Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Rax HEIMILDAMYND sem er f vinnslu um Vatnajökul hefur vakið áhuga Discovery og gerir Saga film sér vonir um að hægt verði að ganga frá samkomulagi við þá á næstunni. HOT Docs er í dag ein stærsta markaðshátíð fyrir sjónvarp í Norður- Ameríku. Hátíðin stóð yfir í 5 daga og á þeim tíma var sýndur rjóminn af þeim heimildamyndum sem í boði eru í heiminum í dag. Engin íslensk heimildamynd var á sýningarskránni þetta árið en hins vegar voru mættir fjórir íslenskir kvikmyndafram- leiðendur með verkefni sín í þeim tilgangi að vinna hug norður-amerískra Qárfesta. Islendingarnir voru þarna í hópi 20 evróp- skra kvikmyndagerðarmanna sem sóttu há- tíðina með styrk frá Media-sjóði Evrópusam- bandsins. Sá sem stóð fyrir þessari sókn Evrópubúa heitir John Marshall, en hann er öllum kvikmyndagerðarmönnum að góðu kunnur þar sem hann er fyrrv. framkvæmda- stjóri Documentary-sjóðsins. John Marshall var í hópi fyrirlesara á námskeiði um mark- aðssetningu heimildamynda, sem haldið var í Norræna húsinu í Reykjavík í lok janúar, en það námskeið sóttu 40 íslenskir kvik- myndagerðarmenn, sem sönnuðu það að heimildamyndin á sér marga fylgismenn hér á landi. Hátt hlutfall islendinga Heimildamyndir hafa átt verulega undir högg að sækja á íslandi og til marks um það fékk engin heimildamynd styrk úr kvikmynda- sjóði þetta árið. Islenskir kvikmyndagerðar- menn neyðast því til að leita eftir íjármagni erlendis frá og kann það að skýra hversu mikil ásókn var hjá íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum að komast í þennan 20 manna hóp og hversu margir komust að. Það vakti a.m.k. mikla athygli þarna úti hversu hátt hlutfall Islendinga var í þessum hópi. Það að komast á þessa hátíð var gífurlega mikilvægt fyrir þennan evrópska hóp, því þarna voru samankomnir fulltrúar helstu sjónvarpsstöðva, framleiðslu- og dreifingar- fyrirtækja í Norður-Ameríku, til að ræða kaup og framleiðslu heimildamynda. Evr- ópski hópurinn vakti mikla athygli og fékk góðan aðgang að lykilmönnum, þökk sé ís- landsvininum John Marshall og kanadíska framleiðandanum Elke Town sem ásamt John skipulagði sérstaka dagskrá fyrir evr- ópska hópinn. Fljótlega fengu menn góða innsýn í hinn risastóra markaðsheim Banda- ríkjanna og Kanada og það gífurlega fjár- magn sem er í spilinu þegar góð hugmynd laðar að sér norður-ameríska fjárfesta. í slík- um tilfellum er hægt að fá allt að 100% fjár- mögnun, jafnvel frá einum Ijárfesti. Einnig kom skýrt fram að þörfin á góðu dagskrár- efni er gífurleg því flestallar sjónvarpsrásir á þessu markaðssvæði ganga linnulaust í 24 stundir allt árið um kring. islensk verkefni vekja athygli Helga Margrét Reykdal, framleiðandi hjá Saga film, var ein þeirra sem sótti hátíðina og hafði hún í farteskinu heimildamynd sem er í vinnslu um Vatnajökul. Sú mynd hefur þegar vakið áhuga hjá Discovery risanum og gerir Saga film sér vonir um að hægt verði að ganga frá samkomulagi við þá á næstunni. Jón Proppé var þarna fyrir hönd Niflunga og kynnti stórt og kostnaðarsamt verkefni um hinn vestur-íslenska Vilhjálm ÍSLENSK INNRÁS Á HOT DOCS! „Hot Docs“ er heitið á alþjóðlegri kvikmyndahátíð og ráóstefnu um heimildamyndir sem haldin er árlega í Toronto í Kanada. JAKOB HALLDORSSON var vestra og segir hér frá. VILHJÁLMUR Stefénsson, mannfræðingur og landkönnuður er verk, sem Niflungar eru komnir í samstarf við kanadískan aðila um. Stefánsson, mannfræðing og landkönnuð. Niflungar eru komnir í samstarf við kanad- ískan aðila og vakti verkefni þeirra mikla athygli þarna úti, enda vilja Kanadamenn eigna sér Vilhjálm ekki síður en við Islending- ar. Kanadísk yfirvöld eru dálítið smeyk við „stóra bróður í vestri“, Bandaríkin, og því eru kanadískar sjónvarpsstöðvar skyldugar til að hafa ákveðið prósentuhlutfall af sínu efni kanadískt. Það er ekki síst vegna þess sem verkefni á borð við heimildamynd Nifl- unga um Viihjálm Stefánsson á greiðan að- gang að kanadískum