Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1997, Blaðsíða 17
MorgunblaðiA/Asdís TUNGLSKINSEYJAN er skrifuð fyrir þrjá söngvara sem eru Loftur Erlingsson, Ingveldur G. Ólafsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. LOFTUR Erlingsson íhiutverki Kalmans. SIGURÐUR PÁLSSON Þegar ég skrifaði Tunglskins- eyjuna VIÐ Atli höfðum talað saman um verkið. Þetta átti að verða íhugunarverk, milli- stig leikhúss og kammertónleika. Fáar per- sónur. Sögumaður. Þegar ég svo skrifaði Tunglskinseyjuna árið 1995 rifjaði ég upp ýmislegt sem ég var að rannsaka og hugsa um í sambandi við landnám og kom við sögu í bókunum Ljóð námu land og Ljóð námu menn. Blað- aði í Eyrbyggju, Laxdælu og Landnámu en upphafspunkturinn var samt keltneska sögn- in um landið í vestri þar sem sólin sest en þar er eilíft ljós og engar sorgir eru til... Sagt er að keltar hafí alltaf veirð á leið- inni til þessa lands og þess vegna séu þeir alls staðar á vestustu oddum og töngum Evrópu; Bretagneskaga í Frakklandi, Wales, írlandi og... á íslandi. Það er annars vegar þessi drifkraftur, þessi draumur keltanna og hins vegar eyjar og haf, eilíf sigling manneskjunnar frá einni eyju til annarrar sem liggur að baki verkinu Tunglskinseyjan. Birtingarformið er einfalt og sígilt; ástin, eilíf ást. Hún ein skiptir máii þegar hverfular langanir um ávinning og völd hafa fölnað á siglingunni gegnum lífíð. Þegar allur óþarfí og brynjur falla er ekkert eftir nema allsleysið, ekkert nema það sem öllu skiptir; logi kærleikans í stöð- ugri leit sinni að landinu handan við hafíð, landinu þar sem sólin sest. Sögumaður segir frá bakgrunni leiksög- unnar; valdatafli, pólitík og styijöldum en við dveljum ekki við þær sögur, heldur ein- beitum okkur að aðalpersónunum sem eru karl og kona og þerna hennar. Kalman, Auður, Unnur. Aðskilnaður elskhuganna. Endurfundur áratugum síðar á eyju í ónumdu landi. Eyju í Breiðafirði. Þangað hafði Kalman flúið fyrir löngu og þar náðu þær landi á sínum flótta, Auður (sem er djúpúðug, þ.e. mystiker) og Unnur, þema hennar. Tvær vinkonur á Tunglskinseyjunni sem auður nefndi svo. Af hveiju tunglskin? Mér fannst við hæfí að minna á hið föla endurskin hins mikla ljóss sólarinnar. Eða ástarinnar. Auk þess tengist tunglið líka kvenkyni, nótt, órum. Bið eftir nýjum degi. í lok þess dags er hægt að sigla inn í sólar- lagið. eða eiga eftir að eiga sér stað í sögu persón- anna - þá er það þeirra, jafnt sem okkar að hlusta og íhuga.“ Hvaða þeirra? „Persónanna, sögumanns og áhorfenda líka. Ég sá alveg frábæra sýningu á Carmen í uppsetningu Peters Brook. Hann tók í burtu alla hina hefðbundnu umgjörð óperu- formsins. Það var enginn kór, engar þrum- ur og eldingar; allt draslið tekið í burtu. Og þá sá maður átökin birtast í hnotskum. Þetta er það sem mig langaði til að gera; gera ástarþrá þessara persónu að aðalvið- fangsefni sýningarinnar. Eða eins og skáld- ið orðar það í textanum: Öll þessi þrá á jörðu og allt þetta ljós á himni. Til þess að koma þessu til skila, höfum við annars vegar búninga og hins vegar ljós. Mér finnst Björn Bergsteinn, ljósamað- urinn okkar, hafa skilið þetta inntak til fulls. Hann áttar sig alveg á því að það er ekki verið að birta ytra samhengi. Það sem við sjáum, er þetta innra ljós.