Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 7
ofbeldis „upphafinn“ í kvikmyndinni „The
English Patient" og gerður stórbrotinn og
harmrænn, persónurnar eru ekki jafn tvístr-
aðar og þær birtast lesanda skáldsögunnar.
En kvikmyndin hefur þó varðveitt tilfinning-
una fyrir menningu sem á sér ekki lengur
athvarf nema í rústum. Sögusviðin eru ann-
ars vegar eyðimörkin þar sem allar menjar
um mannlega návist eru þurrkaðar jafnóðum
út af náttúruöflunum og hins vegar höllin
á hæðum Toskana þar sem menningararfur
Vesturlanda (og þetta atriði er miklu ljósara
í bók en mynd) er samankominn í sundur-
sprengdu húsi, í bókasafni sem er hrunið
saman, í fólki sem er fjarri ættjörðinni og
hefur misst vini og heilsu en hefur fundið
sér lítið afdrep til að pústa út, rétt við vöggu
nýaldarinnar og húmanismans, Flórens.
Hætturnar eru alls staðar. Við hvert fótmál
eru jarðsprengjur og dauðagildrur. Menn
halda sér gangandi á eiturlyfjum og brenni-
víni en ekki síður á samræðum, lestri og ást.
Leikstjórinn og handritshöfundurinn
Anthony Minghella, sem fékk Óskarinn fyr-
ir myndina um sjúklinginn enska, hefur
sagt að það hafi verið mikið átakaverk að
kvikmynda bókina enda er hún mjög óþjál
til slíks brúks. Ondaatje segir sjaldnast línu-
legar sögur. Hann segir sögur í brotum,
sögur sem standa nær ljóði en frásögn og
þar sem sífellt er skipt um sjónarhorn og
efni úr ólíkum áttum stillt upp hlið við hlið
svo úr verður hlaðin spenna, átök við að
tengja saman brotin. „Enski sjúklingurinn"
var svo sem ekki óþekkt verk meðal bók-
menntafólks enda fékk Ondaatje fyrir hana
hin eftirsóttu bresku Booker-verðlaun árið
1992, fyrstur kanadískra höfunda. En vin-
sældir kvikmyndarinnar sem nú hafa skotið
bókinni aftur upp á metsölulista austan
hafs og vestan hafa borðið hróður hans langt
út fyrir þann hóp sem fylgist með hræring-
um í bókmenntaheiminum. Myndin sýnir að
enn er hægt að endurskapa metnaðarfull
listaverk á tjaldi án þess að þau séu flött
algerlega út og gerð að þriggja þátta Holly-
wooddrama sem bæði er bók og mynd til
hneisu. Ondaatje hefur um árabil verið einn
athylisverðasti “eftirlenduhöfundurinn" sem
ritar á enska tungu og jafnvel þótt bækur
hans séu ekki jafn lesandavænar og bækur
Bens Okri eða Vikrams Seth, sem taka frek-
ar mið af raunsæi 19. aldar en framúrstefnu
hinnar 20., hefur hróður hans borist víða.
Nú hafa Óskarsverðlaunin fært honum
frægð langt út fyrir raðir bókmenntafólks.
Hann er orðinn vinsæll.
í fangaklefanum og aðeins er vitnað í fleiri
ljóð hans. Sannsöguleikanum er að mestu
fórnað fyrir plottið, og ekki er skyggnst inn
í persónuleika skáldsins. Nema hann er svo
hugrakkur og stoltur, rífst við áhorfendur
og vill ekki forða sér þrátt fyrir hvatningar.
Þeir sem ekki þekkja Lorca eða eitthvað
í sögu Spánar eru engu nær nema að það
getur verið hættulegt að skrifa. Ástæðan
fyrir þessu innleggi Puerto Rico er að mynd-
in er gerð í samvinnu Spánveija og Puerto
Rico búa og er alþýðubankanum þar sérstak-
lega þakkað fyrir fjármagnið. Puerto ricanska
leikstjóranum og handritshöfundinum ásamt
fleirum, Marcos Zurinaga hefur ekki aðeins
tekist að gera myndina leiðinlega heldur
væmna. Kvikmyndatakan er ágætlega
drungaleg í Film noir anda.
