Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 2
ÍSLENSKU BARNABÓKA VERÐLAUNIN TIL ÞORGRÍMS ÞORGRÍMUR Þráinsson hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1997 sem afhent voru í tólfta sinn sumardaginn fyrsta. Verðlaunasaga Þorgríms heitir Margt býr í myrkrinu og kom hún út hjá Vöku-Helga- felli afhendingardaginn. Það er Verðlauna- sjóður íslenskra barnabóka sem veitir verð- launin en að þessu sinni barst á fimmta tug handrita í samkeppnina. Ármann afhenti verðlaunin Um bókina segir dómnefnd: „Margt býr í myrkrinu er einstaklega vandað verk þar sem höfundi tekst að skapa heillandi sögu- þráð og eftirminnilega spennu úr óvenjuleg- um efniviði. í liprum textanum er mögnuð- um sögum úr myrkri fyrri alda gefið nýtt og spennandi líf í veruleika nútímabarna.“ Ármann Kr. Einarsson afhenti Þorgrími verðlaunaféð sem er 200.000 krónur en við þá upphæð bætast venjuleg höfundarlaun. Verðlaunasagan er spennubók sem segir frá undarlegum atburðum sem gerast á Snæfellsnesinu og virðast eiga rætur sínar fjórar aldir aftur í tímann. Vióurkenningar Barnabókaráós Sumardaginn fyrsta afhenti einnig Bama- bókaráð íslands, Islandsdeild IBBY, Héraðs- bókasafninu á Selfossi, Möguleikhúsinu og Morgunblgóió/Holldór ÞORGRÍMUR Þráinsson tók við íslensku barnabókaverðlaununum úr hendi Ármanns Kr. Ejnarssonar í Þjóðarbókhlöðunni sumardaginn fyrsta fyrir bókina Margt býr ímyrkr- inu. Á milli þeirra er Ólafur Ragnarsson formaður Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka. Gunnhildi Hrólfsdóttur rithöfundi, viður- menningar. Afhending viðurkenninganna kenningar fyrir vel unnin störf í þágu barna- fór fram á sumarfagnaði Norræna hússins. AFMÆLISTON- LEIKAR LÚÐRA- SVEITAR REYKJAVÍKUR LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur afmælis- tónleika í dag, laugardaginn 26. apríl, í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í tilefni 75 ára afmælis sveitarinnar. Þeir hefjast klukk- an 14. Karlakór Reykjavíkur syngur nokkur lög á undan tónleikunum, lúðrasveitin leikur og Páll Pampichler Pálsson mun stjórna sveit eldri félaga. Að lokum munu báðar sveitirnar spila saman, alls um 70 hljóðfæra- leikarar, bæði núverandi og fyrrverandi fé- lagar í Lúðrasveit Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis. Lúórasveitin stofnuó 7. júli 1922 Lúðrasveit Reykjavíkur var stofnuð 7. júlí 1922 þegar Lúðrafélagið Harpa, stofnuð 1910, og Lúðrafélagið Gígja, stofnuð 1915, sameinuðust í eina sveit. Lúðrafélagið Harpa hafði þá staðið í byggingu Hljómskálans og er það eina húsið á Islandi sem reist hefur verið sérstaklega fyrir tónlistarstarfsemi. Húsnæðið er enn í eigu Lúðrasveitar Reykja- víkur og hefur sveitin aðsetur sitt þar. Stjórnandi sveitarinar er Jóhann Ingólfs- son og fjöldi spilara er um 35-40 að jafn- aði. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur í þrígang farið til Kanada og Bandaríkjanna, heim- sótt Færeyjar og Holland. ORGEL HALLGRÍMSKIRKJU NÝTT STJÓRNBORÐ NÝTT, rafstýrt stjórnborð við orgel Hallgríms- kirkju er komið til landsins og munu orgelsmið- ir frá orgelsmíðafyrirtækinu Johannes Klais í Bonn tengja það næstu daga svo það verði til- búið fyrir Kirkjulistahátíð 1997 sem hefst á hvítasunnudag, 18. maí nk. Þessi stýribúnaður verður staðsettur í aftari hluta kirkjuskips og mun gjörbreyta aðstöðu til samspils við kóra og hljómsveitir, auk þess sem notkun stóra orgelsins