Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 12
KVIKMYNDAFAR í FIMMTÍU ÁR Alþjóólega kvikmynda- hótíóin í Cannes er nú haldin í 50. skiptió. ARNALDUR INDRIÐA- SON segir sögu hennar merkg og prýdda stjörn- um og kvikmyndum sem seint gleymast. DAGINN sem fyrsta kvik- myndahátíðin í Cannes í Frakklandi hófst, þann 1. september árið 1939, braust seinni heimstytj- öldin út. Strandbærinn Cannes, sem þekktur var fyrir spilavíti sín, hafði orðið fyrir valinu því þar var sólríkt o g lands- lagið fallegt en franska stjómin hafði ákveð- ið að setja kvikmyndahátíðina á fót sem svar við Feneyjahátíðinni, er fasistar Mussolinis réðu yfir. Einnig átti hún að vera einskonar mótvægi gegn sfauknum áhrifum bandarí- skra kvikmynda í Evrópu. Gary Cooper, Mae West og Charles Boyer voru kominn til bæjar- ins þennan dag og einnig heiðursforseti há- tíðarinnar, sjálfur Louis Lumiere, 74 ára gamall. Ein af myndunum sem frumsýna átti var Galdrakarlinn í Oz eftir Victor Flem- - ing en hún var aldrei sýnd í Cannes. Hátíð- inni, sem standa átti til 20. september, var aflýst eftir að Hitler réðst inn í Pólland. 30.000 þátttakendur Það var ekki fyrr en eftir stríðið, í septem- ber árið 1946, sem tókst að koma Canneshá- tíðinni á laggimar til frambúðar og var dóm- nefndin skipuð fulltrúum frá hverri þátttöku- þjóð, alls 18 manns (Canneshátíðar vom ekki haldnar árin 1948 og 1950 vegna fjár- skorts og því er 50. hátíðin í ár). Hlutu allar myndimar viðurkenningu. Á meðal mynda sem fmmsýndar vom þessa fyrstu hátíðis- daga eftir stríðið vom Róm, opin borg, eftir Roberto Rossellini, Glötuð helgi eftir Billy Wilder og Stutt kynni eftir David Lean. Þá vom um 300 þátttakendur í hátíðinni. Þessa dagana er talið að meira en 30.000 kvik- myndagerðarmenn, blaðamenn, kaupendur og seljendur, séu á Cannes. Prentuð dagskrá er uppá 210 síður. Skrá með nöfnum og heimilisföngum þátttakendanna er uppá 400 síður. Ekki er ólíklegt að á afmælisári muni svip- ir fortíðar vera áberandi á Cannes. Von var á góðkunningjum eins og Robert Altman, Francis Ford Coppola, Martin Scorsese og Wim Wenders ásamt stjömum á borð við Ginu Lollobrigida, Claudia Cardinale, Jeanne Moreau og Catherine Deneuve. Þá munu nöfn þeirra sem skópu Cannes og kvikmynda- söguna varla gleymast. Menn eins og Alfred Hitchcock, Orson Welles, Luis Bunuel, Ingm- ar Bergman og Federico Fellini. Aðeins Berg- man er á lífi af þessum mönnum og hlaut hann sérstök heiðursverðlaun á hátíðinni, en var ekki viðstaddur í eigin persónu. Ólik timabil Stórblaðið Le Monde hefur gefið hveijum og einum áratug Canneshátíðarinnar heiti í tilefni afmælisins. Þau eiga að vera lýsandi fyrir þróunina frá stríðslokum. Árin frá 1946 til 1956 vom ár frumheijanna, les anneés pionnieres þegar sjá mátti Welles, Walt Disn- ey og Jean-Yves Cousteau á götum Cannes; Cousteau og Louis Malle tóku við Gullpál- manum árið 1955 fyrir myndina Heim þagn- arinnar en það var í fyrsta sinn sem pálminn var veittur. Árin frá 1957 til 1966 kallar Le Monde ár kvikmyndafíklanna, les anneés ci- néphiles þegar frönsku kvikmyndimar sigr- uðu heiminn. Árin 1967 til 1976 vom ár hugsjónanna þegar mótmæli unga fólksins OPNUNARMYNDIN í ár; úr „The Fifth Element" eftir Luc Besson, SVIPIR fortíðar; Orson Welles í Cannes. NÝBYLGJAN mótmælir; frá hægri, Pol- anski, Malle, Truffaut og Godard á Can- neshátíðinní árið 1968. og pólitískt andrúmloft tímabilsins varð m.a. til þess að hætta varð hátíðinni í miðjum klíðum árið 1968 vegna stúdentamótmæla sem leikstjórar á borð við Jean-Luc Godard og Francois Tmffaut studdu. Eftir þá óróa- tíma varð til tímabil stórmyndanna á árunum 1977 til 1986 eða les anneés spectacles þeg- ar alþjóðlegar stórmyndir voru frumsýndar í Cannes á ný. Og loks kallar Le Monde árin frá 1987 til 1996 ár fjölmiðlanna eða les anneés mediatiques þegar hátíðin