Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS ~ MliNMNG USTIR 16. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Halldór Laxness varð 95 ára í vikunni. Af því til- efni var m.a. opnuð í Þjóðarbókhlöðunni sýningin Asjónur skáldsins, þar sem sýnd eru málverk, höggmyndir og teikningar af skáldinu. Myndir af þeirri sýningu eru á forsíðu Lesbókarinnar og í miðopnu, þar sem birtur er kafli úr Sjálfstæðu fólki. Sú bók kom nýlega út öðru sinni í Banda- ríkjunum og með kaflanum er birtur nýr ritdómur um bókina. Alþjóöleg kvikmyndahátíð og ráðstefna um heim- ildamyndir var haldin nýlega í Toronto í Kanada. Engin íslensk heimildamynd var á sýningarskránni þetta árið en fjórir ís- lenskir kvikmyndaframleiðendur mættu með verkefni sín í þeim tilgangi að vinna hug norður-amerískra fjárfesta. Bókaverzlun er lífleg á alnetinu, þótt eitt sinn hafi því verið spáð, að það myndi ganga af prent- uðu máli dauðu. Og samkeppnin í net- heimum fer harðnandi og takast þar með- al annars á Barnes & Noble-bókarisinn bandaríski og smáfyrirtækið Amazon, sem rekur stærstu bókaverslun í heimi, með yfir milljón bóka lager. í kraðakinu er heiti á síðari grein Sólveigar Einars- dóttur frá Kína og þar er meðal annars fjallað um koss engilsins, blóm í átta lit- um, kínverskt rokk á snældum, dauða- hrinu og Hamlet á kínversku. Kista Kveld-Úlfs er heiti á grein eftir Þórhall Vilmundarson, forstöðumann Ornefna- stofnunar. Greinarefnið er í tilefni frá- sagnar Egils sögu af kistu Kveld-Úlfs, en hér er sett fram ný skýring á kistusögn- inni og leitar svars við spurningunni: Voru frásagnir Egils sögu af stærð landn- áms Skalla-Gríms gamlar arfsagnir Mýra- manna eða hugsmíð höfundar Egils sögu? Hjóðbækur ryðja sér til aukins rúms vítt um veröld. Leikgerð Njálssögu er komin út á snæld- um í Þýzkalandi og þróunin sækir líka hingað. A degi bókarinnar tilkynnti Blindrabókasafn Islands að nú yrði al- menningi boðið að kaupa úrval af hljóð- bókum þess. Gefist það vel er stefnt að því að auka umsvifin í hljóðbókasölunni. Við segjum frá leikgerð Njálu í Þýzka- landi og Kjartan Árnason fjallar í grein um breytta tíma í útgáfu hljóðbóka hér á landi. Afburðamenn og sérvitringar eru umfjöllunarefni Þor- steins Antonssonar í 4. grein hans um farvegi þeirra sem eru öðruvísi. Nú orð- ið, segir höfundurinn, birtist afburða- mennið helzt í kvikmyndum og þá í vits- munaglímu við heiminn, ofurklár og af fráleitu tilefni. Forsíðumyndina tók Kristinn af mólverki Louisu Matthiasdóttur af Halldóri Laxness. HALLDÓR LAXNESS í UNUHÚSI Upp þetta dimma sund: þar lá mín leið mart liðið kvöld; og sæi eg Ijós, þá var sem vanda og neyð væri nú lyft af heilli öld. Hér beið mín eftir amstur dags og önn -eða utanför- sú fylling vona er fæstum verður sönn, að fá af vini örugg svör, svo létti vafa og öllum ugg af þér sem átt þar hlé: hverþögn fær óm; hvert orð ber epli ísér. Ymur hið forna saungna tré. Þar drífa guðir og gamlir prestar inn og gyðjur lands, afbrotamenn og börn fá bolla sinn af besta vini sérhvers manns. Og Steinar Steinn sem Ijóðin las mér fyr án lífsfögnuðs, kom handkaldur upp sundið, drap á dyr og drakk úr kaffíbolla Guðs. Ó mildu vitru augu, augna hnoss, umliðna stund þess Ijóss er brann, sjá ennþá lýsirðu oss upp þetta dimma sund. Ljóðið er birt i tilefni 95 áro afmælis höfundarins 23. þm. RABB EKKI BARA LEIKFIMI TESSIR unglingar skilja ekki ást. Teir halda bara að tað er leikfimi," - sagði þýsk kunn- ingjakona mín, búsett á ís- landi, fyrir skömmu. Mér þótti framsetningin nokkuð skondin og hló við en upp í huga mér komu dálítið dapur- legar fullyrðingar um ástinda sem ég hef lesið í ritgerðum nemenda minna undnaf- arna vetur. „Ég hef verið með mörgum stelpum og er steinhættur að trúa á ást- ina,“ skrifaði t.d. snaggaralegur 17 ára gamall strákur. „Þegar í ljós kom að litla systir mín var haldin langvinnum sjúkdómi rofnaði sambandið milli pabba og mömmu og þau gáfust upp. Það er eins og ástin þoli lítið mótlæti," skrifaði alvörugefin stúlka, 19 ára að aldri. Hugmyndir unga fólksins um samband karls og konu eiga bersýnilega lítið skylt