Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 9
BÓKAVERSLUN í NETHEIMUM Því hefur verið spáð að alnetið muni gangaaf prentuðu máli dauðu og er sumum bókhneigðum þyrnir í auga. ÁRNI MATTHÍASSON segir að þar sé margt gott að finna fyrir lestrarhesta, ekki síst stærstu bókaverslun heims. vænlegt til árangurs en áhættusamt fyrir mann með hans skaplyndi. Listaverk hlýtur að lúta eigin reglu og þar með temja lund þess sem hefur áráttu til að láta allt lúta sinni reglu. Tölur, útreikningar svara til eins allsheij- ar listaverks, ekkert í mannlífinu skuldbind- ur manninn til að þjóna annarri reglu en sjálfs sín jafn rækilega og ef hann helgar sig heimi talna á hvaða vettvangi sem það er. Þar með getur hann flúið þráhyggjur sínar, ef þær ógna honum, en jafn víst er hitt að hann verður haldinn af viðfangsefn- inu; getur jafnvel orðið fíkill á tölur. Eg nefndi fjarstæður. Slíkt líferni getur beinlínis orðið úrræði asp. Hann kann að velja sér tómstundaiðju, samhliða afar rök- bundnu starfi, tómstundaiðju sem ekki getur gengið upp með nokkru móti. Böndin berast að Lewis Caroll, stærðfræðingnum breska sem samdi söguna um Lísu í Undralandi og orti sér til hugarhægðar ljóðabull af því tagi sem nýtur virðingar meðal Breta ef skemmtilegt reynist. Hvar í flokki sem þessi ágæti höfundur á helst heima þá er hann góð fyrirmynd um afþreyingu fyrir þá sem tilhneigingu hafa til áráttusérvisku. Reynslan sýnir að í flestum dæmum finna asp. alls engin úrræði við vanda sínum, ósamræmið milli upplags og hugar helst hið sama alla tíð; þeir geta ekki fundið sér fró- un í meinlausri vitleysu af einhverju tagi hvað þá að þeim takist að þroska sjálfskiln- ing sinn að því marki að þeir reynist liðtæk: ir t.d. við skráningu og enn síður listir. í staðinn leita þeir óreglunnar þar sem hana er helst að finna, gefa sig á vald áfengis eða annarra fíkna til lengri eða skemmri tíma, eða jafnvel kjósa sér þá fjarstæðu sem róttækust er við óviðráðanlegri rökvísinni, þeir fyrirfara sér. Sjálfsmorðstíðni meðal asp. er mjög há. En þekki einhver til afar rökvíss manns sem þó velur hveiju sinni vitlausasta kostinn sem fyrir liggur þá er næsta líklegt að þar sé á ferðinni asp i leit að sjálfum sér. Þroskahömlur Einstaklingurinn er að mestu leyti tilbún- ingur sjálfs sín og samfélags. Af því leiðir mikilvægi þess að samræmist forskrift sem fyrir liggur í erfðalyklum manns, og uppeld- ið hvaðan sem það er komið. Hver maður veit af draumkenndu ósjálfræði um þarfir sínar uns þær verða honum hugfastar fyrir uppbyggingu og aðhald sjálfsvitundar og huga, - uns hann er orðinn að einstaklingi og tekur upp menningarlegri sjálfsskilning. Vandinn í samskiptum við einhverfa er að skilyrði til slíkra framfara virðast mjög takmörkuð; þótt þeir kunni að búa yfir vél- rænni hörku er getan til að koma sér upp kenningu um huga og þar með sjálfsskiln- ingi eftir útlitinu oftastnær lítil, í mörgum dæmum nánast engin. Af þessum takmörk- unum leiðir hið sakleysislega viðmót sem höfðar til kvikmyndahúsgesta síðustu ára. Einhverfir eru sér ekki nema að litlu leyti vitandi um - að þeir eru. Mannshugur er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að sjálfsvitund fái þrifist, en einhverfir lifa við þroskahömlur að þessu leyti. Líklega helst vegna þess hve ómarkviss kerfisbund- in uppbygging alhæfinga þeirra sjálfra er. Myndrænt vitundarflæði sálarlífsins þeirra er að sama skapi fijálsara sem heimur hug- takanna er þeim óaðgengilegri. Líf þess ein- hverfa er draumkennt þrátt fyrir stirðbusa- legt viðmót og árangursríkust boðskipti þeirra eru myndræn. Slíkar kennsluaðferðir (TEECH) henta með sömu rökum öllum sérþarfahópum sem