Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 6
RÖDD Lawrence Weiners er djúp
og einsog berst langt innan úr
þykku skegginu. Hann lítur á
það sem eina af skyldum sínum
sem listamanns, og þar með
opinberrar persónu, að spjalla
jafnt við listnema sem blaða-
menn, og hefur ánægju af því
að gefa ráð og velta hugmyndum fyrir sér.
Heiðblá augun eru kímin og hann vefur ramm-
ar sígarettur og reykir meðan við spjöllum; á
sama tíma er verið að leggja lokahönd á upp-
setningu á verki hans í sýníngarsalnum fyrir
innan þar sem við sitjum, verki um dagsljósið
sem á sér íslenskar rætur.
„Fyrsta hugmyndin sem ég fékk eftir að
mér var boðið að sýna hérna," segir Lawr-
ence, „var að draga línu í kringum rýmið og
efniviðurinn átti að vera úr því sem ég þekkti
um ísland, en það voru íslendingasögurnar. í
grundvallaratriðum er ég nefnilega efnis-
hyggjumaður og sögurnar eru efni sem má
nota sem hluti.
Eftir því sem ég hugsaði meira um það,
fannst mér að verkið yrði að tengjast landslag-
inu en ég var ekki nægilega fróður um það.
Ég hafði komið þrisvar eða fjórum sinnum til
landsins. Einu sinni kom ég yegna ve'rks sem
ég var að gera um birtu og var sýnt í Köln.
Ég hafði ekki samband við nokkurn mann
hér, ég steig bara út úr flugvélinni, gisti eina
nótt á hóteli, rakst inn á bar og skipti á kassa
af viskí við mann sem í staðinn flaug mér í
þyrlu á stað nálægt flugvellínum svo ég gæti
skoðað landið svolítið. Eg gerði það sem ég
þurfti að gera og fór síðan!
Ég var að hugsa um ljósið, sérstaklega það
í norðri, og upp í hugann kom silfurberg, en
það er einmitt kallað Iceland Spar á ensku.
Ég fór því og keypti slatta af kalkspati sem
er nokkurnvegin það sama en ekki raunveru-
\egt íslenskt silfurberg, það hefði verið of dýrt.
Ég byrjað að leika mér með það og komst að
nokkru skrýtnu; að með því einu að taka þetta
efni, hreinsa það og dreifa á jörðina, þá hefur
Ijósið sem skín í gegnum það breytt um lit
þegar það nær til jarðarinnar. Allt Ijós breytir
um lit þegar það fer gegnum kristalla. Ég bjó
því til þetta verk en mér finnst að Iistamenn
hafi því hlutverki að gegna að sýna öðru fólki
það einfalda samband sem þeir hafa við hluti.
Það hefur ekkert með hendur listamannsins
að gera, því þegar hann hefur gert eitthvað
geta aðrir gert það líka. Og með því einfald-
lega að dreifa silfurberginu á jörðina, getum
við búið til liti. Útgáfur annarra af verkinu
munu verða alveg jafngóðar.
Hlwlir sem enginn vill sjó
Sumir hafa ekki trú á því, en listamenn
hafa raunverulegt hlutverk í þessu samfélagi.
Og þegar þeir gera verk þá er það svipað og
þegar Einstein kom fram með afstæðiskenn-
inguna; eftir það gat hver sem er sannað hana.
Mér finnst þetta verk hérna vera spennandi
og það virðist vera spennandi hugmynd fyrir
ungt fólk sem ég hef hitt hérna að fara eitt-
hvert út á land og gera svona skúlptúr þar.
Þetta getur þannig hjálpað fólki viðað fínna
sinn eigin stað undir sólinni. Þegar list inniheld-
ur ekki myndhverfingu kemur fólk að henni
með sínar þarfír og finnur myndhverfingar í
henni. Það sama gerist þegar þú skoðar verk
eftir Mondrian; það inniheldur enga mynd-
hverfmgu en þú kemur með hana með þér og
það gerir verkið einhvers virði og þannig er
listin; hver einstaklingur kemur að henni með
þarfir sínar og langanir og getur notfært sér
þessa framleiðslu sem annar einstaklingur
hefur lagt fram."
