Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 14
GUÐMUNDUR HERMANNSSON NÝR DAGUR Að vakna eftir gegnblautan gærdaginn var gleðilegt en vonum blandið. Fyrst kyssti sólin fjallatoppana. Síðan faðmaði hún allt landið. Höfundur er fyrrverandi yfirlögregluþjónn. SÖLVI JÓNSSON FEITI MAÐURINN Feiti maðurinn við hliðina á mér tekur tvö sæti í stól Hann ber bumbuna uppi á borði hún vellur út um allt þvílíkt hlass Ég hugsa með mér hefði Hitler notað hann þennan í sápur hefði hann fengið Geysi til að gjósa Feiti maðurinn stendur upp gólfið vaggar undir honum Feiti maðurinn tekur tvö skref áfram gólfið hristist og skelfur svo undir tekur í allri bygging- unni Feiti maðurinn hverfur skyndilega með braki og brestum niður í gegnum gólfið GRANNI MAÐURINN Granni maðurinn við hliðina á mér tekur hálft sæti í stól Hann lekur undir borðið tollir vart á stólnum algjört fis Ég hugsa með mér hefði Hitler notað hann þennan í sápur hefði það orðið léleg handsápa Granni maðurinn stendur upp gólfið bærist vart undir honum Granni maðurinn tekur tvö skref áfram gólfið gefur ekki hið minnsta eftir heyra mætti fiöður falla Granni maðurinn hverfur skyndilega með fissi þegar hann gufar upp Höfundurinn býr í Reykjavík. FAÐIRVORRAR DRAMATÍSKU LISTAR Fyrir 200 órum settu skólapiltar í Hólavallaskóla ó svió ieikverkió Slaóur og trúgirni, eóa Hrólf. Af því tilefni leiklesa Spaugstofumenn Hrólf í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á mánudagskvöid. ARNIMATTIAS- SON rekur sögu verksins og höfundar þess, Siguró- ar Péturssonar, skálds og sýslumanns, sem kallaóur hefur verió faóir vorrar dramatísku listar. ARGUR vill rekja upphaf leikritunar á Islandi til Norð- mannsins Ludvigs Holbergs (1684— 1754), sem gnæfir þar yfir samtíma- menn sína á íslandi svo og á öðrum Norðurlöndum. Holberg var kominn á miðjan aldur og hafði kynnst ýmsu er hann hóf að upplýsa og skemmta löndum sínum með gleðileikjum sínum og -kvæðum. Alls samdi hann 35 leiki og sá sem hér kemur við sögu, Jean de France, var fyrst leikinn í Kaupmannahöfn 1722 þegar Holberg var 38 ára gamall, og kom út á prenti 1723. Jean varð þegar vinsæll um öll Norður- lönd enda sáu menn aðra eins dára og þar er lýst, allt umhverfis, meðal annars hér á landi þar sem verkið varð fyrirmynd að fyrsta „alvöru“ leikriti sem samið var á íslandi, þótt eftirmyndin sé það frumleg og sjájfstæð að erfitt er að benda á bein áhrif. í Danmörku, þar sem Holberg dvaldi nánast alla ævi, glímdu menn við frönsk áhrif fyrst og fremst; það þótti fínt að sletta frönsku og apa eftir frönskum hirðsiðum. Rasmus Christian Rask sneri verki Hol- bergs á íslensku og kallaði hann Jóhannes von Háksen 1813-1815, er Rasmus Rask dvaldist hér í þeim tilgangi að kynna sér betur íslenska tungu, en ekki varð sú þýð- ing gefín út fyrr en 1934. Jón Helgason segir svo um bæjarbraginn þegar Rask kom hingað: „Þó að íslenzkir bæjarbúar væru mikill meiri hluti að höfðatölu, máttu Danir sín svo mikils í bænum, að hann mátti fremur heita danskur en íslenzkur. Ef eitthvað var skrásett um bæjarmálefni var það jafnan á dönsku, og menn gerðu sér far um að tala hálfdanskt hrognamál. Hver sem vildi heita maður með mönnum hengdi -sen aftan í nafn sitt eða sá sér fyrir dönsku heiti á annan hátt.