Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.11.1996, Blaðsíða 15
Sigurður Pétursson sýslumaður i Nesi, „léttlátr, ok meir gefinn fyrir gaman enn standa fyrir vandfærni ok vítum“. Leikendaskrá frumuppfærslu „Slaðurs og trúgirni" 5. desember 1796, en eins og sjá má lék Árni Helgason frú Sigriði. Hólavallaskóli um 1880. allt jafnlétt, átti hann hvorki konu né börn svo menn viti“, var grafskrift Espólíns í Árbókum hans. Slaöur og trúgirni Fyrsta leikrit Sigurðar heitir í handriti hans Slaður og trúgirni, comædia í 3ur flokkum. Fyrst var það prentað í sýnisbók Rasmusar Rask undir nafninu Auðunn lög- réttumaður 1819, en í útgáfu Árna Helga- sonar á verkum Sigurðar 1846 bar leikurinn heitið Hrólfur og hefur gengið undir því nafni síðan. Leikurinn var fyrst leikinn 1796 og leiðbeindi Sigurður leikendum sjálfur. Leikurinn hefst með því að Hrólfur kem- ur að norðan á heimili Auðuns lögréttu- manns og berst mikið á. Auðunn er einfeldn- ingur hinn mesti og trúir eins og nýju neti öllu sem Hrólfur lýgur að honum. Svo fer að hann kaupir af Hrólfi fyrir mikið fé alls kyns glingur og drasl, og lætur gæðing sinn fyrir afsláttarhross Hrólfs. Þegar þessi viðskipti eru um garð gengin hverfur þorp- arinn á brott og sést ekki síðan. Lýkur þannig fyrsta þætti. í öðrum þætti gerist það meðal annars að Auðuni líst svo vel á Hrólf að honum finnst hann fýsilegur sem tengdasonur, þvert ofan í vilja dóttur sinnar, Onnu, sem ann fátækum bóndasyni sem Andrés heitir. En allt fer vel að lokum, upp kemst um Hrólf og elskendurnir ná saman. Lárus Sigurbjörnsson hefur leitt að því rök að uppbygging leiksins bendi einmitt til þess að Sigurður hafi ekki haft neina erlenda fyrirmynd er hann reit leikinn, enda geti lesandi nánast fýlgst með því í eigin- handarhandriti Sigurðar hvernig leikritið verður til, þátt eftir þátt, fyrir eftirgangs- muni þeirra, sem leika áttu. Lárus rökstyð- ur þá skoðun sína að verkið hafi upphaflega ekki átt að verða lengra, „því að þar, sem Sigurður setur síðar þáttaskil, hefur hann upphaflega haft atriðaskiptingu, og endast honum aðeins efnin til loka annars þáttar, sem eru greinilega afmörkuð að þeirra tíðar hætti með því, að allir leikendur fara út.“ Narfi, eöur sá narraktugi biöill Næsti leikur Sigurðar heitir í eigin- handarafriti hans Narfi, eður sá narraktugi biðill, gleðispil í þremur flokkum. Ekki eru menn á eitt sáttir hvað varðar erlend áhrif í Narfa. Lárus Sigurbjörnsson telur það víst að leikurinn sé skrifaður undir áhrifum frá Holberg og svo er einnig með Steingrím J. Þorsteinsson, en Guðmundur Kamban er aftur á móti ekki sáttur við það. í eftirriti Jóns Péturssonar er leikurinn kallaður ís- lenski narrinn með dönsku ósniði og er þar vísað til „danska narrans með frönsku ósniði“, þ.e. Jean de France. Þar segir og að gleðispilið hafi verið „fyrsta sinni spilað í Reykjavíkurskóla þann 28da jan. 1799“. Ámi Helgason segir svo frá þessari framsýn- ingu í bréfi árið 1861: „Frá [Herranóttinni] segi eg eptir því, sem gekk til um árið 1798 [líklega misminni], því þá var eg Udenlandsminister [í Herra- nóttinni]. Sigurður gamli Pétursson skapaði allt þetta og samdi handa okkur þá komed- iu Narfa, er leikin var undir eins, í hvörri eg mátti agera Dalsted og fékk hrós hjá amtmanni Vibe, fyrir hvað vel mér hefði tekist, sagðist hafa hugsað, að Dalsted þessi væri gamli Jakobæus í Keflavík." í þessari tilvitnun sést greinilega að per- sónur leiksins vora sniðnar eftir mönnum sem vora þekktir meðal skólapilta og má þar nefna Dalsted kaupmann sem augljós- lega er sniðinn eftir kaupmanni úr Keflavík, og Narfa, sem virðist vera gerður að hluta úr feðgum sem skólapiltar þekktu vel til, þeim Jóni skjallara og Jóni sora syni hans. Jón skjallari fékk viðurnefni sitt „af því hann skramaði mikið um dugnað sinn og vitsmuni, og hrærði íslenzku og dönsku saman í tali sínu“. Jón sori var óvinsæll sökum þess að hann „lá í eyrunum“ á pró- rektor, og