í helgihaldinu verður auðveldari. Stjórnborðið er í útliti eftirmynd hins mekan- íska stjórnborðs uppi í orgelinu og verður fær- anlegt. Það mun til að byija með verða fyrir aftan aftasta fasta kirkjubekkinn, en verða fært inn að miðganginum, þegar það verður notað til samleiks með hópum tónlistarfólks. Mörg atriði dagskrár kirkjulistahátíðar eru sniðin að hinum nýju aðstæðum í Hallgríms- kirkju. Á hátíðinni verða frumflutt verk eftir þijú íslensk tónskáld. Við setningu hátíðarinn- ar í hátíðamessu hvítasunnudags hljómar nýtt verk Hróðmars I. Sigurbjörnssonar, Sálmur 104 fyrir kór og orgel, og nýr hvítasunnusálp- ur Sigurbjörps Einarssonar við lag Jóns Ás- geirssonar. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands 29. maí verður svo frumfluttur nýr orgelkonsert eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikunum með Einar Jónssyni trompet- leikara og Douglas A. Brotchie orgelleikara, sem vera áttu í Hallgrímskirkju á sunnudag- inn 27. apríl, er frestað til sunnudagsins 29. júní nk. Morgunbloóið/Halldór ROLF Linden starfsmaður Johannes Klais í Bonn tengir nýja stjórnborðið, sem er í útliti eftirmynd hins mekaníska stjórn- borðs uppi í orgelinu og verður færanlegt. EINAR JÓHANNESSON KLARINETTULEIKARI TÓNLEIKAR í ASÍU EINAR Jóhannesson klarinettuleikari heldur í dag áleiðis til Asíu, þar sem hann mun koma fram á kammertónleikum í Hong Kong og sinfóníutónleikum í Singapore á næstunni. Fyrst liggur leið Einars til Hong Kong þar sem hann mun í næstu viku efna til námskeiða með „master class“ sniði í Aca- demy of the Performing Arts og koma fram á kammertónleikum ásamt David Knowles Játvarðssyni píanóleikara og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara sem búsett eru ytra. í Singapore mun Einar koma fram á tvennum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Singapore dagana 9. og 10. maí. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Lan Shui sem hélt á tónsprotanum þegar Einar flutti Klarinettu- konsert Karólínu Eiríksdóttur í Árósum 1995 og í Reykjavík á liðnu hausti. „Samstarf okkar Lan Shui hefur verið ákaflega gott,“ segir Einar, „og eftir tónleik- ana í Árósum bauð hann mér að koma til Singapore. Ég hlakka mikið til að vinna með honum aftur og ekki spillir það fyrir að ég mun flytja einn af uppáhaldskonsertum mín- um, Konsert nr. 2 í Es-dúr eftir Karl Maria von Weber, verkið sem ég „debuteraði" með hér heima á sínum tíma.“ MENNING/ USTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí. ASÍ - Ásmundarsaiur - Freyjugötu 41 Aðalsteinn Svanur Sigfússón til 4. maí. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka maímánaðar. Gallerí Hornið Ivar Brynjólfsson með Ijósmyndasýningu. Skruggusteinn - Hamraborg 20a Mokka - Skólavörðustíg Maður með mönnum: Þijátíu sjálfboðaliðar á aldrinum milli tvítugs og sextugs sýna. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Magnús Tómass. sýn. til 25. maí. Gallerí Handverk & hönnun Elísabet Ásberg sýn. skartgripi til 19. maí. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Magnús Tómasson sýnir til 27. apríl. 20m! - Vesturgötu lOa Guðrún Hjartardóttir sýn. til 26. apríl. Forkirkja, Bústaðakirkju. Æja sýnir til 28. apríl. Önnur hæð, Laugavegi 37. Max Nenhaus sýn. út maí. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í apríl: Gallerl sýnibox: Morten Kildevæld Larsen. Gallerí Barmur: Stefán Jónssonm, berandi er Yean Fee Quay. Gall- erí Hlust: Flutt verk eftir Halldór Björn Runólfsson. Gallerí Smíðar og skart - Skólavörðust. 