- Þannig að hver sem er getur búið verkið
til? „Já. Og oft þegar fólk veit um hvaða efni
er að ræða, þá þarf það ekki einu sinni að
gera verkið. Það getur skilið hvernig það er,
séð það fyrir sér. Fólk hefur valið; það getur
notað listina á þann hátt sem hentar því best.
Málið er að gera list sem er ekki hægt að
nota gegn siðferðilegum gildum manns. Að
gera verk sem eru á engan hátt rasismi, sex-
ismi eða fasismi."
- Þú sagðir að listamaðurinn hefði hlutverki
að gegna í samfélaginu. „Það er alveg öruggt
og það eru tvær Ieiðir til að líta á það. Annars-
vegar er hægt að skoða það pólitískt hvað lista-
maðurinn gerir sem einstaklingur sem kýs að
verja tíma sínum í að skoða hluti og samband
hluta við fólk, fyrir annað fólk sem hefur ann-
að að gera og er ekki að hugsa um þetta.
Hitt sjónarhornið er mjög rómantískt. Þá
sjáum við að listamaðurinn fer í einhverskonar
ferð, uppgötvar eða tekur eftir einhverju - það
er oftast mjög smágert - og hefur fyrir því
að reyna að snúa aftur og segja öðru fólki frá
uppgötvuninni. Listamaðurinn sem fer inn í
vinnustofu sína og sá sem fer út á rnörkina;
allir eiga þetta sameiginlegt og hafa þetta í
sér. Þeir reyna að fínna svæði sem að ein-
hverju leyti hefur verið öðrum hulið eða virt
að vettugi. Og hluti af hlutverki listamannsins
er að halda áfram að sýna samfélaginu þetta,
eða þangað til samfélagið ákveður hvernig eigi
að iosna við þetta eða samþykkja það. Þetta
LAWRENCE Weiner í sýningarsalnum Önnur hæð.
Morgunblaóið/Einar Falur
LIST ER ÞESSI
ÓVISSITÍMI
Fyrir skömmu var opnuð
í sýningarsalnum Annarri
hæó vió Laugaveg sýn-
ing á verki eftir Lawrence
Weiner, bandarískan
listamann sem nefndur
hefur verið einn af upp-
hafsmönnum konsept-
listarinnar. EINAR
FALUR INGÓLFSSON
ræddi við Weiner sem
er kunnastur fyrir verk
sem byggja á texta.
er hlutverk listarinnar. Klassísk samræða við
samfélagið um hluti og fólk. Flestir listamenn
eyða ævinni í að sýna hluti sem enginn vill
sjá, en þeir verða samt að halda því áfram,
það er hluti af starfi þeirra."
THE LIGHT OF DAY MCSUÍSH
( SUCH AS IT IS ) & ICELAND SPAR (EIKNMUEI) 1 SILFBRIEIG
( AS CLOSE AS PURE ) TO FORM COLORS (SEMTIIAST) mnitiiLin (ATnmiiunu)
( ON THE SURFACE OF THE EARTH )
VERK Lawrence Weiners um dagsljósið eins og
þao birtist á booskorti frá sýningarsalnum.
Nýr himingeimur opnaéist
- En hefur hlutverk listamannsins ekki ver-
ið að breytast á síðustu áratugum? „Það er
reynt að breyta listamönnum í einhverskonar
þjóðardýrlinga, að flokka þá í einhverskonar
fótboltalandslið. En það þýðir ekki að maður
þurfi að taka þátt í því. Ég er 54 ára gamall
og hef alið upp barn með því að gera það sem
ég geri; ég kenni ekki, græði ekki peninga en
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996