Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 19
SAGAN ER HÉROG LIFIR Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ég þreytist seint á því að hvetja höfuðborgarbúa til að bregða sér út á land til að sjá þar áhugaverðar leiksýningar, segir í dómnum. LEIKLIST F c I a £ s h c i ni i I i ú Blönduósi LEIKFÉLAG BLÖNDUÓSS HÚS HILLEBRANDTS eftir Ragnar Arnalds Leikstjóm og leikmynd: Sigrún Valbergsdóttir Búningar: Unnur Krist- jánsdóttir Lýsing: Kári Gislason Dragspilsleik- ari: Jóhann Öm Amarson aðstoðarleiksljóri: Guðrún Pálsdóttir Leikskrársmiðir: Sigurður Ágústsson, Ágúst Sigurðsson I helstu hlutverk- um: Helga Jónína Andrésdóttir, Kolbrún Zop- haníasdóttir, Guðmundur Karl Ellertsson, Benedikt Blöndal Lámsson, Kristín Guðjóns- dóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Jón Ingi Einars- son, Sturla Þórðarson, Runólfur Aðalbjöms- son, Hafliði Brynjólfsson, Ólafur Jónsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Ivar Snorri Halldórsson Frumsýning í Félagsheimilinu á Blönduósi 23.04. ÞAÐ þykja alltaf nokkur tíðindi þegar frumsýnd eru ný íslensk leikrit enda skil- greinir þjóðin sig sjálfa, eða einhvern hluta af tilveru sinni, með þeim hætti meðal ann- arra, sífellt aftur og upp á nýtt. Ragnar Arnalds sækir efnivið þessa ieikrits í lifandi og nálæga sögu Húnvetninga og greinir frá því þegar þeir heimtu eigin verslun úr hönd- um Dana eftir miðja síðustu öld, og Blöndu- ós breyttist úr „óbyggðu beitarlandi í iðandi verslunarpláss á mjög skömmum tíma“ eins og segir í leikskrá. En leikskráin er í senn fræðandi og fyndin, sett upp í blaðsbroti, rituð á aldamótamáli og útbíuð í gamaldags joðum. Þá segir í leikritinu af Þórdísi á Vind- hæli, en hún var alþýðukona sem festi ofurást á danska kaupmanninum Hillebrandt og fórn- aði fyrir hann öllum veraldlegum eigum. Efniviðurinn sem Ragnar velur sér býður upp á talsverða dramatíska spennu og svipt- ingar í sálarlífi aðalpersónanna. En í Húsi Hillebrands hefur höfundur valið sér hið víð- ara sjónarhorn þannig að örlög einstakling- anna víkja úr forgrunni fyrir framvindu sögu héraðs og staðar. Af þessu leiðir að áhorfand- inn verður fróðari um ytri atvik en þau innri sem með persónunum búa og skynjar þunga örlaganna líða hjá á sviðinu eins og myndir á þili. Þessi frásagnaraðferð er hefðbundin, epískari en hún er leikræn og þótt hún skeri einstaklingum nokkuð þröngan stakk er hún er áhrifarík á sinn hátt. Það fannst á áhorf- endum sem fögnuðu vel og kappsamlega, enda er hérna í boði sýning sem sprengir af sér hefðbundinn ramma leiklistarinnar (þótt í hefðbundnu formi sé) og verður að eins konar hópefli héraðsmanna, staðsetningar- kvarða fyrir þá kennd að vera til á þessum tiltekna stað og af honum og af þessum gilda mannlífstoga. Þessi kennd sem hér er vakin er djúpstæð og þörf og ef rétt er á haldið (eins og hér), meinlaus og ekki heimóttarleg, og örugglega ekki hættuleg fyrir norðan. Sýningin er prýðilega unnin hjá Sigrúnu Valbergsdóttur leikstjóra, sem einnig hann- aði haglega leikmynd. Allt rennsli er áreynslulaust, varla hik á nokkrum manni, og brennideplar framvindunnar vel skil- greindir á sviðinu. Leikarar kunnu textann sinn vel og voru ekkert að flýta sér að koma honum frá sér, en það er merki um að þeim líði vel í rullunni og til marks um