Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 16
VOLDBLÆRINN bærir tjalddúkinn. Brátt skellur myrkrið á. Hæðirn- ar eru gulrauðar í kvöldskininu. Kletturinn minn skagar fram og ég get greint hvem drátt í veðruðum rákum hans. í lægðir safnast dimm- bláir skuggar eins og svalandi tjamir. Þetta hef ég horft á undanfarin kvöld úr rekkju minni í tjaldbúð- inni, örlagaklettinn minn og um- hverfi hans. Örlagadagur minn er mér nú efst í huga. Ung var ég og sterk þótt æska mín væri liðin. Ég fann kraft- inn og lífsaflið svella í æðunum. Ég vaknaði hvern morgun og hugsaði með gleði til dagsins framundan, dags sem var sneisafullur af óunn- um verkum se_m ég hlakkaði til að takast á við. Ég beindi orku minni að því að efla bú okkar hjóna. Matarbúrið var alltaf troðfullt af korni, brauði, ávöxtum, grænmeti og víni. Þótt við byggjum á þessum htjóstrugu slóðum var nægur auður til að afla þessara gæða því að eigin- maður minn var ríkur á veraldar- vísu, búpeningur hans skipti þús- undum, bæði kindur og geitur. En heimskur var hann eins og nafn hans bar vott um. Og harðlundaður. Það kom berlega í ljós þennan ör- lagadag þegar hann neitaði sendi- mönnum Konungsins um aðstoð. Ég gleymi aldrei hvað mér rann sárlega í skap þegar einn af fjárhirð- um manns míns, ungur drengur og hjartahlýr, gekk á minn fund og sagði mér alla söguna. Hann hafði í tjaldbúðum hermanna úti í auðnun- um. Sólin skein brennheit af heiðum himni um daga, golan þyrlaði kalk- kenndu ryki um steina og skrælnaða þyrnirunna. En um nætur kom dá- samlegur svali og ég naut ásta i faðmi hins fríða, sterka manns. Dag nokkurn leiddi herra minn mig upp á hæð nokkura þaðan sem við sáum innhafið. Hvílík svölun í brennheitu sólskininu að sjá þennan bláa flöt umkringdan safaríkum gróðri. Hann benti mér til norðurs og sagði: „Þarna eru borgir og þar munum við dveljast í framtíðinni.“ Það reyndist satt og ég bjó með honum í höllum. Ast okkar bar ávöxt og ég fæddi son í fyllingu tímans. Herra minn tók sér margar konur sem siðvenja var. Ekki hijáði mig afbrýðisemi - utan einu sinni. Það var um vor og hermenn farn- ir í stríðið. En Konungurinn sat samt heima og undruðust það margir. Nú voru farin að stijálast þau skipti sem hann kallaði mig um nætur til hvílu sinnar. En þetta fagra vorkvöld vildi ég vera við öllu búin. í skuggsjá minni virti ég andlit mitt fyrir mér. Ég þótti fögur kona þótt nokkuð væri ég stórskorin. Aðalprýði mín voru stór og skær augu og sterkleg- ar, dökkar fagurdregnar augabrún- ir. Ég smurði mig bestu ilmsmyrsl- um mínum og bjóst hæfilegu skarti. Síðan tók ég mér stöðu við glugga á vistarverum mínum þaðan sem ég sá að hluta tii yfir á þaksvalir Kon- ungsins þar sem hann gekk sér oft til svölunar á kvöldin. Allt í einu varð mér litið ofan í húsagarð ungu hermannskonunnar þarna í grennd. Ég sá milli sýprus- tijánna hvar þernur tvær roguðust SÓLBRENNDAR HÆÐIR SMÁSAGA EFTIR ÖNNUR MARÍU ÞÓRISDÓTTUR Þarna lifði ég mestu sæludaga lífs míns, í tjaldbúð- um hermanna úti í auðnunum. Sólin skein brennheit af heiðum himni um daga, golan þyrlaði kalk- kenndu ryki um steina og skrælnaða þyrnirunna. En um nætur kom dósamlegur svali og ég naut ósta í faðmi hins fríða, sterka manns. ásamt öðrum fjárhirðum gætt hjarðarinnar í hæðunum nokkra daga fyrir rúninginn. Augu drengsins ljómuðu þegar hann lýsti herflokki Konungsins. „Þeir voru eins og varnargarður umhverf- is okkur og voru okkur góðir og okkur skorti ekkert þann tíma sem við dvöldumst í ná- vist þeirra. Og ekki snertu þeir svo mikið sem eina kind okkar þótt vistir þeirra væru af skornum skammti. En svo,“ - og nú brut- ust tárin fram í augu sveinsins - „svo þegar þeir leita ásjár hjá eiginmanni þínum, neitar hann þeim um fæðu. Hann jós meira að segja fáryrðum yfir þá og sagði hæðnislega: „Ekki fer ég að taka brauð mitt, vín og slát- urfé frá sauðaklippurum mínum og gefa það ókunnum mönnum.