Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 7
NILS Gunnar Nilsson er íslandsvinur sem sótt hefur landið margoft heim. Hann kom hing- að fyrst á háskólaárum sínum snemma á sjö- unda áratugnum og þá skrifaði hann greinar héðan fyrir Kvállsposten sem út kemur í Malmö. Nils Gunnar starfaði á Kvállsposten í um það bil tíu ár uns hann árið 1974 var ráðinn menningarritstjóri Sydsvenska Dag- bladet sem hefur aðsetur í sama húsi. Hveijir eru helstu áherslupunktar Syd- svenska Dagbladet í menningarumfjöllun og með hvaða hætti er áherslan önnur en hjá Stokkhólmsblöðunum og Gautaborgar- blöðunum? „Sydsvenska Dagbladet er stærsta blaðið sem kemur út í Malmö og Lundi og er því dreift á stóru svæði. Að vísu eru önnur blöð í Malmö sem eru Skánska Dagbladet og Arbetet en auk þess Kvállsposten. Syd- svenskan hefur stærsta upplagið. Það hefur alltaf verið markmið okkar að ná til lesenda í Malmö og Lundi en þetta eru ólíkir hópar. Lesendahópurinn í Lundi er að miklum hluta til menntamenn á meðan samsetning les- endahópsins í Malmö er allt önnur og því er þetta eins konar jafnvægisganga eða línu- dans. Við fylgjumst með ákveðnum málaflokk- um á landsvísu svo sem erlendum fréttum, viðskiptamálum og stjómmálum. Hvað varð- ar menningarmál þá fjöllum við um allt það markverðasta sem er að gerast í landinu á því sviði. Við reynum að gera nýútkomnum bókum góð skil og þegar aðrar listgreinar eru annars vegar, til að mynda þegar sýning- ar standa yfir á útgáfusvæðinu, þá fjöllum við ítarlega um þær. Við hér á þessu svæði höfum alltaf talið það okkur til tekna að vera í námunda við Kaupmannahöfn en raunverulegu tengslin hafa þó verið minni en ætla mætti. Þegar við berum okkur saman við Stokk- hólm þá höfum við það forskot að vera nær meginlandinu. Ég trúi því að þeir sem lesa menningarsíður stóru dagblaðanna greini ögn annan tón en gætir hjá okkur á Syd- svenska. Við höfum dálítið aðra hefð svo og annan lesandahóp auk þess sem við erum nær Kaupmannahöfn. Þegar Oresundsbrúin verður tilbúin munu tengslin við Kaup- mannahöfn tvímælalaust styrkjast. Það er ljóst að þessar breytingar eiga eftir að hafa áhrif á útgáfu og efnisval blaðsins. Við höfum nú þegar visst samstarf við dönsku blöðin og má í því sambandi nefna að Syd- svenskan og Berlingske Tidende hafa eitt sinn haft forsíðutexta blaðanna bæði á sænsku og dönsku. Þessi auknu tengsl leiða ef til vill til sameiginlegs auglýsingamarkað- ar. ÞAÐ SEM hefur verið kosturinn við Malmösvæðið á síðari árum er að Malmö hefur fengið orð á sig fyrir að vera listastaður og leikhúsbær. Það eru tvö sýningarhús hér í borginni það er að segja Rooseumsafnið og Malmö konsthall. Sune Nordgren var mikilvæg per- sóna fyrir Malmö konsthall en hann er nú farinn til Stokkholms. Lars Nittve sem var yfirmaður á Rooseumsafninu er nú forstöðu- maður Louisianasafnsins í Danmörku. Þetta eru framtakssamir menn og lögðu mikið til þess að Malmö hefur verið álitin listaborg. Þá held ég að þessi þríhymingur Malmö, Lund og Kaupmannahöfn og Louisiana hafi gefið ríkulegan ávöxt því að þegar stórar sýningar eru opnaðar þá drífur að fjölda fólks hingað á svæðið.“ Hefur innganga nokkurra norðurlanda- þjóðanna í Evrópubandalagið haft áhrif á norrænt menningarsamstarf að þínu mati? „í sambandi við norrænt menningarsam- starf þá blandast saman bæði von og upp- gjöf. Evrópubandalagið hefur klofið Norður- lönd í tvo hluta og því er það nú enn mikil- vægara að halda fast í norrænt menningar- samstarf. Þegar ég er erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum þá fæ ég enn sterkari til- finningu fyrir Évrópu og þá sérstaklega fyrir Norðurlöndunum sem eru spennandi menningarsvæði. í þessari sífelldu Evrópu- umræðu má maður ekki gleyma Norðurlönd- unum, þau eru einstök samsetning. Þessi fimm ríki eiga margt sameiginlegt