Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 15
FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖDRUVÍSI V KALDLYNDI EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Geódeyfó er hættulegust allrg mannlegrg gfbrigóa, einkum fyrir það hve auðveldlega slíkur maður þrífst þar sem þeim venjulegri er hættast. Ekkert ókyrrir huga slíks manns í þann mund sem allt fer ó tjó og tundur fyrir þeim geðríkari. SÁ ALSVALI, tilfinningalausi og kaldlyndi hefur lengi verið viðfangsefni í kvikmyndum. Hér er það leikarinn Malcolm McDowell í hlutverki hins óhugnanlega morðingja Alex í kvikmyndinni Clockwork Orange. KALDUR, kúl, segja töffarar um þann sem veigrar sér ekki við ofbeldi. Glæpaklík- an lýtur eigin siðferði og þar kemur fjölhæfni venju- legs manns sér illa. Með orðinu, kaldur er hér átt við meðfædda geðdeyfð, eiginleika sem skapar manni skilyrði til að lifa öfgafyllra líferni en hann annars myndi ásælast. Cool hand Luke, segja naglar og bogna yfir hörkunni. Geðkaldir eru trúlega hættulegasta fólk- ið, töffarnir fara nærri um það. En það þarf Ladda til að sýna okkur með Saxa lækni að það vantar eitthvað í mann eins og Saxa samanborið við - Ladda sjálfan. Sá kaldasti í glæpagenginu er það líklega helst fyrir það að mennskan á sér ekki upp- sprettu í honum til jafns við það sem yfir- leitt gerist um fólk. Hann fínnur síst til þess sjálfur, en hann er kaldari innvortis en hinir, kaldur eins og fiskur. Einmitt þess vegna á hann auðvelt með að villa á sér heimildir. ímyndun næsta manns, fremur en hans sjálfs, gerir honum upp mannlegri, venjulegri eiginleika og að sama skapi reyn- ist örðugt að greina í milli þess geðkalda og eigin hugarfars ef mikill munur er á. Sá kaldi getur fyrir vikið náð fullum tökum á þeim fjölhæfari. Þeir kaldlyndu þarfnast meira en aðrir til að finna til sín. Um sérstaka manngerð er að ræða en ekki skapleysið eitt eins og ætla mætti af orðinu geðkuldi. Geðleysi er annað mál. Hvað þá roluskapur. Sá kald- lyndi getur búið yfir mikilli skapfestu, og verið mjög fylginn sér í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Það sem gerir útslagið er ónæmleiki hans á margt af því sem ljær hversdagsleika fólks líf og lit. Hann þarf skýrari andstæður svo að hann finni til sín með líku móti og kunnuglegra fólk. Hann kann að þykja áræðnari en aðrir menn. Og ágengari sem varla er tiltökumál í samkeppnisþjóðfélagi. Hitt er fremur undrunarefni að hann ber sjaldnast með sér að hann geri sér grein fyrir óviðurkvæmi- legri fyrirferð sinni eða ósvifni. Menn hugsa honum þegjandi þörfína, eða bara undrast þegar þeim finnst á sér troðið og mæta svo gráu tilliti sem speglar ekkert. Nema kannski vott af depurð ef vel er að gáð. Mikið andskoti leikur hann vel! Eða: Þvílíkur hræsnari! segja menn um þann kalda og trúa ekki að hann sé allur á sama veg. Það er hann þó líklega. Afbrot Skapfestan getur vel verið mikil. Jafn- framt vitnar ósveigjanleikinn um hörku sem ekki stjórnast af mannviti. Þessum sérkenn- um fylgir svo að sá kaldlyndi leitar að um- brotasömu umhverfi til að njóta þess sama og aðrir. Ástæða er því til að ætla að hlut- fall þeirra manna af þessu tagi sem gista fangelsin á hveijum tíma sé stærra en hinna sem lausir ganga. Við þekkjum