“ Ég laumaðist í burtu og hljóp til þín, góða húsmóðir mín, til þess að segja þér frá þessu.“ Drengurinn laut mér í auðmýkt en sneri síðan til starfa sinna á ný. Reiðin blossaði upp í bijósti mér. Ég ákvað að taka til minna ráða. Ekki skyldi ég samt bregðast húsmóðurskyldum mínum. Ég und- irbjó mikla veislu fyrir mann minn og verka- menn hans að þeir mættu njóta að verkalokum. En matarbúr mitt bjó samt enn yfir miki- um gnægðum. Ég tók tvö hundruð brauð og tvo vínlegla, fimm tilreidda sauði og fimm mæla af bökuðu korni, hundrað rúsínukökur og tvö hundruð fíkjukökur. Ég klyfjaði asna mína og sendi sveina mína af stað út í hæð- irnar. Síðan bjó ég sjálfa mig til ferðar og settist á bak reiðasna mínum og lagði af stað niður fjallatroðningana. Hugur minn ólgaði af reiði gagnvart eigin- manni mínum en einnig af eftirvæntingu að sjá Konunginn unga sem svo mikið var rætt um, hann sem flúið hafði út á hijóstrin und- an afbrýðisemi gamla konungsins og barðist nú fyrir lífi sínu og manna sinna á þessum auðnarslóðum. Sólin var tekin að lækka á lofti og skugg- ar kletta og þyrnirunna lengdust óðum. Eg nálgaðist klettinn stóra og heyrði fótatak margra að baki hans. Flokkur Konungsins kom niður hlíðina hinumegin við hann. Sólin var að baki mér en baðaði klettinn framund- an rauðbleikum geislum sínum. Maður kom úr hvarfi hans. Eg sá eirbrúna hönd grípa um sverð. Konungurinn stóð andspænis mér. Djúpt andvarp leið frá brjósti hans: „Drottinn forði mér frá að bregða sverði gegn konu!“ Kvöldsólin lék um þennan stóra, fagra mann. Ég virti fyrir mér stóran fríðan munn hans, dökkjarpt hrokkið hárið og undir frá- hnepptri flík sá ég sterklega bijóstvöðva hnyklast. Augu hans, logandi og dökk, skutu til mín gneistum. Örlög mín voru ráðin. Það var ekki af einskærri auðmýkt að ég féll til jarðar og iaut Konunginum þegar ég sté af baki asnan- um. Hné mín kiknuðu og ég gat ekki staðið á fótunum. Ég stamaði fram afsökunum vegna fram- ferðis manns míns og bað Konunginn að þiggja gjafir mínar og lofaði Drottin fyrir að með þessu kæmi ég í veg fyrir að hann úthellti blóði því að ég sá að allir menn hans voru gyrtir sverðum á leið til að drepa eigin- mann minn og menn hans. Konungurinn hlóð mig lofi fyrir hyggindi mín og rausn. Hann þáði gjafir mínar og bað mig fara aftur heim í friði. En ég fann af ljómanum í augum hans að fleira bjó honum í hug. Ég reið heimleiðis á asna mínum í hum- átt á eftir fylgdarsveinunum. Ég var sem í öðrum heimi. Ég hafði aldrei fyrr kynnst þeirri tilfinningu sem ljómandi tillit Konungs- ins vakti hjá mér. Og hljómur raddar hans endurómaði í huga mér. Þegar heim kom sat eiginmaður minn að dýrlegri veislu með mönnum sínum. Þeir drukku sleitulaust og hávær hlátrasköll bár- ust um húsakynnin. Ég yrti ekki á þá einu orði. Þernur mínar þjónuðu þeim til borðs. Ég dró mig í hlé í dyngju mína og hugleiddi allt sem fyrir hafði borið. En þegar maður minn vaknaði af drykkju- svefninum morguninn eftir sagði ég honum frá gjörðum mínum og viðbrögðum Konungs- ins. Honum var mjög brugðið, ég held hann hafi fengið einhverskonar hjartakast. Tíu dögum seinna kallaði Drottinn hann á braut. Ég sat í búi mínu og hugsaði: „Hvað verð- ur nú? Mun ég öðrum gefast í ekkjudómi mínum? Margir eru höfðingjar sem munu girnast mig.