“ Eintöl sál- arinnar ÞEIR sögðu í Peking að Tunglskins- eyjan minnti á hina hefðbundnu kínversku óperu. Tónskáldið segir form hennar eiga rætur í gríska harm- leiknum. Það má segja að hún sé fram- úrstefnuverk, en þó vísar hún aftur fyrir sig, í trúarlega tónlist, ættaða úr kaþólsku um leið og hún ber í sér þann kyrrláta þokka sem hugleiðslu- tónlist hefur. Hún er ekki eins og neitt sem maður hefur heyrt áður, en hefur þó sterk höfundareinkenni; stundum krefjandi, stundum kyrrlát, stundum ágeng, en stundum þarf maður að leita að henni í huga sér. * Við í nútimanum erum alltaf að reyna að skilgreina augnablikið sem er að líða, flokka það í fyrirfram ákveðnar hirslur, en verðum dálítið vandræðaleg, þegar stöðluð hirsla fyr- irfinnst engin fyrir það sem við höfum í höndunum. En þá er að leita til þeirra sem meira vita og spyija eins og fávís kona. Annars heldur maður bara áfram að vera fávís. Guðmundur Emilsson er tónlistar- stjóri Tunglskinseyjunnar. Hann stjórnaði fyrst konsertflutningi á henni í Þýskalandi fyrir tveimur árum, síðan frumsýningu á sviðsuppfærslunni í Peking og núna hér heima. Hann ger- ^ þekkir því verkið og er líklega manna best til þess fallinn að svara því hvern- ig tónlistin í Tunglskinseyjunni verði skilgreind. „Eg myndi skilgreina hana sem afar sérstæða óperutónlist,“ segir Guð- mundur, „og frábrugðna því sem við höfum heyrt". Hvað er frábrugðið? „í fyrsta lagi eru díalógar, eða sam- töl, nánast hverfandi í verkinu. Þetta eru nánast allt eintöl; eintöl sálarinn- ar. Það er aðeins eitt samtal milli ^ tveggja einstaklinga í verkinu. Það er á dauðastund þernunnar Unnar. Þá tala þær Auður saman. Eftir að Unnur er dáin, upphefjast eintölin aftur, sem bendir óhjákvæmilega til hinna upp- runalegu, grisku harmleikja. í öðru lagi leikur hljóðfæraflokkur- inn hlutverk sem slagar upp í það að vera jafn þýðingarmikið og hlutverk söngvaranna - og er það kannski og jafnvel meira, ef betur er að gáð, vegna þess að hann spilar frá upphafi til enda, en ekki bara millispil og undir- leik, eins og í hinni hefðbundnu óperu. Og er þá mikið sagt, vegna þess að hlutverk söngvaranna er æði mikið og erfitt. Nú, ef við skilgreinum tónlistina sem^ slika, óháða óperuforminu og hefðum þess, þá getum við lýst þessari tónlist sem mjög persónulegri og markvissri leit tónskáldsins að tónmáli sem á sér ekki neina augljósa hliðstæðu eða fyr- irmynd. Þetta er spuni, líkt og skrifaður í fast að því dáleiðslu ástandi, þar sem farið er með alla eðlisþætti tónlistar- innar óhikað út á ystu nöf, hvort held- ur um er að ræða tónhæð, styrkleika, hljóðfæraval, hljóðfæranotkun, áferð eða textúru, nótnagildi, eða það sem kalla mætti áfanga - sem er vægast sagt stórbrotið. Þar með er ekki sagt að verkið sé fráhrindandi eða þurrt á manninn eða akademískt. Það eru undurfagrir kafl-,* ar í verkinu, sem verða enn fegurri fyrir þær sakir að þeir standa í mikil- úðlegu umhverfi. Þessir þættir verksins höfða beint til allra, hvar sem þeir eru annars í sveit settir músíklega séð, þ.e.a.s. óháð fordómum. Ég held að Atli hafi að sumu leyti reynt að fara fram úr sér og ef til vill hefur honum tekist það. Þess vegna hvet ég alla sem hafa áhuga á tónlist að láta þetta tækifæri ekki úr greipum sleppa. Þeir sem voru svo ljónheppnir að ^ vera viðstaddir þegar Tíminn og vatn- ið var frumflutt á Listahátíð 1994, eiga aldrei eftir að sjá eftir því. Ég held að það sama gildi um Tunglskinseyj- una.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 1997 1 Tt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.