raunar, a.m.k. af afspurn, algenga afbrotatípu sem svarar til þessarar flokkunar, blælaus, ósveigjanlegur maður sem finnur sig ekki nema þar sem lög og reglur eru meir uppi á yfirborðinu en gerist í samfélagi fijálsra manna. Stundum er á það bent hversu stutt sé milli duglegs lögreglumanns og afkasta- mikils afbrotamanns þegar litið er til þess helsta sem mennina einkennir. Sennilega er þá átt við þörf þess kaldlynda fyrir frek- ari ágengni en daglegs lífs, sérþörf sem leið- ir af einkennunum og veldur því að hann kemur sér upp persónulegu sambandi við reglur sem öðrum dugar að vita af úr fjar- lægð. Og kann þá hending að ráða hvorum megin við reglurnar hann lendir. Síbrotamanninum hefur lærst að flest það sem aðrir láta sér nægja í Iífinu lætur hann ósnortinn. Hann kýs afdráttarlausari hegð- un frá degi til dags. Átök við lög og ef hann næst þá refsingu sem honum er ekki síður mikilvæg staðfesting á að hann er til en sjálf misgerðin. Lögreglumaður af sama tagi glimir við slíka menn og þá um leið við lundarfar sjálfs sín. Venjulegri manni blöskrar geta - Dirty Harry - til að mæta af kaldri yfirvegun þeim hroða sem starfi hans fylgir en gerir sér ekki grein fyrir að það sem kemur ímyndunarafli þess venju- legri á flug lætur þann kalda ósnortinn þótt báðir skilji jafn vel hvað fram fer. Öll þekkjum við málfar þess kalda af spennumyndum og hasarsögum, - banda- rísk blótsyrði virðast beinlínis slegin mynt fyrir það hugarfar sem hér um ræðir. Geðdeyfð í þeim mæli sem ég á við er þeim manni, sem hún einkennir, vandamál sem hann verður að finna ráð við svo hann fái þrifist. Þess vegna rambar hann fremur en aðrir inn á þá stigu samfélags síns þar sem allt eða ekkert-sjónarmið ein eru höfð í heiðri. Glæpir freista hans. En hreint ekki vegna þess að hann sé að upplagi verri manneskja en aðrir. Hann er bara öðruvísi á þennan sérstaka hátt. Ef burðir hans að öðru leyti gefa tilefni til kann vel að vera að sjúkrahússtörf reynist liggja jafn vel fyr- ir honum og skipulagðir glæpir. Hversdags- sálin trúir að' skurðlæknirinn stundi starf sitt vegna þess að hann sé mannúðlegar sinnaður en yfirleitt gerist um menn, - og gildir áreiðanlega um suma skurðlækna. En umtalsvert hlutfall slíkra manna nær ár- angri á sínu sviði vegna þess að reynsla sem veldur flestum mönnum geðshræringum, jafnvel uppköstum og yfirliði, hrærir ekki við þeim og hefur aldrei gert frá því þeir ristu fyrstu ristuna við líkskurð. Flestum mönnum er mest í mun að ástunda verk sín af kostgæfni með fyrir augum að ná hámarksárangri, en skeyta minna um hver þessi verk eru, láti þeim á annað borð vel að vinna þau. Frá sjónar- miði flöktgjarnari manna en þeirra köldu reynast þeir síðarnefndu fram úr hófi ein- strengingslegir verkmenn sem komast þá helst á almannavitorð ef sérþarfir þeirra samræmast ekki lögum né almannasiðum. Ella er um fyrirmyndar reglufestu að ræða. Yfirleitt vinna þeir köldu verk sín án þess að höfð séu í hámælum og þeir kunna að reynast framúrskarandi á þröngt afmörkuðu sviði. Svo þröngu og vélrænu að furðu vek- ur með þeim sem býr yfir ferskara ímyndun- arafli. Pólitík Frá mínum bæjardyrum séð búa þeir geð- daufu, þeir köldu, milli þéttbýlis þeirra venju- legu og bæjar áráttusérvitringanna