Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 16
Andblær lióins tíma
Margir kannast vió dægurflugurnar Malaguena og
Siboney. ARNI MATTHIASSON segir frá höfundi
þeirra, Kúbverjanum Eresto Lecuona, og segir að
töluvert hafi verið í hann spunnið sem tónskáld.
LECUONA í hópi yngiskvenna sem léku verk hans á tónleikum í Carnegie Hali 1945.
AÐ GETUR komið tónskáldum í koll
að verða vinsæl, að minnsta kosti eft-
ir því sem tíminn líður og smekkur
manna breytist. Þá vill það gerast að
menn aðeins muna eftir þeim verkum sem
mestrar hylli nutu og önnur verk og kannski
veigameiri hverfa í skuggann. Þannig fór um
kúbverska tónskáldið Emesto Lecuona, sem
var einn vinsælasti tónlistarmaður og tón-
skáld heims í upphafi aldarinnar, en öllum
gleymdur nánast um leið og hann féll frá í
upphafi sjöunda áratugarins þó að léttmetið
lifi. Fyrir stuttu lauk Bis-útgáfan sænska við
útgáfuröð sem helguð var einleiksverkum
Lecuonas fyrir píanó og
hófst á hundrað ára af-
mæli tónskáldsins.
Ernesto Sixto de la
Asunción Lecuona y
Casado fæddist í Gu-
anabacoa á Kúbu 6.
ágúst 1895, en kaus
sjálfur fæðingardaginn
7. ágúst 1896 síðar af
einhverjum orsökum.
Þriggja og hálfs árs
gamall var hann farinn
að glamra á píanó og
kom fyrst fram opinberlega fímm ára gam-
all. Framan af lærði hann hjá systur sinni
Ernestinu, en hélt síðan námi áfram hjá
ýmsum píanóleikurum, þar á meðal Joaquín
Nín. Sautján ára útskrifaðist Lecuona úr tón-
listarskóla Havana með láði og hélt til New
York að verða frægur, en fyrstu tónleikar
hans þar voru 1916. Frægðin lét þó á sér
standa og komið fram á annan áratug aldar-
innar þegar hann hlaut loks frægð fyrir
píanóleik sinn. Samhliða því að flakka um
heiminn til tónleikahalds samdi Lecuona af
kappi og menn segja að það hafi verið honum
jafn auðvelt og öðrum að tala. Þannig átti
hann til að hripa niður vals eða kvöldlokku
á meðan hann hélt uppi samræðum, jafnvel
á þann pappír sem hendi var næstur, til að
mynda munnþurrkur og reikninga.
Lecuona hljóðritaði mikið fyrir bandarísk
stórfyrirtæki, til að mynda RCA og Columb-
ia, og lék inn á píanórúllur hjá nokkrum fyrir-
tækjum þess á milli. Hann þótti öðrum fremri
í túlkun á nútímatónlist þess tíma og sagt
að Gershwin hafi fundist hann leika
Rhapsody in Blue betur en nokkur maður
annar, hann sjálfur meðtalinn, en Gershwin
þótti með fremstu píanóleikurum síns tíma.
Heima í Havana hlotnaðist Lecuona marg-
háttaður heiður, en honum er meðal annars
talið til ágætis að hafa komið á fót Sinfóníu-
hljómsveit Havana, en einnig á hann heiður-
inn af tveim helstu skemmtisveitum Kúb-
veija á fyrstu áratugum aldarinnar, La Orqu-
esta de la Habana og Lecuona Cuban Boys,
sem naut verulegrar hylli víða um heim, til
að mynda í Frakklandi, á millistríðsárunum.
Fyrir þessar sveitir samdi Lecuona m.a. þau
verk sem helst hafa haldið nafni hans á lofti,
Malagueiia og Siboney, en gríðarlegar vin-
sældir þeirra í ýmsum myndum hafa orðið
til þess að alvarlegri verk hans hafa fallið í
gleymsku; segja má að velgengnin og hve
auðvelt honum reyndist að semja hafi orðið
til þess að hann hefur verið talinn einskonar
jaðarfígúra, frekar poppari en almennilegt
tónskáld.
