Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 14
auka þess að vera til. Og til að ég geti lifað með angistinni verð ég að geta horfst í augu við hana og þá horfist ég um leið í augu við sjálfan mig með öllum mínum kostum og göllum. „Til að eitthvað geti farið verður það fyrst að vera.“6 Og þegar ég er búinn að standa nakinn úti í sólinni - undir sálarspeglinum -stóra - hefur ljós hennar hreinsað mig, því ég leyfði henni að gera það. Ég valdi að bera galla mína og kosti til þess að ég geti lifað með þeim, tii þess verð ég auðvitað að þekkja þá, og kannski losað um nokkra galla í þeim tilgangi að verða betri maður. Þannig er það ávallt ég sem vel hvemig ég túlka hlutina. Ef maðurinn er aðeins til í eigin framkvæmd mætti sjá hann fyrir sér sem borðtenniskúlu. Kyrrstæð er hún ekki ýlqa merkileg, hvít létt plastkúla. En þegar hún er á hreyfingu í samspili leiksins þá flýgur hún, spýtist áfram af ógnarkrafti, klýfur loftið og er nánast óhöndlanleg. Hún verður persónu- gerfingur flugþrár mannsins! Dansinn er svipaður flugþrá: „Þú verður að elska dansinn til að halda þig við hann - hann gefur þér ekkert til baka, engin málverk sem þú getur hengt upp á vegg, engin ljóð sem þú getur gefið út, engin hand- rit sem þú getur skreytt hillumar þínar með - ekkert nema hið eina svífandi augnablik I þegar þú fínnur að þú ert til.. .“6 Og sé dansinn hreyfiafl, þá er skáldskapur- inn og tónlistin það líka. „Ef guð er ekki til þá er allt leyfilegt," skrifaði Dostojevski. Við gemm allt sem okkur sýnist sögðu pönkaram- ir árið 1976, „No future" sungu þau, krakkar úr fátækrahverfum stórborga, afkomendur kynslóða atvinnuleysingja. Þeim fannst þau ekki eiga neitt annað val en að gefa skít í - allt. Við emm ein og við þurfum ekki að af- saka okkur. Við emm dæmd til að vera frjáls og þannig ákváðum við að tjá þetta víðfeðma frelsi okkar. „NO FUTURE“ öskrar Johnny Rotten á báti sem siglir um Thamesá, því það er búið að úthýsa hljómsveitinni Sex Pistols úr öllum tónleikasölum þá stundina. Tilvistarstefnan færir manni valið og frels- ið. Valið til að breyta og frelsi þess sem tekur fulla ábyrgð á sjálfum sér og ákvörðun sinni. Hún hvatar til athafna og sköpunar. Með því að segja að maðurinn sé aðeins til í eigin fram- kvæmd fá orð Shakespeares enn eina merking- una: „Að vera eða ekki vera...“ Ætlum við ,að vera aðeins flöktandi skuggar á ieiksviði lífs okkar, eða viljum við verða þátttakendur [ þess? Ókostur þessarar hugsunar er, að hún j gæti gert fólk óþolandi metnaðargjamt - það , væri alltaf að spá í hvað það ætti að fram- ) kvæma næst svo það fyndi að það væri iif- i andi! Það að eiga þess kost að breyta, að í geta valið að skapa sjálfan sig, er ómetanlega dýrmætt. Ég held að fólk, hér á íslandi þar / sem hugmyndir um tilgang lífsins virðast svo ' óijúfanlega tengdar því að fjölga sér, yrði mun hamingjusamara og sáttara ef það skap- aði sjálft sig meir en skapaði færri böm og gerði það seinna á ævinni. Fyrir utan að skapa sjálfan þig geturðu skapað listaverk en þú getur einnig skapað vináttu, umburðarljmdi, hamingju, hlustun. Með því að skapa það með sér, að hlusta á 1 sitt nánasta umhverfi og annað fólk, gæti ( maðurinn afstýrt mörgum árekstrinum. Hin- i um sjálfskapaða nútímamanni hættir til að ; vaða áfram og virða hvorki lífsrými staða né manna. Þama mætti bianda smá lotningu gagnvart sköpunarverkinu inn í túlkun á til- ' vistarstefnunni. < Forsjárhyggi a „Vertu trúr allt til dauðans - og ég mun 1 gefa þér lífsins kórónu.