Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Side 5
SAMANBURÐUR
á dönsku, sænsku og íslensku í lögbókartextum frá 13. öld
ÚRJÓSKU LÖGUM
sem staðfest voru 1241, elzta handritið er frá því um 1300.
[-]
Dræpæs man thorsdagh for noon. æth hwilk dagh for thorsdag. oc ær Iandz
thing a thæn næst lpghær dagh æftær. tha vghæ frændær at liwsæ a thæn
samæ thing. æn dræpæs man æftær noon a thorsdagh, tha mughæ the bithæ
til ant thing thær thæræ ær næst æftær.
[...]
Quænnæs bondæ sun i fælagh oc f0r siin kunæ in til siin fathær oc mothær.
oc wrthær hans kunæ gothz æi lauth i fælagh. oc döör han sithæn. hwat han
hafthæ b0rn æth æi. tha takær hun ækki meræ æn hun f0rthæ til fælagh. for
thy at hænnæ bondæ hafthæ æi lot. mæthæn hans fathær oc mothær lifthæ.
of han war ækki særlich sald i hand. æn hauær han b0rnæ with hænnæ. tha
wrthæ thæt mæth aldæ falhær oc aldæ mothær. oc standæ theræ arf æftær
thærn d0thæ.
[-.]
ÚR ELDRI VESTGOTALÖGUM
að líkindum ritað um 1220.
[...]
Dræpær maþar svænskan man æller smalænskæn, innæn konongsrikis man,
eigh væstgöskan, böte firi atta örtogher ok þrættan markær ok ænga
ætarbot. Niu markær a kononger af mandrapi ok sva allir mæn.
Dræpar kona man, þa skal mælæ a man þæn skyldæstæ. Han skal botum
varþæ ællær frid flyia.
Dræpar maþer danskan man ællæ noræn man, böte niu markum.
Dræpær maþer utlænskan man, eigh ma frid flyia or landi sinu oc i æt hans.
[-.]
ÚR GRÁGÁS
Þessi íslenski lögbókartexti er líklega frá því um miðja 13. öld.
[...]
Ef utlendir menn verða vegnir a landi her. danskir eða spnskir. eða norönir.
0r þeirra konunga veldi .iii. er vár tunga er. þar eigo frændr þeirra þær sakir
ef þeir ero ut her. En af öllum tungum avðrom eN af danskri tungo. þa a
engi maðr her vig sök at s0kia af frændsemis savkom. nema faðir eða sonr
eða bróþir. oc þviat eino þeir. ef þeir hölðo her aðr við kennz.
[•••]
Ef maðr vill fara af lande a brot. þa scal hann selia sócn oc vöm ef hann vill
oc sua varðveizlo fiar sins þes er hann a her eptir. þav handsöl scolo halldaz
iii. vetr en siðan eigo erfingiar fe at varðveita. Ef maðr fær lif lát erlendis sa
er fe a ut her oc verþi meN eigi a sáttir hvart han er andadr eða eigi. þa eigo
erfingiar kost at lata saNa davða.
[-.]
á borð við íslensku, sænsku, dönsku og svo
framvegis?
Þetta er dálítið erfið spurning. Ég veit
hreinlega ekki hvenær íslenska var fyrst
nefnd íslenska í skrifuðum texta - en skrifað-
ir textar eru einu mögulegu heimildir okkar
um slíkt. í fornum textum er íslenska ýmist
kölluð dönsk tunga eða norræna. Og það er
ekki gott að segja, hvort mállegar eða pólí-
tiskar ástæður liggja þar að baki. Hins vegar
kemur lýsingarorðið íslenskur þegar fyrir á
10. öld í kvæði eftir Eyvind skáldaspilli.
