- ur-Atlantshafs streymir norður með Afríku- strönd vestanverðri og samspil strauma og vinda valda því að árleg úrkoma á þessu svæði er mjög lítil. Hér eru sömu veðurskil- yrði og þau sem skapa eyðimerkursvæði Vestur-Ástralíu og auðnir í Suður-Ameríku. Besta gróðurlendið er hálendissvæðið austur og norður af Sambieyðimörk því það svæði nýtur talsverðrar úrkomu um sumartímann. Hásléttan er hér frá um það bil 900 m - nærri 2.000 m.y.s og skiptast þar á fjöll og dalir. Til suðurs eru allgóð beitilönd, enda mikil kvikfjárrækt þar, en er norðar dregur eru ræktanleg akurlendi í dölunum. Þarna er mikið um villt dýralíf og land víða ósnortið. Fiskimió veslan Nástranda Mitt starf þama syðra var að vera stýri- maður á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands á rannsóknarskipi sem gert var út af namibíska ríkinu og var eg samningsbund- in í sjö mánuði. íslendingar hafa verið yfír- menn á rannsóknarskipi í eigu Namibíu und- anfarin sex ár. Ætlunin er svo að Namibíu- menn taki við þessum störfum þegar þeir hafa öðlast reynslu og kunnáttu til. Við fjöl- skyldan settumst að í Svakomund og eg hóf starfið í byijun febrúar 1995. Rannsóknar- skipið var nýtt, heitir Welwitchia, tæpl. 500 tn. smíðað í Japan og gáfu Japanir Namibíu- ríki það 1994. Mörgu var þó áfátt í búnaði þessa skips. Siglinga- og rannsóknartæki voru góð en skipulagningu við uppsetningu þeirra mjög áfátt. V ar engu líkara en Japanir hefðu hann- að þetta skip til hafrannsókna - bundið við bryggju! Mælingatækjum var t.a.m. komið þannig fyrir að þau hættu að virka væri veltingur og öldugangur, öryggisútbúnaði ýmist illa fyrir komið eða hann vantaði. Ör- yggisgirðing þilfars náði t.d. meðalmanni í mitt læri, m.ö.o. kjörin hæð til þess að steypa óvönum mönnum, eins og vísindamönnum og byijendum í sjósókn, fyrir borð við vinnu á þilfari í veltingi. íslendingar þarna suður frá voru búnir að gera töluverðar endurbæt- ur á skipinu en skortur á margvíslegum út- búnaði, bæði veiðarfærum og öðru, var til mikillar tafar við öll störf, viðhaldsprógram skips var ekkert og nýja, nauðsynlega hluti var ýmist illgerlegt eða mjög tímafrekt að fá, en það verður ekki rætt hér. Yfírmenn skipsins voru íslenskir: skip- stjóri, stýrimenn og vélstjórar, en áhöfnin var Namibíumenn af öllum kynþáttum, sum- ir framhaldskólanemendur, sem skyldu læra sjómennsku, komnir beint skólabekk, með það markmið í huga að verða yfirmenn, án þess að skilja eða vita að við sjómennskunám þarf að læra hlutverkin og venjast starfinu I réttri röð frá léttmatrós til yfírmanns; dug- ar því vart að koma með hvíta hanska og stúdentsprófskírteini upp á vasann og ætla sér að ná hæfnisprófi sem yfírmaður á skynd- inámskeiði! Margvislegar haf rannsóknir Rannsóknarverkefnin voru margvíslegar hafrannsóknir, athugun ástands sjávar, seltu, strauma, stærð fískistofna o.s.frv. Samskipti okkar íslendinga við afrísku áhöfnina voru yfirleitt góð og meðal þeirra voru mjög góð- ir sjómenn, vanir fiskimenn, en nemendurnir, sumir komnir beint af framhaldskólabekk, reyndust hinsvegar ekki nógu vel og gáfust ýmsir upp. Einn sagði við mig þegar ég var að hvetja hann til að halda áfram, að það væri allt í lagi að vera sjóveikur og kunna ekki neitt í samanburði við mig, útlending- inn, en það væri þama Owambo-kona háseti sem væri honum miklu færari og það væri meira en hann þyldi. Rannsóknarferðimar stóðu allt upp í 3 vik- ur í senn, farið var í túra ýmist norður með eða suður með ströndinni. Bergmálsdýptar- mælingar vom gerðar á stærðum fískitorfa, mæld sjávarselta, súrefnismagn og hitastig, en skipið var, sem fyrr segir, ekki nógu vel útbúið til að við gætum gert nákvæmar mæl- ingar ef eitthvað var að veðri. Auk þessara rannsókna var skipið á rannsóknarveiðum, bæði með troll og krabbagildrar. Ein helsta físktegundin þarna syðra er „pilcher" - sardínutegund sem er mikið brædd í mjöl, en einnig má breyta henni í lostæti með niðurlagningu (pickles) og nið- ursuðu. Pilcherveiðarnar era árstíðabundnar líkt og loðnu- og síldveiðar hér heima. Skeija- humar (Rock lobster) er önnur mjög eftirsótt tegund, sem veidd er þarna, - mest í gildr- ur, enda er hann á grannsævi, eða kafað er eftir honum. Það er ansi kaldsamt starf því þrátt fyrir að hann sé á grynningum í heit- tempraða beltinu er sjórinn býsna kaldur á þessum slóðum. Það var heldur ekkert skemmtiverk að stjórna skipinu við rannsókn- ir á humrinum alveg upp í landsteinum á örfárra faðma dýpi upp í brimgarðinum á hafnlausum eyðilegum Náströndunum, þar sem gömul og ný skipsflök var hvarvetna að sjá. Þá var maður þakklátur fyrir nútíma- siglingatæki. Einu sinni sem oftar vildu fiski- fræðingarnir veiða pilcher mjög nærri landi á grynningum en ekkert veiðarfæri var til þess með nógu litla opnun nema flottroll! Það var ansi skondið að vera í senn með flottroll sem bæði dróst við botn og flaut í yfirborð- inu á mörgum belgjum - til að reyna lyfta því nægilega - og í einu halinu fylltist troll- ið af flatfiski, rækju, pilcher og - gijóti. Framleiðendum þessa veiðitækis hefði víst þótt undarlegt að sjá þessar aðfarir við notk- un þess. Niðurlag í næstu Lesbók. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.