Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 6
ríðarstaðavatns, sem bærinn stendur við og segja má, að líkist opinni kistu (sé með strendum kistubotni), sé hin upphaflega *Kista. Matkista Sem fyrr segir, geta hyljir í ám hér á landi heitið Kista. Matkistur heita hyljir í Laxá í Reykhólasveit og Matkista vatn á Upplönd- um í Noregi.24 Má ætla, að þar komi ekki aðeins til lögun hyljanna eða vatnsins, held- ur hitt, að um góða veiðistaði var að ræða, forðabúr, sem sækja mátti í. En oft gat það farið saman, að hylur minnti á kistu að lög- un og væri fullur af fiski. Þannig segir Sig- urður Kr. Jónsson um hylinn Kistu í Laxá í Refasveit: „Kistan er eiginlega klettaþró, dýpst efst ... Kistan er full af fiski eins og svo oft áður ,..“25 Laxakista Þegar fjallað er um veiðiskap í tengslum við A'mn-nöfn, verður ekki hjá því komizt að gefa gaum annarri merkingu nafnorðsins kista, þ.e. “laxakista, grindakassi ætlaður til að veiða lax f ’ (OM). Er hugsanlegt, að þetta samnafn liggi að baki sumum A'í.v/n-örnefn- unum? Orðið er seint ritfest í þessari merkingu hér á landi. Það kemur ekki fyrir í seðlasafni orðabókar Árnanefndar í Kaupmannahöfn, sem tekur til ritmáls fram til um 1540. Ég hef fyrst rekizt á það í klausu með hendi séra Jóns Halldórssonar í Hítardal ritaðri eft- ir séra Jóni Egilssyni í Stafholti (d. 1619), þar sem segir, að Þorvaldur Björnsson hafi haft „kistu í Nikulásskeri“ (í Norðurá í Borgarfirði) 1568.26 í Svíþjóð kemur lax- kista fyrir í fombréfum árið 1417, litlu síð- ar en laxkar (1399), og eru orðin talin sömu merkingar.27 Asbjprn Bakken telur, að bæjarnafnið Kiste á Þelamörk muni fremur dregið af laxakistu en kistu í landslagi, enda hafi lax- inn áður fyrr leitað inn í Lakssjp og þaðan upp flúðir og foss til að komast á hrygning- arslóðir sínar ofan við Gorningen. Hér hafi því verið veiðistaður, þar sem unnt var að veiða lax í ker eða kistur.28 Þó að kista í merkingunni ‘laxakista’ sé ekki ritfest fyrr en 1417 í Svíþjóð og á 16. öld hér, er þó óvarlegt að þvertaka fyrir, að laxagildra úr tré með þessu nafni hafi verið notuð á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Torfkista - silungakista Eitt afbrigði veiðikistu er svonefnd torf- kista, sem kemur fram í ömefninu Torf- kistufljót í Litlueyrará í Bíldudal. Það er dregið af þeirri veiðiaðferð, að stungnar vom gryfjur í bakka árinnar og byrgðar; í þær gekk silungur og var tekinn.29 Ásgeir Erlendsson bóndi og vitavörður á Hvallátrum í Rauðasandshreppi (1909-95) sagði mér, að þrjár silungakistur hefðu ver- ið gerðar inn í bakkann á útskoti frá neðri enda Neðra-Stæðavatns í Breiðuvík. Voru þær hver um sig um U/2 m á lengd og um 6-7 þumlungar á dýpt og breidd. Hellur vom lagðar yfir kisturnar til að myrkva þær og gráleit fatasápa (stangasápa) sett í þær, en hún laðaði silunginn að vegna litar síns. Þeg- ar vitjað var um kisturnar, var hellum rennt fyrir opin, og þurfti þá að fara mjög hljóð- lega. Kistumar vom endurgerðar á hverju vori. Ásgeir segir, að það jaðri við, að telja megi Kistur vera örnefni þarna. Snorralaug í Reykholti. Snorrastofa og nýja kirkjan í Reykholti. Vegna ummæla Ásgeirs um fatasápuna má geta þess, að Björn J. Blöndal segir, að margir hafi talið hvíta litinn hæna silunginn að og notað til þess sauðarleggi eða jafnvel snifsi úr dagblaði.30 Jón Eiríksson konfer- enzráð segir, að Norðmenn setji upp við laxanet fjalir, sem stroknar eru með kalki, eða strjúki kalki á kletta í nánd, „og þá gengur laxinn því djarflegar að, meinandi, að þetta sé vatnsfall eða foss.