“ „Hvemig getur ungur maður haldið vegi ) sínum hreinum? - Með því að gefa gaum að '■ orðum hans.“’ „Trúin er aflvaki lífsins, ef maðurinn er lif- * andi trúir hann á eitthvað. Án trúar er ekki hægt að halda áfram að lifa" - að þessari niðurstöðu kemst rithöfundurinn Leo Tolstoj 'þegar hann um miðbik ævi sinnar sá ekki til- ganginn í því að vera að lifa og tók að skoða / merkingu lífs síns gaumgæfilega. Það er ekki I í eðli forsjárhyggju að reyna að grafast fyrir um tilgang lífsins, því það er ekki á okkar valdi að komast að honum. Við eigum að virða j það að merking og tilgangur eigi að vera I okkur hulin... Guð er minn hirðir, á hann mun ég treysta. 1 Ég hef þörf fyrir að vita af einhveiju umvefj- i andi í kringum mig í lífínu. Trú mín er mér 'i þessi faðmur. Faðmur foreldranna minna á H himnum, heilagrar guðsmóður og algóðs | himnafóður. Ég hef þörf fyrir að biðja, ef á ;> Pmóti blæs. Ég bið til Maríu meyjar og hún S verður sameiningartákn trúar minnar. Segja § mætti að í henni fínni ég markmið sem ég get beint öllum mínum lífskrafti að. Hún ein- i faldar mér lífið — jafnframt sem hún lýsir upp , líf mitt, hjálpar mér við ætlun mína í krafti „ Tilverustefnan fœrir pér valid til ad breyta, skapa pig og pitt líf. Og úrforsjárhyggjunni fcerbu bænina — pessa brú sem tengirsköpun tilvistarstefnunnar vib forsjárhyggjuna pegar pú skapar pérpann raunveruleik sem pú vilt lifa í. “ bænarinnar. Þegar ég bið, þá hef ég tekið ákvörðun um að veita öllum mætti mínum að tilteknu málefni og bið hana að koma til móts við mig. Og trú mín, sem flytur fjöll, færir mig þannig „útúr mér“, að þegar ég bið þenst ég út og verð stærri sjálfum mér, á svipaðan hátt og þegar ég er hamingjusamur. Þama er María mey búin að draga mig hálfa leið í áttina að ætlun minni. Ég treysti síðan á að hún sjái um hinn helminginn. Hún fær mig til að nefna það sem ég er að biðja um, ít- reka það og margskoða og senda það í „fram- köllun" ofan í undirmeðvitund mína, og senda síðan bæn mína til hennar í þeirri vissu að hún muni gera hana að veruleika. Kannski hvatar trúin með bænina innanborðs okkur til að taka ábyrgð á eigin lífi með því að kenna okkur að biðja!? „ Verið ekki hugsjúkir um neitt heldur gjörið í öllum hlutum óskiryðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð"8 Því þegar þú biðst fyrir, þá gerir þú þér grein fyrir því hvers þú óskar, og færir síðan ósk þína í orð. Þar með ertu kominn langleið- ina að því að skapa þann raunveruleik sem þú vilt lifa í. Þama skarast tilvistarstefnan með sitt val til að skapa við forsjárhyggjuna þar sem þú treystir einnig á eitthvað þér æðra til að hjálpa þér. Þannig er bænin orðin brúin milli þessara tveggja stefna. Ein mótrök gegn forsjárhyggju eru þau að maðurinn gefist upp við að reyna að breyta heiminum og í stað þess að reyna að breyta sjálfum sér, feli hann allt sitt í hendur guðs. „Verði guðs vilji," og það sé í rauninni sama hvað hann geri, hvað hann hugsi því æðra honum sé ætíð einhver alvaldur máttur eða vilji sem hann fær eigi breytt. En í þessari forsjárhyggju er fólgið það frelsi, að hann getur verið viss um að hann sé í öruggum höndum - „á hendur fel