Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Qupperneq 2
Islenski dansflokkurinn fær Evrópusambandsstyrk EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur veitt íslenska dansflokknum fjögurra milljóna króna styrk vegna uppfærslunnar Ein og La Cabina 26 eftir Jochen Ulrich sem frumsýnd var í Borg- arleikhúsinu 14. febrúar sl. Evrópusamband- ið veitir dansflokknum þessa viðurkenningu í gegnum Kaleidoscope-áætlunina. Kaleidoscope-áætluninni er ætlað að stuðla að útbreiðslu evrópskrar menningar, en til þess að umsókn sé samþykkt þurfa a.m.k. þrír aðilar frá þremur Evrópulöndum að vera þátttakendur. íslenski dansflokkurinn var i samstarfi við Tanz-Forum í Köln í Þýska- landi og Agence Artistique í París um sýning- una La Cabina 26 og Ein, en hér heima var Leikfélag Reykjavíkur samstarfsaðili. Dans- flokkurinn hefur sýnt ballettinn Ein í Hels- inki og hluta af La Cabina 26 á Intemation- al Ballet Festival í Riga við mikla athygli áhorfenda. í fréttatilkynningu íslenska dansflokksins segir að sex umsóknir hafi farið frá íslandi í ár til Kaleidoscope. íslenski dansflokkurinn er eini aðilinn í ár sem hlaut styrk. Island hefur einu sinni áður hlotið styrk en það var fyrir gagnrýnendaþing sem haldið var í Nor- ræna húsinu á síðasta ári. Frumsýnir f jögur ný verk íslenski dansflokkurinn frumsýnir Qögur ný verk í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn, 22. maí. Verkin em annars vegar eftir tvo íslenska danshöfunda, þær Lám Stefánsdótt- ur og Nönnu Ólafsdóttur og hins vegar eftir enska danshöfunda, þá David Greenall og Michael Popper, sem er sérstakur gestur ís- lenska dansflokksins. CAPUT-hópurinn er samstarfsaðili dansflokksins í þessari sýn- ingu. Michael Popper kemur hingað til lands sérstaklega til að semja fyrir íslenska dans- flokkinn. Verk hans heitir Næturljóð eða Nachtlied og er samið við tónlist eftir Of- fenbach og Schubert. Leikmynd og búningar em eftir Elínu Eddu Árnadóttur og Michael Popper. David Greenall hefur dansað með íslenska dansflokknum í mörg ár ásamt því að starfa sem danshöfundur. Verk Davids heitir Konan á klettinum horfír og er tónlistin eftir þýsku hljómsveitina Einsturzende Neubauten. Leik- mynd og búningar em eftir Elínu Eddu Áma- dóttur. Lára Stefánsdóttir hefur starfað sem dans- ari og danshöfundur um langt árabil. Verkið Hræringar er hugljómun úr síðustu ljóðabók Elísabetar Jökulsdóttur og þá er sérstaklega vísað til ljóðsins Dans í lokuðu herbergi. Tón- listin er eftir Guðna Franzson og er sérstak- lega samin fyrir verk Lám. Guðni leikur á sýningunni á ástralska fmmbyggjahljóðfærið didjem-du og klarinett. í verki Guðna er vitn- að í kafla úr tónverki ítalska tónskáldsins Riccaro Nova, leikinn af Tamborrino-hópnum. Verkið var fmmsýnt 3. apríl sl. í Alexander- ópemhúsinu í Helsinki, á norrænni danshátíð (Nordic MINI Festival) sem haldin var í til- efni af 60 ára afmæli finnska danssambands- ins. Leikmyndir em skúlptúrar eftir Ragnhildi Stefánsdóttur myndlistarmann. Búningar em eftir Elínu Eddu Ámadóttur. Nanna Ólafsdóttir hefur samið fjölda dans- verka. Nanna hefur starfað náið í danssköpun sinni með Siguijóni Jóhannssyni, leikmynda- höfundi og starfa þau einnig saman að þessu verki. Verkið Ferli er samið við tónverk Hjálm- ars H. Ragnarssonar, Rómanza. Á sýningunni mun CAPUT-hópurinn flytja tónverk Hjálm- ars við dansverk Nönnu. Ljósahönnun er í höndum Elfars Bjamason- ar og Lámsar Bjömssonar lýsingarhöfunda. u........,i GUNNAR Kvaran segist ekki vera farinn að finna fyrir söknuði strax en hann setur nú upp sína síðustu sýningu á Kjarvalsstöðum áður en hann heldur til starfa í Björgvin. Síóasta sýning Gunnars á Kjarvalsstöóum „Hefur breyst úr sýningarsal í raunverulegt listasafn" Fjórir kvikmynda- gerðarmenn stefna RSÍ FJÓRIR íslenskir kvikmyndagerðarmenn og handritshöfundar hafa stefnt Rithöfundasam- bandi íslands og krefjast þess að reglur sem sambandið samþykkti