Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 6
nefndir voru svo, voru með laus farþegaskýli sem sett voru á palla vörubíla og mátti sjá mörg slík farartæki á íþróttamótum og úti- skemmtunum á Suðurlandi fyrir daga félags- heimilanna. Samgöngumióstöóin Eystri-Garósauki Það var 31. ágúst, 1912, í slagviðrisrigningu eins og hún verður mest á Suðurlandi, að hin fyrri brú á Ytri-Rangá var vígð. Hannes Haf- stein, nýorðinn ráðherra í annað sinn, flutti skörulega ræðu og sagði að nýja brúin væri nokkurskonar Jámgerður. Þess yrði þó ekki langt að bíða, að Rangæingar fengju einnig sína Steingerði, því Eystri-Rangá yrði senn brúuð. Eftir brúarvígsluna buðu Ægisíðuhjón- in, Guðrún og Jón, öllum til veglegarar veislu sem unnið höfðu að brúarsmíðinni. Við Ægis- síðubæinn var samkomusalur þar sem haldnir voru dansleikir. Enjmeð brúnni, sem tekin var í notkun 1912, má segja að Ægissíða hafi lok- ið sínu mikilvæga hlutverki sem samgöngumið- stöð og áfangastaður. Austan við brúarsporðinn reis síðan með áranum fallegt kauptún, sem „landnámsmaðurinn", Þorsteinn Bjömsson kaupmaður og síðar bóndi í Selsundi, nefndi Hellu, þegar hann hóf að versla þar á haustdög- um 1927. Hellukauptún er byggt í landi jarð- anna Gaddstaða og Helluvaðs í Rangárvalla- hreppi. Eftir að brúin á Ytri-Rangá var byggð, liðu tvö ár þar til Eystri-Rangá var brúuð. Þar með var Eystri-Garðsauki í Hvolhreppi orðinn sam- göngumiðstöð og áfangastaður í austurhluta sýslunnar. í Eystri-Garðsauka bjuggu þá Sæ- mundur Oddsson frá Sámstöðum í Fljótshlíð og Steinunn Bjarnadóttir frá Sandaseli í Meðal- landi, ljósmóðir í Hvolhreppi í full 40 ár. Sími kom að Garðsauka 1909 eins og að Ægissíðu, en frá Garðsauka var lagður sími til Vest- mannaeyja 1911. í Eystri-Garðsauka var póst- og símstöð til 1943, þegar símstöðin á Hvolsvelli tók til starfa. í gamla húsinu í Eystri-Garðsauka var svokall- að „póstmannakamens". Þar mættust austan- póstamir, komnir austan úr Skaftafellssýslu og póstarnir úr Reykjavík. Lengst allra annaðist Loftur Ólafsson frá Hörgslandi póstflutningana á þessari löngu leið vatna og misjafnlega slæmra vegaslóða. Á áranum 1904-1918 var póstleiðin fyrst frá Prestbakka á Síðu að Odda á Rangárvöllum og síðan frá Kirkjubæjarklaustri að Eystri- Garðsauka frá 1918 og þar tii Markarfljótsbrú- in var byggð. Frá um 1920 var farið að flytja póstinn austur að Garðsauka á Gamla-Ford, sem Guð- laugur Bjamason, síðar bóndi og bflstjóri á Giljum, ók en bflinn átti Hans Hannesson póst- ur. í blaðinu ísafold er frétt í lok júlímánaðar 1920 um að póstferðir frá Reykjavík að Eystri- Garðsauka séu á hveijum fímmtudegi og póst- bfllinn flytur farþega auk póstsins, segir í frétt- inni. Að tækist að koma póstinum á einum degi úr Reykjavík að Eystri-Garðsauka, vora umtalsverðar framfarir. Á vetuma var þó enn gripið til pósthestanna og rauðmáluðu póstkoff- ortin hengd á klakk. Fyrsti billinn i Rangárþingi og áætlunarbilar BSR Sæmundur bóndi í Eystri-Garðsauka var fyrsti Rangæingurinn, sem eignaðist bíl og lét skrásetja hann í héraðinu. Þetta var nýr Ford blæjubfll og hlaut skrásetningamúmerið R.