búa við mikið ósamræmi huga síns og reyndar. Hugsunin hlýtur að vera að sama skapi myndræn sem vitundin er síður bundin huga, slíkri menningarsmíð. Það sem oft heillar menn í fari fáráðlings- ins er frelsið að láta ekki stjórnast af stað- og tímabundinni mótun hugar heldur af flæði sálarlífsins sem kallað er ýmsum upp- byggilegum nöfnum, eftir því hvaða kenn- ingar um huga menn aðhyllast, meðal margs annars rödd hjartans, tilfinninga- eða and- ríki. Við kennum þeirrar mótsagnar að sjálf- stjórn þess hugprúða bindur hann stað og stund með forgengilegum hætti þótt kunni að fylgja mikil völd og mannvirðingar. Frelsi hins sem bara er og ekki veit að hann er minnir fremur á þann anda sem við væntum að í öllu búi og hafí óþrotlega biðlund þrátt fyrir takmörk okkar og getuleysi til að vinna bug á þverstæðum lífs okkar eins og þess- ari að hugur og dauði eru jafnan saman í för. Höfundurinn er rithöfundur. ALNETIÐ er til marga hluta nytsamlegt þó að mönnum hafí gengið erfíðlega að nýta það til verslunar og viðskipta. Dæmi eru þó um hagnýtingu þess í því skyni og fer fjölgandi, ekki sist er bókaverslun blóm- leg á netinu og harðandi samkeppni á því sviði. Þar takast meðal annars á Barnes & Noble-bókarisinn bandaríski og smáfyrirtæk- ið Amazon, sem rekur stærstu bókaverslun í heimi, með yfir milljón bóka lager. Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er viðskipta- jöfur sem hefur lítinn áhuga á bókum. Hann segist hafa ákveðið að reka verslun á alnet- inu og 20 gerðir varnings hafi komið til álita. Eftir mikla yfírlegu leist honum best á bæk- ur, ekki síst vegna þess að til á ensku var hálf önnur milljón bóka í útgáfu, en þijár milljónir alls í heiminum. Bækur eru varning- ur sem auðvelt er að skrá og halda utan um í tölvutæku formi; stöðluð vara sem auðvelt er að dreifa og flytja. Að auki gæti bókaversl- un á netinu hæglega slegið við hefðbundinni bókaverslun í úrvali, því ekki sé nokkur leið að reka hefðbundna bókaverslun sem væri með yfir milljón titla í boði. Amazon„opnaði“ síðan á netinu fyrir bráðum þremur árum og hefur velta fyrirtækisins aukist um 34% á mánuði að meðaltali síðustu tvö ár. tvJ Aðal Amazon er úrvalið eins og áður er getið, því verslunin státar af ríflega milljón titla bókalager. Verð bókanna er og lægra en almennt enda þarf fyrirtækið ekki að leigja mikið húsnæði fyrir bækurnar; lagerinn er sýndarlager 1.100.000 bóka. Kaupandinn leggur inn pöntun eftir bókaskrá Amazon, sem síðan kaupir um hæl bókina af viðeig- andi heildsala eða útgefanda. Bókin berst samdægurs til Amazon og er send til kaup- andans daginn eftir að pöntun er gerð. Það eina sem til þarf er gott tölvukerfí og pökkun- araðstaða til að taka við bókum frá forlögum og heildsölum og pakka inn til sendingar. Amazon fær bækurnar beint frá heildsöl- um og selur á lægra verði en almennir bóksal- ar og eigandinn segist þess fullviss að það sé meðal skýringa á því hvers vegna honum hefur vegnað eins vel og raun ber vitni á meðan grúi fyrirtækja hefur farið flatt á því að versla á netinu. Hann segir að bókaunn- endur kjósi gjarnan þægindin af því að geta fundið það sem þeir leita að fljótt og vel og hvenær sem er sólarhringsins, en þeir kunni einnig vel að meta afsláttinn. Tölvur eru til þess búnar að vinna úr upp- lýsingum og sannast hjá Amazon, því hægt er að leita eftir titli bókar eða hluta úr titli, heiti höfundar eða efnisorðum, aukinheldur sem flokkunin gefur kost á því að láta forrit- ið stinga upp á bókum; ef kaupandanum lík- aði vel bók ákveðins höfundar getur hugbún- aðurinn stungið upp á bók sem hann gæti líka haft gaman af - þjónusta sem bóksalar gáfu áður en bækur urðu eins og