Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 7
næst stendur Frum-Landnámu), en þar seg- ir: „Skalla-Grímr kom skipi sínu í Gufárós ok nam land á milli Norðrár ok Hítarár allt á milli fjalls ok fjQru ok bjó at Borg.“37 Svarið blasir við: Höfundur Egils sögu vildi telja landnám Skalla-Gríms stærra en höfundur Frum-Landnámu. Hann segir það ná yfir „Mýrar allar út til Selalóns ok it efra til Borgarhrauns, en suðr til Hafnarfjalla (nú Hafnarfjalls), ok allt þat land, er vatnfpll deila til sjóvar" (28. kap.).38 Gamlar arfsagnir Mýramanna? Ástæðu þess, að höfundur Egils sögu ger- ir svo mikið úr landnámi Skalla-Gríms, hyggur Björn M. Ólsen vera þá, að höfund- ur (Snorri að hans ætlun) hafi að öllum lík- indum verið af ætt Mýramanna og að hann átti goðorð þeirra, enn fremur Reykhylt- inga- og Jöklamannagoðorð (Gilsbekkinga- goðorð) og fór með hálft Lundarmannagoð- orð. Þess vegna hafi hann haft pólitískan hag af því að gera mikið úr ríki ættföður síns, Skalla-Gríms. Mörk landnáms Skalla- Gríms samkvæmt Egils sögu séu nánast hin sömu og mörk ríkis Snorra í Borgarfirði - milli Hítarár og Andakílsár eða Hafnar- fjalls,39 en sem kunnugt er, bjó Snorri á Borg frá 1202-um 1206 og síðan í Reyk- holti til dauðadags 1241. Björn M. Ólsen kallar það þó bæði mannlegt og eðlilegt, að Snorri geri hlut ættföður síns meiri en gert hafi verið í eldri gerðum Landnámu, og seg- ir ekki unnt að bera Snorra á brýn, að hann hafi sjálfur spunnið upp þessar ýktu land- námssagnir, heldur hafi hann aðeins stuðzt við gamlar ættarsagnir, sem hann hafi tek- ið fram yfir eldri og sennilegri frásagnir Landnámu.40 Sigurður Nordal segir, að Egils saga virð- ist hafa rangt fyrir sér í flestum atriðum, þar sem henni og öðrum heimildum, einkum elztu Landnámu, beri á mifli. „En engin ástæða er þar til þess að væna höfundinn um að hafa sýnt hlutdrægni í meðferð heimild- anna, eins og B.M.Ó. hefur gert ..., heldur hefur hann fylgt öðrum sögnum, sem dreg- ið höfðu dám af ættunum, sem geymdu þær,“ segir Sigurður.41 Hann kveðst aldrei hafa trúað því, „að Snorri hafi vísvitandi far- ið rangt með takmörk landnáms Skalla- Gríms í eigin hagsmuna skyni, enda torvelt að skilja, að hverju gagni honum hefði kom- ið það."42 Jakob Benediktsson telur nærtækari skýr- ingu, að höfundur hafi „stuðzt við munnleg- ar sagnir um Mýramenn."43 Grímur háleyski sagður þiggja Iand af Skalla-Grími I samræmi við frásögn sína af hinu stærra landnámi Skalla-Gríms, „suðr til Hafnar- fjalla", telur höfundur Egils sögu Grím há- leyska á Hvanneyri ekki sjálfstæðan land- námsmann, eins og gert hefur verið í Mela- bók og Frum-Landnámu,44 heldur segir hann: „Grími inum háleyska gaf hann (þ.e. Skalla-Grímur) bústað fyrir sunnan Borgar- fjgrð, þar er kallat var á Hvanneyri ... Upp frá á þeiri (þ.e. Andakílsá) til þeirar ár, er kglluð var Grímsá, þar í milli átti Grímr land.“ (28. kap.)45 Skipin tvö Athyglisvert er, að samkvæmt frásögn Eg- ils sögu og Sturlubókar Landnámu (sem styðst við og endursegir landnámsfrásögn Egils sögu) sigldu þeir feðgar Skalla-Grím- ur og Kveld-Úlfur hvor á sínu skipi til Is- lands. Skalla-Grímur kom að landi á Knarr- arnesi á Mýrum, en Grímur háleyski sigldi hinu skipinu í Gufárós innst í Borgarfirði og þá síðan land sunnan Hvítár að gjöf af Skalla-Grími. Þórðarbók Landnámu (eftir Melabók) segir hins vegar aðeins frá einu skipi, þ.e. skipi Skaila-Gríms, sem kom í Gufárós, eins og fyrr segir. Nafnið Knarrar- nes kann að hafa orðið tilefni þess, að land- námsmaðurinn er í Egils sögu sagður sigla (knerri sínum) þar að landi, eins og Bjarni Einarsson hefur bent á,46 sbr. hinar mörgu örnefnaskýringarsagnir í sögunni, sem