Spurningin er sem sagt ekki eins einföld og
þú vilt vera láta. Það er sjálfsagt til einhlítt
svar við henni, þótt ég hafi það ekki á reiðum
höndum hér og nú. Nú, við skilgreinum yfir-
leitt tungumál þannig, að bæði er tekið mið
af mállegum og pólítískum forsendum - þjóð-
tunga, til dæmis að taka, er það mál sem
talað er á afmörkuðu landsvæði sem auk
þess er stjórnskipuleg heild. Þessi skilgrein-
ing er notuð þegar um norrænu málin er að
ræða. En ef við tökum mið af norrænni sögu,
og skoðum ríkismyndanir einkum í Skandin-
avíu á liðnum öldum, þá fellur skilgreiningin
á þjóðtungum um sjálfa sig. Sænska ríkið
hefur auðvitað verið til allt frá miðöldum,
en það hefur tekið breytingum að stærð,
Noregur hefur ýmist verið til eða ekki sem
sjálfstætt ríki þar til í bytjun þessarar aldar
- en fólkið í þessum löndum hefur auðvitað
alltaf talað sitt tungumái. Svo ekki sé minnst
á Finnland, þar sem nú á tímum eru viður-
kenndar tvær þjóðtungur. Það má einnig
flækja málið frekar með þvi að vísa til Belg-
íu og þýskunnar. Það er í raun bara íslensk-
an í hópi norrænna tungumála sem stenst
nákvæmlega kröfur um þjóðtungu, sögulega
séð, af þeirri einföldu ástæðu að þjóðríkið
verður til nánast um leið og landið byggist
og ísland hefur verið stjórnskipuleg heild æ
síðan, hvort sem það hefur verið sem sjálf-
stætt ríki eða nýlenda - málvísindin greina
ekki þar á milli. Og það er vafasöm skilgrein-
ing, sem á bara við eina þjóð og eina tungu.
Þess vegna má líta þannig á, að norræn
tungumál, eða norræna, sé eitt mál, sem
hafi þróast í mismunandi afbrigði eða mál-
lýskur í tímanna rás. Sú skilgreining tekur
þá frekar mið af hreinum mállegum sjónar-
miðum en pólítískum. En í raun má segja
að þetta séu hálfgerðar deilur um keisarans
skegg, því spurningin um hvaða skilgreiningu
notuð er fer fyrst og fremst eftir tilgangin-
um. Og hvað okkar bók varðar þá hefur
þetta skilgreiningaratriði haft ósköp litla
þýðingu, því við göngum einfaldlega út frá
heitunum sænska, norska, íslenska og svo
framvegis í þeirri hvunndagslegu merkingu
sem nú er notuð og viðurkennd i daglegu
máli.
Nú, þið lýsið mállegum einkennum norrænna
mála og gangið út frá hliðstæðum í þróun
þeirra. Staðfestir sú samlíking ekki þá við-
teknu kenningu að norræn mál eigi sér sam-
eiginlega sögu og séu af sömu rót sprottin?
Sú viðtekna kenning, sem þú vitnar til er
almennt nefnd fólksflutningakenningin. Sam-
kvæmt henni tóku hópar fólks sig upp, lík-
lega frá Litlu-Asíu, og þrömmuðu sem leið lá
í norður og vestur til Evrópu og slangur af
þessum ferðalöngum rambaði til Skandinav-
íu. í farteskinu höfðu þeir tungumálið, indó-
evrópsku, formóður germanskra mála. Indó-
evrópubúar eiga svo að hafa lagt undir sig
Evrópu og fólkið sem fyrir var, að hafa tek-
ið að tala indóevrópsk mál, sem síðan þróuð-
ust eins og við höfum talið til þessa. A síð-
ustu árum hafa þó önnur viðhorf rutt sér til
rúms og samkvæmt þeim þarf mál og menn-
ing hins aðflutta fólks ekki endilega að ryðja
burtu því máli og þeirri menningu sem fyrir
er. Hér getur nefnilega átt sér stað málblönd-
un, en hún felur í sér að tungumálið tekur
breytingum í takt við samskipti ábúenda og
innflytjenda. Það kann að virðast sem þetta
sé eingöngu áherslubreyting, en ef málblönd-
unarkenningin á við söguleg rök að styðjast,
þá gæti það þýtt að málbreytingar gerist á
lengri tíma og í takt við að innflytjendur
settust að um kyrrt í Evrópu. Málblöndunar-
kenningin getur einnig falið í sér, að ekki
þurfi heila fólksflutninga til að breyta mál-
inu. Málbreytingar geta líka orðið fyrir sam-
skipti fólks á svonefndum menningaijöðrum.