við ástarsögu sem ég hef verið að fylgjast með í laumi að undanförnu. Sú saga einkennist ekki af leikfimiæfingum enda eiga ekki í hlut sprækir unglingar heldur öldruð hjón á hjúkrunarheimili hér í borg. Hann er kvikur og fráneygur, hún farl- ama og dálítið sljó til augnanna og ber þess merki að minnið er farið að bila. Stund- um er hún ekki alveg viss um hver hann er þessi maður sem situr ævinlega og held- ur í hönd hennar en gerir sér samt grein fyrir að hjá honum á hún allt sitt traust. Um leið o g hann þarf að bregða sér frá stundarkorn ókyrrist hún og skimar ráð- leysislega út í loftið eins og hluti af henni sjálfri hafi skyndilega gufað upp. Hann er hins vegar aldrei fjarri henni lengur en nauðsyn krefur og fyrr en varir hafa hend- ur þeirra sameinast á ný og friður færist yfir andlit gömlu konunnar. Úr ásýnd hans skín einlægni og hlýja ogjafnframt sú full- vissa að hann hafi síður en svo lokið hlut- verki sínu hér á jörð þótt hann eigi brátt níu áratugi að baki. Það yljar manni um hjai-tarætur að heyra hvernig hann leggur sig í framkróka um að kalla elskuna sína til vitundar um nútíð- ina með frásögnum af kjaradeilum, stjórn- málum, ófærð og nýfæddum afkomendum í Qórða lið. Og beri það engan árngur, vind- ur hann sér umsvifalaust aftur til fortíðar með sögum úr sveitinni á fyrstu áratugum aldarinnar, flutningunum á mölina, atvinnu- þrefi og bolloki þeirra hjóna i einu herbergi með aðgangi að eldhúsi. Þá bregður stund- um svo við að það birtir yfir gömlu kon- unni og einstaka sinnum gefur hún frá sér hláturstíst sem sýnir að enn logar í gömlum glæðum. Þótt það sé ljótt að liggja á hleri get ég stundum ekki stillt mig um að hlusta á þau og hef raðað brotunum saman í dálitla mynd sem mér er orðin hugstæð. Ég sé þau fyrir mér koma til bæjarins í atvinnu- leit við upphaf heimskreppunnar með fátt annað í farteskinu en ástina sína þótt það stóra orð hafi tæplega verið þeim munnt- amt. Hún er í peysufötum, hann í vaðmáls- fötum og hvort tveggja hefur hún saumað. Það er húsnæðisskortur í bænum og litla vinnu að hafa nema einstaka viðvik við höfnina. Utanbæjarmenn eru litnir horn- auga, bæjarbúar sitja fyrir þeim fáu störfum sem í boði eru og heimilisfaðirinn ungi þarf oft að snúa bónleiður til búðar, til litlu her- bergiskytrunnar eftir að verkstjórarnir hafa valið þá úr sem þeir þurfa á að halda þann daginn. Konan er heilsuveil og ekki til stór- ræðanna enda á hún von á sínu fyrsta barni. Hún bjástrar við prímusinn og reynir að nýta sérhvern matarbita, sérhveija efnisp- jötlu og sýnir íslenska gestrisni frændum og vinum úr sveitinni sem eiga erindi til bæjarins. Hann ræður sig á vetrarvertíð fyrir vestan svo að þau geti með einhveiju móti dregið fram lífið. A meðan fæðist litla barnið og deyr. Faðirinn fær aldrei að líta það augum því að það hefur hvílt í gröf sinni margar vikur þegar hann kemur heim og móðirin þurft að leita eftir bæjarstyrk til að greiða útförina. En ungu hjónin sam- einast í sorg og fátækt. Slíka samstöðu fá utanaðkomandi öfl ekki rofið. Og smám saman glaðnar til. Eftir kreppuna kemur stríðið og þar með Bretavinnan, tvö heil- brigð börn leika á palli. Þessum börnum skal búin björt framtíð. í heimi hjónanna er ekkert ním fyrir skemmtanir og engin þörf fyrir munað. Allt snýst um brýnustu lífsnauðsynjar og að búa í haginn fyrir framtíðina. Með dugn- aði og sparsemi eignast þau litla íbúð. Smám saman rata ýmis nútímaþægindi þangað inn en þau verða aldrei kjarni lífs- ins. Það tilvistartóm er orðið hefur hlut- skipti svo margra, sem lifðu hinar öru þjóð- félagsbreytingar frá kreppuárum til velt- iára, hefur ekki sett mark sitt á líf þeirra og samvistir. A sama hátt og þeim tókst að yfirstiga sorgir og erfiðleika fyrstu hjónabandsáranna ryðja þau flestum þrösk- uldum úr vegi, ekki með frekju og yfir- gangi heldur með kærleika og samstöðu og þannig haldast þau í hendur á setustofu hjúkrunarheimilisins, hann í heimi raun- veruleikans, hún í heimi gleymskunnar en umlukin gagnkvæmri ást - ást sem á ekk- ert skylt við leikfimi. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.