áður var getið. Með hliðsjón af nýfengnum yfirráðum Snorra yfir suðurhéruðum Borgarfjarðar mætti þá líta á skip Skalla-Gríms sem tákn hins gamla landnáms Mýramanna milli Hít- arár og Norðurár (sem greint var frá í Frum-Landnámu), en skip Kveld-Úlfs og Gríms háleyska á Hvanneyri sem tákn Borg- arfjarðarhéraðs fyrir sunnan Hvítá og Norð- urá, einmitt þeirra héraða, sem Snorri bcetti við ríki sitt og Mýramanna á fyrsta áratug 13. aldar. Mýramannagoðorð mun Snorri hafa fengið 1202, hálft Lundarmannagoðorð laust eftir 1202, Reykhyltingagoðorð um 1206, Stafhyltingagoðorð um 1209 og Jökla- mannagoðorð (Gilsbekkingagoðorð) ekki síðar en 1210.47 Reykhyltingagoðorð var við upphaf allsherjarríkis (930) að hálfu í eign ættar Gríms háleyska, og telur Lúðvfk Ingv- arsson, að Grímur kunni að hafa lifað fram yfir þann tíma.48 Snoirí, sem fluttist frá Borg í Reykholt um 1206 og tók við Reykhylt- ingagoðorði, kann af þessum ástæðum að hafa haft sérstakan áhuga á því að tengja Grím Mýramönnum og gera hann háðan þeim. Kveikja kistusagnarinnar og fundarstaður kistunnar Með frásögninni af Grími háleyska, sem fylgdi Kveld-Úlfi út á skipi hans, tók við skipstjóm að honum látnum, fann kistu hans rekna og þá land sunnan Hvítár að gjöf af Skalla-Grími - virðist höfundur Egils sögu vera að leggja áherzlu á upphafleg yfirráð Skalla-Gríms (og þar með Mýramanna) yf- ir suðurhluta Borgarfjarðarhéraðs. Höfundur sögunnar er þannig með hugann við svæð- ið, þar sem Kistuhöfði og Kista eru, og vill telja það innan landnáms Skalla-Gríms. Það er því ekki óeðlilegt, að Á'í'.vm-örnefni á þessu svæði (sunnan Borgarfjarðar, beint á móti Borg) hafi orðið kveikja sagnarinnar um kistu Kveld-Úlfs. Hins vegar hefur höf- undi verið ljóst, að ekki var trúverðugt, að landnámsmaðurinn veldi sér bústað norðan- megin fjarðar, ef hann tilgreindi Kistuhöfða sunnan fjarðar sem fundarstað - auk þess sem bæjarnafnið Kista gerði það torvelt. Þess vegna fer hann eins og köttur ( kring- um heitan graut, þegar hann lýsir fundarstað kistunnar. Hann nefnir ekki höfðann né neitt annað ömefni í sambandi við kistusögnina og segir, að kistuna hafi þeir fundið „í vík einni“ og flutt hana á „nes þat, er þar varð“ og Skalla-Grímur hafi flutt skip sitt „í vág þann, er næstr var því, er Kveld-Úlfr hafði til lands komit, ok setti þar bœ ok kallaði at Borg.“ Með öðrum orðum: Þessa óljósu frá- sögn af fundarstað kistunnar, sem valdið hefur fræðimönnum heilabrotum, hygg ég verði að skýra með því, að höfundur Egils sögu hafi haft kistuhugmyndina úr Kistu-ör- nefnunum sunnan Borgarfjarðar, en af fyrr- greindum ástæðum hafi honum ekki hentað að vísa beint til þeirra og þá ekki kunnað við að staðsetja kistufundinn nákvæmlega út frá nafngreindu kennileiti norðan fjarðar. Sturla Þórðarson tekur hins vegar af skarið í Landnámugerð sinni (þar sem hann styðst við Egils sögu) og segir: „Hann (þ.e. Skalla- Grímur) reisti bœ hjá vík þeiri, er kista Kveld-Úlfs kom á land, ok kallaði at Borg.“ Þar með gerir hann sjálfan Borgarvog að fundarstað kistunnar. Fremur hugsmíð Snorra Ef kistusögnin er hér rétt skilin, verður vart hjá því komizt að ætla, að hún sé - eins og hún er fram sett í Egils sögu - hugsmíð söguhöfundar (hiklaust Snorra) fremur en gömul arfsögn Mýramanna. En sú niður- staða rennir aftur stoðum undir, að frásagn- irnar af skipunum tveimur, stærð landnáms Skalla-Gríms og þakkarskuld Gríms há- leyska við Mýramenn séu eins til komnar, enda hanga þessar frásagnir í rauninni allar saman og virðast hafa eitt og sama mark- mið: að styrkja stöðu goðans í Reykholti. * Að lokum ein spuming: Hvers vegna lét höfundur Egils sögu einmitt Grím háleyska, landnámsmann á Hvanneyri í Andakíl, finna kistu Kveld-Úlfs? Svar: Vegna þess að hann vissi, að Grím- ur átti hana! Cherchez le nom de lieu! 1) Sjá 'ísl.fornr. 