Ef við heimfærum þetta svo upp á norrænu
tungumálin, má halda því fram að eftir tíma
fólksflutninga, en á forsögulegum tíma þó,
hafi norrænar tungur ekki verið eins líkar
hver annarri og talið hefur verið til þessa.
Það er hreint ekki víst að fólk í Suður- og
Mið-Skandinavíu hafi skilið hvað annað þótt
allt hafi það talað eitthvert afbrigði af germ-
önsku. Én svo hafa samskipti þessa fólks
aukist að nýju, sennilega fyrst og fremst af
pólítískum ástæðum. í upphafi víkingatíma
fara menn að ferðast, versla og stunda önn-
ur samskipti þjóða á millum og þetta veldur
auðvitað breytingum á tungumáli, langt
umfram það að einstök tökuorð rati inn í
orðaforðann. En um þetta fjöllum við auðvit-
að riánar í bókinni.
/ fornum textum dönskum og sænskum
má glöggt sjá hversu líkar hinar norrænu
tungur hljóta að hafa verið - bendir það
ékki til þess að þessi málblöndunarkenning
sé í meira lagi hæpin?
Það má líta þannig á, það er rétt. En svo
má einnig benda á, að þeir sem stóðu að
skrifum hinna forndönsku, fornsænsku og
einnig hinna forníslensku texta, voru allir
hluti af hreyfanlegri yfirstétt. Þessi yfirstétt
talaði, samskipta sinna vegna, sama eða svip-
að tungumál, sem hefur þá verið eins konar
opinber norræna og textarnir þess vegna
jafn líkir og raun ber vitni. Snorri Sturluson
og Eskil lögsögumaður, báðir verðugir full-
trúar yfirstéttar, hittust í Uppsölum og ræddu
iengi saman. Samkvæmt þessari kenningu
hefur yfirstétt og almúgi í hveiju landi fyrir
sig ekki talað sama mál. Til að styðja þessa
staðhæfingu á fræðilegan hátt verður að
bera vandlega saman mállýskuorð hvers
tungumáls fyrir sig. Ef kemur þá upp úr
kafinu að norræn mál eigi sér mjög mismun-
andi mállýskuorð þá bendir það til þess að
norrænar tungur hafi verið ólíkar hver ann-
arri. Svo má einnig benda á, að þessi hug-
mynd um að sameiginleg tunga þjóða fæðist
með vaxandi umsvifum og samskiptum yfir-
stétta í löndunum kemur fyllilega heim og
saman við þróun þjóðtungna í Evrópu frá
miðöldum og fram á vora daga. Til verða
ríkismál á kostnað mállýskna og alþýðumáls,
vegna þess að yfirstéttin í landinu sér hag
í því. Og hér get ég vísað til þess sem við
ræddum í upphafi um Tornedalsfinnskuna í
Norður-Svíþjóð, sem var beinlínis bönnuð af
yfirvöldum og refsingum beitt ef banninu var
ekki hlýtt. Þessarar sömu tilhneigingar gæt-
ir í allri Skandinavíu, þegar litið er á dönsku,
norsku og sænsku í heild - og þar kemur
samanburðarsjónarmiðið að góðum notum.
Þróunin leiðir til einsleitni á kostnað fjöl-
breytni í málfari og tungutaki. Svo má benda
á þróun síðustu ára, eftir að fjölmiðlar komu
til sögunnar, og menn geta svona velt því
fyrir sér, hvort mönnum finnist tunga og
málfar hafa auðgast við tilkomu miðstýrðra
íjölmiðla.
Þar með slógum við Jóhanna botninn í
samræðurnar - og eins og góðra viðmælenda
er siður hafði hún frekar vakið fleiri spurning-
ar með tíðindamanni Lesbókar en hann bjó
yfir í upphafi viðtalsins og áhugi hans aukist
frekar eftir spjallið. Og bókina hina góðu -
Norrænar tungur fyrr og nú - má lesa sér
til gagns og fróðleiks til að kynnast betur
innviðum þeirrar tungu er við beitum hvern
dag.