Gagnrýnandi E1 Pais segir að það sem sé
beinlínis villandi og móðgandi fyrir spænska
áhorfendur og aðdáendur skáldsins séu rang-
ar forsendur. Þetta furðulega samstarfsverk-
efni Puerto Rico og Spánar sé ekki ævisögu-
leg mynd heldur sakamálasaga þar sem per-
sóna Lorca er aðeins fyrirsláttur til að hinn
frægi Andy Garcia geti birst nokkrum sinnum
og farið með nokkur þekktustu ljóð hans.
Frama sínum til framdráttar. Séð í öðru landi
eða af einhveijum sem ekki viti af Lorca sé
þetta aðeins hefðbundin sakamálasaga með
sálfræðilegu ívafi þar sem manneskja þjáð
af minningu um ofbeldisdauða snýr aftur til
að komast að hver framdi verkið, hvernig
og af hveiju. Það er ótrúlegt að þessi maður
sem snýr aftur til að geta haldið áfram að
lifa skuli vera tengdur hinni þjóðsagnakenndu
persónu Lorca. Hver sem er hefði getað kom-
ið í staðinn. Yfirborðslegt og leiðinlegt.
Myndin er sögð byggð á rannsóknum Bret-
ans Ians Gibsons sem bækur hans, „Morðið
á Federico García Lorca“ og „Líf Federico
García Lorca“ byggjast á. Niðurstöður mynd-
arinnar hafa ekkert með rannsóknir Gibsons
eða raunveruleikann að gera. En myndin var
vel kynnt og auglýst fyrirfram. Það er von-
andi að einhver heiðarlegur kvikmyndagerð-
armaður geti einhvern tímann gert þessum
atburðum skil.
VIÐ ERUM EKKISÖNGVARAR,
VIÐ ERUM BOÐBERAR
ELLY Ameling er
eins og ljóð. Það er
ljóðræn fegurð í
fasi hennar og fram-
göngu og því getur hún
talað opinskátt við nem-
endur sína, jafnvel
skammað þá og skensað
um þá frammi fyrir full-
um sal af fólki án þess
að þeir hætti að brosa til
hennar. Hún er eins og
ljóð því að það er ekki
hægt annað en skilja
hana rétt. Hún er eins og
ljóð því að hljómur henn-
ar er sannur og hlýr,
eins og nemendur og
aðstandendur nám-
skeiðsins ítrekuðu mar-
goft.
Ameling krafðist þess
raunar af nemendum
sínum að þeir yrðu ljóðið
sem þeir væru að syngja.
„Þegar þú stendur á
sviðinu frammi fyrir
áheyrendum áttu að
vera ljóðið," sagði hún
ströng og ákveðin, „þú
átt að lifa það, vera per-
sóna þess, mælandi,
hljómur og blær. Þegar
þú hefur náð því fær
ekkert truflað þig, þá er
markmiðinu náð.“
Oróió er kiarninn
Það var fullur salur
áheyrenda alla dagana
sem Ameling leiðbeindi
ungum íslenskum
söngvurum í Gerðu-
bergi. Hún fékk hvern
söngvara til sín tvisvar
sinnum, í hálftíma hvort
sinn. Nemendurnir byij-
uðu á því að syngja lag
og síðan fór meistarinn
með þeim í gegnum
verkið og leiðbeindi um
það sem betur mætti
fara. Stundum rifjuðust upp sögur af löngum
ferli. Annars var leiðbeiningin umfram allt
nákvæm og sett fram af stökum næmleika.
Stundum var hún smásmuguleg enda segir
Ameling að hvert hljóð tungumálsins, hver
stafur ljóðsins verði að skila sér í túlkun söngv-
arans, annars sé markmiðinu ekki náð.