Heildarútgáfa pianóverka Lecuonas
Bis-utgáfan sænska, sem er íslendingum
að góðu kunn, hóf á 100 ára afmæli Lecuon-
as að gefa út röð píanóverka hans í flutningi
bandaríska píanóleikarans Thomas Tirinos.
Tirino segir að sér hafi ekki þótt verkefnið
vænlegt þegar félagi hans gaukaði að honum
upptökum þar sem Lecuona lék eigin verk;
hann þekkti til dægurflugnanna og fannst
ekki líklegt að nokkuð væri til af verkum
höfundar þeirra sem vænlegt væri að skoða
nánar. Eftir að hafa haft upptökurnar undir
höndum alllengi án þess að hlusta segist
hann hafa loks sett þær á fóninn og fallið í
stafi.
Eftir að hafa sannfærst um gildi tónsmíða
Lecuonas tók Tirino til við að grafa upp allt
það sem finna mátti um tónskáldið, sem lést
1963, en segist furðu lítið hafa fundið sé
tekið tillit til þess hve vinsæll Lecuona var.
Ekki var auðveldara að átta sig á því hvaða
verk hann hefði látið eftir sig eða komast
yfir almennilegar útgáfur þeirra, því bæði
var Lecuona var hirðulaus um tónsmíðar sín-
ar og síðan var hann frægur fyrir að leika
þær aldrei eins; Tirino þurfti að pæla í gegn-
um handrit verkanna og bera saman við
upptökur tónskáldsins af þeim sem oft voru
harla frábrugðnar upprunalegri útgáfu.
Á Lecuona-diskunum sem Bis hefur gefið
út, en sá þriðji kom út fyrir skemmstu, má
heyra að Lecuona er lagið að flétta saman
yfirborðskenndri tónlist og allt að því smekk-
leysu með veigamiklum innblásnum tónflétt-
um. Kannski stendur hann ekki undir lýsing-
unni kúbverskur Gershwin, en hefur þó margt
fram að færa, ekki síst andblæ liðins tíma.
Lecuona samdi 406 sönglög, 176 píanóverk,
53 leikhúsverk, þar á meðal zarzúelur, ópe-
rettur, söngleiki og eina óperu, 31 hljómsveit-
arverk, sex verk fyrir píanó og hljómsveit,
þijú fiðluverk, strengjatríó, fimm balletta,
ellefu kvikmyndaverk og útsetti grúa laga.
Maurice Ravel var aðdáandi Lecuonas og
sagði eftir að hafa heyrt Malaguena að verk-
ið væri mun fegurra og betra en Bolero hans.
Sé litið fram hjá því að Ravel þótti aldrei
mikið til Bolero koma, sagði reyndar grátlegt
að sín skyldi vera minnst sem tónskálds fyr-
ir verk sem varla teldist tónlist, er óhætt að
mæla með verkum Lecuonas og vonandi verð-
ur brautryðjendaverk Tirinos til þess að
stærri verk tónskáldsins verða endurvakin.
Thomas
Tirinos
TVEIR PÓLSKIR
SNILLINGAR PÍANÓSINS
TÖNLIST
Sígildir diskar
CHOPIN
Fryderyk Franciszek Chopin: Píanókonsertar
nr. 1 og 2 - kammerútfærsla. Einleikari: Fum-
iko Shiraga. Meðleikarar: Yggdrasil strengja-
kvartettínn og Jan-Inge Haukás kontrabassa-
leikari. Útgáfa: BIS CD-847. Verð: kr. 1.490 -
Japis.
CHOPIN-konsert-
amir í kammer-
útfærslu? Hvað hefur
mönnum nú tekist að
grafa upp? Eru engin
takmörk fyrir því sem
hljómdiskafyrirtækin
láta sér detta í hug að
gefa út til þess að kitla
forvitni tónlistarfíkla
og seilast í buddur
þeirra? Forvitni undir-
ritaðs vaknaði og það
verður að segjast eins
og er að væntingamar voru ekki miklar.
Chopin-konsertarnir em yndisleg tónlist og
hafa ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér
og vafalaust flestum öðmm tónlistamnnn-
endum svo ég var tortrygginn í meira lagi.