“31 Ólafur Ola- vius greinir frá því, að veiðimenn við Ána- vatn í Jökuldalsheiði kyndi bál á vatnsbakk- anum á nóttunni á haustin og þyrpist þá sil- ungarnir að því og séu veiddir hópum sam- an.32 í Svíþjóð þekkist sama veiðiaðferð.33 Torfkistur og silungakistur grafnar inn í ár- eða vatnsbakka kunna að vera ævaforn veiðitæki. Fjórir Kistu-bæir af fimm hjá veiðistöðum Þegar hugað er að A'í.y/M-nöfnunum, er at- hyglisvert, að bæjarnafnið Kista (Kiste) á Is- landi og í Noregi er í flestum tilvikum tengt veiðiám eða -vötnum: 1) Kista í Andakíl. Að sögn Jóns Sig- valdasonar í Ausu veiddu Hvanneyringar Jax í net í Andakílsá fram undir 1940 á svæð- inu frá því á móts við Skiplæk í miðju Brekkufjalli og upp fyrir Kistuhólana, þar sem bærinn Kista var. Jón segir, að Grjót- eyringar hafi um miðja öldina lagt laxa- gildru á leirunum í Kistufirði niður af bæn- um uppi við land. Var það 6-8 fermetra net- klefí úr síldarvörpu með ferstrendri trekt úr vírneti; frá gildrunni Iá nokkurra tuga metra langt net (leiðari) skáhallt út á leirurnar; á flóði lenti laxinn í gildrunni. Kista var trú- lega upphaflega afbýli frá landnámsjörðinni og höfuðbólinu Hvanneyri (80 hundruð), enda er Kista nágrannajörð Hvanneyrar, að- eins um 2'h km suðvestan höfuðbólsins. 2) Kista í Vesturhópi stendur skammt frá suðurenda Sigríðarstaðavatns, rétt ofan við ósa Hólaár, sem fellur úr suðri í vatnið. Að sögn Jóhannesar Magnússonar (f. 1919) bónda á Ægissíðu, næsta bæ utan við Kistu, er urriði í vatninu, og lax gengur eitthvað í „ Cherchez la femme! “ (Leitið konunnar [á bak við deiluna]!) var vígorð Alexandre Dumas eldri (1802-70). Ef hann hefði fengizt við rannsókn ís- lenzkra fornsagna, hefði hann mátt smíða vígorðið: „Cherchez le nom de lieu!“ (Leitið örnefnisins [á bak við sögnina]!). það. Hann þekkir og dæmi þess, að lax hafi gengið í Hólaá. Hefur Jóhannes stundað veiðar í vatninu í net. Hins vegar hefur vatn- ið verið mjög að grynnast, einkum innst, vegna sandfoks frá Sigríðarstaðasandi. Hann segir, að sfðasti maður, sem lagt hafi net frá Kistu (um 1930), hafi verið Valdemar Jóns- son bóndi og póstur þar (1890-1959). Eft- irtektarvert er, að Kista er nágrannabær höf- uðbólsins og kirkjustaðarins Vesturhóps- hóla, sem er aðeins 1V2 km sunnar, og hef- ur Kista trúlega byggzt þaðan. Afstaðan milli höfuðbóls og Kistu er því áþekk hér og í Andakíl: í báðum dæmum er Kista ná- grannabær og líklegt afbýli frá höfuðbóli og stendur við veiðistað. Hafa verður í huga, að Sigríðarstaðavatn hefur sennilega verið dýpra á landnámsöld, einkum innst (sbr. fyrrgreind ummæli Jóhannesar á Ægissíðu), og trúlega meira veiðivatn. 3) Kiste á Þelamörk. Að sögn Toms Nor- heim, símamanns í Siljan (f. 1958), veiðist aborri og gedda nú í Lakssjö og Gorningen og ánni og litla vatninu þar á milli. Áður gekk lax upp í þessi vötn, sbr. nafnið Laks- sj<j>, en það breyttist við stíflugerð. 