Höfundurinn býr og starfar í Svíþjóð.
ERLENDAR
BÆKUR
LIST-
VEFNAÐUR
Simon Schama: Landscape and
Memory. Vintage Books 1996.
Bók Simons Schama -
Landscape and Me-
mory er listilega ofinn
sögulegur vefnaður.
Höfundurinn hefur
ofið hér minningar,
sögur, náttúru og
umhverfi mannsins í
heildstætt listaverk.
Landslag og náttúra er skynjuð af
þeim sem horfir og skapar jafnframt
mynd náttúrunnar og umhverfisins,
náttúran er í og með sköpun manns-
ins og í þeirri sköpun fylgir næmi
fyrir örlögunum og sögunni sem er
bundin landslaginu, staðnum. Þing-
vellir eru meira en vatnið, vellirnir,
fossinn og gjáin og Bláskógar, Skjald-
breið, Hrafnabjörg og Hofmannflöt-
ur, öll sagan fylgir með, andrúmsloft-
ið er mettað fortíð og nútíð dagsins,
regni eða sólskini.
Andrúmsloft öræfanna og hvers
einasta staðar þar býr yfir seiðmagni
sem verkar enn sterkara en byggð
mannheima, þar skortir seið hins ósn-
erta, auðnar-seiðinn.
Kenndin fyrir landslagi og náttúru
er reist á því sem nefnt er „smekk-
ur“ sem er alltaf tilfinningalegs eðlis,
næmi og undrun, en undrunin er
upphaf allrar menningar. Gróðurver
hálendisins eru enn grænni, þar sem
auðnirnar eru andstæðan.
Höfundurinn fjallar um íjallgarða,
fljót, skóga, auðnir og viðhorf mann-
anna til þessara fyrirbrigða náttúr-
unnar, sögu þeirra og þar með sam-
virkni menningar og náttúru í hugum
og minningum mannanna. Sviðið er
mannheimar frá örófi alda og allar
götur til nútímans. Atburðir og örlög
fléttast umhverfinu og verða ein heild.
Schama er meðal fremstu sagn-
fræðinga nútímans og þekking hans
á sögu mannkynsins, goðafræði, list-
um og landaskipun er yfirgripsmikil.
Hann kemur hér til skila þýðingu
ósnortinna svæða sem brýnni sál-
rænni þörf mannsins og jafnframt
þýðingu náttúrunnar sem kveikju og
hvata til sköpunar listaverka í máli,
myndum og tónlist. Skáld og lista-
menn umskapa skynjunina fyrir
landslagi og náttúru. Hver opnaði
fegurð hraunfláka og gjánna á Þing-
völlum? Hver lauk upp ómælisvíddum
hafs og víðerna öræfanna? Listamenn
og skáld sjá skýrar undrið en aðrir
og vekja með verkum sínum undrun
og oft nýjan smekk fyrir landslagi
og „perlum“ íslenskrar náttúru, sem
eru dreifðar um allt land. Það hefur
verið sagt að ísland væri alltof fal-
legt land, fjölbreytileikinn og sérstæð-
ir staðir eru alls staðar.
Schama birtir ljölda mynda í ritinu
og vitnar í fornar sagnir og þjóðsög-
ur, goðsögur og nærtækari heimildir
til þess að útlista bein og dulin tengsl
manns og náttúru. Hann skrifar í
inngangi að ritið eigi að opna augu
lesenda fyrir dásemdum jarðarinnar
fyrr og síðar og virðingu fyrir náttúr-
unni og öllum þeim minningum sem
eru henni tengdar og hversu menn
eru bundnir eigin mati á umhverfi.
Án virðingar fyrir umhverfinu spilla
menn ekki aðeins umhverfi heldur
drabba þeir sjálfir niður á stig þurs-
ans.
Rit Schama er alls 652 blaðsíður
með fjölda svarthvítra mynda auk
mynda í lit. Athugagreinar, bókfræði
og registur eru um 80 blaðsíður.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
V
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 5