sem kenndir eru við austurríska sálfræðinginn Hans Asperger og íjallað hefur verið um í sérstakri grein í þessum flokki greina um mannlífsafbrigði. Enn þá íjær byggð en asp., ofan við heiðarsporðinn, lifa einhverfir ein- setulífi sínu. Hvor manngerðin um sig, asp. og geðdauf- ir, býr yfir einkennum hinnar í nokkrum mæli. Af því leiðir að sérstætt og náið sam- starf getur komist á milli þessara afbrigði- legu manngerða, samstarf sem venjulegu fólki reynist nánast ómögulegt að henda reið- ur á. Það þarf ekki nema einn asp. til að koma þeim köldu á sporið. Ef slíkt samband mynd- ast geta afleiðingamar orðið hinar verstu. Og heldur en ekki eftirminnilegar. Hryðju- verkasamtök undir stjóm manns sem fátt mannlegt einkennir að almannahyggju (t.d. Manson-gengið). Sértrúarhópar sem falla í einu lagi fyrir eigin hendi fyrir valdboð manns sem lagt hefur allt undir eina glómlausa hugmynd. Líklegt er að stjómmálaþróunin í Þýskalandi á krepputímanum hafi orðið sem hér segir. Ástandið í þýska þjóðfélaginu var svo slæmt, hagrænt og siðferðislega, að það reyndist veita geðdaufum sérstök skilyrði til þroska, en slíkt fólk þarfnast fremur en aðr- ir heildarskipulags á allt sitt athæfi. í Þýska- landi kom upp siðbótahreyfing öfgafólks af þessu tagi sem þá kunni sér enga leið til þrifnaðar aðra en öfgafulla stjórnsemi. Nas- istahreyfingin náði að rótfestast í sollinum og móta þjóðfélagið til samræmis við sérþarf- ir sínar. Áð svo komnu voru öfgamir teknir að stjóma þeim geðdaufu fremur en vitsmun- imir. Þá myndaðist jafnframt staða fyrir enn afbrigðilegri stjómanda meðal þeirra, Adolf Hitler. Einæði „foringjans" bar alla hans tíð merki einhverfu, jafnt opinberlega sem í einkalífinu. Afleiðingarnar urðu svo þær sem allir þekkja. Sá geðdaufi er mildara og mannlegra af- brigði en asp. þótt samfélagsmynstrin kunni að reynast báðum til muna óhagstæð í lífsbar- áttunni. Báðir em veikir fyrir einráðri for- ystu. Og kunna eínmitt vegna lyndiseinkenna sinna að þvertaka fyrir annað en að öilu eigi að haga eftir þeirra eigin höfði. Og i fram- haldi af því að keyra allt tiltækt undir æ magnaðri öfga uns við stjómvölinn er kominn maður sem kveikir elda þegar öðmm dugar glóð. Geðdeyfð er hættulegust allra mannlegra afbrigða, einkum fyrir það hve auðveldlega slíkur maður þrífst þar sem þeim venjulegri er hættast. Ekkert ókyrrir huga slíks manns í þann mund sem allt fer á ijá og tundur fyrir þeim geðríkari. Ekkert hrærist. Geð-' deyfð er ekki heimska. Af kaldri yfírvegun lætur slíkur maðúr í ljósi margþætta niður- stöðu sína þegar annar af ólíku skaplyndi hefur misst allt frá sér í geðshræringu sinni. Menn geta vissulega verið hugrakkir svo að þeir láti sér hvorki bregða við sár né bana og hæfir þó síst að kenna þá við deyfð. Eða svo agaðir af uppeldi og þjálfun að þeir sýni varla geðbrigði þótt mikið standi til, - og búa þó yfir margþættu skaplyndi. Agi er annað mál. Munurinn á þeim geðdaufa og þeim agaða er mikill. Þegar kemur að almennum reglum mannlegra samskipta lýtur sá vel upp aldí að mannúðarhefðum sem alltaf er skammt í. Sá geðdaufi reynist á hinn bóginn ónæmur á allt nema mínusgráðurnar á mælinum. Hann er þá sem jafnan bara kaldur, kúl, - eins og Bonny og Clyde. Geðdauft fólk