Á 1. Sæmundur ók ekki sjálfur en fékk Guðmund Jónsson, sem síðar varð bóndi að Ytri-Hóli í Vestur-Landeyjum til að aka farartækinu. Guðmundur var venjulega 4-6 tíma á leiðinni til Reykjavíkur; kveðst þó hafa komist einu sinni á hálfum fjórða tíma og þótti það ótrúleg- ur hraði. Seinna, árið 1925, var í Eystri-Garðs- auka afgreiðsla fyrir Bifreiðastöð Reykjavíkur þegar hún hóf áætlunarferðir austur með Fiat blæjubflunum sem tóku 14 farþega. Það vora örugglega fyrstu langferðabílamir sem notaðir vora hér á landi. Bílstjórinn, Eyjólfur Finnboga- son, byggði sér sumarbústað við traðimar heim að Eystri-Garðsauka og þar gistu bflstjórar og hvfldu sig. í Eystri-Garðsauka var starfrækt lítil búð, sem nú væri nefnd ferðamannaverzlun. Þar var einnig til húsa Sparisjóður Rangárvalla- sýslu, en Sæmundur bóndi var sparisjóðsstjóri og þótti bæði glöggur og ráðdeildarsamur. Vegurinn frá brúnni á Eystri Rangá austur á Hvolsvöll var lagður árið 1929. Mikið var gert í vegamálum í héraðinu á áranum fyrir Alþingishátíðina. Út allan Hvolsvöll vora vega- slóðar og djúpar moldargötur. Þar eins og víða mátti sjá að bílarnir komu á undan vegunum. Gömlu bflstjóramir ruddu brautir og höfðu stundum með sér járnkalla til þess að losa steina, en á móiendinu við Hvolsvöll þurfti þess ekki. Um leið og lýðveldið var stofnað, var tekinn í notkun nýr vegur, sem liggur beint frá Póst- og símstöðinni á Hvolsvelli og niður að Þverár- brú. Blómatími Eystri-Garðsauka var þá liðinn; hnegg kiifjaðra pósthesta þagnað. Bæjarrústin í Eystri-Garðsauka er líka löngu horfín. Ekk- STUDEBAKER, ÁRGERÐ 1934, RE 218. Bfllinn var notaður í áætlunarferðir austur í Fljótshlíð og myndin er tekin á bökkunum neðan við Hlíðarenda. PÓSTBÍLL á áfangastað i Reykjavík árið 1933. Bflstjórinn er Guðmundur Albertsson ert sést eftir af samgöngumiðstöðinni þar sem langferðamenn hvíldu lúin bein og gátu keypt sér bijóstsykur fyrir 50 aura í kramarhús, Commander eða Fílinn, hvorttveggja fínustu sígarettur fyrri ára. Ferðapelann höfðu margir á sínum stað. Jarðýtan hefur löngu jafnað út grónar hestatraðir í Eystri-Garðsauka, en Hvol- svallarkauptún tók við þjónustuhlutverkinu. Dalssel-verxlunarstaóur, samgöngumidstöö og menningarheimili í meira en hálfa öld bjuggu í Dalsseli í Vest- ur-Eyjafjallahreppi hjónin Guðlaug Helga Hafl- iðadóttir frá Fjósum í Mýrdal og Auðunn Ing- varsson frá Neðra-Dal í Vestur-Eyjaíjalla- hreppi. Fljótlega eftir að Auðunn kom að Dalss- eli hóf hann að reka þar sveitaverslun í nokkuð stóram stfl og fékk verslunarleyfíð útgefíð af Einari skáldi Benediktssyni, sem þá var sýslu- maður Rangæinga. Borgarabréfíð, eins og verslunarleyfín vora þá nefnd, var útgefíð árið 1906. Auðunn bóndi í Dalsseli rak verslun sína í fulla fjóra áratugi. Fyrstu áratugina komu vöramar sjóleiðina og var þeim skipað upp austan Markarfljóts við Holtsós. Enn í dag má sjá torfgerði framan við eyðibýlið Lambús- hól í Vestur-Eyjafjallahreppi, þar sem Kaupfé- lag Hallgeirseyjar og kaupmaðurinn í Dalsseli höfðu sínar vörageymslur og afgreiðslu stund og stund úr degi, einu sinni í viku. I Dalseli fengust matvörur, vafnaðarvara og bygging- arefni. Einu sinni fékk Auðunn timburfarm, sem skipað var upp við Fjallasand. Það var umtalað hvað kaupmaðurinn í Dalss- eli var stórtækur í innkaupunum á húsaviði, en ekkert