Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 4
viSv- - rr-*''*■?^vkkts Borg á Mýrum EFTIR ÞÓRHALL VILMUNDARSON Flestir Islendinqar munu kannast við frásögn Eqils söqu af kistu Kveld-Úlfs, sem vísaði Skalla-Grími á land við Borgarfjörð. í þessari qrein setur qreinarhöf- undurinn, sem er forstöðumaður Örnefnastofnunar, fram nýja j íkýrinqu á kistusöqninni. Að fenqinni þeirri skýrinqu er á ný leitað svars við spurninqunni: Voru frásaqnir E iqils söqu af stærð landnáms Skalla-Gríms qamlar arf saqnir Mýramanna eða huqsmíð höfundar Eqils söqu (Snorra Sturlusonar)? ILesbók Morgunblaðsins 5. nóv. 1994 ritaði Karl Gunnarsson jarðeðlisfræð- ingur greinina Er kista Kveldúlfs fundinl Þar rekur hann hina kunnu frásögn Egils sögu af Kveld-Úlfi, sem lézt í hafi á leið til íslands, en hafði áður mælt svo fyrir, að sér yrði gerð kista og látin fara fyrir borð, en Grími, syni hans (þ.e. Skalla-Grími), sem sigldi á öðru skipi, gerð orð, að hann tæki sér þar bústað „sem næst því“, sem Kveld- Úlfur kæmi að landi. Þeir Gnmur háleyski Þórisson, sem tók við skipstjóm eftir dauða Kveld-Úlfs, tóku land í Gufárósi innst í Borgarfirði. „Þeir kpnnuðu landit með sæ, bæði upp ok út; en er þeir hpfðu skammt farit, þá fundu þeir í vfk einni, hvar upp var rekin kista Kveld- Úlfs; fluttu þeir kistuna á nes þat, er þar varð, settu hana þar niðr ok hlóðu at grjóti." (27. kap.). Síðan sögðu þeir tíðindin Skalla-Grími, sem land hafði tekið á Knarrarnesi á Mýr- um, og fylgdu honum þar til, „ok sýndisk honum svá, sem þaðan myndi skammt á brott, þar er bólstaðargprð góð myndi vera. ... Hann flutti um várit eptir skipit suðr til fjarðarins ok inn í vág þann, er næstr var því, er Kveld-Úlfr hafði til lands komit, ok setti þar bœ ok kallaði at Borg ..." (28. kap.).1 í Sturlubókargerð Landnámu segir: „Hann (þ.e. Skalla-Grímur) reisti bœ hjá vík þeiri, er kista Kveld-Úlfs kom á land, ok kallaði at Borg ...“ (30. kap.).2 Samkvæmt þessum orðum virðist átt við, að víkin sé Borgar- vogurinn, en þessi vitnisburður hefur ekki sjálfstætt gildi, þar sem hér er aðeins um að ræða útdrátt Sturlu Þórðarsonar úr Egils sögu, eins og Karl Gunnarsson getur um.3 Rak kistuna við Kveldúlfshöfða? Ýmsir fræðimenn hafa kannað staðhætti á þessum slóðum. Kristian Kálund segir, að efst á Digranesi (þ.e. Borgarnesi) gegnt Ein- arsnestanga sé svonefndur Kveldúlfshöfði, nú nakinn klettur, og stafi nafnið eflaust af því, að þeir Grímur háleyski hafi sett þar niður kistu Kveld-Úlfs, eftir að þeir fundu hana í víkinni þar hjá. Varla sjáist nú nokkr- ar leifar dysjarinnar, og sjórinn sé talinn hafa brotið mikið af höfðanum.4 Sigurður Vigfússon komst að sömu niður- stöðu og Kálund,5 en Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi taldi ekki unnt að fullyrða um fundarstaðinn og hugði Borgarvoginn einnig koma til greina sem fundarstað kistunnar, svo og ströndina vestan hans. Hann minnir á, að líklegra væri, „að Kvöldúlfshöfði væri nefndur í sögunni, ef hann hefði borið það nafn þá er hún var rituð.