En skemmst er frá því að segja að ómakið
gaf ríkulega af sér og sannast sagna er langt
síðan ég hef notið hljóðritunar í eins ríkum
mæli og þessarar.
En hvað er hér á ferðinni? Á 18. og 19.
öld mun það hafa verið algengt að tónskáld-
in - og útsetjarar þeirra - hafi útbúið viða-
minni útgáfur af konsertverkum sem þá voru
ætluð til æfinga eða heimilisnota. Um kon-
serta Chopins er það að segja að þeir voru
upprunalega gefnir út í útgáfum fyrir stóra
hljómsveit, fyrir kammerhóp og einnig í ein-
leiksútgáfu. Ýmislegt virðist vera óljóst um
uppmna þessara mismunandi gerða verkanna
(m.a.s. hvort Chopin hafi sjálfur gert hljóm-
sveitarútsetninguna). Vandaður og ítarlegur
bæklingur þeirra BlS-manna veltir þesssum
atriðum fyrir sér og styður ályktanir með
mörgum tilvísunum í heimildir en gefur þó
engin afgerandi svör.
Hvernig skyldi tónlistin nú hljóma? Við
fyrstu taktana brá undirrituðum hálfgert í
brún. Helst minnti hljómurinn á tónlist kaffi-
húsahljómsveitarinnar I Salonisti (með allri
virðingu fyrir þeim ágæta hópi) og við frek-
ari hlustun var einkennilega erfitt að stað-
setja þessa alkunnu og yndislegu tónlist
Chopins. Var þetta píanókvintett eða píanó-
konsert eða eitthvað allt annað? Niðurstaðan
er að þetta eru píanókonsertar en bara svolít-
ið sérkennilegir í þessari útfærslu. Menn
hafa gjarnan talað svolítið niðrandi um þessi
verk Chopins vegna þess að hljómsveitarút-
setningin hefur þótt heldur slöpp og í ósam-
ræmi við glæsilegan píanóeinleikinn. I þess-
ari kammerútgáfu virðist miklu betra jafn-
vægi ríkja milli þessara tveggja aðila og er
það ekki síst að þakka þessu feiknarlega fína
tónlistarfólki sem hér spilar: stækkuðum
Yggdrasil-kvartett (þeim er gerðu Jóni Leifs
svo góð skil í nýlegri hljóðritun á strengja-
kvartettum hans) og japanska píanóleikaran-
um Fumiko Shiraga. Þau fara með mikilli
nærgætni að fínlegri tónlist Chopins, hafa
vakandi eyra með smáatriðunum og samspil-
ið er ekki minna en fullkomið. Þau leyfa sér
samt líka að láta hið dramatíska njóta sín
og gleyma sér ekki í tilfínningaseminni þann-
ig að aldrei svo mikið sem örlar á væmni sem
svo hætt er við í þessum mjög svo róman-
tísku verkum. Hljóðritunin er sérkapítuli,
skýr og hefur mikla dýnamík og jafnvægið
milli píanóleikarans og meðleikara hennar
er hið ákjósanlegasta.
Hér er á ferðinni afar fersk og áhugaverð
útgáfa sem gefur hlustandanum tækifæri til
að skoða alþekkta tónlist frá alveg nýju sjón-
arhomi.
SZYMANOWSKI
Karol Szymanowski: Píanóverk, Vol. 1 og 2
- Mazurkar op 50 nr. 1-12, Píanósónata nr.
2,4 Etýður op. 4, Tilbrigði um pólskt stef
op. 10, Metopes op. 29, Masques op. 34 o.fl.
Flytjandi: Martin Roscoe (pianó). Útgáfa:
Naxos 8.553016/ 8.553300. Verð: kr. 1.380
(2 diskar, fáanlegir hver í sínu lagi) - Japis.