þú honum sem himnna stýrir borg“. Nidurslada Ég tel að við höfum öll þörf fyrir að höndla líf okkar á einhvem hátt. Indíánar bjuggu sér til net til að fanga drauma sína í, kölluðust þau draumanet og em heilagir vemdargripir. Með því vom þeir að reyna að gera líf sitt áþreifanlegt. Vinna mannsins er þannig eins- konar veiðiferð. Hann gerist veiðimaður sem reynir að fanga sitt ætlunarverk í lífinu hvort heldur það er listaverk, lifibrauð hans eða fjöl- skylda. „Ég nota vinnuna til að fanga tímann til að gefa honum það form sem ég get höndl- að,“ sagði ljósmyndari nokkur. Maðurinn vill Ieggja sitt af mörkum til heimssögunnar, að eitthvað sé til eftir hann þegar hann deyr. Hann vill láta sitt eftir liggja! Lífið er eins og ferðalag: Þú siglir lengst inn ísjálfan þig sérð margt sólsetrið á mörgum vötnum fjöll rísa ífjarska fólki bregða fyrir snertir öxl þess þaðsnýrsér ogþað ert þú sjáifur eitt sinn ókominn ófædduf og í sjálfu sér skiptir áfangastaðurinn ekki máli, því lífið er ferðalagið. Oft kemstu í hann krappan, gengur um dimman dal en þá máttu aldrei gleyma því, að þó það sé dimmt hjá þér núna, þá er bjart á fjallatoppunum og þú ert bara ekki kominn þangað. Og mundu ætíð að þú ert ekki steinmnnin stytta af manni. Þú ert homo mobile - hinn hreyfan- legi maður sem ert á þinni lífsgöngu og átt eftir að ganga inn í birtuna á fjöllum. Hvað viltu hafa í lífsmal þínum? Hver er þín veisla í farangrinum? Ef ég fengi að velja fyrir þig, sem ég auð- vitað fæ ekki því við eigum ekki bömin okk- ar, emm aðeins farvegur þeirra, en ef þá myndi ég velja valið þér til handa. Að þú myndir velja að taka ábyrgð á þínu lífí, að þú myndir ákveða með sjálfum þér að þú gætir breytt. „Að þú veltir því fyrir þér hvemig þú gætir vitað eða hugsað réttast um tilgang lífs þíns og hvemig þeim tilgangi yrði náð. Hvað þú ættir að meta mest í lífinu þínu. Hveijar væm þær leiðir sem þú ættir kost á til að verða sem farsælastur og til sem mestr- ar gæfu sjálfum þér og öðrurn."10 Það er nefnilega svo að maður þarf ekkert endilega að vera niðri í dimmum daJ þunglynd- is til að fá eigi séð birtuna. Oft í mannhafinu jafnvel á gleðistundum í dansinum þá er eins og hugsun okkar einskorðist við næsta mann. Eins og maður héldi að allar ár féllu til Dýra- fjarðar, eða inn í klíkuna sem maður er í og klíkan verður tilgangur lífs manns. Klíkan sem er eitt hið óáþreifanlegasta, óhöndlanlegasta og ósýnilegasta fyrirbæri sem til er. Ein setn- ing getur sundrað klíku! Auðvitað er maðurinn félagsvera. Á ég að vera einn eða hvað? Gal- einn!? Á ég að gerast einsetumaður sem íhug- ar líf sitt og tilgang flarri heimsins glaumi? „I heiminum er auðvelt að lifa eftir skoðun umheimsins, í einverunni er auðvelt að lifa eftir skoðun sjálfs sín, en sá maður er mikill sem tekst það mitt í mannmergðinni að við- halda sjálfstæði einverunnar.