hefur orðið að stórkostlegum Qölmiðlaviðburði þar sem allt getur gerst. Dómnefndarformennimir þessi ár hafa sett svip sinn á hátíðarhöldin en mikill heiður þykir að því að vera kjörinn formaður dóm- nefndar. Því embætti hafa gengt margir andans menn kvikmynda og bókmennta, leik- stjórar, kvikmyndastjömur og rithöfundar. Af þeim má nefna m.a. Jules Romains, Andre Maurois, Marcel Pagnol, Fritz Lang, Sophia Loren, Luchino Visconti, Joseph Losey, Ingrid Bergman, Tennessee Williams, FYancoise Sagan, William Styron, Dirk Bogarde, Milos Forman, Yves Montand, Bemardo Ber- tolucci, Roman Polanski, Clint Eastwood og Francis Ford Coppola. Glamúr 09 glya Oft hafa sigurlaunin fallið í skaut þeirra sem almenningur eða bara tíminn hefur dæmt óverðuga. Sagt er að almennt sé álitið að Trúboðsstöðin eftir Roland Joffé hefði alls ekki átt að hljóta Gullpálmann árið 1986. Heldur ekki „The Knack ... And How To Get It“ árið 1965 eftir Richard Lester. Einn- ig var það umdeilt þegar Bille August hreppti Pálmann fyrir myndina í góðu skyni árið 1992. „Cannes" ber höfuð og herðar yfír aðrar hátíðir", er haft eftir Harvey Weinstein hjá Miramax Films en hann hefur sótt Canneshá- tíðina í 15 ár. „Berlínarhátíðin er meira fyrir kaupsýslumenn og Feneyjarhátíðin er ekki eins spennandi. Cannes er öflugust. Frábær sirkus." Forkólfum hátíðarinnar þykir mestur akkur í því að „uppgötva" myndir sem síðar vegnar vel um heim allan. í fyrra var uppsker- an að því leyti einkar kræsileg. Þá hlutu verð- laun myndimar Leyndarmál og lygar eftir Mike Leigh, Fargó eftir þá Coenbræður Ethan og Joel 0g Brimbrot eftir Lars von Trier. Glamúrinn og glysið er heldur aldrei langt undan á Cannes þar sem kvikmyndastjömum- ar frá Hollywood hafa löngum sett svip sinn á frumsýningarkvöldin. Opnunarmyndin í ár er „The Fifth Element" eftir Luc Besson og Clint Eastwood lokar hátíðinni með „Absolute Power“, sem reyndar var frumsýnd í Banda- ríkjunum fyrir þremur mánuðum. Eastwood- myndin var sett inní prógrammið af því ein- göngu að hann er stórstjarna frá Hollywood og ekki má gleyma að Frakkar dýrka hann og dá öðrum stjömum fremur. Þannig hefur það alltaf verið. Þotuliðið í Evrópu hélt áður stórfengleg samkvæmi í þeirri von að geta kynnst kvikmyndastjömunum í Frakklandi, Bretlandi 0g Bandaríkjunum og jafnvel, ef heppnin var með því, að hitta Picasso eða Sartre. Cannes er staðurinn fyrir þá sem vilja hitta rétta fólkið og meira að segja fólk sem það vill forðast, eins og Peter Ustinov sagði. HELGI SEUAN TVÖ SMÁBLÓM Verma geislar á vori viðkvæm er jurt og smá, litfögur blómin blá. Leikur svo létt í spori, ljómandi af vorsins þrá ungmey með bjarta brá. Lindin þar ljúfan hjalar Ijómar ársólin heit. Búsmali er á beit. Allt af unaði talar yndis í gróðurreit. Lífsins gullvæga leit. Ungmey með léttri lundu leitaði blómum að. Hoppaði stað úr stað. Fann svo glitra á grundu glóbjart og fullskapað blómið sem griða bað. Upp reif óðar að bragði angan að vitum ber. Náblær um foldu fer. Að litlu hjarta lagði litverpa blómið sér. Lífsgátan örðug er. Höfundur or fyrrverandi alþingismaður. MARJATTA ÍSBERG KVEÐJU- STUND Þú horfðir á mig særðum aug- um. „Hittumst við þá ekki aftur," sagðir þú, undrandi. „Þannig er lífið,“ ansaði ég kæruleysislega. En sál mín grét. Ekki á eftir þér. Ekki þín vegna. Heldur vegna þeirrar beiskju sem vanmáttur til ástar og væntumþykju skapar. Ég sneri við þér baki og hvarf sjónum þínum að eilífu. RÓTTÆK SKÁLD „Les fleurs du mal“ var bók sem stúdentar 68 kynslóðarinnar lásu og töldu sig djúphugsuði. Þeir drukku vodka og ímynduðu sér, að hann væri absint. Þannig urðu þeir allir að skáld- um — þangað til þeir luku kandidats- prófi, klæddust jakkafötum og fengu sér trausta stöðu í þjóðfélaginu. Höfundur er hugverkakona og kennari. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.