4) Kista í Norðurlandi. Tor Strpmdal í Jektvika í Værangfirði segir mér, að sjór falli á flóði inn í Kista og þar sé góð veiði: lax, urriði, þorskur, ufsi, síld og koli. Mest er veitt þar í net. 5) Kiste á Vestfold stendur uppi í hæðum nokkuð frá Mofjplelva, sem er nánast lítill lækur. Að sögn Johans Kiste veiddist þar áður lítils háttar af urriða, en hann telur, að veiði hafi aldrei getað verið þar nema til gamans. Sem fyrr segir, er líklegt, að bær þessi dragi fremur nafn af lægð hjá bænum en árfarveginum. Bæjarnafnið Kista í Andakíl og Vesturhópi er trúlega fornt Telja verður sennilegt, að bæjarnafnið Kista í Andakíl og Vesturhópi sé í báðum tilvikum fornt örnefni, trúlega frá fyrstu öld- um Islandsbyggðar: I fyrsta lagi voru báðar jarðirnar lögbýli: Kista í Andakíl 12 hundruð, jafndýr t.d. Ausu og Innri-Skeljabrekku, kölluð lögbýli að gamalla manna sögn í Jarðabók Árna, en fór í eyði seint á 17. öld;34 Kista í Vestur- hópi 16 hundruð, jafndýr t.d. Sigríðarstöð- um og Osum. I öðru lagi bendir staðsetning beggja við árós til þess, að þar hafi verið nytjuð hlunn- indi, sem líklegt er, að hafi verið mjög mik- ilvæg á landnámsöld. í þriðja lagi barst nafnorðið kista hingað til lands með landnámsmönnum, eins og fyrr segir, og ATvm-örnefni sem líkingarnöfn hafa sennilega orðið til frá fyrstu tíð. í fjórða lagi bendir bæjamafnið Kista á þremur stöðum í Noregi - á tveimur þeirra við svipaðar aðstæður og A'í.vm-nöfnin hér - til þess, að landnámsmenn hafi borið með sér bæjamafnið. 1 fimmta lagi ætti viðurnefni landnáms- mannsins í Andakíl, Gríms háleyska, að benda til þess, að hann hafi komið frá Hálogalandi, þ.e. Norður-Noregi norðan Þrændalaga,35 og þess vegna er athyglisvert, að mörg sömu bæjanöfn og önnur örnefni, sem menn kannast við í Andakíl og neðst í Skorradalshreppi, er að finna á Hálogalandi: Andkil og Andkilfossen í Sprfolda, Ausa í Tjptta (Þjóttu) og Gildeskál, Kista, Reppa nedre og pvre í Rpdpyhéraði. Landnáms- menn fluttu með sér fullsköpuð örnefni frá heimaslóðunum (t.d. Glóðafeykir, Gullfoss, Herðubreið), en virðast hafa gefið þau, þar sem þau áttu við. Trauðla mun eitt einasta öruggt dæmi þess, að landnámsmaður hafi gefið bæ sínum nafn heimabæjar síns í gamla landinu, eins og Oluf Rygh benti á fyrir einni öld,36 sbr. einnig að ekki bárust til landsins algeng norsk nöfn, sem virðast hafa verið komin úr tízku í norskum nafn- giftum á landnámsöld, svo sem nöfn, sem enda á -vin. Margir skýringarkostir Eins og komið hefur fram hér að framan, er völ á fleiri kostum en einum til skýring- ar á AT/'í/M-bæjanöfnunum í Andakíl og Vest- urhópi, og er erfitt úr að skera. Vel má hugsa sér, að Kista í Vesturhópi dragi nafn af kistulaga hæð eða lægð, en það verður síður sagt um Kistu í Andakíl. Að ýrnsu leyti er freistandi að ætla, að báðir bæirnir dragi nafn af legunni við kistulaga tjarðar- botn eða vatnsbotn. En eins og fyrr segir, gat það farið saman, að lögun vatns, víkur eða hyls minnti á kistu og þangað væri sótt- ur fiskur, sbr. vatnið, lónið eða fjarðarbotn- inn Kista í Norðurlandi (á Hálogalandi) í Noregi, hylinn Kistu í Laxá í Refasveit, vatnið Matkista á Upplöndum í Noregi og hyljina Matkistur í Laxá í Reykhólasveit. Hér er þá stutt í merkinguna ‘forðabúr’. Loks er ekki hægt að útiloka, að Kistu-bæ- irnir hafi dregið nafn af kistuveiði að fornu, þó að sú skýring verði ekki styrkt með fornri heimild um nafnorðið kista í merkingunni ‘veiðikista’ né með heimild um kistuveiði á þessum stöðum. Hvers vegna út fyrir landnám Skalla-Gríms? En hverfum aftur að kistu Kveld-Úlfs. Hafi höfundur Egils sögu sótt kveikjuna að kistusögninni í Kistuhöfða og Kistu sunnan Borgarfjarðar, má spyrja, hvemig á því standi, að hann sæki hana út fyrir landnám Skalla-Gríms, eins og því hefur verið lýst í Landnámu (Þórðarbók eftir Melabók, sem 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.