Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1997, Blaðsíða 13
KÍNVERJUM FJÖLGAR UM 15 MILLJÓNIR Á ÁRI - SÍDARI HLUTI I KRAÐAKINU EFTIR SÓLVEIGU K. EINARSDÓTTUR Um koss engilsins, blóm í ótta litum, kínverskt rokk ó snældum, te í sultukrukku, Hamlet ó kínversku og dauöahrinur o.fl. RISAPANDAIM, táknmynd Kína. ókum í tvo tíma eftir malbikuðum tveggja akreina vegi. Þar ægði öllu saman. Farar- tækjum af öllum stærðum og gerðum og aldri. Bílstjórinn drakk te úr sultukrukku. Slíkt er algengt þótt þessi vökvi komi manni undarlega fyrir sjónir í fyrstu. Við vorum heppin. Engar umferðartafir. Hins vegar er óttaleysi fólks við umferðina til stórvand- ræða. Bíl með kerru fulla af tómum bjór- flöskum hafði verið lagt á miðjum vegi. Einn ökumaður varð syfjaður og lagðist til svefns á bak við dráttarvélina sína á vegin- um. Hestvagnar, ungir mann sem reiddu hvítklæddar stúlkur á reiðhjólum, konur með börn. Engir gangstígar. Komum loks að útjaðri þorpsins Yangling í Shaanxi-héraði. Þarna var rannsóknarstöð landbúnaðarins og þarna dvöldum við á litlu gistihúsi stofnunarinnar í tvær vikur. Bóndi minn að kenna fyrir UNID (United Nations International Development). Ég á lausu við að skoða lífið á þessum stað þar sem raf- magnið reyndist stopult og heita vatnið skammtað. Það tók okkur nokkra daga og nokkrar kaldar sturtur að finna út að heita vatnið var aðeins á síðdegis milli kl. 8.30-10.00 e.h. Heita vatnið er svipað því kalda en laust við nepjuna (The hot water is like the cold one but without the chill in it!) í gistihúsinu var einn ísskápur. Var hann staðsettur í afgreiðslunni og ætlaður til nota fyrir gesti. í herberginu okkar var sjónvarp, klæðaskáp- ur að nafninu til, rúm næstum eins hart og bekkirnir á Austurvelli, rautt gólfteppi, blá- grænt vaskafat með rauðum og gulum blóm- um á baðherberginu. Það greip mig hrein- lætisæði. Mig klæjaði í lófana eftir að kom- ast yfir skrúbb og þvottalög - upp úr hveiju gat ég þvegið - sjampói? Rúmteppið bleikt og gult. Fagurgrænar plasttöfflur undir rúminu. Eftir geysigóðan kvöldverð í veit- ingasal gistihússins komu gestgjafar okkar með 2 risastórar vatnsmelónur og hníf upp á herbergið til okkar. Við borðuðum malónu- sneiðarnar yfir vaskafatinu en skildum um leið hvers vegna rautt gólfteppið var svona blettótt. Þegar við gengum til hvíldar sner- um við hörðu dýnunni við, settum sængurn- ar tvær ofaná og sváfum með sitt risahand- klæðið hvort yfir okkur. Eftir kalda sturtu og morgunverð sem innihélt rauða gijónasúpu í skál, þrenns konar súrsað grænmeti, spælt egg, glas af heitri mjólk og brauð (ekkert smjör eða ostur) og kaffi tók ég til við að þrífa baðher- bergisgólfið. Upp úr hárþvottaefni. Ekki hafði ég lengi þjáðst í þessu hreingerningar- bijálæði mínu er þijár stúlkur komu aðvíf- andi og báðu alla góða vætti að hjálpa sér (þær sögðu eitthvað á þá leið alveg fyrir víst). Tók ein þeirra mig við hönd sér, setti KÍNVERSK klippimynd. EGAR flogið er með JAL frá Sydney til Peking er innifalin nótt í Tókýó. Gott að koma til Japan. 011 afgreiðsla hröð og skynsamleg. Hreinlæti hið besta. Allt er þó dýrt. Mikil viðbrigði eru að koma til Peking. A flugvell- inum er kapphlaup um þá fáu handvagna sem eru á lausu. Ös, ys og þys. Hátalaratil- kynningar bergmála. Eins gott að vita hvað maður er að fara. Best væri náttúrlega að geta lesið kínverskuna. Hotel Yu Yang í Peking. Gönguferð. Keypti brauðsnúða með einhveiju góðgæti innan í. Brauðgæðin eru þó enn ekki á háu stigi. Kökur dýrar. Búðir eru opnar frá 8-8 en margar eru lokaðar um hádegið í hita sumarsins. Sá blómabúð sem bar nafnið „Blóm í átta litum“, snyrtistofu sem hét „Koss engilsins“. Fjöldi kanadískra hjóna með kínversk ungbörn á hótelinu vakti athygli mína. Þeg- ar ég spjallaði við þessa nýbökuðu foreldra, kom í ljós að draumur þeirra um barn hafði ræst með því að ættleiða munaðarlaus kín- versk börn. Börnin voru á fyrsta ári, heil- brigð og yndisleg. Snæddum kvöldverð á humarveitingahúsi í nágrenni hótelsins. Risastór humar í rauð- um neonljósum lýsti yfir dyrum. Eintómir Kínveijar inni, m.a. fjöldinn allur af öfum og ömmum með barnabörnin sín. Valið stóð á milli hlaðborðs eða þess að fá pott á borð- ið (Bakkabræður!) þar sem við suðum krabba, litla humra, grænmeti, þunnar sneiðar af nautakjöti og lambakjöti, tofu, fuglsegg - mætti lengi telja. Drukkum bjór með. Næsta dag er ferðinni heitið til Xian-borg- ar með China Airlines. Flugvöllurinn eins og fjölleikahús. Langar biðraðir alls staðar. Margir útlendingar í röðinni til Xian. Þar ætla þeir að skoða hinar heimsfrægu graf- hvelfingar Terracotta-hersins. Ógleymanleg sýn bíður þeirra. Fær mann til þess að grípa andann á lofti. Kínveijar sem enn hafa ekki lært á biðraðamenningu reyndu að troða sér fremst en voru harðlega reknir til baka af erlendu ferðamönnunum. Vélin hafði greini- lega verið yfirbókuð. Ég hafði staðfest flug- ið á hótelinu (gegn ærnu gjaldi!) er gleymt að taka kvittun. Þegar röðin kom loks að okkur vildi stúlkan senda okkur á einhveija skrifstofu og fá nýja staðestingu. Við neituð- um. Tók hún þá miðana í fússi og fór. Allir biðu. Eftir dágóða stund birtist stúlkukindin á ný. Afgreiddi okkur með þjósti. Ef við hefðum farið að orðum hennar hefðum við orðið að fara aftast í röðina á ný. Misst af vélinni. Muna að taka alltaf kvittun fyrir öllu - líka handvagni, þótt hann kosti að- eins 5 krónur! í Xian var tekið vel á móti okkur. Við LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.