Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 5
á staðinn til að láta vinna verkið, ákvað hann breytta stefnu vegarins upp á eigin spýtur og sveigði hann suður á bóginn eins og vegurinn hefur legið síðan. Sigurður Thoroddsen var um þær mundir við vegarlagningu norður í Eyjafirði. Þegar honum bárust tíðindin um breytinguna á vega- stæðinu eftir nokkurn tíma í símaleysinu, brást hann skjótt við og reið hraðfari suður um Kjöl og tók vegaverkstjórann til bæna fyrir óhlýðni og kærði hann fyrir óhlýðni til landshöfðingja og krafðist þess að verkstjórinn yrði tafarlaust rekinn úr starfi. Þá kom í ljós að verkstjórinn hafði áður borið þetta mál undir landshöfðingj- ann og fengið leyfi til að breyta veginum. Ægissíða Á Ægissíðu var viðkomustaður ferðamanna um Suðurlandsundirlendið þar til fyrri brúin var byggð á Ytri-Rangá árið 1912. Þar bjuggu í 44 ár hjónin Jón Guðmundsson frá Keldum og Guðrún Pálsdótir frá Selalæk. Jón á Ægiss- íðu var mikill búhöldur eins og sagt var um gilda bændur í gamla daga. Hann ritaði bækur og ættarskrár og var póstafgreiðslumaður og síðar símstöðvarstjóri. Áð Ægissíðu var lagður sími 1909 og þangað þótti ferðamönnum gott að koma og þiggja beina. Á Alþingi var árið 1899 samþykkt að veita kr. 600 árlega til póstvagnaflutninga austur í Rangárvallasýslu, en póstvagnar komust þá ekki lengra austur en að Ægissíðu. Áætlunarferðir með hestvögn- um hófust 17. júní, 1900. Þorsteinn Davíðsson, sem nefndur er skýlisvörður á Þingvöllum, annaðist þessa flutninga og hafði til þess póst- vagn á fjórum allstórum, en nokkuð mjóum hjólum. Vagninn var yfirbyggður með blæjum; rúmaði 4-5 farþega og gat flutt 600-800 pund. Torfærur voru engar á leiðinni, nema í Flóan- um, þar sem ofaníburður var horfínn á löngum kafla. Skipt var um hesta á Kotströnd í Ölfusi. Árið 1902 tók alnafni bóndans á Ægissíðu, Jón Guðmundsson póstur, við þessum flutning- ÞiÓRSÁRTÚN á árum Ólafs og Guðríðar. Með tilkomu brúarinnar varð Þjórsártún samkomustaður Árnesinga og Rangæinga og þangað kom Friðrik konungur VIII í íslandsför sinni 1907. FIAT, árg. 1926, RE 144. Bfllinn er með blæjum og var notaður á áætlunarleiðinni austur í Fljótshlíð. Myndin er tekin neðan við Hallskot í Fljótshlíð. ÞJÓRSÁRBRÚIN frá 1895. Vörður var við brúna í fyrstu til þess að sjá um að ekki færu of margir hestar út á hana í einu. um. Hann þótti fyrirhyggjusamur, vandaði öll reiðver og fór á fætur kl 3-4 á gististöðum til þess að gefa hestum sínum hey og vatn. Jón póstur hafði þessa flutninga á hendi til ársins 1906. Hann var tregur til að taka vagna í notkun og taldi að þeir færu iila með hesta. Að Þjórsártúni kostaði fargjaldið með póstvögn- unum kr 4.25, en alla leið að Ægisíðu kr. 5.00. Smior- og rjómaflutningar Árið 1896 tók fyrir sauðfjársölu til Eng- lands, en bændur fundu ráð til að bæta sér upp tekjutapið og fáum árum síðar, eða alda- mótaárið, var stofnað rjómabú að Seli í Hruna- mannahreppi og ijómabúið hjá Rauðalæk í Holtum var stofnað 1902. Rjómabú í Rangár- vallasýslu risu síðar í Þykkvabæ, við Minnivalla- læk í Landmannahreppi, hjá Minna Hofí í Rang- árvallahreppi, við Grjótá í Fljótshlíð og smjörbú reis við Hofsá, skammt austan við Seljaland í Vestur Eyjafjallahreppi. Smjörið var að mestu flutt til Englands og voru kvartélin 105-120 pund að þyngd. Erfítt var að binda smjörkvartélin í klyfjar og þau voru auk þess of þung til þess að flytja þau langar leiðir á klökkum. Þetta kallaði á vagna- ferðir. Austan Ytri Rangár fluttu menn smjör- kvartélin út að Ægissíðu. Smjörbúið við Hofsá undir Eyjafjöllum átti tvær kerrur, einn fyórhjól- aðan vagn og 11 hesta. Á árinu 1906 tóku að birtast auglýsingar í blöðum um áætlunar- ferðir með hestvögnum austur yfír Hellisheiði: Fólks- og vöruf lutningar austur Ég undirritaður tek til flutnings í sumar allt austur að Ægissíðu: 1. Fólk fullorðið fyrir kr. 3.50. Minna fyrir börn. 2. Ýmsr þungavörur fyrir 2 1/4 eyri pundið. Ferð- irnar verða sem næst tvær í hverri viku. Til fólksflutninga verða hafðir fjórhjólað- ir vagnar með sætum og tjaldi yfir. Þeg- ar ég er hér í bænum verður mig lielst að hitta við íshúsið. Ferðirnar munu hefj- ast eftir 7. júlí. Staddur í Reykjavík, 25. júní 1906. Sigurþór Sigurðsson, smjörflutningamaður. Víkjum nú aftur að vagnapóstferðum, sem Hans Hansson tók við árið 1907. Aðstoðarmað- ur hans og hægri hönd var Sigurður Gíslason, síðar þekktur lögreglumaður í Reykjavík. Flutn- ingar með áætlunarvögnunum jukust fljótlega og þurfti að hafa þijá og uppí fimm vagna í hverri ferð. Vagnarnir tóku 6-7 manns, auk barna. Um þetta leyti var Kristinn Jónsson frá Hrauni í Ölfusi þekktasti vagnasmiður lands- ins. Kristinn vagnasmiður rak sína vagna- smiðju að Grettisgötu 21 í Reykjavík. Hann var vandaður heiðursmaður sem sunnlenskum bændum þótti gott að skipta við. Þegar bflaöld gekk í garð fór Kristinn að smíða stýrishús og vörupalla á vörubfla og einnig svokallaða hálfkassa, sem hæfðu vel aðstæðum á fjórða áratugi aldarinnar. Þessir hálfkassabílar tóku 6-12 farþega og var vörupallur aftan við farþegahúsið. Sagt hefur verið, að hálfkassabflamir, sem margir muna eftir, hafí hvergi verið notaðir sem sam- göngutæki nema á íslandi. „Boddýbílar“ sem A UNDAN VEGUNUM Hr LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.