á aðalfundi 1995 um ráðstöfun greiðslna úr Innheimtumiðstöð gjalda verði dæmdar ólögmætar. Ástæðan er sú að fé sem þeir telja að sér beri rennur til annarra. Fjórmenningamir em Ágúst Guðmundsson, Hrafn Gunnlaugsson, Friðrik Þór Friðriksson o g Þráinn Bertelsson en málið snýst um greiðsl- ur á fé sem myndast við skattlagningu mynd- banda og myndbandstækja. Að sögn Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns renna þessar tekjur í sérstakan sjóð, Innheimtumiðstöð gjalda, sem skipt var með gerðardómi í desem- ber 1993 og falla í hlut hinna ýmsu höfunda- réttarsamtaka. 16% af tekjunum koma í hlut Rithöfundasambandsins og hefur fénu verið skipt milli sambandsins sjálfs og félagsmanna, annars vegar á grundvelli áunninna réttinda og hins vegar til einstakra verkefna, að því er fram kemur í máli Gests. „Stefnendur málsins líta á þessar tekjur sem bætur fyrir aukna notkun á höfundaverkum og fyrir vikið sé Rithöfundasambandinu skylt að úthluta fénu til þeirra sem eiga réttindin. Að vísu eru engin 100% sannindi í þeim efnum en stefnendumir vilja tryggja að reglumar miðist við að úthlutað sé til rétthafanna hveiju sinni enda taki RSÍ í raun við fénu fyrir þeirra hönd,“ segir Gestur. Geysir, plata mánaðarins í Þýskalandi Hannover. Morgunblaðið. í JÚNÍHEFTI þýska tímaritsins Fono Forum er geislaplata með verkum Jóns Leifs kynnt sem „Stjama mánaðarins". Hér er um að ræða „Geysi", fjórðu plötuna í heildarútgáfu sænska útgáfufyrirtækisins BIS á verkum Jóns Leifs. Á plötunni leikur Sinfóníuhljómsveit íslans undir stjóm Osmos Vánska. Tímaritið Fono Forum kemur út mánaðar- lega og fjallar eingöngu um sígilda tónlist. Greinar þess og dómar eru leiðandi í vali fjölda tónlistarunnenda og tímaritið nýtur virðingar fagmanna. Fjallað er um plötu mánaðarins á heilli síðu og farið fögrum orðum um verkin sem og flutn- inginn. Þá fagnar Andreas K.W. Meyer, höf- undur greinarinnar framtaki Roberts von Bahr og BlS-útgáfunnar að gefa út öll verk Jóns Leifs. Sérstaklega sé það fagnaðarefni fyrir þýska hlustendur þar sem áður útkominn disk- ur með verkum Jóns hjá íslenskri tónverkamið- stöð „Visions and Images" er illfáanlegur í Þýskalandi. „MIG er farið að gruna hvað er í vænd- um,“ sagði Gunnar Kvaran þegar blaða- maður talaði við hann um síðustu sýning- una sem hann setur upp á Kjarvalsstöðum áður en hann hættir þar störfum og heldur til Björgvinjar þar sem hann mun stýra listasafni borgarinnar. „Annars á maður ekki eftir að finna fyrir söknuði fyrr en maður er hættur I raun og horfir á safnið og sýninguna utan frá. Sem stendur er ég bara að vinna að opnun þessarar yfirlitssýn- ingar á íslenskum verkum í eigu Listasafns Reykjavíkur. Það er þó gaman að sjá hvern- ig stofnunin hefur þróast, hvernig við höf- um breytt henni úr því að vera sýningarsal- ur í það að vera raunverulegt listasafn. Það er helst það sem er manni ofarlega í huga og kannski eftirminnilegar sýningar, eins og á verkum Hamilton Finley og Doit- sýningin í fyrra sem er enn að gera góða hluti út í heimi. Þessar tvær sýningar vöktu alþjóðlega athygli." Sýningin heitir íslensk myndlist og verð- ur opnuð í dag, laugardag kl. 16. Allt frá þeim tíma er Kjarvalsstaðir voru opnaðir árið 1973 sem myndlistarhús Reykjavíkur hafa borgaryfirvöld lagt metnað sinn í að eignast úrval listaverka eftir íslenska lista- menn. Safnið hefur vaxið verulega á síðast- liðnum þremur áratugum og hefur nú að geyma verk eftir alla helstu listamenn þjóð- arinnar. Á þessum tíma hefur safnið fengið umtalsverðar listaverkagjafir frá lista- möpnum og fjölmörgum listunnendum. Á þessari sýningu eru sýnd verk sem spanna alla 20. öldina og sýna þróun fs- lenskrar myndlistar en markmiðið með sumarsýningum safnsins undanfarin ár hefur verið að gefa sýningargestum ís- lenskum og erlendum tækifæri til að fá góða innsýn í íslenska listasögu. í vestursal verða sýnd landslagsmálverk eftir frumheija íslenskrar