FYRIR nokkrum árum skaut upp kollinum
hljómdiskaútgáfa sem nefndist Naxos sem
átti eftir að skekja hljómdiskaiðnaðinn all-
rækilega vegna mjög lágs verðs. Á daginn
kom að hér var um mjög vandaðar upptökur
að ræða og hvað varðar listrænt gildi og
upptökugæði fyllilega sambærilegar við það
dýrasta á markaðnum. í fyrstu var aðallega
um að ræða hljóðritanir á þekktustu tónverk-
um en fljótlega var sviðið breikkað þannig
að nú er svo komið að útgáfan gefur út
mikið af sjaldheyrðri tónlist sem fengur er í
að kynnast - og hún selst og það meira að
segja mjög vel. Hveijum hefði t.d. dottið í
hug fyrir nokkrum árum að hægt væri að
selja píanósónötur Pierre Bouiez í þúsundum
eintaka? Diskar þeir sem hér eru til umfjöllun-
ar eru einmitt dæmigerðir fyrir þessa út-
gáfu. Um er að ræða tvo fyrstu diskana í
heildarútgáfu Naxos á píanóverkum Szy-
manowskis með breska píanóleikaranum
Martin Roscoe. Hér fer saman mjög áhuga-
verð tónlist, vandaður flutningur, fyrirtaks
hljóðupptaka og hlægilega lágt verð. Er
hægt að fara fram á meira?
Karol Szymanowski (1882 - 1937) var
Pólveiji eins og Chopin og mönnum hefur
jafnan þótt þeir hafa átt meira en þjóðernið
sameiginlegt. Sumir hafa jafnvel gengið svo
langt að telja Szymanowski einasta arftaka
Chopins í píanótónlistinni og jafnan er því
bætt við að svona hefði Chopin samið tónlist
hefði hann fæðst undir lok rómantíkurinnar.
Ekki verður dæmt um þá staðhæfingu á
þessum vettvangi en þegar hlustað er á þessa
diska heyrir maður glöggt að eitthvað er til
í þessu. Annars er tónlist Szymanowskis
ekki einlit: ljóst er að hann hefur gengið í
gegnum ýmis þróunarskeið, allt frá háróman-
tík með sterkum Chopin/Liszt - áhrifum (t.d.
Fjórar etýður op. 4 og Tilbrigði um pólskt
stef op. 10 frá 1904) til dulúðar Scriabins
og að lokum til stíleinkenna sem eru hans
eigin og mjög auðþekkjanleg og minna stund-
um á eins konar dulúðugan, „þróaðan" im-
pressíónisma sem þó er mjög erfitt að stað-
setja.
Já, Szymanowski er í raun engum líkur í
þessum seinni fasa sínum. Þótt Mazurkarnir
op. 50 séu sannarlega mazurkar, og hvað
takt viðvíkur mjög í anda Chopins, erum við
hér í allt annarri hljómaveröld. Roscoe spilar
þessa einkennilegu og
hugvitsamlegu dansa
ákaflega vel og tekst að
sýna þá miklu breidd sem
er í þessari tónlist, þá
hljóðlátari spilar hann
með miklum næmleika
en lætur svo gamminn
geisa í þeim kraftmeiri
og sýnir af sér mikla
tæknilega snilld. Og fyrst
talað er um snilld má
nefna Sérénade de Don
Juan úr Masques op. 34
(nr. 23 á vol. 2). Svona spilamennsku heyrir
maður sjaldan - glitrandi tónaregnið er
hreint ótrúlegt - og hvílík tónlist! Upphaf-
skafli Metopes, L’Ile des Sirénes (nr. 5 á
vol. 1) er einnig merki um þennan glitrandi
Szymanowski-hljóm, og væntanlega um
snilld Roscoes fyrst að hann kemst svo vel
til skila. Szymanowski taldi sjálfur Aðra
píanósónötuna op. 21 „djöfullega erfiða" og
í meðförum Roscoes er ekkert dregið undan
og þetta flókna en þó fallega verk spilar
Roscoe af miklum næmleika og „bravúr"
(hlustið t.d. á upphaf tilbrigðakaflans, nr.
13 á vol.l). Ég vil að lokum nefna hina há-
rómantísku Etýðu op. 4 nr. 3 (nr. 10 á vol
1). Þetta litla verk er hreint ótrúlega fallegt
og er hér leikið tilgerðarlaust og af mikilli
nærfæmi.
í stuttu máli: frábær tónlist, framúrskar-
andi flutningur, ótrúlega góð kaup. Tveggja
og hálfs tíma tónlist á verði tveggja pylsu-
pakka (afsakið samlíkinguna!).
Valdemar Pálsson
Chopins
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL1997