verður byggt án timburs og allur viðurinn seldist. Auðunn var með þeim fyrstu, sem eignaðist bíl í sýslunni; það gerðist í októ- ber 1928, og hann var örugglega sá fyrsti sem eignaðist bíl í Vestur-Eyjafjallahreppi. Það var gamall vörubíll. Ári síðar keypti Auðunn nýjan fólksbfl; blæjubfl af Ford-gerð. Sá bíll var notað- ur til að flytja fólk frá Seljalandi í Vestur-Eyja- fjallahreppi austur í Vík í Mýrdal og einnig til baka. Bifreiðarstjórinn var Olafur sonur Auð- uns. Þessar áætlunarferðir starfrækti Auðunn þar til Markarfljót var brúafl 1934. Tveir þekktir vatnabílstjórar óku á sama tíma á leiðinni Seljaland-Vík: Brandur Stefánsson frá Litla-Hvammi í Mýrdal og Óskar Sæmunds- son frá Eystri-Garðsauka. Aður en vatnasvæði Markarfljóts var brúað, óku áætlunarbílar frá Reykjavík austur í Fljótshlíð. Bifreiðastöð Reykjavíkur og bflakóngurinn Steindór Einars- son önnuðust þá fólksflutninga austur í Fljóts- hlíð. í þessar ferðir notaði BSR oft sjö manna bíla, Studebaker eða Buick. Farþegarnir voru síðan fluttir á hestum úr Fljótshlíðinni austur að Seljalandi. Þekktustu fylgdarmennirnir yfír vatnasvæði Markarfljóts vora bræðurnir frá Hlíðarenda í Fljótshlíð, þeir Helgi og Erlendur Erlendssynir. í Vestur-Eyjafjallahreppi voru það hinsvegar þeir Kristján Olafsson bóndi á Seljalandi, Erlendur Guðjónsson bóndi í Hamra- görðum og bræðumir í Dalseli. Mátti segja um gömlu vatnamennina, að þeir voru læsir á jökul- álana; vissu hvar sandbleytan leyndist í eyrar- oddum, vissu hvar hestfært var, þekktu á jökul- vatnið og höfðu jafnvel tilfínningu fyrir því, hvar silfurgljáandi sjóbirtingur leyndist í mor- inu þegar dregið var á með netum. Þetta voru náttúrafræðingar sem byggðu á reynslunni í viðureign við veður og vötn. Kaupmaðurinn í Dalsseli fylgdist vel með kalli tímans og hélt áfram að kaupa bíla. Skömmu fyrir Alþingishátíðina 1930 keypti hann nýjan Ford vörabíl, sem fékk númerið RÁ 25. Á þeim bfl var fólk úr héraðinu flutt á Alþingishátíðina í einu af boddíunum, sem Kristinn vagnasmiður og hans menn höfðu smíðað af miklum hagleik og síðan var því lyft á Fordinn. í boddíinu voru hafðir bekkir, en kreppuárakynslóðin kvartaði ekki undan hörð- um trébekkjum eða höstum bílum. í þá daga hljómaði gjaman boddíbílasöngurinn sem kom frá hjartanu og heyrði til þessum ferðalögum löngu liðins tíma. Tíu böm kaupmannshjónanna í Dalsseli kom- ust til fullorðinsára, en tólf urðu börnin; tvö dóu ung. Heimilið í Dalsseli var alla tíð mann- margt og þar að auki var það kaupstaður margra. Allt fram til þess að brýr komu á Þverá, Affall og Ála árið 1932, og Markarfljót tveimur árum síðar, lá þjóðleiðin austur og vestur um garða í Dalsseli. Um tíma var eins- konar viti í Dalsseli; Ijós á hárri stöng, sem leiðbeindi ferðamönnum um dökka sanda hins breiða vatnasvæðis Markarfljóts. Dalsselsheimilið var menningarheimili. Systkinin vora músíkölsk og á heimilinu var bæði orgel og píanó. Það var samt harmoníkan sem oftast hljómaði þar. En þar er komið út fyrir ramma þessarar samantektar um sam- göngur í Rangárþingi. Þegar Markarfljótsbrúin var tekin í notkun í nóvember 1934, var gamli kaupmaðurinn í Dalsseli dæmdur úr leik vegna breyttra samgangna. Dalssel var orðið úrleiðis. Eftir