“6 í Egils sögu-út- gáfu sinni segir Sigurður Nordal, að ekki sé fullljóst, hvar höfundur hafi hugsað sér, að kistu Kveld-Úlfs hafi rekið á Iand, en helzt megi ráða af orðum sögunnar, að það hafi verið í lítilli vík, sem skerst inn í Digranes utan við Kveldúlfshöfða, sem nú sé svo kall- aður, sbr. áðurgreind ummæli í 28. kap. sög- unnar.7 Karl Gunnarsson hefur athugað Kveldúlfs- höfða og segir lögun hans minna á stórhýsi víkingaaldar, eins og þau hafi verið endur- gerð í Þrælaborgarvirkinu í Danmörku, svo og svonefnt Kamminskrín, dýrlingaskrín með kúptu loki, sem talið sé dönsk smíði frá 11. öld. Jafnframt segir hann, að á ytra stafni höfðans sé merkilega skýr vangamynd manns og hafi sér ekkert dottið fremur í hug „en þar gæti Kveldúlfur verið lifandi kom- inn - eða þó fremur afturgenginn. ... Ég ætla að geta mér þess til að höfðinn sjálfur sé „kista“ Kveldúlfs, þar sem hann stendur líkt og strandaður í víkinni. Landnámsmenn hafa álitið hann bústað Kveldúlfs eftir dauðann og sú er merking landnámssögunnar," segir Karl. Hann tekur þó fram, að með öllu sé „óvíst að höfðinn hafi haft núverandi form á landnámsöld og þó svo hafi verið hafa fornmenn e. t. v. ekki skynjað myndina á þann hátt sem ég geri.“ Þessar hugleiðingar eru skemmtilegar, en áður en lengra er haldið á þessari braut, hygg ég rétt að staldra við og athuga fáein atriði. Kveldúlfshöfði ekki nefndur í Egils sögu Eftirtektarvert er, að Kveldúlfshöfði er ekki nefndur f Egils sögu og reyndar ekkert örnefni tengt kistusögninni, og veldur það m. a. óvissunni um fundarstaðinn. Þetta vek- ur undrun af þremur ástæðum: I fyrsta lagi verður öll kistusögnin að telj- ast með ólíkindum, eins og Karl Gunnars- son leggur áherzlu á: orðsending Kveld-Úlfs til Skalla-Gríms, líkkistusmíðin í hafi (í heiðnum sið var ekki venja að greftra menn í líkkistum, þó að þess finnist aðeins dæmi),8 fundur kistunnar og landavísan einmitt þar nærri, sem Skalla-Grím bar að landi. Jafn- framt er kistusögnin líkleg til að vera ör- nefnaskýringarsögn og þá fremur lesin út úr Kistu- en Kveldúlfs-ömefni. Því hefði mátt búast við, að t.d. Kveldúlfshöfði hefði heit- ið Kistuhöfði og sagt hefði verið í sögunni með hefðbundnum hætti, að kistuna hefði rekið á land, „þar sem síðan heitir Kistu- hpfði“. I öðru lagi skráir höfundur fjölda örnefna- skýringasagna í beinu framhaldi af kistu- sögninni og greinir þá jafnframt frá örnefn- unum: Skalla-Grímur kallaði bæ sinn að Borg, en fjörðinn Borgarfjörð; þeir Skalla- Grímur fundu andir margar og kölluðu þar Andakíl; þeir veiddu álftir nokkrar og köll- uðu ÁIftanes; Skalla-Grímur kallaði ána Hvítá, þar sem þeir höfðu ekki áður séð jök- ulvötn og þótti áin undarlega lit; Norðurá nefndu þeir á, sem féll af norðri frá fjöllum, Gljúfurá á, sem féll úr gljúfrum, og Þverá á, sem þvers varð. Að auki virðist höfund- ur lesa nöfn og viðurnefni fjölda fylgdar- manna Skalla-Gríms út úr bæjanöfnum, sem hann getur jafnframt um, svo sem nöfn Ána á Ánabrekku, Þorbjarnar krums í Krumshól- um, Þóris þurs á Þursstöðum, Þórdísar stang- ar í Stangarholti o.s.frv. (28. kap.). Hann segir og, að Skalla-Grímur hafi kastað steini miklum milli herða Þorgerðar brákar, er hún hafði hlaupið út af bjarginu í Digranesi á sund, og hafi hvorugt komið upp síðan; „þar er nú kallat Brákarsund“ (40. kap.).9 í þriðja lagi er hin óljósa frásögn af fund- arstað kistunnar athyglisverð í ljósi þess, að KISTA KVELD 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.