dagskrárstjórum, því þeir geta flokkað þá mynd undir kanadískt efni. Jakob Halldórsson fyrir Engil MM kynnti verkefni sitt „Dóminó af draumum“ sem er um viðskiptamann í New York, en það verk- efni kveikti áhuga hjá hinu risastóra kapal- fyrirtæki HBO. Fyrirtæki Ásthildar Kjartansdóttur, Litla gula hænan, var með Julian Blackmore, kanadískan útsendara á sínum snærum til að kynna verkefni sitt um landflutninga ís- lendinga til Kanada fyrir síðustu aldamót, séða með augum íslensk/kanadíska rithöf- undarins Laura Goodman Salverson. Saga þessi vakti mikla athygli og sýndu margir áhuga á þátttöku í þessu verkefni. „Því miður lítur út fyrir að íslenskir fram- leiðendur heimildamynda þurfi að feta í fót- spor þeirra sem framleiða bíómyndir og leita að fjármagni í þær erlendis. Það er synd þvi með því eiga myndirnar á hættu að glata því sem „íslenskt" er. Það ætti líka að vera oþarfi, því heimildamyndir eru ódýrari í fram- leiðslu en bíómyndirnar og þar af leiðandi mun minni áhætta fyrir ljárfesta.“ Tilvistarkreppa heimildamyndarinnar Á meðan heimildamyndin berst fyrir lífi sínu hér heima á íslandi, ber að hafa í huga að orðið heimildamynd skiptist í marga flokka víða erlendis. Hér á landi er fram- leiðsla alvöru heimildamynda í mjög litlum mæli en framleiðsla fréttatengdra fræðslu- þátta er víðtæk, en slíkir þættir flokkast ekki undir heimildamyndaskilgreininguna sem viðgengst erlendis. Þeir fáu sem reynt hafa við gerð heimilda- mynda á íslandi hafa oftar en ekki farið af stað með lítið fjármagn og hefur það sett sinn svip á endanlega útkomu. En staða heimildamyndarinnar hér á landi er ekkert einsdæmi, og hafa margar þjóði# þurft að beijast fyrir tilverurétt hennar. Undirritaður hitti Yves Janneu, einn stærsta heimildamyndaframleiðanda Frakklands, og sagði hann að fyrir 15 árum hafi því sem næst verið búið að útrýma heimildamynda- gerð í Frakklandi. Kvikmyndagerðarmenn þurftu að beijast hatrammri baráttu með greinaskrifum í blöðum og með stórtækum kvikmyndasýningum heimildamynda um allt Frakkland. Þeir linntu ekki látum fyrr en franskir sjóðir og sjónvarpsstöðvar hleyptu á ný ijármagni til heimildamyndagerðar og í dag eru Frakkar öflugastir í svokallaðri co-production (samframleiðslu) innan Evr- ópu. Eins og áður segir eru Kanadabúar mjög varir um sjálfstæði sitt gagnvart Bandaríkjunum og liður í þeirri baráttu er öflug kanadísk kvikmyndagerð. Ríkisstjóriv- landsins hefur m.a. leyft umtalsverðan skattafrádrátt kanadískra fyrirtækja sem leggja fé sitt til kvikmyndagerðar og hefur sú stefna hleypt af stað miklum vaxtar- broddi í kvikmyndaiðnaðinn líkt og í öðrum löndum þar sem þessi leið hefur verið valin. Er það því verðugt umhugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld að velta þessum möguleika fyrir sér hérlendis. Hlutverk f ramleidandans Það kom mjög skýrt fram á „Hot Docs“ að hlutverk framleiðandans er stórt. Hann þarf að fullnægja kröfum sjónvarpsstöðv- anna um lengd og innihald þáttanna og um leið að mæta kröfum kvikmyndagerðar- manna um skapandi frelsi til túlkunar á efn- inu. Þörfin er mikil, því sjónvarpsstöðvunT fer sífelt fjölgandi og allar vantar þær efni. íslensk yfirvöld ættu að líta á kanadíska fordæmið og hlúa að íslenskri kvikmynda- gerð því ef íslenskir kvikmyndagerðarmenn fá enga fyrirgreiðslu hér heima leggst ís- lensk heimildamyndagerð niður og íslenskir kvikmyndagerðarmenn fara að snúa sér ein- göngu að erlendri framleiðslu. íslendingar eiga fullt erindi inn á erlenda markaði með sínar hugmyndir og nú er ef til vill að hefjast nýtt tímabil í íslenskri kvik- myndasögu þar sem sjónvarpsstöðvarnar eru ekki lengur tvær heldur tvö hundruð. Kvik- myndagerðarfólk verður nú að láta hendu^ standa fram úr ermum, gleyma gömlum eij- um og reisa við nýjan kvikmyndaiðnað ofan á þann gamla á eylandi mitt á milli tveggja stórra heima. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 1 7>-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.