hver önnur þurrvara. Einnig gefur Amazon færi á að eiga samskipti við aðra bókaáhugamenn, því lesendum gefst kostur á að senda fyrirtækinu athugasemdir eða hugleiðingar um bækur sem þeir hafa lokið við að lesa, síðan geta aðrir sent sínar hugleiðingar eða athuga- semdir og svo koll af kolli. Höfundum gefst einnig kostur á að láta falla nokkur orð um bækur sínar, og í skrám Amazon má víða rekast á slíkar athugasemdir þar sem höfund- urinn hefur skýrt tilganginn með samningu bókarinnar eða látið einhver orð falla um tilurð hennar sem ekki voru áður ljós. Einnig geta lesendur sent höfundum tölvupóst fyrir milligöngu Amazon og leitað svara við áleitn- um spurningum. Lengi vel hafði sá sem þetta skrifar leitað að bók eftir portúgalska skáldið Femando Pessoa, sem heitir á ensku The Book of Disquiet. í fyrstu heimsókn inn á Amazon fyrir tæpum tveimur árum fannst bókin und- ireins og barst skömmu síðar. Annað dæmi má nefna um leit að bókum eftir ítalska rit- höfundinn Antonio Tabucchi og fundust fyrir stuttu nokkrar bækur sem ekki hefur verið unnt að komast yfir hér á landi. Meira að segja var þar að finna bækur sem ekki voru komnar út en væntanlegar og hægt að panta þær. Amazon býður einnig upp á þá þjón- ustu að skrá sig á lista með tilgreint áhuga- efni og þegar bækur um það eða tengdar koma síðan út fær viðkomandi tölvupóst og getur þá fest sér bókina með hraði. Enn má því segja að nýjasta tækni sé að endurvekja í netheimum þá þjónustu sem horfin er úr bókabúðum í mannheimum, og bókinni vissu- lega til góðs. Teklst á um bóksölu Eins og áður er getið horfa ýmsir bókaris- ar til velgengni Amazon öfundaraugum, ekki síst Barnes & Noble, sem er öflugasta bóka- verslunarkeðja heims. Þar á bæ hafa menn og brugðist við með því að stefna inn á net- ið af þunga; byijuðu á því að semja við net- þjónustuaðilann America Online fyrir rúmum mánuði um að koma upp á vegum þess 400.000 titla bókaverslun, en America Online er að reisa eins konar sýndarkringlu á netinu þar sem á að vera hægt að kaupa allt á milli himins og jarðar. Þar verður beitt þeirri sölutækni Amazon að gefa ríflegan afslátt; allar innbundnar bækur verða seldar með 30% afslætti, en pappírskiljur með 20% afslætti. Þær bækur sem ekki eru á lager og þarf að sérpanta fást á forlagsverði. I framhaldi af þessu samstarfi við America Online hyggst Barnes & Noble síðan setja upp eigin bóka- verslun á netinu sem á að gera betur en Amazon í úrvali og verði. Forsvarsmenn Amazon ætla þó ekki að bíða og sjá hvað setur, því þeir eru þegar farnir að bregðast við og hafa meðal annars lækkað verð á metsölubókum sínum um 40% og auka nú bókaúrval sitt upp í hálfa þriðju milljón titla, meðal annars með því að bjóða bækur á öðrum tungumálum. Einnig hefur verslunin fjölgað útsölustöðum með því að bjóða öðrum veffyrirtækjum að setja inn tengingar til Amazon og fá fyrir söluþóknun fyrir hveija bók sem selst í gegnum slíka tengingu. Með því móti má til að mynda gera þeim sem eru að leita upplýsinga á vefslóð ferðaskrif- stofu kleift að kaupa ferðabækur, eða þeim sem eru að leita að uppskriftum eða upplýsingum um matvöru að kaupa matreiðslubækur. Með þessu móti tókst fyrirtækinu að fjölga út- sölustöðum um 300 án þess að leggja í nokkra fjárfestingu, sem undirstrikar hvern- ig verslunarhættir á netinu kalla á nýja hugs- un og hugmyndir. Enn sem komið er telja markaðsfræðingar að bóksala á netinu sé ekki nema um eitt prósent af heildarsölu bóka í heiminum, en spá því að fram að aldamótum eigi salan eftir að fara upp í fimm til sex prósent. Bókaverslun Amazon er á slóðinni http://www.amazon.com LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.