11 (Rvk. 1933), 71-73. 2) Sjá s. r. I (Rvk. 1968), 71. 3) Sjá grein Bjöms M. Ólsen í Aarb. f. nord. oldk.hed 1904, 167-249; Jón Jóhannesson: Gerðir Land- námabókar (Rvk. 1941), 75-76. 4) Kr. Kálund: Hisl.-topogr. Beskrivelse I (Kbh. 1877), 378. 5) Árb. Fornl. 1886, 5-6. 6) S. r. 1897, 5-6. 7) ísl. fomr. II, 72 nm. 8) Sjá Kulturhist. leks. V, 445. 9) Sjá ísl. fomr. II, 101-102; leturbr. hér. 10) S. r. I, 45. 11) Sjá Grímni 1980, 80. 12) Sjá ísl.Jbrs. IV, 285-86; Árb. Foml. 1908, 18. 13) Sjá Kulturhist. leks. VIII, 423-31. 14) Sjá 1. Modéer: Smálandska skargárdsnamn (Upp- sala 1933), 88. 15) Sjá B. Ohlsson: Blekingskusten (Lund 1939), 213. 16) Sjá Norges geografiske oppmáling, Serie M 711, bl. 1622 I (1973). 17) O. Rygh: Norske Gaardnavne VII (Kria 1914), 99. 18) A. Bakken: Siljan (Larvik 1969), 112-13. 19) Rygh: Norske Gaardnavne VI (1907), 66. 20) Sjá Norges geogr. oppmál., M 711, 1813 IV (1974). 21) Rygh: Norske Gaardnavne XVI (1905), 167. 22) Sjá ísl. fomr. II, 73. 23) ísl. fbrs. V, 502. 24) Sjá Norges geogr. oppmál., M 711, 1616 IV (1982). 25) Húnavaka 1990, 92. 26) Sjá ísl. fbrs. IX, 564 nm. 27) Sjá Kulturhist. leks. IV (Kbh. 1959), 346. 28) A. Bakken: Siljan, 112—13. 29) Sjá Hafliði Magnússon: Amarfjörður [1992], 84-85. 30) Björn J. Blöndal: Vötnin ströng (Rvk. 1972), 153-54. 31) Rit þess Islenzka Lœrdóms-Lista Felags III (1782) (Kh. 1783), 94 (stafs. samr.). 32) O. Olavius: Oeconomisk Reise (Kbh. 1780), 516. 33) Sjá Folk-Liv 1942, 64. 34) Sjá Jarðab. Á. M. IV, 179. 35) Um aðra ættfærslu og uppruna Gríms sjá ísl. fomr. VIII, 18 nm., xxxix. 36) Rygh: Norske Gaardnavne Indl. (1898), 8. 37) Landnámabók (Kbh. og Kria 1921), 46 (stafs. samr.), sbr. Jón Jóhannesson: Gerðir Landnáma- bókar (Rvk. 1941), 76. 38) ísl. fomr. 11, 73. 39) Sjá Aarb. f. nord. oldLhed 1904, 197-201, 228. - Um goðorð Snorra sjá Lúðvik Ingvarsson: Goðorð og goðorðsmenn II (Egilsstöðum 1986), 399—412. 40) Aarb. 1904, 232. 41) ísl. fomr. II, xxxvi. 42) S. r. II, lxxiii. 43) S. r. I, lxi-lxii. 44) Sjá Landnámabók (Kbh. og Kria 1921), 37, sbr. Jón Jóhannesson: Gerðir Landnámabókar, 76—77. 45) ísl. fomr. II, 73. 46) Sjá Bjami Einarsson: Litterœre forudsœtninger for Egils saga (Rvk. 1975), 51—52. 47) Sjá Lúðvík Ingvarsson: Goðorð og goðorðsmenn II, 370, 401-02; III, 31, 47, 64. 48) Siá s. r. 11, 383-84. KRISTJÁN J. GUNNARSSON KRÓNIKAN Um lífshlaup sitt ástsæll ráðherra vor hefur ritað og raunar ekki í neinum ómyndarpésa. Firnaþykk er þessi bók í feiknastóru broti fiúruð gulli um kjöl en spjöldin blá. Þessar umbúðir urðu svo miklar að ekkert varð vitað um innihald mannsins sem skrúðmælgin greindi frá. í þessari sjálfsævisögu er ekkert sem er þess virði að lesa annað en það sem höfundi láðist að skrá. GESTKOMA I húsgangsgervi hálfkveðin vísa að hugans dyrum ber kynnir sig ekki eða segir á hvers vegum hún er og enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer. ALDREI AÐ VITA Margir segja hérvistina bara til að búa fyrir himnaför í haginn. Og hinir eru til sem telja öllu lokið þegar torfan kyssir náinn og grasið hylur tóttina. En aldrei er að vita hvort betra er að deyja inní daginn eða dvína burt og slokkna útí nóttina. VÖLUSPÁ Oft hef ég hugsað um þessa kynlegu völvu allsvitandi illspáandi alheimsgrandi öllu hún svarað gat það er ég viss um að Völuspá hefur hún skrifað á tölvu þótt verði það ekki sannað fremur en annað. Vituð ér enn eða hvað! Höfundur er fyrrverandi fræðslustjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.