nærgætna, þenkjandi leikstjóm. Þá eru búningarnir fínir og fjölbreyttir, augsýnilega unnir af smekkvísi og alúð. Leikarar, sem eru margir, standa sig með ágætum, og varla sanngjarnt að hampa ein- um frekar en öðrum. Þó mæðir hvað mest á eftirtöldum: Helgu Jónínu sem Soffíu, en hún geislar af meyjarþokka og sviðsöryggi. Kol- bún Zophaníasdóttir sem Þórdís er kvik á sviði og hefur góða, skýra framsögn og sömu sögu má segja um Guðmund Karl og Bene- dikt Blöndal sem leika kaupmennijia. Ólafur Jónsson og Hólmfríður Jónadóttir voru spaugileg sem Sigga svarkur og Ólafur himnastigi og Runólfur Aðalbjörnsson var eins og Tirisíus kominn um tvö og hálft árþús- und sunnan af Grikklandi, blindur, forspár, næmur á tímans nið. Það koma margir að þessari sýningu og það er partur af því félagslega gildi sem svona sýningar hafa. Að þessi sýning skuli einnig hafa dijúgt, menningarsögulegt og list- rænt gildi er happafengur fyrir héraðið og öllum sem að henni standa, höfundi sem öðrum, til sóma. Ég þreytist seint á því að hvetja höfuð- borgarbúa til að bregða sér út á land til að sjá þar áhugaverðar leiksýningar og geri það hér enn. Það er reynsla sem er sérstök og kannski dýrmæt: Maður gengur á vit sinnar þjóðar og vökvar í sér rótina sem visnar svo snöggt í æði hinnar alþjóðlegu, ókláruðu hugsunar sem er nútíminn. En maðurinn velur sér nútíma, vilji hann á ann- að borð halda áfram að hugsa. Ég valdi mér minn nútíma með því að fara á Blöndu- ós og hitta fortíðina. Þar sá ég á sviði topphúfu háa og spakan hund sem af lágfættri, hvítfelda hógværð tilveru sinnar svipti brott blekkingarblæju leiksins svo allir í húsinu runnu saman í eitt. Og þegar ég hringdi á Sveitasetrið tú*^ að falast eftir gistingu ráðlagði húsráðandi þar mér að fara annað því það yrði hávaða- samt þar á ballinu. Og því gisti ég á Glað- heimum í vistlegum bústað þar sem Blanda niðaði mér í svefninn. Þar sagði eigandinn mér, bláókunnugum manninum, að skilja greiðsluna eftir á borðinu þegar ég færi. Þetta var sá nútími sem hann valdi sér. Ég er nokkuð viss um að hann bjó hann til úr fortíðinni. Guðbrandur Gíslason EVELYN GLENNIE OG MARTHA ARGERICH TÓNLIST Sígildir diskar JAMES MACMILLAN James MacMillan: Veni, Veni Emmanuel - konsert fyrir slagverk og hljómsveit, After the Tryst, „... as other see us...“, Three Dawn Ritu- als, Untold. Einleikari: Evelyn Glennie. Hljóm- sveitarsljórar: Jukka-Pekka Saraste og James MacMillan. Hljómsveit: Scottish Chamber Orc- hestra. Kammerhópur: Einleikarar úr Skosku kammersveitinni. Útgáfa: BMG-CATALYST 09026 61916 2. Verð: kr. 1.899 - Skífan. ÞANN 13. mars sl. hélt Sinfóníuhljómsveit Islands tónleika í Háskólabíói fyrir troðfullu húsi. Enda ekki að furða þar sem einleikari kvöldsins var hin ofursnjalla Evelyn Glennie sem lék einleikshlutverkið í slagverkskonsert James MacMilIans, Veni, Veni Emmanuel, við geysileg fagnaðarlæti áhorfenda. Ég átti því láni að fagna að heyra verkið tvisvar þar sem ég fór með hóp nemenda á aðalæfingu hljóm- sveitarinnar að morgni sama dags. Viðbrögð þessara 17-20 ára gömlu unglinga voru ógleymanleg: þau komu út með fögnuði í hjarta, hrifningin var svo einlæg og upplifun- in svo sterk að ég er viss um að samtímatón- listin hefur nælt sér í nokkrar sálir þennan dag. Þarna fékk unga fólkið sönnun þess að tónlist samtímans þarf ekki að vera sársauka- full fyrir eyrun og mengandi fyrir umhverfið og ég þykist þess fullviss að hinn breiði aldurs- hópur sem sækir tónleika S.