“ í bréfi til Bjarna Thorsteinssonar segir Rask um kynni sín af menningu Reykvík- inga: „Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenskan bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar; jafn- vel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku.“ I Reykjavík var fátt til skemmtunar og bæjarbragur daufur. Menn þurftu því að sjá sér sjálfir fyrir afþreyingu, og mun Rask hafa átt þátt í að sjónleikjahald var tekið upp aftur, en það hafði þá legið niðri um nokkurt skeið. Svo segir hann frá í öðru bréfi til vinar síns Bjarna Thorsteins- sonar: „Af öðrum frjettum skrifa jeg þjer ein- asta þessar: Skömmu fyrir jólin ljek jeg magisters Stygotii persónu í Jakob von Thybo, í búningi sýslumanns Sigurðar Pjet- urssonar og þótti mönnum jeg ekki gera það svo fávíst.“ Jakob von Thyboe var örugglega leikinn a dönsku enda mátti heita að Reykjavík væri aldanskur bær á þessum tíma. Ekki er að efa að Rask og vini hans Árna hafi sárnað þessi skortur á íslenskum leikverkum og að Rask hafi þá tekið til við &t|jtjr&ar pcturöfottar eýfliimatine í JKjówr (ijltu Sgu i .t5uUbr!«gu fpflu frá 1789 til 1803- Atflor { l«p» 50 ÍT. ■ »,' .'i . .1M1..".'.'"". Jtíyrj«»ie 1844. á fofinaP €gil» !36rtffo»«r, *f fpnitiat* «S<lg« ’jttjnfrni. Titilsíða Ijóðmæla Sigurðar Péturssonar, einu útgáfunni sem til er, en leikritin voru gefin út í sama broti um svipað leyti. Að sögn Jóns Sigurðssonar moraði af villum i útgáfunni. Hrólfur og IMarfi hafa komið út sfðar, meðal annars í útgáfu Menningar- sjóðs 1950. þýðingu sína á Jean de France. Síðan er það haft eftir Páli Melsteð að Rask hafi leikið Dalstæd kaupmann í Narfa eftir Sigurð veturinn 1815—1816. Hefur hann þá séð hve Narfi var miklum mun frumlegra og staðbundnara verk en stæling hans á Jean de France og því aldrei lokið við þýðinguna, enda var þess varla þörf að bæta við ádeiluna hjá Sigurði í Narfa. Löng saga leikritunar Leikritun á íslandi á sér lengri sögu en margur ætlar. Elsta dæmi um leikrit ritað á íslandi er „Comædia samanskrifuð af Hrapna Flóka í miðju Ragna Rökkre á Deige einskis mánaðar“ sem síðar hlaut nafni Sperðill eftir aðalpersónu leiksins. Höfundur þess var séra Snorri Björnsson á Húsafelli (1710—1803). Sperðill varþó aldr- ei settur upp og er eingöngu til varðveittur í handriti í handritasafni Landsbókasafns- ins. Næsta tilraun til leikritunar á íslandi er stuttur einþáttungur eftir Geir Vídalín, bisk- up, vin Sigurðar eins og síðar verður getið. Verk Geirs hét Bjarglaunin, gleðispil í einum flokki, en gekk síðar undir nafninu Brandur. Einna helst virðist Geir hafa orð- ið fyrir áhrifum af Johannes Ewald, þótt einnig hafi Holberg, J.H. Wessel og P.A. Heiberg verið nefndir sem fyrirmyndir. Brandur var fyrst leikinn á Herranótt skóla- pilta í Reykjavík 1787—88. Það hlýtur að teljast fyrsta alíslenska leiksýningin á nú- tímavísu, þótt ekki jafnist hún á við verk Sigurðar Péturssonar, „föður vorrar drama- tísku listar“, sem Guðmundur Kamban nefndi svo. Siguróur Pétursson Sigurður Pétursson fæddist 1759 og „átti til auðugra að telja“, kominn af embættis- mönnum í báðar ættir. Faðir hans, Pétur Þorsteinsson, sýslumaður, tók hann með sér til Kaupmannahafnar 9 ára gamlan „þeim til lækninga" 1768. 