fór svo að hann var hýddur á Reykjavíkurtjörn með útbleyttri skjóðu, og lagði hann af komur sínar í skólann. Narfa svipar í mörgu til Hrólfs, leikurinn fer fram á heimili lögréttumanns, komu- maður lýgur á sig alls kyns ávirðingum og að lokum trúlofast bóndadóttirin fátækum dyggðamanni. Þessi sýning á Narfa var söguleg í fleiri en einum skilningi. Ekki einatt var þetta fyrsta „alvöru“ íslenska leikritið sem sett var á svið, heldur var þetta í síðasta sinn sem Herranótt var haldin í skólanum. Til siðs var að valinn var konungur Herranæt- ur og ráðherrar sem störfuðu með honum. Það kemur og fram að Árni Helgason var „Udenlandsminister“ þessa Herranótt, en ekki er þess getið hver var konungur. Kon- ungur tók þá upp nýmæli, sem skilja má á Árna Helgasyni að séu frá Sigurði komin. Árni segir svo frá: „[Hátíðin endaði] svo, að sá krýndi kóng- ur lagði niður völdin, þakkaði sínum Magn- ater sæmd þá, sem þeir hefðu gert sér með því að velja sig til kóngs, en sagðist nú ekki vilja vera meiri en þeir, heldur bara í samfélagi við þá, og eptir megni með þeim efla ríkisins heillir. Það hneixlaði að svona var að farið vissa menn héldu að hér stæði til revolution, eins og þá var á ferð í Paris.“ Þetta varð til þess að Geir biskup lagði bann við því að Herranótt yrði aftur haldin. í bréfí frá honum til Ólafs Stefánssonar stipt- amtmanns segir um þetta mál: „Að eg ekki til þessa hefi svarað yður Hávelborinheita eins ástúðlegu, sem ætíð mikilsmetandi tilskrifum, viðkomandi þeirri svokölluðu Herranótt í Reykjavíkurskóla, kemur bæði af því að eg hef ætlað mér að tala við yður um þá sök munnlega, en lítil ákoma á fæti hefir bannað mér í hér um viku að komast út af bænum, líka hitt að að eg hef ekki í höndum conseptið af því sem fram fór í skólanum ... hvort eg fyrir skemmstu fékk lánað. Eg hef lesið það ígegnum optar en einu sinni, og segi það satt, að eg hefi þar ekkert orð fundið, sigt- andi til að lasta monarchiska Regjering, eður til að uppvekja óleyfileg Friheds Princip- ia. Aungvu að síður hef eg hreint neitað þeim af piltunum, sem nú fyrir skemmstu báðu um mitt leyfi til nýs herranóttarhalds, að gefa mitt samþykki til þess, þar eg vildi að þeirra jafnvel saklausa gaman ekki gæti verið nokkram til hneixlis.“ Þrátt fyrir þetta bréf, sem dagsett er 25. nóvember 1799, er þó talið líklegt að Narfí hafí verið sýndur aftur þetta ár óg oft upp frá því. Herranótt var þó ekki endurreist fyrr en löngu síðar og þá í nokkuð breyttri mynd. Heimildir m.a.: Ársrit Hins íslenska fræðafélags í Kaup- mannahöfn, Kaupmannahöfn 1927-1928. Björn Magn--* usson Ólsen Minningarrit um Rasmus Kristján Rask, Reykjavík 1888. Blanda III, Reykjavík 1923. Guðmund- ur Kamban - Faðir vorrar dramatísku listar — Lesbók Morgunblaðsins 24. júní 1969. íslands Árbækr í sögu- formi af Jón Espólín, Kaupmannahöfn 1854. íslenskar æviskrár frá landnámsöld til ársloka 1940, tínt hefur saman Páll Eggert Ólason, Reykjavik 1951. J.H. Wess- els Samlede Digte — Kjebenhavn 1878. Klemens Jóns- son, Saga Reykjavikur, Reykjavík 1944. Lárus Sigur- bjömsson - Upphaf leiklistar í Reykjavík [ Þættir úr sögu Reykjavíkur — Reykjavík 1934. Lárus Sigur- bjömsson - Fyrstu leikritaskáld íslands — Leikhúsmál • 1960. Leikrit Sigurðar Péturssonar Hrólfur og Narfi — Leikritasafn Menningarsjóðs 1., Reykjavík 1950. Lud- vig Holberg - Jóhannes von Háksen, Rasmus Rask ís- lenskaði, Jón Helgason bjó til prentunar — Kaupmanna- höfn 1934. Ludvig Holberg - Jóhannes von Háksen, Rasmus Rask íslenskaði, Jón Helgason lauk þýðing.' - unni og bjó til prentunar — Reykjavík 1950. Ný félags- rit, sjöunda ár, Kaupmannahöfn 1848. Safn til sögu íslands og Sslenskra bókmennta að fomu og nýju, Kaup- mannahöfn og Reykjavik 1907-1915. Steingrímur J. Þorsteinsson - Upphaf leikritunar á íslandi — Reykja- vík 1943. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. NÓVEMBER 1996 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.