Suðurlandsveginum sem nú er, renna bílamir dag og nótt og minna í engu á þá veröld sem var, meðan klukka landsins gekk enn hægt. Nú þeysa þar um vígalegir jeppar með hestakerrur í eftirdragi; ökumaðurinn með aðra hönd á stýri, en með símann í hinni. Stór- ir vöruflutnmgabílar fara í einni lotu austur á Firði og aðrir eru á leið til Reykjavíkur með sjávarafurðir Austfírðinga. Póstbfllinn að Egils- stöðum leggur upp frá Reykjavík á síðkvöldum og þræðir Austfírðina, en er kominn á leiðar- enda um fótaferðartíma og dagblöðin eru víða úti á landi komin inn um bréfalúguna áður en morgunkaffíð ilmar. Höfundurinn býr á Hvolsvelli. ORÐAFORÐI 4 NATRÓN, PÉTUR OG STEIN- OLÍA EFTIR SÖLVA SVEINSSON Natrón er samband natr- íums og annars efnis eins og orðabókarskýringin hljóðar. En þeir sem á annað borð þekkja natrón vita að það er einkum notað í bakstur til þess að deig verði létt og loftkennt. Það var líka húsráð að setja ögn af natróni í vatnsglas og teyga í botn ef menn borðuðu yfir sig og fengu súrar gusur í kokið frá uppreisnargjörn- um maga. Natrón fundu menn í latínu í orðmyndinni nitrum. Rómveijar hafa farið í smiðju Grikkja sem sögðu nitron eða Araba sem köll- uðu efnið natrun. Öll þessi orð eru leidd af natríum sem er hvítt málmkynjað frumefni. Og það er líka náskylt nítrat sem er salt af saltpéturssýru. En hvað kemur salt Pétri við? Petrus var og hét meðal Róm- verja og víst fyrr. Frægastur Pétra er sá sem var lærisveinn Krists. í Grikklandi hétu menn Pétros, en það er dregið af pétra sem þýðir steinhella, klettur. En hvers vegna hafa salt og Pétur gengið í eina sæng? Á íslensku segja menn saltpétur og hafa líklega þegið orðið frá dönskum kaupmönnum sem söltuðu kjöt og notuðu efnið, en Danir segja þó salpeter eins og Englendingar gerðu á sínum tíma og notuðu orð- ið í merkingunni natrón. Orðið er niðursetningur úr latínu, en í því máli brúkuðu menn orðið sal niter þegar þeir báðu um salt. Á miðöld- um kölluðu margir Þjóðveijar þetta efni salniter. Ekki er löng leið frá salniter yfir í saltpétur, einkum og sér í lagi þegar fólk skildi ekki orð- ið.‘ En það er líka hægt að halda annarri skýringu á lofti. Því er haldið fram, að í latínu hafi verið til orðið salpetræ sem sett er sam- an úr sal og petræ, salt og klett- ur, salt sem kemur úr kletti og hljóta þá að vera einhvers konar útfellingar. En salt var ekki það eina sem klettar gáfu af sér. Olía vætlaði líka úr klettum og heitir enn á ensku petroleum, olía úr kletti og heitir steinolía á íslensku. Kristur notar þessa líkingu þegar hann ávarpar lærisveina sína í Ses- areu Filippí og beinir orðum sínum að Pétri postula: Sæll ert þú, Símon Jónasson, því að hold og blóð hefir eigi opinberað þér það, heldur faðir minn í himnunum. En eg segi þér: Þú ert Pétur, og á þessum kletti mun eg byggja söfnuð minn, og hlið Heljar skulu eigi verða honum yfirsterk- ari. Leiórétting I síðasta þætti eignaði ég Hann- esi Hafstein vísuna Þinn líkami er fagur... og svo framvegis. Vísan er hinsvegar eftir Davíð Stefánsson og birtist upphaflega í Svörtum fjöð- rum. Ég bið lesendur að fyrirgefa mér þessa glópsku. SS. Höfundurinn er cand. mag. í íslensku. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.