Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 16
ASVIÐINU eru þrjú lönd. Og þar eru átök; valda- barátta og styijöld. Þar eru höf og siglingar. Ný lönd og gömul lönd; fjöll og dalir, gróður og dýralíf - og eyjar. Umfram allt eyjar. A sviðinu eru þijár persónur, Kalman, Auð- ur og Unnur, og einn sögumaður. Þótt þeir ytri þættir sem hér hafa verið taldir, séu ofnir inn í tónlistina, rétt eins og innra líf persónanna, er ekki vandalaust í augum leikmanns að koma þeim tii skila á sviðinu. Einkum og sér í lagi þar sem eng- inn kór er til að styðja sig við og tónlistin er á köflum í ætt við hugleiðslutónlist. Kristín Jóhannesdóttir; leikstjóri, hefur löngum farið sínar eigin leiðir í uppsetning- um á sviði og í kvikmyndum, en Tunglskins- eyjan er fyrsta óperan sem hún setur á svið. Eftir að hafa skoðað lausnir hennar á öllum þeim ferðalögum sem þessi ljúfa ópera býr yfir, lék mér forvitni á að vita hvort óperan eigi sér einhveija fyrirmynd. „Ja, fyrirmynd og fyrirmynd," segir Krist- ín, hugsi. „Það var alveg ljóst frá upphafi hver „strúktúrinn“ yrði, vegna þess að form- ið var kammerópera, með fáar persónur og einfalda sögu. Því varð að finna henni ein- hveija myndbirtingu sem gat ekki verið neitt í líkingu við hefðbundnar óperuuppsetningar. Fyrsta uppsprettan að formi myndbirting- ar er handrit Sigurðar, sem heitir á óperu- máli „líbrettó". Nú, þar kom þessi tilfinning gagnvart persónunum og þeirra tilfinningum; þessari miklu eilífu ást og aðskilnaði og áralangri fjariægð. Það er ekki heiglum hent að koma saman sögu um tvær persónur sem eru aðskildar mestan hluta þessa sögusviðs sem óperan nær yfír, þannig að einhvem veginn varð að tengja þær. Ég sá fyrir mér, frá upphafí, að það sem þyrfti að vera inni í myndinni, var þetta haf sem tengdi þau og aðskildi. Þess vegna batt ég þau saman á ígildi hafs og lét hafíð um leið vera tilfínningaþráð á milli þeirra, eins og einhvers konar naflastreng ástar. ^ í þessari endalausu ferð persónanna í leit- inni hvort að öðru og ástinni - þegar þau koma frá einu landi til annars og eldast, vegna þess að sagan gerist á mörgum ára- tugum - þá fella þau hami. Þar kemur notk- un búninga inn í myndina. Þessir hamir verða síðan náttúran í kringum þau; eyjam- ar sem þau búa á, um leið og þeir sýna ákveðið tímabil í ævi þeirra. Ég leitaði mjög lengi í heimildum um uppruna kelta um hvemig þeirra átrúnaður og viðhorf til umhverfís birtust í gegnum söguna. Ég hafði nú reyndar mjög lengi þekkt þessa sögu; um keltana sem komu að austan og vora alltaf að reyna að komast í vesturátt. Þangað sem sólin færi, þegar hún settist, því að þeir trúðu því að þar væri landið þar sem engar sorgir væra til; þar sem ljósið væri alltaf til staðar. Þetta vora gamlir sóldýrkendur. Það era keltneskar byggðir á Spáni, í Frakklandi og alls staðar á vestustu strönd- ím Evrópu. Menn fóra eins langt og þeir komust og settust síðan við ströndina, þegar þeir héldu að þeir kæmust ekki lengra. Allt þetta fólk sem er á leiðinni vestur, hefur komið að austan. Þótt sagnfræðiheim- ildir nái ekki lengra aftur en að afmarka upprana kelta við Mið-Evrópu, má fínna fyrstu heimildir um kelta á vissum svæðum í Austurríki. Þó er ég ekki viss nema þeir hafí komið enn austar frá. Enda, þegar við föram austur, þá koma fram trúarbrögð, sem fela í sér trú á ljósið sem uppsprettu alls og sólin verður táknmynd fyrir, til dæmis Japan og Kína. Það var mikil og skemmtileg uppgötvun að lesa að írska skáldið Yeates hafí á sínum tíma farið til Japans og rannsakað menn- ingu, siði og trúarbrögð þarlendra. Þá komst hann að því að það eru sláandi líkar mynd- SIGNÝ Sæmundsdóttir í hlutverki Auðar. ÞESSI ÞRA A JÖRÐU - OG ALLT ÞETTA LJÓS Á HIMNI Tunglskinseyjan, kammerópera Atla Heimis Sveins- sonar sem sýnd var í Peking á dögunum, veróur frumsýnd hér heima, í Þjóóleikhúsinu, 21. maí. SUSANNA SVAVARSDÓTTIR hefur fylgst meó æfing- um og spjallar vió Siguró Pálsson, höfund óperu- texta, Kristínu Jóhannesdóttur, leikstjóra, og Guómund Emilsson, hljómsveitarstjóra. birtingar í trúarbrögðum og ýmsum venjum þessara þjóða, íra og japana. í ljosi þessa leyfí ég mér í þessari sviðs- setningu að vísa mjög skýrt í japanskar hefðir, bæði trúarhefðir, leikhúshefðir og þessa trú þeirra á ljósið sem sköpunarapp- sprettu. Við Þórunn María, búningahönnuður, unnum út frá þessu í búningahönnun og mér fínnst hún hafa leyst þetta alveg undur- samlega vel; að sameina ytri veruleika og innri sannleika keltanna.“ Þú talar um japanska leikhúshefð. Ertu þá að tala um hreyfíngar persónanna á sviðinu? Já, til dæmis með ákveðnum tilvísunum í NOH leikhúsið, þ.e.a.s. tilvísun í japanska helgisiði shintotrúar, en Yeates fann reynd- ar hliðstæu þeirra í gömlum siðum íra. NOH leikhúsið er trúarathöfn með mjög marg- brotnu táknmáli og merkingu. Þar er ekki málið að sýna ytri átök, heldur að upplifa í innsta kjama sálarinnar ástand manneskj- unnar. Þetta má þó alls ekki miskiljast. Ég er ekki að setja á svið NOH leikhús. En við- horfíð er svipað. Sviðsetningin er eins kon- ar innsetning, helgiathöfn. Þegar maður stendur frammi fyrir strúkt- úr í ópera sem er annars vegar saga sem þarf að segja og hins vegar kammertónleik- ar — þar sem hljómsveitarkaflarnir eru að segja sögu tilfínninga sem hafa átt sér stað, r. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.