Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Side 13
Þú ert lítill guð „guð í alheimsgeimi guð í sjálfum þér“' BRÉF TIL SONAR MAÐURINN er eina líf- veran sem getur sagt nei, talað um það sem ekki er og skil- greint það svar. En hann er smár gagn- vart óendanleika himinsins. Samt fínnst eflaust mörgum manninum að sólarlag- ið og náttúrufegurð sú er dagar lífs hans færa honum, sé órjúfanlegur hluti lífs hans... í þessu bréfí ætla ég að reyna að skýra út fyrir þér leiðimar sem hægt er að fara í lífínu. Þú gætir litið á þær eins og þú stæðir frammi fyrir því að velja hvort þú ætlaðir að fara landleiðina, flugleiðina eða sjóleiðina til að komast á tiltekinn áfangastað, sem í þessu tilfelli er dauðinn. Lífíð er svo margbreytilegt og mig langar að sýna þér hér þijár leiðir: Þú getur valið að skapa sjálfan þig, þú ert fæddur frjáls með frelsi til að velja. Þú getur ákveðið að ekkert skipti máli: Hvers vegna eiginlega að nenna að vakna í dag? Það kemur hvort eð er dagur eftir þenn- an dag, og ... ekkert er nýtt undir sólinni. Það er enginn tilgangur með þessu lífí! Og þú getur farið þá leið að fela þig guði. Þetta reddast allt því ég á algóðan föður á himnum. Vegir guðs eru órannsakanlegir og þó ég reyni að komast að tilgangi eða merk- ingu lífs míns, mun ég hvort eð er aldrei komast að henni. Trú mín verður þannig til að halda utan um líf mitt. Tómhyggjan 1. „Hér er ég og ekkert skiptir máli, öll markmið ykkar mannanna, allar óskir ykkar um að hlutirnir þjóni tilgangi, hafí merkingu, séu til einhvers, séu gagnlegir, fallegir, góðir, allt er þetta vita marklaust hjal um mark- lausa hluti; sagan sjálf er ekki annað en saga þessarar markleysu sem þið mennirnir hamist í blindni við að reyna að botna í, saga sjálfs- blekkinga ykkar og sjálfslyga. Sagan, hin eina sanna saga er saga mín: ég er það sem allt ykkar líf frá upphafí vega til endaloka .snýst um, allt annað er hégómi og hismi, öll við- leitni ykkar er ekki annað en fálm í átt til mín.“2 Svona myndi Tómhyggjan tala. Ekkert, já ekkert skiptir máli! Óeiginleg tómhyggja gæti sagt að allt sé merkingarlaust og einskisvirði og það skipti engu máli hvemig við metum né skiljum hlutinn. „Aumasti hégómi, allt er hégómi! Hvaða ávinning hefír maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sól- inni? Ein kynslóðin fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu.“3 Svo til hvers að vera að bögglast við að fara á fætur? Hvers vegna ætti ég að vera að burðast við það í lífi mínu að finna lífí mínu tilgang? Ég mun hvort eð er aldrei geta fundið hann, því þar er ekkert að fínna. Ekkert skiptir mig máli. Ég er hetjan í draumum mínum, ég geri bara eitthvað, af því það skiptir hvort sem er ekki máli hvað ég geri... „í bókinni Útlendingurinn eftir Albert Cam- us er aðalpersónan Mersol persónugerfíngur heimspeki tilgangsleysisins. Heimur hans er tilgangslaus og þar með sviptur anda. í augum Mersols er allt fánýtt, hann er ekki úr öðru landi en hann stendur framandi gagnvart kröfu þjóðfélagsins um sorg, tár og iðrun, kröfu þess um sýnd og sjónarspil. Mersol kýs eins og Camus sjálfur, að taka afleiðingum lífsins án undanbragða, honum er ókleift að ljúga sig frá háttemi sínu. Hann er mynd af manninum sjálfum, einum og óstuddum - þeim sem hvergi væntir styrks nema í sjálfum sér. Yfír honum er enginn, framundan honum er ekkert - annað líf blekking, guð ríkisfyrir- tæki. Mersol er maðurinn, sem lifír að fullu nú og hér - og deyr síðan heill og allur.“4 Við getum ekki verið að hengja einhveija merkingu á líf vort. Eina sem þú veist fyrir víst í þínu lífi er að þú átt eftir að deyja - það er hinn eini sannleikur. Svo em þeir til sem segja: Gerðu þér grein fyrir því að ekk- ert skiptir máli og skildu þetta ekkert djúpt! Skoðaðu þetta tóm vel frá öllum hliðum og í því munt þú fínna frelsi. Þorðu að viðurkenna tilgangsleysið, því það er meira en margur þorir. I því munt þú fínna styrk til að lifa! Hvernig get ég lifað eftir þessu? Hvers virði er þessi skýring? Ef ekkert skiptir máli, hef ég þá ekki frelsi til að gera hvaðeina sem ég vil? Ef hin æðstu gæði em aðeins það sem hver og einn kýs að kalla svo sér til handa, og gefur skít í allt annað en það sem honum nýtist til skemmtunar og fróunar, er