Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 15
NANNA JAKOBSDÓTTIR HUGVEKJA Hákot er stórt orð. Hugvekja er stórt orð. Hugmynd er líka stórt orð. Af þessum þremur stóryrðum ætla ég að velja mér Hugmyndina. Hvernig sjáum við? Með augunum. Mikið rétt, það gera mörg okkar. Það gera flest okkar —- en ekki öll. Sum okkar sjá með fingrunum eða jafnvel eyrunum. En öll sjáum við fyrst og fremst með ímyndunaraflinu, h ugmyndakraftin um. Hugsið ykkur, að þið séuð stödd á Lækjargötunni síðla dags. Það er mánudagur og miður Þorri. Ósköp þreytulegt þjóðarbrot hímir þarna við Ijósastaurinn. ÖII bíðum við eftir vagninum, sem á að flytja okkur heim. Norðangarrinn hvæsir nístandi flaututóna í eyrun á okkur. Við hrærum hetjulega í slabbinu með báðum fótum. Það var þá sem ég sá hann. Mitt á meðal okkar. Hógvær. Rótfestur í hversdagsleikanum, bendir til himins, hneigir höfuð sitt og hellir yfir þig Ijósi. Þetta var kærkomin upplýsing þarna í mánudagshraglandanum. Og þó var Ijósberinn aðeins ofur hversdagslegur ljósastaur. Og þá er komið að okkur, hvetju og einu að minnast þess, að við stöndum ekki ein í kuldanum og krapinu. Við stöndum saman. Og mitt á meðal okkar stendur sá, er sagði: Ég er Ijós heimsins. Þarna birtist vagninn okkar. Litli hópurinn þyrlaðist feginsamlega inn í strætó, sem leið af stað og sveigði mjúklega í austurátt. Ljósastaurarnir stóðu heiðursvörð alla leiðina heim. IJóIi allru |>rirrn scm vilja raTtla jVurðinn sinn Stórn garðabóhin er œtluð öllu dhugafólhi um garðrœht. Á meistaralegan hútt sameitiar hún frceðilega núhvœmni og einfalda frantsetningu efnisins. Hún hentar vel því fólhi sem latigar til að spre)’ta sig ú garðrœkt ífyrsta sinn en er jafnframt tnikil fróðleiksnúma fyrir þú sem búa að langri reynslu í garðyrkju. Þetta er sannhallað alfrœðirit sem nýtist úrið um krittg og ttteð það í höndutn md bœði endurbœta gatnlan garð og skapa tvýjan frú rótum. Nœrmyndir afplöntum sýna liti og lögun blótna sem velja tná til rcektunar. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur ritstýrir verkinu og hefur hann fengið til liðs við sig þrjátíu sérfræðinga sem leggja bókinni til efni. Þetta er nútímalegur og einstæður fróðleikur. Stóra garðabókin er sannkallað nútímaverk. Yfirlilstnyndir gefa góða hugtnynd um hvemig tilteknar plönlur njóta sín í görðum. 20% afslállur í bókabúðum Máls og mcnningar, Laugavegi «ú Síðumúla i bókitmi eru nokkur hundruð myndskýringar setn sýna í smáatriðum hvernig , best er að vitma verkjn. Hver mytulskýring er auðkennd með greinargóðri fyrirsögn. í sérstaka plöntulista tná scekja ráð utn val á heppi- legum tegundum til rcektunar. Texti og Ijósmyndir mynda eina heild og varpa skýru Ijósi á þau verkefni og vinnuaðferðir sem utn rceðir. TRE - RUNNAR - FJOIÆRINGAR - SUMARBLOM KLIFURPLÖNTUR - RÓSIR - LAUKAR OG HNÚÐAR - KRYDDJURTIR MATJURTIR - TJARNIR OG LÆKIR - GRASFLATIR - RÆKTUN í STEINHÆÐUM - RÆKTUN UNDIR ÞEKJU - KAKTUSAR OG AÐRAR SAFAPLÖNTUR - VERKFÆRl OG TÆKI - MANNVIRKI í GÖRÐUM GRÓDURHÚS OG GRÓÐURREITIR - JARÐVEGUR OG ÁBURÐUR - VEÐRÁTTA OG RÆKTUN - SJÚKDÓMAR OG MEINDÝR - FJÖLGUN - ÁGRIP AF GRASAFRÆDI FORLAGIÐ GENGIÐ FRAM- HJÁ GUÐMUNDI SKÓLASKÁLDI / Fáein orð um Islenska bókmenntasögu III og skáld sem hafa mátt þola það að missa vinsældir og jafnvel að gleymast. r SLENSK bókmenntasaga III verður að teljast vandað og merkilegt verk sem varpar nýju ljósi yfir bókmenntalegar hræringar sunnan úr Evrópu til íslands á 18. og 19. öld. Það er til dæmis sláandi táknrænt _að hugsa sér að Ijallganga þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á Heklu árið 1755, hafi beinlínis opnaði lands- mönnum nýja sýn og breytt lífsviðhorfi þeirra. Því var trúað að Heklueldar væri logar helvít- is, en nú höfðu mennskir menn gengið á fjall- ið og sáu að þaðan var útsýni mikið og fag- urt. Umheimurinn varð að taka nýja afstöðu. Hér er af miklu að taka en mesta umfjöllun fá bókmennirnar og að vonum skáldin. Þó valinn maður hafi verið í hverju rúmi við gerð bókarinnar og margt nýtt sem ber á góma, er þó aldrei svo, að gaumgæfinn lesandi geti ekki gagnrýnt eitthvað, eða þótt sem eitthvað skorti svo að öllu