Í. hafi orðið hins sama áskynja á tónleikum kvöldsins. Skoska tónskáldið James MacMillan er nefnilega „um- hverfisvænt" tónskáld, hjá honum finnast lagl- ínur, taktur, spenna, dramatík og samt virkar tónlistin alveg ný og fersk. James MacMillan fæddist árið 1959. Auk þess að vera eitt eftirtektarverðasta tónskáld samtímans er hann nú kennari í tónsmíðum við Skosku tónlistar- og leiklistarakademíuna í Glasgow. Hann er nú gestatónskáld Hljóm- sveitarinnar Philharmonia í l/)ndon og sam- vinna hans við Skosku kammersveitina hefur fætt af sér fyölda tónverka sem hafa vakið mikla athygli. Árið 1990 var tónverkið The Confession oflsobel Gowdie frumflutt á Prom- enade-tónleikum í London við mikil fagnaðar- læti áheyrenda sem þar eru jafnan í yngri kantinum. Árið 1993 var Edinborgarhátíðin helguð tónverkum hans. Diskurinn sem hér er til umfjöllunar inni- heldur 5 hljómsveitar- og kammerverk MacM- illans sem eru samin á árunum 1987-1993. Næturljóðið After the Tryst fyrir fiðlu og píanó með sínu rómantíska píanóundirspili er sér- kennileg blanda tveggja stíltegunda og fellur sérlega vel að eyrum. Sama má segja um „...as others see us...“ þar sem MacMillan bregður upp mynd af sjö einstakiingum úr sögu Eng- lands og notar til þess skoskt dansstef. En það er Veni, Veni Emmanuel sem „stelur sen- unni“. Þetta er gífurlega mögnuð og hrífandi tónsmíð sem samin er í kringum hinn al- þekkta 15. aldar aðventusálm Kom þú, kom, vor Immanuel. MacMillan hóf að semja verkið á fyrsta sunnudegi aðventu 1992 og lauk því á páskadag 1993. Laglína sálmsins, og þá sérstaklega Gaude-hluti hans (0, fagnið nú!), brýst fram úr tónvefnum í brotum (í fyrsta sinn í nr. 1, 1:20), tekur á sig ýmsar myndir og þá m.a. fjöruga sveiflu í Dance - Hocket (nr. 3). Ástæða er til að minnast á hreint lygi- lega fallegan Gaude, Gaude-kaflann (nr. 5), þar sem Evelyn Glennie spilar á víbrafón og marimbu af miklum næmleika. í Dance - Chorale (nr. 7) heyrist fagnaðarstefið svo að lokum allt í málmblásarasveitinni. Niðurlagið er ótrúlega áhrifamikið en þar leggja allir hljómsveitarmenn frá sér hljóðfærin og slá í litlar bjöllur og einleikarinn spilar á klukku- spil. Glæsileg frammistaða allra þeirra sem hlut eiga að máli og frábær upptaka. Fleiri hljómdiskar með verkum MacMillans eru fáanlegir hér á landi og rakst ég nýlega á disk sem inniheldur m.a. Sinfonietta og feiknarlega glæsilegan píanókonsert, The Ber- serking (RCA Victor Red Seal 09026 68328 2,). Þar er það Peter Donohoe sem leikur krefj- andi einleikshtutverkið á píanóið af sinni al- kunnu snilld. Þetta er mjög eigulegur diskur, tónlistin er aðgengileg (konsertinn minnir reyndar á köflum á „Age of Anxiety" Leon- ards Bernsteins) og nauðsynlegur í safn alira MacMillan-aðdáenda og þeirra sem vilja víkka sjóndeildarhring sinn. Rachmaninoff - Tchaikovsky Sergei Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 3, op. 30. Peter Ilyich Tcaikovsky: Píanókon- sert nr. 1, op. 23. Einleikari: Martha Ar- gerich. Hljómsveitarstjórar: Riccardo Chailly og Kirill Kondrashin. Hljómsveitir: Útvarps- hljómsveitin í Berlín og Bæverska útvarps- hljómsveitin. Útgáfa: Philips 466 