hættan sú að allt vaði uppi í eigingimi. Ekkert hefur HVERSVEGNA ÆTTI ÉG AÐ FINNA LÍFI MÍNU TILGANG? Ef maóur er huglaus, þá er hann ábyrgur fyrir hug- leysi sínu. Hann er ekki þannig vegna þess aó hann hafi huglaust hjarta, líffæri eóa heila. Hann er svona vegna þess aó hann hefur gert sjálfan sig aó hugleysingja meó athöfnum sínum. EFTIR VILBORGU HALLDÓRSDÓTTUR „í ÞESSU bréfi ætla ég að reyna að skýra út fyrir þér leiðirnar sem hægt er að fara lífinu. Þú getur valið að skapa sjélfan þig, þú ert fæddur frjóls með fretsi til að velja. gildi nema það sem hveijum manni fínnst . hafa gildi fyrir sig, og mælikvarðamir verða jafnmargir mönnunum og allt fer í einn graut. Segjum að ég sé að rækta viðkvæm blóm á lóðamörkum mínum. Nágranni minn á hund og hann leyfir hundkvikindi sínu að róta upp beðinu mínu, því blómin mín hafa ekkert gildi fyrir hann og hans heim. Ekkert skiptir hann máli nema það sem hann sjálfur hefur ákvarð- að sem gildismat í sínu lífí. Svo hann þarf ekki að taka tillit til lítils blómabeðs - sem skiptir mig máli. Sjálfdæmishyggja hans inni- ber tillitsleysi gagnvart öðmm. Þessi hugsun- arháttur snertir kannski mest „gráa svæðið" þar sem skarast lífsrými tveggja manna. Það ætti ekki að auka á lífsbyrði nágranna míns að banna hundi sínum að skemma fyrir mér. En ef hann hefur þá staðföstu trú tómhyggju- mannsins að ekkert skipti hann máli nema það sem hugnast honum hveiju sinni — þá náttúrulega fínnst honum eitt blómabeð vera eins og hvert annað piss. Til hvers að vera að bögglast við að rækta og róta í jörðinni, nógur verður alltaf arfinn ár eftir ár og ekki tek ég blómin með mér í gröfina. Þessi nágranni minn, er samt fijáls að hon- um fínnst. Hann er óháður öllu gildismati og honum er fijálst að skapa sitt eigið gildi. Hann getur sparað sér ferð til Rómar, sem allir bekkjarbræður hans eru að fara í til að líta ódauðleg listaverk endurreisnar því þau hafa svo mikið gildi. Eru allri síðari tíma. menningu svo mikils virði... Nei, ekki fyrir hann, Pietan eftir Michelangelo, hún skiptir hann engu máli. Það skiptir hann engu hvort hann sér hann eður ei, einhvem marmara- hlunk! Á vissan hátt er þessi maður fijáls - fijáls undan efnishyggju, fijáls undan metingnum um hver hefur séð hvað og hvar. En þegar sorgin knýr dyra, má búast við að hann sem ekki getur fundið tilgang í neinu, hvað þá að sorgin hafí tilgang, standi uppi einn og óstudd- ur með sorg sína. Tilvistarstefnan Sjálfssköpunin er seinni fæðingin, sagði sálfræðingurinn Otto Rank á fyrri hluta þess- arar aldar. Þarna er hann að_ tala í anda til- vemstefnunnar sem segir: Ég get valið ad skapa sjálfan mig. Ég verð það sem ég geri úr mér. Ég get aðlagast ástandi sem ég er fæddur inn í, en ég er á engan hátt sáttur við, en ég á líka þess kost að breyta þessum aðstæðum, ég get flutt burt, ég get valið að mennta mig. Mennt er máttur er sagt, og í krafti þess valds sem menntun mín gefur mér get ég reynt að hafa áhrif. Ef ég er fæddur inn í stétt þar sem flestir eru ómenntaðir og vinna þjónustustörf er kreijast ekki mikilla heilabrota, get ég ef mér fínnst ég geta lært og hefí gaman af því, valið að opna fyrir mér nýjar víddir þekkingar. Þá vel ég að skipta um líf! Og svo læt ég spila í jarðarförinni minni „I did it my way“ .. . En athugaðu að með þvi að velja ekki nýja möguleika þá ert þú að velja. Ef þú t.d. ákveður að fara ekki með í tiltekna ferð, ertu að velja að vera heima." „Maðurinn er ekkert annað en eigið áform hann er ekki til nema íeigin framkvæmd“ segir Jean Paul Sartre, einn þekktasti Tilvist- armarkhyggju-heimspekingur okkar tíma. Ef ég vel að vera maður, þá er ég að takast á hendur ábyrgð. Ég ætla að vera maður með allri þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ef maður er huglaus, þá er hann ábyrgur fyrir hugleysi sínu. Hann er ekki þannig vegna þess að hann hafi huglaust hjarta, líffæri eða heila. Hann er svona vegna þess að hann hefur gertf sjálfan sig að hugleysingja með athöf- numn sínum. Það er ekki til huglaus skap- gerð. Skapgerð er ekki athöfn, hugleysingi er skilgreindur í ljósi athafna sinna. Ég get valið að takast á við angistina („die Welt- smertz" „Die Angst") - hinn ljúfsára sárs- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.