““ Lokaoró Þetta voru leiðimar sem mig langaði að sýna þér. Það sem heillar mig mest, er að taka hið besta frá hverri um sig. Tómhyggjan færir þér frelsi þess sem býr sér til sitt eigið gildismat. Tilverustefnan færir þér valið til að breyta, skapa þig og þitt líf. Og úr forsjár- hyggjunni færðu bænina - þessa brú sem tengir sköpun tilvistarstefnunnar við forsjár- hyggjuna, þegar þú skapar þér þann raunveru- leik sem þú vilt lifa í! Og gættu að löngun- inni, því hún er sem segull er dregur að og tengir það sem þú kýst þér í lífinu. Jafnvel í draumum þínum býr óskin þín, því athugaðu það að draumar þínir eru ekki bara draumar, þeir eru vegvísar er vísa leiðina áfram. Og á lífsleiðinni mætum við lífsleiðanum en einnig missinum. Hvað eigum við að gera þegar hann kveður dyra? Verðum við þá ekki að hverfa aftur til upphafsins? Þegar við vorum ein - við fæðumst ein og deyjum ein. Og muna að við vorum til áður en missirinn kvaddi dyra, - og halda áfram þaðan. í gamalli bók segir, að hinn vitri maður deyi pínulítið á hveijum degi, meðan hann fer úr gömlum hugtökum, gömlum hugsunum og fer frá gömlum leiðum sem hann fór eftir, við að hugsa og lifa. ... Að fá að vera þátttakandi í þessari áreynslulausu fegurð náttúrunnar, þessum fullkomleik, það gerir lífið þess virði að Iifa því. Hamingjan er hluti fegurðarinnar og þeg- ar maðurinn er hamingjusamur - þenst hann útúr sjálfum sér og hamingja hans verður smitandi og litar þannig nánasta umhverfi. Skapar þannig meiri hamingju í formi gjafar til annarra. Ef maðurinn er aðeins til í fram- kvæmd sinni, þá er það að vera að gefa... Heimildaskrá: Páll Skúlason: Four perspectives on the meaning of Life Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli, Rvík. 1925. Páll Skúlason: Pælingar H, Rvík. 1989. Biblían. Albert Camus: Úr formála þýð. Bjama Benediktssonar frá Hofteigi. Elísabet Jökulsdóttir: Úr leikritinu Eldhestur á ís, Rvík. 1990. Vilborg Halldórsdóttir: Úr Lesbók Mbl. 28. tbl. 22. ágúst 1992. Sigurður Nordal: Líf og Dauði, Rvík. 1940. Ralph Waldo Emerson: Úr greininni Self-reliance. Tilvitnanir: 1 Úr Ijóðinu Lífshvöt e. Steingrím Thorsteinsson. 2 Pælingar II bls. 152. 3 Predikarinn. 4 Albert Camus: Útlendingurinn, úr formála þýðandans, Bjama Benediktssonar. 5 Úr leikritinu Eldhestur á Is e. Elísabetu Jökulsdóttur. 6 Einkunnarorð The Merce Cunningham Dance Ensemble. 7 Úr Biblíunni. 8 Filippíbréfíð 4. kafli. 9 Ljóð e. VH er birtist í Lesbók MBL. 28. tbl. 22. ágúst 1992. 10 Sigurður Nordal: Líf og Dauði, Rv. 1940. 11 Ralph Waldo Emerson: Self-reliance. G. ÁGÚST JÓNSSON DRAUMUR HINS DJARFA MANNS Án miskunnar breytist bíltúrinn í brottför. Án miskunnar bíður karlalaus veröld kvennanna heima. Án miskunnar klýfur kinnungur skipsins spegilsléttan flötinn. Án miskunnar sundra sárbeittir hnífar mannanna fullkomnum líkömum fiskanna. Án miskunnar fljúgast slor- sæknir fuglar á, • / kjölfarinu. Án miskunnar sest einsemdin að í sálum sumra manna. Án miskunnar hefur kokkurinn kæsta skötu á laugardögum. An miskunnar endurtekur sig einhæft lífið, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. FEBRÚAR- DAGUR Út úr bakaríinu ilmar af brauði og bátarnir láta úr höfn. Ljóshærð stúlka gengur hjá í glænýjum snjó, grunlaus um lífíð. Ég mæti hamingjunni á horninu við bankann. . Hún gerir langan bug á leið sína. Höfundur er fyrrverandi sjómaður. SIGURGEIR ÞORVALDSSON MORÐ- INGI í dauðans angist heyrði ég hvíslað í eyra mér: „Þú ert svívirðilegur morðingi — morðingi! Þú hefur drepið góðan dreng — þú drapst þinn innri mann“! Ég varð skelfingu lostinn, en er ég kannaði málið komst ég að raun um, að þetta var rétt — ég var hættur að hugsa eins og saklaust barn. Nú er ég ekkert nema það, sem aðrir sjá! Höfundurinn býr í Keflavík. 4 '14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.