„Þið verðið að hafa það í huga,“ segir hún
og snýr sér fram í salinn, „að við erum ekki
söngvarar, við erum túlkendur texta, við erum
boðberar. Við syngjum ekki tónlistina, við ber-
um fólki boð.“
Að mati Ameling er ljóðið, orðið, kjarni ljóða-
söngsins. „Sönglagið varð einungis til vegna
þess að tónskáldið heillaðist af ljóði. Ef það
hefði ekki lesið eða heyrt tiltekið ljóð hefði það
vafalaust ekki samið lagið. Ljóðið er upphafíð,
kveikjan. Það á annað við í óperusöng þar sem
textinn er aðeins brautarteinn fatlegrar ljóðl-
Elly Ameling hefur veriö sögð ein fremsta Ijóða-
söngkona aldarinnar. Hún hélt nómskeið (master
class) í Ijóðasöng fyrir unga íslenska söngvara um
síðustu helgi ó vegum Schubert-hótíðarinnar og
menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi. ÞROSTUR
HELGASON fylgdist með ó nómskeiðinu og ræddi
við Ameling að því loknu.
Morgunblaóið/Þorkell
„íslenskir söngvarar eru mjög eðlilegir og þaö er þeirra helsti kostur; þeir haga sér
eðlilega, klæða sig eðlilega og syngja eðlilega. En þeir gætu náð lengra með því að
brosa meira, með meiri léttleika í bland við glæsileika," segir Elly Ameling, sem hér sést
á námskeiðinu sem hún hélt fyrir unga íslenska söngvara í Gerðubergi síðustu helgi.
ínu. Textinn skiptir þar engu enda er sama
línan oft endurtekin aftur og aftur. Túlkun
texta skiptir því öllu máli í ljóðasöng en minna
máli í óperusöng. Þetta er meginatriði í kennslu
minni. Á svona stuttu námskeiði legg ég minna
upp úr ábendingum um tæknilega þætti því
það þarf mun meiri tíma til að breyta einhveiju
í þeim efnum.“
Hlustió á
•jálf ykkwr
Á meðan ég sit og hlusta á leiðbeiningar
Ameling skrifa ég niður hjá mér nokkur hug-
tök sem koma ítrekað fyrir í máli hennar, hér
að framan hefur þegar verið minnst á texta,
orð, tónlist, tækni, túlkun og tungumál. En
eitt stendur eftir, hlustun sem Ameling segir
of oft gleymast, að hlusta á sig sjálfan.
„Ef þú hlustar ekki á sjálfan þig getur þú
verið að hjakka í sama
farinu, að endurtaka
sömu vitleysurnar aft-
ur og aftur. Þú þarft
að byija á að hlusta
inni í þér áður en þú
byijar að syngja. Þú
þarft fyrst að hlusta á
ímyndunaraflið.
Hlustun og hugsun
koma fyrst, síðan
hefst söngurinn. Mik-
ilvægi hlustunar og
hugsunar má aldrei
gleymast í söngnum;
söngur er ekki aðeins
hljóð og tækni, hann
er líka sál þín og
hjarta.“
íslenskir
söngvarar
eólilegir
Ameling segir að
allir söngvaramir
sem hafí komið til
hennar um helgina
hafi haft góðar radd-
ir. „Ég vona að ég
hafi nálgast hvem og
einn þeirra á hans
eigin forsendum. í
þessum hópi skaraði
þó einn fram úr,
Finnur Bjarnason
heitir hann og er 23
ára gamall baríton.
Hann hefur yfír að
ráða frábærri rödd og
einstaklega þroskuð-
um skilningi á tónlist.
Hann var eini strák-
urinn sem kom til mín
og var bestur söngv-
aranna. Ég hef boðið
honum á námskeið í
ljóðasöng í Vín.“
En hafa íslenskir
söngvarar einhver
sérkenni?