myndlistar; Þór- arinn B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jó- hannes S. Kjarval o.fl. Þar eru einnig verk abstraktmálaranna sem fram komu um miðja öldina svo sem Svavars Guðnasonar, Þorvaldar Skúlasonar, Nínu Tryggvadóttur ogKarls Kvaran. í miðrými verður til sýnis málverkið Science Fiction eftir Erró ásamt verkum þeirra listamanna sem kenndir hafa verið við SÚM-hópinn sem var hvað mest áber- andi í íslensku listalífi á sjöunda áratug aldarinnar. Þessum hópi tilheyra listamenn eins og Hreinn Friðfinnsson, Kristján og Sigurður Guðmundssynir o.fl. I Austursal eru aftur á móti sýnd verk eftir yngstu kynslóðina í íslenskri mynd- list. Þar gefur að líta verk eftir fjölmarga listamenn sem sýna vel fjölbreytileikann og gróskuna í myndlistarlifi nútímans. Sumarsýning Kjarvalsstaða verður opin frá 17. maí til 31. ágústalla daga frá kl. 10-18. Safnaverslun og kaffistofa eru opin á sama tíma. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn Islands yerk í eigu safnsins til sýnis út maí. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyju- götu 41 Siguijón Jóhannsson sýnir til 25. maí. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka maímánaðar. Hafnarhúsið v. Tryggvagötu Eggert Einarsson sýnir til 18. maí. Gallerí Hornið Magdalena M. Hermanns sýnir til 28. maí. Mokka - Skólavörðustíg Helgi Sigurðsson sýnir til 6. júní. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Magnús Tómass. sýn. til 25. maí. Gallerí Handverk & Hönnun Elísabet Ásberg sýn. skartgripi til 19. maf. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Sigrún Eldjám sýnir til 25. maí. Önnur hæð, Laugavegi 37. Max Nenhaus sýnir út maí. Gallerikeðjan - Sýnirými Sýningar í maí: Gallerí sýnibox: Ragnheiður Ragnarsdóttir. Gallerí Barmur: Bjami H. Þórarinsson. Gallerí Hlust: Hannes Lámsson. Gallerí 20m2: Rúrí og ísak Eldh. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Anna-Eva Bergmann sýnir til 8. júní. Gallerí Myndáss Vilmundur Kristjánsson sýnir ljósmyndir til 31. maí. Þjóðarbókhlaðan Ásjónur skáldsins. Myndverk af Halldóri Laxness, til 23. maí. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. fva Sigrún Bjömsdóttir sýnir til 26. maí. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Sparistellið. Tólf listamenn sýna postulín til 19. maí. f Sverrissal er sýning á verkum úr eigu safns- ins. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Anna Sigríður Siguijónsd. sýnir til 28. maí. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Samsýning til 18. maí. Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön, sýn. til 11. júní. Norræna húsið - við Hringbraut. Norrænir gullsmiðir sýna skartgripi til 8. júnf. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Anna Líndal sýnir til 25. maí. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Sossa sýnir til 25. maí. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum — Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Laugardagur 17. maí. Signý Sæmundsdóttir og Jón Þorsteinsson halda tónl. í Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl. 17. Þriðjudagur 20. maí. Þóra Einarsdóttir og Bjöm Jónsson halda tónl. í Gerðarsafni kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu mánud. 19. mai. Köttur á heitu blikkþaki, fim. 29. maf. Tunglskinseyjan fmms. mið. 21., fös. 23., lau. 24. maí. Listaverkið mán. 19. maí. Borgarleikhúsið íslenski dansflokkurinn, fmms. fjögur ný verk fim. 22. maí. Sýn. lau. 24. maí. Dómínó fös. 23. maí. Konur skelfa lau. 24. maí. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 25. maí. Á sama tíma að ári lau. 24. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 24. maí. Leikfélag Akureyrar Vefarinn mikli frá Kasmír lau. 24., sun 25. maí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/iistir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsend- ir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.