réttlæti væri fullnægt. Sagnaskáldið Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) fær mikla og verðuga umfjöllun. Enginn efast um stórt hlutverk hans í sagna- skáldskap íslendinga, og er þar jafnvel vitnað til ummæla lítt þekktra manna á bókmennta- sviði. En þegar talað er um fall hins dáða rit- höfundar Jóns Trausta er nokkuð sterkt til orða tekið. Það verða víst flest skáld að ganga í gegnum sína eldskírn gagnvart viðhorfi samt- íðarmanna. Og þótt árásir væru illvígar og rætnar, þá stóð hann allt af sér og hélt áfram til dauðadags, en skáldskapur hans lifir sem kjarni þeirrar horfnu sveitamenningar sem þar er jýst. Á þeim vettvangi mætti ekki síður tala um fall Einars H. Kvarans, þótt síðar væri, þegar Sigurður Nordal gagnrýndi skáldskap hans og þótti hann léttvægur. Einar orti fyrir sam- tíð sína og var dáður af henni. En slíkur skáld- skapur felur að jafnaði ekki í sér þann neista að eiga erindi til komandi kynslóða. Guðmund- ur Hagalín sagði eitt sinn í ritgerð um þessi höfuð sagnaskáld: „Ef skáldskapur Jóns Trausta er eins og þéttvaxinn, alskeggjaður bóndi með lambhúshettu og á kúskinnsskóm, þá er list Einars H. Kvarans líkust hefðarmey sem dansar á tánum við bleik og vöðvarýr ungmenni, gjörn til yfirliða og rekur stundum upp skræki sem hræra dansfélagann til með- aumkunar". En stjarna fleiri höfuðskálda hefur fallið um skeið, þótt ekki sé um rætt í þessari bók. í lestrarbók Sigurðar Nordals er þjóðskáidið Steingrímur Thorsteinsson dregið svo niður, að menn eins og Steinn Steinarr skáld risu upp til andmæla, og hinu gamla skáldi til varnar. En þrátt fyrir það varð dómur Nordals um skáldið til þess að sól þess gekk til viðar um hríð og þótti ekki viðeigandi að hafa ljóð Stein- gríms um hönd. Svo varð þangað til ungt skáid, Hannes Pétursson, reit ævisögu Steingríms sem varnarrit hins gamla þjóð- skálds. Raddir heyrðust um það að verkið væri tilgangs- laust; þessari þróun yrði ekki snúið við. Þau orð urðu ekki sannmæli. Ritverkið hafði þau áhrif, að nú hefur stjarna hins gamla skálds Steingríms risið á ný og hann hiotið aftur það sæti sem honum bar. En eitt er það einkum að mati undirritaðs, sem gagnrýnisvert er og vantar í þessa annars svo merkilegu bók, að eitt af þekktustu skáldum þessa tímabils fær nær enga umfjöllun: Guð- mundur Guðmundsson skólaskáld. Aðeins er hans getið, en af einhveijum ástæðum fær hann ekkert rúm í verkinu. En ef rúmleysi var um að kenna, hefði mátt sleppa einhverju úr svonefndum bókmenntum fyrir vestan haf, mjög ómerkilegum, þegar frá er skilinn risinn Stephan G. Stephansson. Guðmundur Guðmundsson frá Hrólfsstaða- helli, sem nefndur var skólaskáld, þetta ijóð- ræna söngvaskáld, setti sinn sérstæða svip á samtíð sína, á bókmenntasöguna og þanneð á skáldafylkingu þess tíma. Ljóð Guðmundar skólaskálds eru enn sungin, jafnvel mest ís- lenskra ljóða. Ástæðan er markviss hag- mælska hans og fegurðarskyn, sem Grétar Ó. Fells kallaði álfheimadýrð. Hér ber að nefna ljóðabálk þann sem skáldið orti um kristnitök- una á alþingi: Ljósaskipti. Það er stórvirki í skáldskap, þrungið rómantískri fegurð, og verðugt þess að gefa því gaum á þúsund ára afmæli kristnitökunnar árið 2000. Lokaerindið í Ljósaskiptum hljóðar svo: Svo kveð ég mér hljóðs- og strýk og strýk um strengina léttum boga, ergrundir og tindar, tangi og vík ítöfradýrð kvöldsins loga. Ég seiði íljóðhörpu sólarijóð um sigur hins góða og bjarta, er lífsvaka glóðþrungið byltist blóð sem brimsog um þjóðar hjarta. Guðmundur skólaskáld varð sem fleiri að ganga í gegnum sína eldskírn. Um það vitnar biturt ádeilukvæði hans eins og Glámsaugun. Einn fremsti menntamaður síns tíma, Alex- ander Jóhannesson, síðar háskólarektor, skrif- ar í formála fyrir ljóðum skáldsins: „Öll veröldin varð að hljómdýrð, er barst til skáldsins frá ströndum Huldulanda. Feg- urðartilfinning hans var rík og bragkennd hans óvenju næm, og allt sem hreif hug hans •, varð að heillandi gullstrengja ljóði“. SIGURÐUR SIGURMUNDSSON frá Hvítárholti. Guðmundur Guðmundsson, skólaskáld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 I 5 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.