en eru samt svo ólík. Það hefur alltaf verið svo að útkjálkar Norðurlandanna hafa átt við ákveðin vandamál að stríða en samt fundið sterkan vinskap. ísland og Finnland hafa NILS Gunnar Nilsson. MIKILVÆGT AÐ SINNA NORRÆNNI SAMVINNU Menningarritstiórinn Nils Gunnar Nilsson er óberandi persóna í sænsku menningarlífi og ó meóal annars sæti í UNESCO, menningarmólastofn- un Sameinuóu þjóóanna. EINAR ÖRN GUNNARS- SON hitti hann aó móli ó skrifstofu hans í stórbygg- ingu Suóursænska dagblaósins. „/ þessum heimi sem kallast hókaútgáfu- heimurinn eru til tískusveiflur og þró- unarlínur en inn á milli gerast hlutir sem eru algjörlega óút- reiknanlegir. “ haft mikið samstarf. Nú eru Finnar gengnir í Evrópubandalagið og því er skiljanlegt að íSlendingum finnist þeir vera nokkuð fyrir utan. Mikilvægt er að sinna norrænni sam- vinnu á uppbyggilegan hátt. Ég er fulltrúi hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Það er hvort tveggja í senn mikill heiður og mikilvægt starf að kynna Norðurlöndin innan þeirrar stofnun- ar. Þar sem Norðurlöndin eru ein heild þá lít ég á mig sem fulltrúa þeirra allra í nefnd- inni fremur en fulltrúa Svíþjóðar eingöngu. ÞAÐ ER erfitt fyrir Norður- löndin að koma sér á fram- færi á alþjóðlegum markaði. Með bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs eru Norð- urlöndin búin að festa í sessi gott verkfæri sem nota ætti bæði innan Norðurlandanna og utan þeirra. Enginn dregur í efa gildi bókmenntaverðlaunanna enda er þar komin athyglisverð stofnun sem á hveiju ári velur það besta frá Norðurlöndunum. Verðlaunin eru að vísu notuð sem eins konar afborgun ráðamanna af slæmri samvisku því að bók- menntunum er veitt lítil athygli á öðrum tímum ársins. Þær bækur sem tilnefndar eru til verðlaunanna fá töluverða athygli. Mikilvægt er að verðlaunin veita lesendum ákveðið innsæi í hvað er að gerast á sviði bókmennta á svæðinu. Mér finnst að nota eigi verðlaunin til að vekja meiri athygli á Norðurlöndunum á alþjóðavettvangi. Verð- laununum ætti sjálfkrafa að fylgja þýðing yfir á eitt stórt heimstungumál, ensku eða þýsku. Slíkt myndi greiða götu norrænna bókmennta.. Bókaútgefendur úti um allan heim ættu þá að vita að verðlaunin væru veitt á tilteknum árstíma og að þeim fylgdi upphæð til að sinna þýðingu þeirra. Nú kemur út einu sinni á ári tímaritið Nordic Literature sem er býsna gott en er því mið- ur illa markaðssett. Aðstandendur blaðsins ættu sannarlega að vinna að því máli því að þetta er góður vettvangur til að kynna bókmenntir okkar og Norðurlöndin al- mennt." í kjölfar óvæntra vinsælda höfunda á borð við Peter Hoeg og Jostein Gaarder hefur verið talað um að augu bókmennta- heimsins muni nú beinast að norrænum bókmenntum í náinni framtíð. Hvert er þitt álit á því? „í þessum heimi sem kallast bókaútgáfu- heimurinn eru til tískusveiflur og þróunarlín- ur en inn á milli gerast hlutir sem eru algjör- lega óútreiknanlegir. í þennan hóp falla höfundarnir Jostein Gaarder og Peter Hoeg. Hvernig á þessu stendur veit maður ekki nákvæmlega en það er vissulega skemmti- legt að það skuli gerast. Að baki búa náttúr- lega útgáfufyrirtæki sem sinna sínum höf- undum og hafa visst.þor til að taka upp á sína arma unga efnilega höfunda og leggja sig fram við að byggja upp sambönd við erlendar útgáfur. Það er í sjálfu sér sérstök listgrein að rata í þessum frumskógi af sam- böndum en þar hafa Finnar lengi verið dug- legir. Norðmönnum og Dönum hefur tekist vel til líka.“ ÞÚ HEFUR oft heimsótt ís- land. Hver er þín sýn á land og þjóð? „Sem stúdent í Lundi fékk ég styrk upp á fimm þúsund krónur íslenskar sem ég hélt að væri hellingur af pening- um þar til ég kannaði hver gengisskráningin var. Upphæðin var þó of há til að afþakka hana en of lítil til að hún LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.