1774 var Sigurður síð- an sendur utan í Hróarskelduskóla. Þar sat hann til 1779, er hann tók þaðan stúdents- próf, tvítugur að aldri. Við Hafnarháskóla fékk hann Garðsvist af því hann var íslend- ingur „en hafði þá að mestu gleymt móður- máli sínu“, eða svo segir Arni Helgason a.m.k. í ævisögu sinni. (Finnur Jónsson leið- ir hinsvegar að því rök að þetta sé mjög orðum aukið í Ársriti Hins íslenska fræðafé- lags 1927-28.) Nam Sigurður þar mál- fræði og sögu en síðan lög. Prófum lauk hann í heimspeki 1780, málfræði 1782 og lögfræði 1788, öllum með laudabili caract- ere. Ekki var hann þó allan þennan tíma í Höfn, því um vetrartíma var hann barna- kennari hjá Joakim Castienschiold hershöfð- ingja, föður þess Castienschiölds er síðar varð stiptamtmaður á íslandi 1810—1819. Um veru sína þar orti Sigurður: Nú er eg hólpinn, nú hef eg frið, nú er eg garpur mesti, aðalinn dingla eg aftan við einsog tagl á hesti. í Höfn kynntist Sigurður Geir Vídalín 1780, og tókst með þeim ævilöng vinátta. Einnig kynntist hann norska skáldinu Johan Herman Wessel (1742—1785). Þeim varð vel til vina og er sagt að Wessel hafi þótt einkar vænt um Sigurð og „lagt hendur í höfuð honum, einsog til að leggja yfir hann anda sinn“, að sögn Jóns Sigurðssonar. Sigurður tók Stellu-bálk Wessels og orti af rímur, til að hæða smekkleysur rímna- skálda á Islandi í kenningum og öðru; „hvorttveggja hefir þótt mæta vel ort“, skrifaði Jón Sigurðsson í Nýjum félagsritum og bætti við eftirfarandi mannlýsingu: „Sigurður Pétursson var einn af þeim skáldum, sem tók það sem næst honum lá; hann lifði til þess að lifa, og síðan að deyja einsog aðrir góðir menn; fara síðan í himna- ríki — ef svo vildi til takast! — Hann vildi hafa gaman af veröldinni, og horfa á leik hennar meðan hann mátti, og leggjast svo fyrir þegar hann „gat ekki lengur“.“ Aðrar lýsingar á Sigurði eru mjög á sömu lund, Espólín lýsti honum svo í árbókum sínum er hann segir frá því að Sigurður hafi látið af embætti: „Því at Sigurdr Pétrsson í Nesi var opt vanheill sagdr, ok hafdi eigi lengi mátt at- standa sýslurnar, enda verit lítt vid þat felldr, því hann var léttlátr, ok meir gefinn fyrir gaman enn standa fyrir vandfærni ok vítum, ok því var honum eigi við Ólaf stipt- amtmann, ok lét stundum fjúka í kveðlíng- um, ok vard þá enn vandstadnara.“ í Sýslumannsævum segir að Sigurður hafí verið „undarlegur, kómískur, satírískur í tali og skáldskap, þótti því nokkuð kersk- inn í tilsvörum sínum“. í íslenskum æviskrám Páls Eggerts Óla- sonar segir að Sigurður hafi verið: „ . . . lipur gáfumaður og vel að sér, skáld gott, fyndinn í tali, en nokkuð undarlegur.“ Sýslumaóur og lögreglustjóri Geir lauk prófi 1789 og hélt þá til ís- lands, en Sigurður ári síðar, er hann sá sér færi á að fá embætti nærri vini sínum og varð sýslumaður í Kjósarsýslu, síðan lög- reglustjóri í Reykjavík. Mjög átti hann þó erfitt með að gegna síðarnefnda starfinu vegna fótameins, en til marks um létta lund Sigurðar orti hann svo um fótamein sitt: „Þó að eg fótinn missi minn, / mín ei rjen- ar kæti, / hoppað get eg í himininn / haltur á öðrum fæti.“ Fótameinið varð þó til þess að hann neyddist til að láta af embætti 1803, en bjó upp frá því hjá Geir vini sínum sem þá var orðinn biskup það sem eftir var ævi hans, til 1823, og síðar hjá ekkju Geirs til 1827 er hann lést. Sigurður „var innfalla- skáld mikit, ok jafnan í Nesi, ok gjördi sér 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.