673-2. Verð: kr. 1.899 - Skifan. ÞESSA dagana er sýnd í borginni óskars- verðlaunamyndin „Shine“ sem fjallar um erf- iða ævi ástralska píanóleikarans Davids Helfg- otts. Hann leikur nú á tónleikum víða um heim og er geisladiskur með leik hans á tón- leikum í Kaupmannahöfn kominn út. Leikur Helfgotts hefur fengið mjög misjafna dóma og ef dæma má af fyrrnefndri tónleikaupptöku sem nú er fáanleg í hljómplötuverslunum er leikur hans vægast sagt afleitur þrátt fyrir stór orð útgefenda um óviðjafnanlega snilli hans í kvikmyndinni leikur Helfgott m.a. hluta af þriðja píanókonsert Rachmaninoffs. Margir bíógestir hafa hrifist af myndinni og þeirri tónlist sem þar er leikin og fór undirritaður því á stúfana í því skyni að finna handa þeim góða útgáfu af þessum konsert. Og það tókst. Upptökur af verkinu skipta tugum og sem betur fer er það svo, að sjaldnast fer það á markað sem ekki stenst ítrustu kröfur um list- ræn gæði og hljóðritun. Argentínski píanóleik- arinn Martha Argerich hefur getið sér orð sem einn magnaðasti píanisti samtímans og þykir fátt jafnast á við það að vera viðstaddur tón- leika hennar, og get ég reyndar vitnað um það sjálfur. Diskurinn sem hér er til umfjöllun- ar er tekinn upp á tónleikum í Berlín í desem- ber 1982 (Rachmanínoff) og árið 1980 í Múnchen (Tchaikovsky). Heilsufar Berlín- arbúa hefur greinilega verið með versta móti á þessum tíma, því hóstakór áheyrenda virðist á stundum ætla að taka völdin (t.d. í hæga kaflanum, nr. 2) og það verður að segjast að þessi berlínarhósti er ansi pirrandi á hljóðlátum stöðum verksins. En annars er flutningurinn á Rachmaninoff gífurlega rafmagnaður: þegar* Argerich sýnir klærnar rignir bókstaflega eldi og brennisteini (t.d. frá kadensu fyrsta kafla, 10:12, til loka kaflans, nr.l ) og líklega þarf fólk að vera steindautt ef það fær ekki gæsa- húð yfir svona spilamennsku. Flutningur Ar- gerich og Chailly er mjög hraður og „spont- ant“ og tekst þeim að halda dampinum linnu- laust frá upphafi til enda. Leikur hljómsveitar- innar er reyndar ekki alltaf samtaka og hreinn en þetta virðast smáatriði miðað við heildar- áhrifín. Og svo verða menn að muna að tónlei- kaupptökur geta aldrei orðið eins dauðhreinsað- ar og stúdíóupptökur - sem betur fer. Heilsufar Múnchenarbúa þegar Tchaikov- sky-konsertinn var tekinn upp var sem betur fer miklu betra en það var í Berlín. Flutning- ur b-mollsins einkennist af sama eldmóðinum, mikilli dýnamík og snöggum (e.t.v. svolítið'- ýktum) hraðabreytingum. Hraðaval fyrsta kafla er í hægara lagi og á stundum gefa menn sér góðan tíma til íhugunar (3:30 - 4:10, nr. 4), spretta rækilega úr spori (7:47 - 7:59, nr. 4) og hægja svo verulega á. Ann- að dæmið er úr hægum og ljóðrænum öðrum kaflanum þar sem upphafið og endirinn er fluttur frekar hægt en prestissimo-hlutinn hreint ótrúlega hraður og leikandi (3:04 - 4:17, nr. 5) og talsvert hraðari en í frægri Horowitz/Toscanini útgáfu frá 1941 - og er þá mikið sagt! Maður spyr nú bara: Hvernig er þetta hægt?? En feilnóta Mörthu Argerich (0:05, nr. 6) í upphafi lokakaflans færir manni sanninn um að hún sé þrátt fyrir allt mannleg. * Hljóðritunin ber þess merki að um tónlei- kaupptöku sé að ræða, píanóið er óþarflega framarlega en kemur þó ekki að sök. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.