myndar samband sín í milli með sögulegu móti; það lifir þá helst eins konar sníkilslífi á reglum annarra manna. En aðdráttarafl kynjanna hvors á annað er samt við sig þegar að þeim geðdaufu kemur sem öðrum; kynin dragast að andstæðu sinni, geðdaufir, þeir köldu, að ofvirkum, - og gagnkvæmt. Slíkt samband þessara tveggja mannlífsafbrigða getur orðið mjög fijótt og ævintýraíegt, og í undantekningartilvikum mjög þroskandi. Líklegra er þó að fari á verri veg. Á komist öfgafullt samband, kyn- ferðislegt eða af öðru tagi, þar sem sá geð- daufi spilar með þann ofvirka sem á því örð- ugra með að skilja vélgengni hins sem of- gnótt viðbragða sjálfs hans verður meiri. Líkindin að sama skapi mikil á að endi með ósköpum. Só geðdaufi og reglurnar Geðdaufum er stundum ruglað saman við ofvirka vegna þess hve úrræði fyrmefnds við afbrigðum sínum eru oft öfgafull. En þau eru mun hnitmiðaðari og reglufastari en of- virks manns, þau eiga ekkert skylt við æði sem aftur á móti gildir um þann ofvirka. Geðdaufur þekkir varla nema tvær stefnur, fram eða aftur. Á hinn bóginn kann ofvirkur maður, í óhóflegri framkvæmdasemi sinni, að hleypa út af braut sinni hvenær sem er í hvaða átt sem er án þess að sjást fyrir um afleiðingamar. Við þeim geðdaufa blasir á hinn bóginn svört hít þunglyndis á annan veg, og á hinn óskýrgreind stórmæli handan við deyfð daganna sem hann hefur jafn mikla þörf fyrir að bijótast fram til og hann hefur fyrir að sigrast á ótta sínum við að deyfðar- hítin að baki hans fyllist myrkri sem svo gleypi hann. Meðalvegurinn er honum sérlega vandfundinn hvemig sem á stendur. Sá geðdaufi þarfnast kerfis. Hann gengur við hveijar þær reglur sem hann getur tileink- að sér eins og hækjur. Lifnaðarhættir haiís em úrræði við deyfðinni og kunna því vel að reynast öðmm sem á ekki við sama vanda að glíma hrein flarstæða. Glíma þess opin- bera við síbrotamenn reyndist trúlega auð- veldari ef þeir menn sem hana stunda gerðu sér grein fyrir að sumir slíkra manna a.m.k. álíta afplánun dóms jafn nauðsynlegan þátt lífsstfls síns og afbrotin til að þeir fái þrifist. - Þjóðfélagið er vefur sem lýtur að því að jafna í milli manna skilyrðin til að þeir þríf- ist til samræmis við upplag sitt. Stöku mað- ur hefur sérþarfír í þessum efnum og því þörf fyrir annars konar vefnað sér til viður- væris. Svo sem þeir geðdaufu. Þeir finna afbrigðum sínum helst lífsskilyrði í þeim vefn- aði sem af tilvistarástæðum myndar mót- stæður við samfélagsvefnaðinn. Ég á vfð stofnanir sem veija samfélagsjaðrana, s.s. sjúkra- og fangelsisstofnanir, og einnig öfga- fullar trúarhreyfingar. Listir kunna geðdauf- ir að hylla en þá líklega með sama hætti og leðurblökur nautgripahjörð. Að lokum: Geðdaufir þrífast vel við að- stæður sem flestum öðrum reynast ógeðfeltd- ar. Skyldleiktnn við einhverfa er ótvíræður en ekki meiri en það að þeir geta blandað geði við fólk af öllu tagi. Fátt verður til að koma róti á hugann. Þess vegna getur sifkur maður virst una endalaust við skyndikynni. Vinátta, tryggð, ást freista þessarar mann- gerðar síst þeirra sem á annað borð eru færar um að bjarga sér af sjálfsdáðum. Reglur eru þeim kaldlyndu allt. Höfundur er rithöfundur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.