16a Irena Jensen sýnir til 28. apríl. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Sveinn Björnsson, Helga Egilsdóttir og Gréta Mjöll Bjamadóttir sýn. til 27. april. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Sýn. Einars Unnsteinssonar til 27. aprll. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Jón Thor Gíslason sýn. í Sverrissal til 28. apríl. í kaffistofu sýn. Barbara Vogler til 28. apríl. Sparistellið. Tólf listamenn sýna postulín til 19. maí. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Sesselja Bjömsdóttir sýnir. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns. Hlaðvarpinn - Vesturgötu 3 Haraldur Jónsson sýn. til 15. maí. Gallerí Listakot Vinnudagar I litla sal til 3. maí. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Sólveig Eggertsdóttir sýn. til 27. apríl. Guðrún Einarsdóttir sýn. til 27. apríl. Norræna húsið - við Hringbraut. Norskir myndlistarmenn sýna til 5. maí. Antti Linnovaara sýnir til 11. maí. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Þorvaldur Þorsteinsson sýn. til 27. apríl. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir til 4. maí. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Daði Guðbjömsson sýn. til 27. apríl. Klaus Kretzer sýn. ljósmyndir I kynningarhorni. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Sunnudagur 27. apríl. Karlakór Reykvíkur, eldri félagar, halda tónl. I Seljakirkju kl. 17. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tónl. í íslensku óperunni kl. 20 og 22. Karlakórinn Stefnir, tónl. I Grensáskirkju kl. 20.30. Karlakórinn Þrestir, tónl. I Víðistaðakirkju kl. 20.30. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Sunnukór- inn og Kór ísafjarðarkirkju halda tónl. I Langholtskirkju kl. 14. Mánudagur 28. apríl. Bazaar heldur tónl. I Listaklúbbi Leikhús- kjallarans kl. 21. Þriðjudagur 29. apríl. Burtfararpróf Arnbjargar Sigurðardóttur flautuleikara í Listasafni íslands kl. 20. Miðvikudagur 30. apríl. Karlakórinn Stefnir, tónl. í Grensáskirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 1. maí. Karlakórinn Þröstur, tónl. í Víðistaða- kirkju kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu lau. 26. og mið. 30. apríl. Köttur á heitu blikkþaki, sun. 27. apríl, fös. 2. maí. Villiöndin fim. 1. maí. Litli Kláus og Stóri Kláus, sun. 27. apríl. Leitt hún skyldi vera skækja þrið. 29. apríl, fim. 1. maí. Listaverkið mið. 30. apríl. Borgarleikhúsið Konur skelfa fim. 1. maí. Völundarhús lau. 3. maí. Svanurinn lau. 26. apríl, fös. 2. maí. BarPar sun. 27. apríl. Dómínó fös. 2. maí, fös. 9. maí. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska óperan Káta ekkjan lau. 3. maí. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 27. apríl. Á sama tíma að ári sun. 27. apríl. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 26. apríl. Kaffileikhúsið Vinnukonumar lau. 26. apríl. Gerðuberg, kaffitería Frátekið bofð lau. 26. apríl. Leikfélag Akureyrar Vefarinn mikli frá Kasmír lau. 26. aprfl. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði I þessum dálki verða að hafa borist bréflcga fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/Iistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsend- ir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.