“ Innst inni bjó heitasta óskin og þráin sem ég þorði varla einu sinni að kalla fram í hugskot mitt. Þá var það dag nokkurn er ég var að verkum ásamt þernum mínum að flokkur manna birtist. „Við flytjum þér boð Konungsins,“ sagði fyrirliði hópsins. „Hann vill fá þín sem eigin- konu.“ Það var sem himneskar gleðibjöllur hljóm- uðu fyrir eyrum mér. Heitasta óskin var að rætast. Ég hneigði mig í auðmýkt fyrir sendi- mönnunum: „Ég er reiðubúin að gerast þerna herra míns og þvo fætur þjóna hans.“ Ekki var ég lengi að búa mig til ferðar, enda alltaf verið rösk til verka. Eg tók fímm þernur mínar með mér og við riðum ösnum okkar út í auðnirnar. Gul voru klæði mín þegar ég gekk á fund Konungsins. Ég hafði ekki sparað saffranið í skolvatnið þótt í ekkjudómi væri. Og herra minn leiddi mig inn í tjaldbúð sína og ég hvíldi hjá honum í rekkju hans. Ég kynntist ástinni í fyrsta sinn, ég sem hafði verið gift kona í mörg ár. Þarna lifði ég mestu sæludaga lífs míns, með stóran tréstamp og komu honum fyrir þarna úti. Síðan báru þær að vatn í leirkrukk- um og helltu í stampinn. Og þær komu með ilmsölt og steyptu þeim í vatnið. Nú birtist unga húsmóðirin sjálf, hjúpuð yfirhöfn sem hún lét falla af sér þarna úti undir berum himni. Það var sem lýsti af fagursköpuðum, ljósum líkama hennar þarna í kvöldskímunni. Hún steig ofan í baðið og þernur hennar tóku að lauga hana. Síðan viku þær frá en hún hvíldi áfram um stund í vatninu og naut svalans. Stuttu seinna sá ég frá sjónarhorni mínu hvar önnur þernan færði henni bréf sem hún las þarna hvílandi í baðinu. Eftir það leit hún upp á Konungssvalirnar og ég sá ekki betur en hún brosti tælandi, ástleitnu brosi. Eldsnöggt leit ég þangað upp og sá hönd herra míns hvíla á svalariðinu. I leiftri sá ég hvernig í öllu lá. Þessa nótt vissi ég að hún, gift konan, myndi hvíla í konungsrekkju. Þá logaði afbrýðisemin í bijósti mér, hún sem var svo ung og fríð myndi nú njóta ásta hins fagra manns. Ég var þess fullviss að hún hefði af ásettu ráði sett þetta tælandi bað á svið. Maður hennar féll í stríðinu nokkru seinna og Konungurinn tók hana sér til eiginkonu. Sárt sveið mér þegar í ljós kom löngu síðar að hennar sonur myndi erfa konungdóminn, hennar sonur en ekki minn. Arin liðu með sorgum sínum og gleði. Þær stundir komu að ég saknaði bústangsins mikla uppi í sólbrenndum hæðunum. Mig klæjaði stundum í fingurna af löngun til að hnoða brauð, baka korn, pressa fíkjur og móta úr þeim kökur. Nú er sólin alveg að setjast, eldrauð birta hennar leikur um hæðirnar. Ljósblys flöktir I tjaldbúð minni. Ég horfi á hendur mínar sem nú eru gamlar, alsettar brúnum blettum og æðarnar tútnar og grábláar undir húð- inni. Þessar hendur sem einu sinni voru svo hvítar og styrkar og unnu húsmóðurstörfin, þessar hendur sem þrýstu herðar og lendar fegursta manns sem fæðst hefur í þessum heimi, hans sem bar af öðrum mönnum eins og apaldur af skógartijám. Kíleab, sonur minn, bjó mér þessa tjald- búð og hér vil ég deyja. Ég, Abígail, þriðja eiginkona Davíðs Konungs. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.