„íslenskir söngvar-
ar em mjög eðlilegir
og það er þeirra helsti kostur; þeir haga sér
eðlilega, klæða sig eðlilega og syngja eðlilega.
En þeir gætu náð lengra með því að brosa
meira, með meiri léttleika í bland við glæsi-
leika. Ég hafði heldur ekki búist við því að
þurfa að fjalla jafn mikið um framburð orða
og ég hef þurft að gera hér. Ég hélt að hér
hefði fólk góða tungumálakunnáttu og ég þyrfti
ekki að ræða mikið um slíka hluti.
En við emm jú saman komin til að læra.
Kennari sem ætlast til þess að nemendur hans
kunni allt hefur jú ekkert að kenna. Ég hef
haft mjög mikla ánægju af því að koma hing-
að og leiðbeina þessu unga og efnilega fólki.
Sönglistin veitir mér svo mikla gleði að ég
gæti talað um hana þótt veggimir væm einu
hlustendumir. Ég myndi tala um hana þótt
enginn væri til að hlusta.“
Veitupp á hár
hvað hún er að gera
AÐ MATI Elly Ameling skaraði
Finnur Bjarnason, baríton, fram
úr í þeim hópi ungra íslenskra
söngvara sem hún leiðbeindi á nám-
skeiðinu í Gerðubergi síðustu helgi.
Sagði hún hann hafa frábæra rödd og
einstaklega þroskaðan skilning á tónlist
af svo ungum söngvara að vera en Finn-
ur er aðeins 23 ára.
Hefur Ameling boðið
Finni á námskeið í
ljóðasöng sem hún og
fleiri þekktir söngv-
arar og undirleikarar
inunu kenna á í Vín í
Austurríki í fram-
haldi af góðri
frammistöðu hans á
námskeiðinu hér
heima.
Finnur leggur
stund á nám í óperu-
söng við Guildhall tónlistarskólann í
London og hyggst ljúka því sumarið
1998. „Þetta námskeið í Gerðubergi var
geysilega lærdómsríkt. Ameling er svo
heil í því sem hún er að gera, hún hef-
ur mikla persónutöfra en er jafnframt
mjög ákveðin í leiðbeiningu sinni. Hún
veit upp á hár hvað hún er að gera.“
Finnur segir að master class formið
sé mjög gott því söngvarar læri ekki
síður á því að sitja og hlusta þegar ver-
ið er að leiðbeina öðrum. En er ekki
óþægilegt að hafa áhorfendur þegar
verið er að segja manni til?
„Nei, það er ágætt. Þetta eru raun-
verulegri aðstæður en þegar maður er
einn inni í kennslustofu með kennara
sínum og enginn sér mann eða heyrir
nema hann. Þarna þarf maður fyrst að
syngja fyrir áheyrendur eins og á venju-
legum tónleikum. Maður er undir
ákveðnu álagi og þá koma misfellurnar
betur í yós. Þetta form er því mjög
gagnlegt."
Ameling ræddi við Finn um legato-
söng sem er samskeytalaust tónflæði
og túlkunarleg atriði. „Hún lagði mesta
áherslu á að það væri ekki nóg að gefa
hjarta og sál þegar maður syngi lag
heldur yrði maður að hafa til þess þau
verkfæri sem til þarf, maður yrði að
geta komið sannfæringu sinni og tilfinn-
ingu fyrir tónlistinni á framfæri. Eitt
þessara verkfæra er tungumálið; fram-
burðurinn þarf að vera réttur,
hryiy'andin og fleira.“
Finnur kemur fram á sinum fyrstu
opinberu tónleikum á mánudagskvöld,
14. apríl, kl. 20.30 í Listasafni Kópa-
vogs. Á tónleikunum flytur Finnur
ásamt Jónasi Ingimundarsyni, píanó-
leikara, lagaflokkinn Malarastúlkan
fagra eftir Franz Schubert.
FinnurBjarnason
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 7